Morgunblaðið - 15.11.2002, Side 19

Morgunblaðið - 15.11.2002, Side 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 19 Farðu beina leið í Frjálsa! A B X / S ÍA www.fr jals i . is Frjálsi fjárfestingarbankinn hefur á annað ár boðið hagstæðustu bílalánin. Í tilefni af 20 ára afmæli bankans gerum við nú enn betur og bjóðum bílalán án lántökugjalds, fram að næstu áramótum.1) Algengasta lántökugjaldið er 3% af lánsupphæð. Miðað við milljón króna lán eru það því 30.000 kr. sem þú losnar við að greiða í aukakostnað. Þú getur reiknað dæmið og sótt um bílalán á www.frjalsi.is eða hjá bílaumboðunum. Þú getur einnig komið í Sóltún 26, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is og fengið allar nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum okkar. 1) Bílalán með veði í bifreið getur numið allt að 75% af kaupverði til allt að 84 mánaða. Lánað er 100% af bílverði til allt að 96 mánaða ef bílalánið er með veði í bifreið og bakveði í fasteign. Heildarveðhlutfall fasteignar með bílaláni má mest vera 90% af verðmæti fasteignar. Sjá nánari skilyrði fyrir lántöku á www.frjalsi.is. Lánsupphæð 60 mánuðir 72 mánuðir 84 mánuðir 96 mánuðir 1.000.000 kr. 20.401 kr. 17.612 kr. 15.620 kr. 14.126 kr. Dæmi um mánaðarlega meðalafborgun af 1.000.000 kr. miðað við jafnar afborganir án verðbóta: FR JÁ LS IF JÁ R FE ST IN GA RBANKINN 1982–2002 ára Hagstæðasta bílalánið og ekkert lántökugjald til áramóta                                                  !"        #    #           Hverfisgötu 18, s. 530 9314 Lífið er saltfiskur! Saltfiskdagar á Caffé Kúlture Portúgalskur gestakokkur mætir með ótrúlega fjölbreyttan saltfiskmatseðil. Kynnið ykkur hversu frábæra hluti er hægt að gera með gamla íslenska saltfiskinn. Laugardagskvöld: Bossa Nova hljómsveit spilar HEILI Ulrike Meinhof, eins al- ræmdasta hryðjuverkamanns Rauðu herdeildarinnar svoköll- uðu, sem hélt vestur-þýzku samfélagi í greipum ótta á átt- unda áratugnum, verður bráð- lega afhentur aðstandendum hennar svo að þeir geti komið honum fyrir í gröf hennar. Meinhof svipti sig lífi í fang- elsi árið 1976 og var heilinn fjarlægður og geymdur í formalíni, svo að vísindamenn gætu gert á honum leynilegar rannsóknir. Tvíburadætur Meinhof fóru fram á að fá heil- ann afhentan eftir að þær fréttu að hann hefði ekki verið grafinn með líki móður þeirra á sínum tíma og nú hefur sak- sóknaraembættinu í Stuttgart og háskólastofnunum, þar sem heilinn var rannsakaður, verið gert að skila honum. Pelosi tekur við af Gephardt NANCY Pelosi, þingmaður frá Kaliforníu, var í gær kjörin leiðtogi demókrata í fulltrúa- deild Banda- ríkjaþings og er þetta í fyrsta sinn sem kona er valin í embætt- ið. Hún tekur við því af Rich- ard Gephardt, miðjumanni sem sagði af sér eftir ósigur demókrata í kosningunum 5. nóvember. Pelosi, sem er vinstrisinnuð, fékk 137 atkvæði í leiðtogakjör- inu og miðjumaðurinn Harold Ford, 32 ára þingmaður frá Tennessee, 29 atkvæði. Áformuðu árás á her- stöð NATO MEINTUR hryðjuverkamað- ur, Nizar Trabelski, sem hefur verið handtekinn í Brussel, við- urkenndi í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi að hann hefði átt að- ild að áformum al-Qaeda um að gera árás á herstöð Atlants- hafsbandalagsins í Kleine Brogel í Belgíu. Árásin var þó aldrei gerð. Sérfræðingar í varnarmálum segja að kjarnavopn séu geymd í herstöðinni en belgísk stjórn- völd og NATO hafa neitað að staðfesta það. STUTT Heila Meinhof skilað Nancy Pelosi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.