Morgunblaðið - 15.11.2002, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 15.11.2002, Qupperneq 61
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2002 61 MONSTER eða No Such Thing er ævintýri, skrímslamynd, en þó ekki hefðbundin sem slík því hún er líka býsna dæmigerð Hal Hartley-mynd. Sem þýðir að hún fjallar eins og fyrri myndir hans um mannleg samskipti og er nett háðsádeila á firringu nú- tímans. Monster var að stórum hluta tekin á Íslandi sumarið 2000, af þess- um virta bandaríska kvikmynda- gerðarmanni, nánar tiltekið á Reykjanesi, í Hvalfirði og á höfuð- borgarsvæðinu en hún var framleidd að hluta af Friðriki Þór Friðrikssyni og Íslensku kvikmyndasamsteyp- unni hans og hlaut styrk úr Kvik- myndasjóði Íslands. Auk íslenskra leikara á borð við Baltasar Kormák, Ingvar E. Sig- urðsson og Björn Jörund Frið- björnsson er meðal erlendu leikar- anna Sarah Polley sem leikur unga, saklausa fjölmiðlakonu sem send er út af örkinni alla leið til afskekkts lands í norðri til að hafa upp á skrímslinu ógurlega. „Sagan er fal- leg og mér þótti snjallt af Hartley að nota ævintýrahefðina, minnið um Fríðu og Dýrið, í ádeilu á samfélagið og samskiptaörðugleika fólks,“ sagði Polley í samtali við blaðamann vorið 2001, stuttu eftir að myndin var klár. „Ég heillast líka alltaf að klikkuðum sögum eins og þessari.“ Polley er 23 ára gömul en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún leikið í á annan tug mynda en ferill hennar hófst þegar hún var 6 ára gömul. Hún hlaut mikið lof fyrir frammi- stöðu sína í myndum landa hennar Atoms Egoyans, Exotica (’94), Sweet Hereafter (’97) og Davids Cronenbergs eXistenZ (’99) en auk þeirra var hún m.a. í Go (’99). Hér á landi er hún þó eflaust kunnust fyrir að hafa leikið hana Söru litlu Stanley í framhaldsþáttunum hugljúfu Leið- inni til Avonlea sem sýndir voru all- lengi í Sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir ótal gylliboð um að leika í Hollywood-stórmyndum hef- ur hún haldið sig við minni myndir, gerðar af sjálfstæðum kvikmynda- gerðarmönnum á borð við Hartley enda þykir hún með eindæmum djörf og leitandi ung leikkona. Þau hafa séð þáttinn! „Ég verð að hafa fulla trú á þeim myndum sem ég leik í og ekki síður leikstjórunum sem mér stýra. Það fyllir mig stolti að hafa leikið í Hal Hartley-mynd.“ Polley viðurkennir fúslega að þrátt fyrir að hafa leikið í nokkrum mætum myndum þá sé hún enn þekktust fyrir hlutverk sitt í Leið- inni til Avonlea. „Það gerist enn að fólk stoppar mig úti á götu vegna þáttanna. Það er samt eitthvað það undarlegasta sem ég hef lent í þegar ég kom til þessa framandi lands, Ís- lands, fór út að borða í fyrsta sinn og það fyrsta sem þjónustustúlkan sagði var: „Hei, ert’ ekki stelpan úr Leiðinni til Avonlea??“ Ég bara sat agndofa og hugsaði með mér: „Nei, það getur ekki verið, Sarah! Þau hafa séð þáttinn!!!“ Ég trúði því varla þegar mér var síðan sagt að þátturinn hefði verið vinsæll á Ís- landi. Það var það eina við landið sem olli mér vonbrigðum. Allt hitt var svo fullkomið.“ Íslenskar kjarnakonur Polley var við tökur hér á landi í tvo mánuði og segist hafa notið dval- arinnar út í ystu æsar: „Þetta er í sannleika sagt eitt eftirminnilegasta skeið ævi minnar. Mér leið allan tím- ann eins og ég væri heima hjá mér og hef aldrei fundið svo sterkt fyrir þeirri tilfinningu. Ég virðist eiga mjög gott skap með Íslendingum. Allavega þótti mér mjög þægilegt og auðvelt að umgangast þá.“ Polley segist hafa tengst sérstak- lega íslensku konunum sem unnu við tökur á myndinni og eignast góðar vinkonur í þeim hópi. Hún telur ís- lenskar konur þær „þroskuðustu, sterkustu, sjálfsöruggustu og klikk- uðustu“ sem hún nokkurn tíma hefur kynnst og segir ungar konur frá sín- um heimkynnum geta lært heilmikið af þeim. „Hvergi hef ég upplifað ann- að eins sjálfstæði hjá ungum konum. Eina sem virðist vera ætlast til af þeim er að þær séu alltaf þær sjálfar og enginn gerir þær kröfur að þær lagi sig að einhverjum fyrirfram ákveðnum þörfum samfélagsins. Kristallaðist þetta t.d. í viðhorfum ís- lenskra kvenna til kynlífs. Það er eins og þær hafi öðlast miklu meira frelsi til að vera hreinskilnar og hisp- urslausar, frelsi til að geta fullnægt sínum þörfum en ekki einhverra annarra. Íslenskar konur, eða þær sem ég kynntist, eru kjarnakvendi sem ég lærði heilmikið af. Þær kenndu mér t.d. að vera ekkert að eyða orku í fólk sem engan áhuga hefur á að eyða orku í mann sjálfan.“ Polley segir Íslandsdvölina stuttu hafa breytt sér heilmikið sem mann- eskju, gætt sig auknu sjálfstrausti. „Maður fær engin stig fyrir að vera feimin og lítil í sér á Íslandi,“ segir hún og hlær. Sarah Polley hefur lítið leikið síð- an hún lék Fríðu á móti Dýrinu eða réttara sagt Skrímslinu. Ástæðan er sú að hún stundar nú nám í kvik- myndagerð, hefur meiri hug á að verða bak við tökuvélarnar en fyrir framan þær í framtíðinni. Hún hefur þegar gert einar fjórar stuttmyndir sem vakið hafa þó nokkra athygli í heimalandi hennar þannig að það hefur svo sannarlega ræst vel úr henni Söru litlu í Avonlea. „Hei, ert’ ekki stelpan úr Leiðinni til Avonlea?“ Í dag er frumsýnd í Háskólabíói bandarísk- íslenska kvikmyndin Monster sem framleidd var af Friðriki Þór Frið- rikssyni og Francis Ford Coppola. Skarp- héðinn Guðmundsson ræddi við aðalleikkon- una, hina kanadísku Söruh Polley. Sarah Polley ber íslenskum kynsystrum sínum vel söguna. skarpi@mbl.is Sarah Polley leikur aðalkvenhlutverkið í Skrímslinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.