Morgunblaðið - 15.11.2002, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.11.2002, Qupperneq 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is GULL ER GJÖFIN Sérðu hvernig mér líður? Aðal styrktaraðilar ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N/ SI A. IS R EG 1 91 90 1 1/ 20 02 UPPFÆRSLA Konunglegu óper- unnar í London á Meistarasöngvur- unum frá Nürnberg eftir Wagner fær misjafna dóma í ensku dagblöð- unum. Kristinn Sig- mundsson syngur í uppfærslunni, en frumsýning í Covent Garden var á þriðju- dagskvöld. Fær hann þá dóma í Financial Times að hann hafi verið mikilfenglegur og stórbrotinn í hlut- verki Pogners. Graham Vick er höf- undur uppfærslunnar, en hún fór fyrst á svið Covent Garden árið 1993, skömmu áður en leikhúsinu var lokað vegna viðgerða. Sýn- ingin nú er endurnýjun á gömlu uppfærslunni, með nýjum söngvurum í aðalhlut- verkum. Flestir gagnrýnendur segja uppfærslu Vicks standast tímans tönn, en um annað eru þeir ósam- mála. Tim Ashley hjá Guardian er fremur óánægður með söng nýju söngvaranna í aðalhlutverkunum, þeirra Jan-Hendriks Rooterings og Eike Wilm-Schultes, í hlutverkum Hans Sachs og Beckmessers og seg- ir þá engan veginn standast saman- burð við þá sem sungu í fyrri upp- færslunni, þá John Tomlinson og Thomas Allen. Hann hrósar hins vegar hljómsveitarstjóranum, Mark Wigglesworth, sem debúterar í Cov- ent Garden með þessari sýningu og segir hljómsveitina hafa leikið frá- bærlega vel undir hans stjórn. Robert Thicknesse, gagnrýnandi á Times, segir Wigglesworth hins vegar hafa verið slappan og látið Wagner hljóma eins og amatörtón- skáld. Rupert Christiansen hjá Daily Telegraph segir sýn- inguna ágæta kvöld- skemmtun, en að leik- stjórinn, Graham Vick, nái ekki að fanga kjarn- ann í verki Wagners: hvað listin hafi að segja fyrir samfélagið. Hann segir það hafa verið áfall að sjá sýninguna án Tomlinsons og All- ens, en að nýju söngv- ararnir hafi þó verið ágætir. Hann er hins vegar óánægður með söng Amöndu Roocroft í aðalkvenhlutverkinu, og kennir því um að hún sé nýkomin úr barns- burðarleyfi. David Murray hjá Financial Tim- es var hins vegar afar ánægður með Amöndu Roocroft og segir hana hafa sungið með kraftmeiri neista en flestar aðrar söngkonur í þessu hlut- verki, – sérstaklega í senu þar sem hún syngur með föður sínum, Pogn- er, sem sunginn er af Kristni Sig- mundssyni, sem gagnrýnandinn seg- ir hafa verið mikilfenglegan og stórbrotinn í föðurhlutverkinu. Robert Thicknesse hjá Times seg- ir að ekkert hafi skort á lit, líf, drama og karakter hjá meistarasöngvurun- um tólf, og nefnir þrjá söngvara sem hann telur hafa staðið sig öðrum bet- ur, James Rutherford, Graeme Broadbent og Kristin Sigmundsson, sem hann segir hafa sungið hlutverk sitt flauelsmjúkri bassarödd. Gagnrýnendur ósammála um Meistarasöngvarana í Covent Garden Kristinn mikil- fenglegur í föð- urhlutverkinu Kristinn Sigmundsson SAMLESTUR á Rakstri eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er nú hafinn í Þjóðleikhúsinu en verkið verður frumsýnt á Litla sviðinu um miðj- an janúar. Rakstur er fyrsta leikrit Ólafs Jóhanns sem sýnt er í Þjóðleik- húsinu. Leikritið er nýtt og gerist árið 1969 á lítilli rakarastofu í miðbæ Reykjavíkur. Fyrstu mennirnir eru að lenda á tungl- inu, hárið að síkka og pilsin að styttast. Veröldin breytist á ógn- arhraða og breytingarnar bjóða sumum ný tækifæri en ógna öðr- um. Leikendur eru Gunnar Eyjólfs- son, Hjalti Rögnvaldsson, Jóhann Sigurðarson, Friðrik Friðriksson og Linda Ásgeirsdóttir. Lýsingu gerir Ásmundur Karlsson, leik- mynd og búningar eru í höndum Snorra Freys Hilmarssonar en Haukur J. Gunnarsson er leik- stjóri. Á myndinni eru höfundur, leik- arar og listrænir stjórnendur á fyrsta samlestri. Rakstur samlesinn í Þjóðleikhúsinu Morgunblaðið/Jim Smart
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.