Morgunblaðið - 10.10.2002, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 10.10.2002, Qupperneq 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 55 ORKUVEITA Reykjavíkur veitti ný- lega námsstyrki til kvenna sem stunda verkfræði- eða tækninám, sjötta árið í röð. Styrkupphæðin nemur 450.000 kr. og fór afhending fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Að þessu sinni hlutu Ólöf Kristjáns- dóttir og Brynja Baldursdóttir styrki. Styrkveitingarnar eru liður í jafn- réttisáætlun Orkuveitunnar. Er stofnað til þeirra í þeim tilgangi að stuðla að aukinni sókn kvenna í nám í tækni- og verkfræðigreinum. Eitt markmiða jafnréttisáætlunar Orku- veitunnar er að jafna hlut kynja í sérfræði- og stjórnunarstörfum og til að það markmið geti náðst er nauðsynlegt að framboð á konum með þá sérhæfðu menntun sem nýt- ist Orkuveitunni aukist. Dómnefnd skipuðu Steinunn Val- dís Óskarsdóttir, Þorbjörg Vigfús- dóttir og Hildur Jónsdóttir og völdu þær styrkþega úr hópi 35 umsækj- enda. Orkuveita Reykja- víkur veitir styrki Morgunblaðið/Jim Smart Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, Rósa Erlingsdóttir, jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, Ólöf Kristjánsdóttir styrkhafi, foreldrar Brynju Baldursóttur styrkhafa, Eva Benediktsdóttir og Baldur Sigurðsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, stjórnarmaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún Jónsdóttir borgarstjóri og Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar. AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi verður haldinn á Hótel Héraði, Eg- ilsstöðum, laugardaginn 12. október kl. 17. Auk hefðbundinna aðalfund- arstarfa munu þingmenn kjördæm- isins, þau Steingrímur J. Sigfússon, Þuríður Backman og Árni Steinar Jóhannsson, halda erindi um barátt- una framundan. Pallborðsumræður verða með fulltrúum flokksins í sveitarstjórnum á Norður- og Aust- urlandi um stöðu mála í dag. Þá verður á fundinum farið yfir hvernig haga skuli uppstillingu á lista fyrir komandi alþingiskosningar. Aðalfundur VG í Norðurlands- kjördæmi ALÞJÓÐLEGA þýskuprófið Test- DaF verður haldið í Tungumálamið- stöð Háskóla Íslands í nóvember. Prófið er ætlað þeim, sem ætla að fara í nám í Þýskalandi. Prófgjaldið er ÍKR. 8.000. Nánari upplýsingar er að finna undir www.testdaf.de. Umsóknir eiga að berast ekki síð- ar en 23. október. Umsjón með próf- um við HÍ hefur Peter Weiss í Tungumálamiðstöð HÍ, weiss@hi.is. Alþjóðlegt þýskupróf BANDALAG kvenna í Hafnarfirði verður 30 ára 11. október. Í tilefni af- mælisins er opið hús laugardaginn 12. október kl. 14 með afmælisdagskrá og sýningu á handverki kvenna í Hraunseli, Flatahrauni 3, Hafnar- firði. Bandalagið samanstendur af átta aðildarfélögum: Kvenfélagi Hafnarfjarðar, Kvenfélagi Víðistaða- kirkju, Kvenfélagi Fríkirkjunnar, Kvenfélaginu Hringnum, Kvenfélagi framsóknarkvenna, Hörpu, Kven- félagi Alþýðuflokksins og Kvenfélagi sjálfstæðiskvenna, Vorboðanum. Bandalagskonur hafa hist sameig- inlega 4–5 sinnum á ári. Innan Banda- lagsins er starfandi mæðrastyrks- nefnd, orlofsnefnd og ræktunarnefnd, segir í fréttatilkynningu. Bandalag kvenna í Hafn- arfirði 30 ára Þá var jafnframt skýrt frá því á blaðamannafundi KSÍ og Heklu að íslenska landsliðið muni leika í nýjum búningum frá Errea í Evr- ópukeppni landsliða í knatt- spyrnu. Hekla mun, í samstarfi við KSÍ, vera aðalsöluaðili búninganna, sem verða eingöngu seldir í gegn- um vef fyrirtækisins, www.hekla.- is. Ákveðið hefur verið að 10% af söluandvirði búninganna renni í byggingarsjóð Barnaspítala Hringsins. KNATTSPYRNUSAMBAND Ís- lands og Hekla hf. hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning í höfuðstöðvum Heklu við Lauga- veg. Samningurinn er til fjögurra ára og var undirritaður af Eggerti Magnússyni, formanni KSÍ, og Sigfúsi R. Sigfússyni, forstjóra Heklu. Á samningstímanum verða bif- reiðir frá Heklu áberandi í starf- semi KSÍ auk þess sem æfinga- búningar A-landsliða karla og kvenna verða merktir Heklu. KSÍ OG Hekla semja til fjögurra ára VEÐUR mbl.is w w w .d es ig n. is © 20 02 - IT M 90 30 V. Fellsmúla • S. 588 7332 Opið: Mán. - föst. 9-18, lau. 10-14 Ný vefsíða: www.i-t.is Tilboðsverð aðeins: 1. WC rúlluhaldari-króm Kr. 1.190,- 2. Handklæðasnagi-króm Kr. 1.090,- 3. WC bursti+haldari-króm/gler Kr. 2.150,- 4. Handklæðaslá 60 cm-króm Kr. 2.100,- 5. Spegilhilla 70 cm-gler/króm Kr. 2.500,- 6. Glasahaldari+glös/króm Kr. 1.750,- 7. Sápustatíf-króm/gler Kr. 1.250,- 8. Handklæðahringur 17 cm-króm Kr. 1.350,- 9. Spegilhilla 60 cm-lökkuð fura, kirsub., hvítt Kr. 1.450,- 10. Glasa- og tannburstahaldari+glas/lökkuð fura Kr. 1.390,- 11. Sápustatíf-lökkuð fura, kirsub., hvítt Kr. 1.390,- 12. Handklæðahringur 18 cm-lökkuð fura, kirsub., hvítt Kr. 1.050,- 13. Handklæðaslá 61,5 cm-lökkuð fura, kirsub., hvítt Kr. 1.070,- 14. Handklæðastöng tvöföld 61,5 cm-lökkuð fura Kr. 1.250,- 15. Handklæðastöng tvöföld 52 cm-lökkuð fura Kr. 1.270,- 16. Handklæðasnagar tvöf.-lökkuð fura, kirsuber, hvítt Kr. 490,- 17. WC rúlluhaldari-lökkuð fura, kirsuber, hvítt Kr. 850,- 18. WC bursti+haldari-lökkuð fura/gler Kr. 3.020,- 19. Sturtuhilla einföld/horn h11b23d14 cm-króm Kr. 520,- 20. Sturtuhilla þreföld/vegg h43b25d11 cm-króm Kr. 1.720,- 21. Baðherbergisspegill 42x60 cm-tré kirsuber fura eða hvítt. Kr. 2.900,- 22. WC gegnheilar viðarsetur-fura, mahony Kirsuber og antikútlit. Kr. 5.800,- 23. Baðherbergisskápur m. spegilhurðum b56h51d14 cm-Fura eða kirsuber Kr. 7.900,- 24. Lyfjaskápur b34h40d14 cm-fura eða hvítbæs Kr. 5.900,- 25. Sturtusett-króm Kr. 2.790,- Smáatriðin í lag! 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 22 23 24 25 21 Komið aftur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.