Morgunblaðið - 15.11.2002, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.11.2002, Qupperneq 24
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 24 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Taktu lottó í áskrift á lotto.is eða næsta sölustað N O N N I O G M A N N I | Y D D A / si a. is N M 0 7 6 4 7 • Þínar tölur eru alltaf í pottinum • Frír útdráttur fjórum sinnum á ári – gildir um Lottó, Víkingalottó og Jóker • Þú styrkir gott málefni þessar stofnanir séu í göngufæri fyrir börnin.“ Hún segir nýja hugmynd hafa sprottið upp úr þinginu sem hefur verið gefið nafnið „campus“ en hún gengur út á að litið sé á svæðið sem heildstæða einingu sem tengdist miðbænum yfir að Eiðistorgi. „Þar yrði allt innan seilingar, líka íbúðar- húsnæði að einhverju leyti og hugs- anlega einhver opinber þjónusta. Þarna er einfaldlega gengið enn lengra með þessa hugmynd þannig að Hrólfsskálamelur yrði nýttur með hana að leiðarljósi.“ Sigurborg telur að eining myndi ríkja um slíka hugmynd og segir að hún hafi fengið góðar viðtökur á fundi síðastliðinn þriðjudag þar sem niðurstöður þingsins voru kynntar. „Spurningin varðandi íbúðar- húsnæði er hins vegar hvað ætti að byggja þar þétt og hátt. Hugsunin er sú að öll umferð yrði í jaðrinum – það yrði hægt að fara þar um á bíl en svæðið yrði skipulagt út frá gangandi umferð.“ Grasvöllur í fullri stærð? Hvað varðar hjúkrunarheimilið segir Sigurborg að á þinginu hafi komið fram vilji til að það yrði ná- lægt miðsvæði bæjarins. Sömuleiðis væri ósk um að heimilið byði upp á stigskipta þjónustu sem hentaði fólki með mismunandi þjónustuþörf enda myndi hagkvæm stærð af hjúkrunarheimili vera stærri en Sel- tirningar þyrftu á að halda. Þá var fótboltavöllur meðal þess sem rætt var á þingin en fótbolta- vellir eru nú tveir, malarvöllur fyrir neðan Valhúsaskóla og grasvöllur efst á Valhúsahæð. „Það hefur verið svolítið spurning um hvort koma ætti upp grasvelli í fullri stærð og hann er eitt af því sem margir hafa viljað setja á Hrólfsskálamel. Á þinginu var verið að skoða ýmsa möguleika á því að byggja upp þar sem núverandi malarvöllur er og hugsanlega yrði niðurstaðan sú að Seltirningar þurfi ekki endilega HRÓLFSSKÁLAMELUR og hjúkr- unarheimili voru þau atriði sem voru efst í huga Seltirninga sem sóttu íbúaþing á Nesinu á laug- ardag. Þingið var það fjölmennasta sem haldið hefur verið hér á landi. Að sögn Sigurborgar Kr. Hann- esdóttur, verkefnisstjóra hjá ráð- gjafafyrirtækinu Alta sem sá um framkvæmd þingsins, var ágrein- ingur um Hrólfsskálamel og stað- setningu nýs hjúkrunarheimilis hvatinn að því að Seltjarnarnesbær ákvað að efna til íbúaþings auk þess sem komið er að endurskoðun að- alskipulags bæjarins. „Það má segja að það hafi komið skýrt fram á þinginu hversu óvenjuleg staða Sel- tjarnarness sem sveitarfélags er því það á svo lítið byggingarland eftir. Þar af leiðandi verða átök um nýt- ingu á tilteknum svæðum og mjög margar og mismunandi hugmyndir þar um.“ Þannig hafi fólk gert sér grein fyrir að byggingaland á Sel- tjarnarnesi væri óvenju dýrmætt og mikilvægt að vanda vel til þeirrar uppbyggingar sem þar verður. Hugsanlegt að byggja á Valhúsahæðinni að hluta Hún segir að vinnan á þinginu hafi snúist um að ná fram ákveðnum meginlínum. „Það kom mjög skýrt fram að fólk vill halda vestursvæð- unum við ströndina ósnertum en þó jafnvel manngera þau að einhverju leyti til útivistar, t.d. með göngu- stígum. Eins fannst fólki að það mætti gjarnan þétta byggð og byggja upp eftir því sem þjón- ustustofnanir leyfa en það er margt sem bendir til þess að það sé hægt að fjölga íbúum í bænum án þess að stækka skóla og þess háttar. Hluti af niðurstöðunum er að það þurfi að skoða hvar þessi mörk eru.“ Sigurborg segir það hafa komið á óvart að Valhúsahæðin virðist ekki lengur vera svæði sem ekki má hreyfa við í huga Seltirninga. „Fólk er til í að skoða eitthvað sem félli að umhverfinu og sátt væri um þannig að þar mætti jafnvel byggja upp að einhverjum hluta. Einhverjir vildu þó færa hæðina í upprunanlegt horf en hluti hennar er friðaður.“ Þau atriði sem þó vöktu mesta umræðu á þinginu voru uppbygging á Hrólfsskálamel og staðsetning hjúkrunarheimilis. „Upphaflega hafði verið hugsunin að vera með blandaða uppbyggingu, þ.e. íbúðar- húsnæði og verslunar- og þjónustu- húsnæði á Hrólfsskálamel en þar hjá er ákveðinn kjarni með skólum, tón- listarskóla, bókasafni, sundlaug og íþróttahúsi. Þetta telja margir vera styrk Seltjarnarness – að vera með þetta allt á sama stað þannig að fullvaxinn fótboltavöll. Við fengum ekki niðurstöðu í þessu máli en það hangir geysilega margt í skipulags- málum á ákvörðunum um hvar þessi völlur á að vera því í framhaldi af því er nánast hægt að fara að taka allar aðrar ákvarðanir.“ Bílhafnir á tveimur stöðum Krakkarnir á Seltjarnarnesi höfðu líka sitt að segja um bæinn sinn en unnið var með börnum í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla í aðdraganda þingsins. „Þau töluðu meðal annars um hvað þeim finnst gott að það sé stutt í staði á borð við íþróttahúsið og bókasafnið. Ung- lingarnir vildu geta nýtt meira fé- lagsheimilið sem er reyndar á þessu svæði líka,“ segir Sigurborg en þeir síðasttöldu óskuðu eftir því að fá að halda böll í því húsi. „Svo töluðu bæði börnin og ung- lingarnir um að þessi mikla umferð, sem er við skólann, trufli þau – það væri „algjör kaós við skólann“ og unglingarnir kvörtuðu undan því að körfuboltavöllurinn þeirra væri not- aður sem bílastæði. Lausnin gæti falist í því sem við köllum bílhafnir, sem yrðu á tveimur stöðum þar sem fólk stöðvar til að hleypa börnunum út úr bílnum. Þau yrðu þar með komin á öruggt svæði þannig að það þarf ekki fleiri hektara undir bíla- stæði eða að keyra börnin alveg upp að dyrum.“ Sigurborg segir mætinguna á þingið hafa verið framar öllum von- um en með börnunum hafi um 300 manns tekið þátt sem sé landsmet. „Og það var greinilegt að fólk er vant því að hafa ákveðnar skoðanir á sínu samfélagi og er virkt.“ Hún segir að vissulega hafi skiptar skoð- anir verið um ýmis málefni og þann- ig hafi hópurinn, sem vann með miðbæinn, skilað þremur mismun- andi tillögum. Hins vegar hafi and- inn verið góður og fólk einbeitt sér að því að finna lausnir á þeim vanda- málum innan bæjarins sem blöstu við í upphafi þings. Vanda þarf til upp- byggingar svæðisins Morgunblaðið/Golli Gulir miðar voru notaðir til að koma skipulagi á hugmyndir íbúanna. Seltjarnarnes BÆJARYFIRVÖLD í Hafnarfirði og fulltrúar skátafélagsins Hraun- búa undirrituðu á þriðjudag sam- komulag um niðurgreiðslu bæjarins á þátttökugjaldi barna 10 ára og yngri. Þá tekur samningurinn til efl- ingar æskulýðs- og annars forvarn- arstarfs í bænum. Í fréttatilkynningu segir að mark- mið samkomulagsins sé það sama og í samkomulagi við íþróttahreyf- inguna sem nýlega var undirritað – að gera börnum kleift að taka þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi óháð efna- hag fjölskyldna. Undirskriftin fór fram í Skáta- heimilinu við Víðistaðatún en það voru Lúðvík Geirsson bæjarstjóri og Bergur Ólafsson, félagsforingi skátafélagsins Hraunbúa, sem héldu á pennunum. Morgunblaðið/Kristinn Skátastarf barna 10 ára og yngri niðurgreitt Hafnarfjörður NÝR vegur, Baugshlíð í Mos- fellsbæ, verður opnaður fyrir um- ferð í dag en með honum er komin vegtenging frá Vesturlandsvegi í Höfða-, Hlíða- og Tangahverfi. Sama dag verður aðkoman að Blikastöðum frá Vesturlandsvegi lokuð en í staðinn verður ekið að Blikastöðum frá hringtorginu við Baugshlíð og Klapparhlíð. Baugshlíðin og hringtorg sem hún tengist við Vesturlandsveg á móts við Skálatún er búin að vera í uppbyggingu í um ár en að sögn Tryggva Jónssonar, bæjarverk- fræðings í Mosfellsbæ, er ákveðin skýring á því. „Á sínum tíma þegar Vesturlandsvegurinn var byggður frá Úlfarsfelli og upp að Skálatúni ákváðu menn að hafa veginn á floti sem þýðir að þeir grófu ekki niður á fast enda eru einhverjir fjórir til fimm metrar niður. Gamli Vestur- landsvegurinn hefur sigið um 50–60 sentímetra þótt enginn hafi orðið var við það og þegar ákveðið var að hafa hringtorgið og þær breytingar sem gerðar voru á Vesturlandsveg- inum á floti þurfti að setja farg á þessi mannvirki til að ná fram megninu af því sigi. Þess vegna tók þetta svona langan tíma.“ Blikastaðatengingin hluti af umferðaröryggisátaki Hann segir að þessi nýi vegur muni skipta talsverðu fyrir íbúa í Höfðahverfi, Hlíðahverfi og vest- asta hluta Tangahverfis en þessi hverfi eru enn í uppbyggingu. Hingað til hafi íbúar þurft að taka á sig verulegan krók til að komast til og frá þessum svæðum en það muni breytast. „Síðan þegar Blikastaða- landið fer í uppbyggingum verður þetta aðkoma að hluta Blikastaða- svæðisins,“ segir hann og bendir á að eldri tenging við býlið Blikastaði sé jafnhliða þessu aflögð því búið sé að leggja veg frá Baugshlíð og inn að því. „Það er hluti af umferðarör- yggisátaki Vegagerðarinnar en hún er að reyna að fækka gatnamótum á Vesturlandsveginum einfaldlega vegna þess að langflest slys verða á gatnamótum.“ Það er Mosfellsbær og Vegagerð- in sem stóðu að framkvæmdunum en heildarkostnaður við Baugshlíð, hringtorgið og tenginguna við Blikastaði er áætlaður tæpar 180 milljónir króna. Þar af er kostnaður Mosfellsbæjar um 102 milljónir. Að- alverktaki var Íslenskir aðalverk- takar en auk þeirra kom Arnarverk að gerð hringtorgsins. Hönnun var í höndum verkfræðistofanna Fjöl- hönnunar og Almennu verkfræði- stofunnar auk Verkfræðistofunnar VSB sem sá um hönnun á vegteng- ingunni við Blikastaði. Loftmynd af nýja hringtorginu sem sýnir hvernig það tengir saman Vest- urlandsveg, Skarhólabraut og hina nýju Baugshlíð. Baugshlíð opnuð fyrir umferð Mosfellsbær UMFERÐ verður hleypt á Ás- braut milli Goðatorgs og Kald- árselsvegar í dag klukkan 13.30 en undanfarnar vikur hafa staðið yfir framkvæmdir við nýja tengingu Áslandshverfis. Í fréttatilkynningu frá bæn- um segir að framkvæmdum sé þó ekki að fullu lokið en unnið verði við frágang næstu daga. Aðalverktaki verksins er Há- fell ehf. Umferð hleypt á Ásbraut Hafnarfjörður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.