Morgunblaðið - 15.11.2002, Síða 8

Morgunblaðið - 15.11.2002, Síða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „Bragð er að, þá barn finnur.“ Félagsráðgjafadagurinn Unnið út frá heildarsýn Félagsráðgjafadagur-inn er í dag, föstu-daginn 15. nóvem- ber. Hann er tileinkaður hugtökunum „endurhæf- ingu/hæfingu“, en á degin- um verður merks áfanga minnst, en nú um stundir eru tuttugu ár síðan fyrstu félagsfræðingarnir voru útskrifaðir frá Háskóla Ís- lands. Ella Kristín Karls- dóttir er formaður Félags íslenskra félagsráðgjafa. – Hvað ætlið þið að gera í tilefni dagsins? „Í ár ætlum við að til- einka félagsráðgjafadag- inn endurhæfingu/hæf- ingu. Við verðum með morgunverðarfund í Vík- ingasal Hótel Loftleiða klukkan 8 til 11.30 og þar ætla fimm félagsráðgjafar að ræða um endurhæfingu. Harpa Sigfúsdóttir fjallar um atvinnu- lega endurhæfingu á Reykjalundi. Þá fjallar Erla Björg Sigurðar- dóttir um Grettistak sem er sam- starfsverkefni Tryggingarstofn- unar ríkisins og Félagsþjónust- unnar í Reykjavík, Miðgarðs og Vesturgarðs. Grettistak er endur- hæfing fólks sem hefur átt við langvarandi áfengis- og vímuefna- vanda að stríða. Þá fjallar Erla Jónsdóttir um endurhæfingaríbúð Sjálfsbjargar- heimilisins. Einnig ræðir Hanna Unnsteinsdóttir um endurhæf- ingu geðfatlaðra og loks ætlar Edda Ólafsdóttir að hugleiða mál- efni útlendinga. Hvern þarf að hæfa, félagsráðgjafann eða út- lendinginn?“ – Varðandi síðastnefnda erind- ið, hvað áttu við með „hvern þarf að hæfa?“? „Átt er við að útlendingar eru nýr hópur í þjóðfélaginu og það hefur varla verið skilgreint hversu sveigjanleg við erum í þeirra garð varðandi félagsþjónustu. Tilkoma þeirra er ný áskorun sem kallar á nýjar leiðir og Edda mun einmitt skoða þau mál enda eru mörg dæmi um að þjónusta sem í boði hefur verið fyrir Íslendinga hent- ar ekki endilega fyrir útlendinga sem hér setjast að. Annars má með sanni segja að erindin sem flutt verða eru valin úr miklum mun stærri brunni við- fangsefna, því félagsfræðin er af- ar víðfeðmt fag og tekur á mörg- um málum. Erindin sem flutt verða sýna hvað breiddin er mikil, allt frá fíklunum til útlendinga og frá geðfötluðum til atvinnuþróun- ar. Miklu fleira mætti nefna sem bíður bara næsta málþings eða ráðstefnu.“ – Það er athyglisvert að for- maðurinn og allir fyrirlesarar eru konur, hvers vegna er félagsfræð- in svona afgerandi „kvennafag“? „Já, félagsfræðin virðist vera kvennafag, en það er erfitt að svara því hvers vegna það er. Ekki er það vegna þess að það er mjúkt fag. Mér finnst félagsfræð- in alls ekki vera mjúkt fag, svo mikið er víst. Hins vegar eru um tíu prósent útskrifaðra fé- lagsfræðinga karlar, um það bil 30 af 300 talsins. Ekki eru þó allir þeirra starfandi félagsfræðingar, sumir þeirra virðast fara til stjórnunar- starfa, enda er félagsfræðin ágæt- ur grunnur fyrir annan frama.“ – Ekki mjúkt fag seg- irðu…hvernig starfar félagsráð- gjafinn? „Félagsráðgjafinn vinnur út frá heildarsýn. Hann kynnir sér að- stæður og þarfir skjólstæðings og beitir faglegri þekkingu til þess að veita honum stuðning og meðferð. Félagsráðgjafinn fæst einnig við mótun og nýsköpun fé- lagslegra úrræða. Hann getur stjórnað og annast daglegan rekstur félagslegra stofnana og deilda sem veita ráðgjöf í fé- lagslegum og persónulegum mál- um einstaklinga. Heildarsýn er sú aðferðarfræði sem einkennir vinnubrögð félagsráðgjafans og leggur þannig grunn að samskipt- um hans við stofnanir og einstak- linga sem tengjast málum skjól- stæðings. Af þessu má sjá að aðferðar- fræði félagsráðgjafans, heildar- sýnin, er líkleg til að geta af sér skilvirka og árangursríka ráðgjöf auk þess sem tengslin við félags- málastofnanir liðkast og aðili sem sérhæfir sig í að hafa yfirsýn, stjórnar ráðgjöfinni. Félagsráð- gjafinn hefur mynd af veruleika einstaklingsins, tengslum hans við aðra einstaklinga, stofnanir og samfélagið. Engu að síður þarf einstaklingurinn að hafa aðgang að þjónustu annarra sérfræðinga vegna afmarkaðri mála s.s. náms- ráðgjafa og sálfræðinga.“ – Meira? „Lögráða einstaklingur þarf að fást við margar ólíkar aðstæður. Hann er barn foreldra sinna, námsmaður, starfsmaður, leigj- andi, húseigandi, sjúklingur, fangi o.s.frv. Hlutverk félagsráðgjafans er að aðstoða fjölskylduna við að greiða úr þráðunum, veita upplýs- ingar um þau réttindi sem með- limir hennar hafa, styðja hana í erfiðleik- um, útskýra flækjurnar sem vefjast fyrir henni og tryggja að þörfum hennar og einstak- lingnum sé mætt af samfélaginu á hinum ýmsu sviðum. Ég held ég láti þetta nægja, það þarf í raun miklu lengra mál en við höfum svigrúm fyrir hér til að út- skýra til hlítar hlutverk félagsráð- gjafans og eðli starfsins og fjöl- breytileika.“ – Verður meira í tilefni dags- ins? „Já, heilmikil árshátíð í kvöld.“ Ella Kristín Karlsdóttir  Ella Kristín Karlsdóttir er fædd 13.febrúar 1952. Hún er, síðan í mars, forstöðumaður Vesturgarðs sem er fjölskyldu- og skólaþjónusta vesturbæinga. Hún er útskrifuð úr Kenn- araskóla Íslands 1973 og með BA í félagsfræði úr HÍ 1993. Fékk starfsréttindi í faghandleiðslu og handleiðslutækni 2000. Hún er ennfremur formaður Stétt- arfélags íslenskra félagsráðgjafa sem heldur nú upp á Félags- ráðgjafadaginn. Einstaklingar fást við ólíkar aðstæður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.