Morgunblaðið - 22.11.2002, Síða 8

Morgunblaðið - 22.11.2002, Síða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Svona, komið þið ykkur nú að því að kjósa, þorskhausarnir ykkar. Styrktartónleikar fyrir misþroska börn Gera draum að veruleika StyrktartónleikarCaritas verða haldn-ir í Kristskirkju við Landakot sunnudaginn 24. nóvember klukkan 16. Þeir eru haldnir til styrktar Foreldrafélagi misþroska barna. Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustu- sviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, svaraði nokkrum spurningum. – Hverjir koma fram á tónleikunum og hvað flytja þeir? „Á tónleikunum koma fram Jóhann Friðgeir Valdemarsson, tenór, Gunnar Kvaran, selló, Ei- ríkur Örn Pálsson, tromp- et, Úlrik Ólason, orgel, stúlknakór Reykjavíkur og Margrét Pálmadóttir stjórnandi. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Vivaldi, Bach, Bizet, Schubert, Fauré og C. Franck.“ – Hvað er það stór hópur barna sem tónleikarnir höfða til? „Gera verður ráð fyrir því að misþroska og ofvirk börn séu á milli 3–6% nemenda. Í grunnskól- um Reykjavíkur eru þau um 600. Misþroska og ofvirk börn er sá hópur barna sem skólakerfi okkar á í mestum vanda með að sinna. Líffræðilegir þættir valda því að þau eiga erfitt með samskipti og félagslega aðlögun, þau eru oft ekki næm á umhverfið, eru hömlu- laus og krefjast mikillar athygli í skólastarfi. Mörg þeirra eiga einn- ig við sértæka námsörðugleika að stríða s.s. dyslexíu eða lesblindu sem eykur á vanda þeirra. Mörg ofvirk og misþroska börn hafa fengið lyf til að dempa ofvirkniein- kenni, taka á kvíða og skerpa ein- beitingu. Oftar en ekki skilar lyfja- gjöf góðum árangri. Ofvirk og misþroska börn þurfa mikinn stuðning og skilning á sér- stöðu sinni í skóla. Í nýlegri vinnu- staðagreiningu Gallups kemur fram að kennarar og aðrir starfs- menn skóla telja að nemendur með hegðunarerfiðleika og börn með geðraskanir valdi mestu álagi í skólastarfi. Erfiðleikar misþroska og ofvirkra barna við að hafa stjórn á sér valdi miklum óróa í bekkjarstarfinu. Kennarar hafa því miður fengið of litla þekkingu og þjálfun í að vinna með ofvirkum og misþroska nemendum, sem er að finna í öllum skólum borgarinn- ar og flestum bekkjum. Skýr rammi og festa í bekkjarstarfi er þessum nemendum mjög mikil- væg. Mikilvægt er að með símennt- unarátaki og þjálfun takist að styrkja kennara og aðra starfs- menn skóla í að vinna með þessum hópi barna. Markviss ráðgjöf og upplýsingagjöf er einnig mjög mikilvæg þegar verið er að þjálfa vinnubrögð innan skóla.“ – Varðandi það fé sem safnast, hvernig verður því varið? „Ætlunin er að fénu sem safnast á þessum tónleikum verði varið til að koma á upplýsinga- og þjónustuveri fyrir foreldra þessara barna því foreldrar misþroska og ofvirkra barna þurfa mjög á öllum stuðningi að halda. Aðgengilegar upplýsing- ar og þjónusta s.s. ráðgjöf er mik- ilvægur liður í að styrkja samspil innan fjölskyldunnar sem oft er erfitt. Jafnframt er mikilvægt að safna gögnum og upplýsingum er- lendis og miðla þeim til þeirra sem vinna með misþroska og ofvirkum börnum. Mikilvægt er að kennarar fái sem bestar upplýsingar og ráð- gjöf um hvernig unnið er með of- virkum og misþroska börnum.“ – Hver eru stærstu vandamálin og á hverju þarf helst að taka? „Ofvirk og misþroska börn eru félagslegur áhættuhópur og því er afar mikilvægt að þau fái mark- vissan stuðning frá upphafi grein- ingar. Mikilvægt er að þjálfa sam- skipta- og félagshæfni þeirra og hafa atferlisgreining og markviss- ir atferlisgreinandi þættir skilað góðum árangri, ásamt lyfjagjöf. Mikilvægt er að kennarar hafi þekkingu á þessum aðferðum í starfi sínu og að ráðgjöf á þessu sviði sé fyrir hendi innan skólanna. Verið er að koma á ráðgjafateymi við hvern af grunnskólunum í Reykjavík sem ætlað er að vera kennurum til ráðgjafar hvað varð- ar örðugleika nemenda. Jafnframt hefur verið komið á 80 klukku- stunda námskeiði fyrir tvo til þrjá kennara í hverjum skóla og er ætl- unin að eftir árið verði komin upp þekking á atferlismeðferð og greining í öllum grunnskólum borgarinnar.“ – Hvers vegna fjáröflun … sjá ekki ríki og sveitarfélög um þetta fólk? „Fjáröflunartónleikar Caritas nú eru mjög mikilvægir fyrir þetta verkefni. Vissulega er það hlut- verk ríkis og sveitarfélaga að standa að verkefni af þessu tagi. Foreldrafélag misþroska barna hefur leitað til ríkis og sveitarfélaga um stuðn- ing við að koma þjón- ustumiðstöð á laggirnar og fengið loforð um stuðning, en auðvitað er það þannig í íslensku samfélagi frjáls félagasamtök hafa oftar en ekki staðið að frumkvöðlastarfi á hinum félagslega vettvangi og rutt brautina fyrir margt stórverkefnið og það á einnig við um þetta verk- efni. Samstarf ríkis, sveitarfélaga og foreldrafélags misþroska barna mun væntanlega með stuðningi einstaklinga gera drauminn um þjónustumiðstöð að veruleika.“ Arthur Morthens  Arthur Morthens fæddist í Reykjavík 27. janúar 1948. Er með kennarapróf frá 1973 og Cand. Ped. Spes. frá Ósló 1987. Kennari við Myllubakkaskóla í Keflavík 1973–78 og Árbæjar- skóla 1978–87. Sérkennslu- fulltrúi við Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur til 1992, deildar- stjóri kennslusviðs á sama stað til 1996 og forstöðumaður þjón- ustusviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur frá 1996. Maki er Steinunn Stefánsdóttir blaða- maður og eiga þau einn son, Ólaf Arnar, og auk þess á Steinunn þrjár dætur, Helgu, Önnu og Höllu Tryggvadætur. … þau eiga erfitt með samskipti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.