Morgunblaðið - 15.11.2002, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.11.2002, Qupperneq 22
ERLENT 22 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞRETTÁN árum eftir fall komm- únismans glíma Rúmenar við fá- tækt, spillingu, óvirkt stjórnmála- kerfi, hægfara efnahagsumbætur – listinn er nánast óendanlegur. En nú hafa Rúmenar komið auga á lækningu við öllum meinum sam- félagsins: Atlantshafsbandalagið. Raunar hefur Rúmenum enn ekki verið formlega boðin aðild að NATO en rúmenskum embættis- mönnum er fullkunnugt um að slíku boði verður komið á framfæri á leiðtogafundi bandalagsins í Prag í næstu viku. Og ráðamenn í Rúmen- íu eru kátir. „Þetta markar nýtt upphaf í sögu þjóðarinnar,“ segir Ion Iliescu for- seti. Hann telur NATO-aðildina fallna til að færa Rúmeníu „í hóp siðmenntaðra ríkja og fá fram þá aðstoð sem nauðsynleg er til að hrinda í framkvæmd umbótum“. Vestar í álfunni og handan hafsins í Bandaríkjunum má auðveldlega finna menn sem hafa efasemdir um réttmæti þess að bjóða Rúmenum að ganga til samstarfs á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Banda- rískir embættismenn segja einnig að ákveðin áhætta fylgi svo rót- tækri stækkun bandalagsins en í ráði er að bjóða sjö ríkjum aðild þannig að 26 lönd taki þátt í þessu samstarfi. Embættismenn í Wash- ington segja að Rúmenía sé ekki það ríki sem fyrst komi upp í hug- ann þegar rætt sé um „bandamenn innan NATO“. Stærsta gleðifréttin Rúmenar líta hins vegar á NATO-aðildina sem mikla blessun og gæfu. Tata Marian, leiðtogi lýð- ræðishreyfingar í borginni Brasov, segir fullum fetum að aðildin sé „gjöf frá Guði sem [muni] gjör- breyta þjóðfélaginu“. Endalok kommúnismans 1989 breyttu í raun ekki svo miklu í Rúmeníu þótt vissulega hafi þjóðin ekki sætt sömu kúgun undanliðin 13 ár og áður. Fyrstu tíu árin ein- kenndust af valdabaráttu og stöðn- un enda áræddu stjórnvöld ekki að koma á nauðsynlegum breytingum á efnahagssviðinu auk þess sem kommúnísk viðmið voru enn ríkjandi. Spillingin grasseraði sem fyrr og það litla einkaframtak sem gerði vart við sig var heft á ýmsan veg. Á síðustu þremur árum eða svo hefur orðið nokkur breyting á. Hagvöxtur er nú mælanlegur og stjórnkerfi sem halda má fram að sé um margt lýðræðislegt hefur þróast fram. En það er samt vænt- anleg NATO-aðild sem er stærsta gleðifréttin í Rúmeníu. Adrian Nastase forsætisráðherra fullyrðir að NATO-aðildin verði til þess að auka mjög erlendar fjár- festingar í landinu. Hún verði til þess að sannfæra útlenda fjárfesta um að stöðugleiki ríki og varnir Rúmeníu séu traustar. Þá muni þátttaka í NATO verða til þess að eyða „sálfræðilegri einangrun rúm- ensku þjóðarinnar“ og auka hern- aðarlegt mikilvægi landsins með til- liti til Mið-Austurlanda, Balkan- skaga og Kákasus-svæðisins hand- an Svartahafs. „Við erum á ný ein af þjóðum hinnar evrópsku fjöl- skyldu,“ segir Nastase. Iliescu forseti og Nastase til- heyra Sósíaldemókrataflokknum en innan hans er einkum að finna fyrr- um kommúnista sem forðum máttu ekki heyra á NATO-aðild minnst. Nú er hins vegar öldin önnur og þeir lofsyngja bandalagið rétt eins og aðrir stjórnmálamenn í landinu. Meira að segja áköfustu þjóðern- issinnarnir eru hlynntir varnarsam- starfi við Vesturlönd. Corneliu Vad- im Tudor er þekktasti þjóðernis- sinni Rúmeníu og raunar yfirlýstur gyðingahatari líka. Hann fer fyrir flokki er nefnist Stór-Rúmenía og fékk 33% atkvæða í forseta- kosningunum árið 2000. Hann var forðum hirðskáld Nicolae Ceaus- escus, kommúníska einræðisherr- ans sem tekinn var af lífi í bylting- unni um jólin 1989. Tudor er ekki lengi að gera grein fyrir ástæðum þess að NATO höfðar til hans; með því móti má hefta ásælni Rússa og halda aftur af höfuðóvininum, Ung- verjum, sem Tudor hefur sérstaka andstyggð á. Ungverjar eiga einnig aðild að NATO. Viðbrögð við 11. september Spillingin og almennar efasemdir um þróun lýðræðis í landinu gerðu að verkum að flestir töldu með öllu útilokað að Rúmenar bættust í hóp NATO-þjóða. Þetta breyttist eftir árás hryðjuverkamanna á Banda- ríkin 11. september í fyrra. Ráða- menn í Rúmeníu brugðust við hart, lýstu yfir skilyrðislausum stuðningi við Bandaríkjamenn, sendu herlið til Afganistan og leyfðu Bandaríkja- mönnum að nýta hernaðaraðstöðu í landinu sem og að fara um rúm- enska lofthelgi. NATO-aðildin talin allra meina bót Búkarest. The Washington Post. Reuters Rúmenskur hermaður sýnir breskum starfsbróður breytta gerð AK-47- hríðskotariffilsins. Vopnið, sem upphaflega var sovésk smíð, hefur verið lagað að stöðlum herafla NATO, m.a. með því að minnka hlaupvíddina. Myndin var tekin á sameiginlegri heræfingu sem fram fór á dögunum. Í Rúmeníu er spillingin landlæg rétt eins og fátæktin. Ráðamenn telja hins vegar að al- gjör umpólun sé í vændum nú þegar aðild að NATO er innan seilingar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.