Morgunblaðið - 22.11.2002, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.11.2002, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALLIR foreldrar ætla að standa sig vel í uppeldisstarfinu, en það tekst hins vegar ekki alltaf. Börnin eru of- dekruð eða vanrækt, þau eiga of stranga foreldra eða of lina. Sumir foreldrar skipuleggja allan tíma barna sinna frá morgni til kvölds; skóli; íþróttir; tónlist; dans. Aðrir gefa börnunum of mikinn frítíma, leyfa þeim að horfa of lengi á sjónvarpið, vera of lengi úti, borða of mikið sæl- gæti. Allir vita að það er ekki létt verk að vera foreldri. En er von um að hægt sé að bæta sig í uppeldisstarf- inu? Jean Illsley Clark, aðalfyrirlesari á ráðstefnu um uppeldishæfni sem hefst í dag kl. 9 á Hótel Sögu í Reykjavík, hefur undanfarin ár rann- sakað og skrifað um uppeldi út frá kenningunni að alast upp aftur; ala sjálfan sig upp og börnin. „Þetta er kenning vonar – vonar til handa þeim fullorðnu einstaklingum sem uxu úr grasi við uppeldi sem þeir vilja ekki gefa börnum sín- um í arf,“ segir Jean Clark og að kenningin sé líka ætluð því fólki sem vill endurvinna uppvöxt sinn. Að alast upp aftur Í dag kemur einnig út íslenska útgáfan bókar Jean Clark og Connie Dawson, sem heitir Að alast upp aftur; annast okkur sjálf, annast börnin okkar. Jean Clark hefur MA-gráðu í Human Development og heiðursdoktorsnafn- bót fyrir þjónustu í þágu mannkyns- ins. Hún er foreldrakennari og kennsluþjálfari. Bókin hennar og Dawson er hagnýt uppeldisfræði með tölfum, skýringarmyndum og dæm- um, og hefur verið þýdd á fjölda tungumála. „Ég hélt fyrst að sá vandi sem skapast þegar foreldra veita börnum of mikinn frítíma, sökum of- dekurs eða afskiptaleysis, væri sér- bandarískur. Svo reyndist síður en svo vera,“ segir Jean og vísar í góðar viðtökur bókarinnar úti um víða ver- öld. Hún segist ætla að fjalla um vonina á ráð- stefnunni í dag, sem stendur öllum almenn- ingi opin gegn gjaldi. „Ég ætla að fjalla um hvernig foreldrar geti náð því í uppeldinu sem þeir ætluðu sér að ná, og ég ætla að sýna þeim hvers vegna þeir geta enn bundið vonir sínar við það.“ Ofdekur í uppeldi Jean telur ofdekur vera afar stórt vanda- mál í uppeldi og að það hafi slæmar afleiðingar. „Ofdekur er ein gerð af barnavanrækslu,“ segir hún og að ofdekrun hindri börn í að vinna að eigin þroskaverkefnum og í því að læra nauðsynlegar lexíur lífs- ins. Að mati hennar táknar ofdekur að foreldrar veita börnum sínum of mik- ið af því sem lítur vel út, of fljótt, og of lengi. Þeim eru gefnir hlutir eða veitt reynsla sem er ekki viðeigandi fyrir aldur þeirra, áhugamál eða hæfileika. Þessi börn fá of stóran skammt af því góða. Gallinn er sá að ofdekruð börn upplifa örbirgð í miðjum allsnæktun- um. Afleiðingin er m.a. að þau verða of sjálfhverf og agalaus. Jean Clark segir að fullorðnir geti líka búið við ofdekur, og að hún öfundi ekki fólk sem geti leyft sér allt og viti t.d. ekki hvort það eigi að fara til út- landa á afmælinu sínu eða bara í sum- arbústaðinn sinn eða hvaðeina annað sem það geti valið úr. Hún segist fremur finna til með því. Dulinn vandi Hún gerði rannsókn á ofdekri ásamt Dawson, sem sagt er frá í bók- inni Að alast upp aftur. Þar kemur m.a. fram að ofdekruð börn tileinki sér „lært bjargarleysi“. „Málið er að læra að vita hvað er nóg, því nákvæm- lega nóg er heilmikið,“ segir hún. Dæmi um ofdekur 13 til 19 ára barns er þetta: „Rósa hefur mörgu að sinna í félagslífi skólans, svo foreldr- arnir vinna þau skyldustörf sem henni ber á heimilinu. Foreldrarnir breyta áætlunum sínum til að geta keyrt Rósu hvenær sem hún biður um það (Að alast upp aftur, bls. 145). „Ég held að vandamálin sem ofdek- ur hefur orsakað eigi eftir að koma upp á yfirborðið, alveg eins og þegar vandi heimilanna vegna áfengissýki spratt fram með krafti,“ segir Jean Clark því að ofdekur orsakar svo mik- inn sársauka, óþægindi og vanlíðan síðar á lífsleiðinni. Á bak við ofdekrið eru oft dulin vandamál foreldranna t.d. vegna fjarvista, sektarkenndar eða einhvers annars. Innsæi foreldra Ofdekrun er aðeins eitt af hugtök- unum sem Jean Clark leggur áherslu á, önnur eru t.d. afneitun og van- ræska. Aðaláherslan er hins vegar á gullna meðalveginn sem eru reyndar tveir; annar kenndur við ákveðni og hinn við stuðning. „Ég held að for- eldrar treysti alltof sjaldan á innsæi sitt, þeir vita hvað er rétt og finna hvað þeir eiga að gera, en þeir fara bara ekki eftir því,“ segir hún og að foreldrar eigi einnig að styrkja innsæi barna sinna með því að spyrja til dæmis 12 ára barn: „Hvað heldur þú um það?“ eða „Hver er þín tilifinning fyrir þessu?“ þannig læra þau líka að taka mark á áttavitanum sem er inni í þeim. Jean Illsley Clark hefur náð góðum árangri í þessari aðferð að foreldrar ali sig upp aftur og miðli því til barna sinna. Hún hefur skrifað fleiri þekkt- ar bækur eins og „Self Esteem: A Family Affair“, „Connections: The Threads That Strengthen Families“ og verið meðhöfundur bókflokksins „Help! for Parents“, og hún hefur hlotið margar viðurkenningar og er dáður uppeldisfrömuður í Bandaríkj- unum. Á ráðstefnunni í dag flytja Ragn- hildur Bjarnadóttir, dósent við Kenn- araháskóla Íslands, og Herdís Egils- dóttir kennari, einnig erindi. Ofdekrun er vanræksla Hvernig er hæfilegur skammtur veginn í upp- eldi? Gunnar Hersveinn átti samtal við aðalfyr- irlesara á ráðstefnu um uppeldishæfni. Jean Illsley Clarke guhe@mbl.is RANNSÓKNARRÁÐ Íslands (Rannís) gengst fyrir kynningarráð- stefnu um 6. rannsóknaáætlun ESB á Hótel Loftleið- um á milli kl. 9 og 15 í dag. Vilhjálm- ur Lúðvíksson, framkvæmda- stjóri Rannís, segir ráðstefnuna lykiltækifæri fyr- ir vísindamenn og aðra áhugamenn um vísindi til að afla sér upplýsinga um áætlunina beint frá fulltrúum framkvæmdastjórnar ESB. Áætluninni var formlega hleypt af stokkunum í síðustu viku. Eftir setningu Hafliða P. Gísla- sonar, formanns Rannís, og ávarp Tómasar Inga Olrich menntamála- ráðherra, fer Hjördís Hendriksdótt- ir, forstöðumaður alþjóðasviðs, yfir reynslu Íslendinga af þátttöku í 5. rannsóknaáætlun ESB. Dr. Martin Bohle-Carbonell frá skrifstofu framkvæmdastjóra rann- sóknasviðs ESB tekur tvívegis til máls. „Annars vegar ætlar hann fyrir hádegi að gefa heildaryfirlit yfir markmið og framkvæmdaatriði 6. rannsóknaáætlunarinnar. Hins veg- ar verður hann með sérstaka kynn- ingu á undiráætlun um sjálfbæra þróun og hnattrænar breytingar á milli kl. 13 og 14 eftir hádegi. Á sama tíma verður dr. Indriði Benediktsson, vísindafulltrúi ESB, með kynningu á líf- og heilbrigðisvís- indum og líftækni og Erastos Filos með kynningu á undiráætlun um upplýsingatækni í rannsóknaáætlun ESB,“ segir Vilhjálmur og tekur fram að íslensk fyrirtæki hafi verið dugleg að nýta sér möguleika innan upplýsingaáætlunarinnar. Lítið sótt í mannauðsáætlun Eftir að Martin Bohle-Carbonell hefur lokið máli sínu fjallar Nicholas Newmann um svokallaða mannauðs- áætlun. „Þessi áætlun sem er eins konar „vistaskiptaáætlun“ stendur í raun fyrir möguleika vísindamanna á því að hljóta styrki til að starfa í öðrum lönd- um. Hingað til hafa ís- lenskir vísindamenn ekki sótt í að nýta þennan möguleika. Þarna felast ný tæki- færi í 6. rannsókna- áætluninni,“ segir Vil- hjálmur. Dr. Peter Fisch slær botninn í ráð- stefnuna fyrir hádegi með því að ræða sér- staklega um ný verk- efnaform 6. rann- sóknaáætlunarinnar. „Eins og fleiri er Fish okkur að góðu kunnur. Hann hefur komið hingað nokkrum sinnum áður til að kynna hlut félags- og hugvís- inda í rammaáætlunum. Innan 6. rannsóknaáætl- unarinnar standa þau mun betur að vígi en áð- ur bæði sjálfstæð og sem hluti af stærri verkefn- um innan raunvísind- anna,“ segir Vilhjálmur og tekur fram að Fisch muni svo kynna sam- félagsáætlunina sér- staklega á kynningar- fundi milli kl. 14 og 15. Á sama tíma kynnir Sigurður Bogason fisk- afurðir, fiskveiði og fisk- eldisrannsóknir og Nicholas Hartley efnis-, framleiðslu- og örtækni. „Örtæknin, sem alþjóðlega er kölluð „nano- technology“, er nýtt áherslusvið inn- an ESB,“ segir Vilhjálmur. „Þessi tækni felst m.a. í því að nýta örsmáar og sérhæfðar einingar efnis og íhluti, sem gjarnan eru hreyfanlegar og búnar gervigreind eða lúta stjórn, inn í ýmiss konar framleiðslutæki bæði í hefðbundnum vélbúnaði og á líffærasviðinu, t.d. í gervilíffæri.“ Fyrirtæki studd Fram hefur komið að íslensk fyr- irtæki gætu átt erfitt með að leggja fram nægilegt mótframlag til að taka þátt í stórum verkefnum innan áætl- unarinnar. Vilhjálmur var spurður að því hvort hann teldi koma til greina að ríkið styrkti fyrirtæki til að taka þátt í verkefnum á vegum áætl- unarinnar. „Íslenska ríkið hefur ver- ið aðhaldssamt með styrki til fyrir- tækja. Hins vegar veit ég ekki betur en að bæði í Svíþjóð og Noregi séu smáfyrirtæki styrkt um 20% af sín- um 50% hlut í verkefnunum. Fyrir- tæki verða að meta hvort það er þeim hagkvæmt að taka þátt í áætluninni. Einnig yrði að gæta jafnræðis í slík- um stuðningi. Stóra spurningin er náttúrulega hvort þetta er raunhæft miðað við allt annað sem verið er að glíma við í fjárveitingamálum um þessar mundir.“ Kynningarráðstefna um sjöttu rannsóknaáætlun Evrópusambandsins haldin í dag Lykiltækifæri til að afla upplýsinga Vilhjálmur Lúðvíksson „ÉG vona að árangurinn af dvöl minni á Ís- landi verði tvíþættur. Annars vegar vona ég auðvitað að nemendur mínir í MR taki fram- förum í frönsku. Hins vegar veit ég burtséð frá því hvort þeim fer fram eða ekki að ég á sjálfur eftir að læra talsvert af því að lifa og starfa í átta mánuði á Íslandi,“ segir Francois Le Boterff, 23 ára aðstoðarkennari í frönsku við MR. Francois kom hingað í gegnum Comenius, eina af undiráætlunum menntaáætlunar ESB, Sókrates, í byrjun september. „Ég er sveitastrákur,“ segir hann og brosir. „Fjöl- skylda mín býr í smábænum Elven nálægt borginni Vannes á Bretagne-skaga í Frakk- landi. Eftir háskólagráðu í sagnfræði langaði mig til að taka mér hlé frá námi og prófa að búa í útlöndum í ár. Ég rakst á auglýsingu um Comenius-áætlunina í háskólanum og ákvað að grípa tækifærið.“ Francois segist hafa nefnt þrjú lönd í um- sókn sinni. „Ég sagðist helst vilja fara til Skotlands, Írlands eða Íslands og var svo heppinn að komast hingað. Móttökurnar hafa verið alveg frábærar. Ég hef ekki þurft að hafa áhyggjur af neinu frá því að ég kom í haust. Fulltrúar frá Comenius sáu bæði um að útvega mér vinnu og húsnæði,“ segir hann og tekur fram að hann búi með ungu fólki frá Þýskalandi og Danmörku. „Ég hef því ekki aðeins fengið tækifæri til að kynnast Íslend- ingum heldur einnig öðrum Evrópubúum.“ Nemendurnir á sífelldri hreyfingu Hvernig finnst þér að kenna? „Ég hafði bara reynslu af því að kenna tónlist áður en ég kom hingað. Nemendur mínir voru allir sérstaklega áhugasamir um tónlist. Þess vegna voru heldur engin agavandamál. Fyrst eftir að ég byrjaði að kenna í MR fannst mér skrítið hvað nemendurnir voru mikið á hreyfingu meðan ég var að kenna. Ég hélt að ástæðan væri sú hvað ég er óreyndur kennari en þegar hinir kenn- ararnir sögðu að nemendurnir hegðuðu sér alveg eins hjá þeim hætti ég að hafa áhyggj- ur. Þegar ég var í menntaskóla í Frakklandi var miklu meiri agi í bekknum og nemendum var t.a.m. ekki leyft að borða í tímum. Þeir fengu líka alvöru matarhlé og mat í hádeg- inu þannig að það er kannski ekki alveg að marka.“ Francois tekur þó fram að nemendum hans í MR gangi upp til hópa vel í náminu. „Ég held að Íslendingar hafi alveg sérstaka tungumálagáfu, a.m.k. miðað við Frakka,“ segir hann og tekur fram að flestir nemenda sinna séu bæði opnir og skemmtilegir. „Við vorum að tala um Evrópusambandið um dag- inn. Ég er mikill Evrópusambandssinni. Nemendur mínir voru ekki eins upprifnir og einn sagði að ef Íslendingar myndu ganga í ESB myndi Spánverjar bara koma og stela öllum fiskinum frá Íslendingum. Ég reyndi náttúrulega að leiðrétta þennan misskilning. Íslendingar og Norðmenn vilja standa utan ESB vegna fiskimiðanna í kring- um Ísland og olíunnar í Noregi en hvað ger- ist þegar þessar auðlindir þrýtur?“ Íslenskan erfið Francois segist fá 62.000 kr. á mánuði fyr- ir kennsluna. „Ef ég held mig heima og borð- aði pasta í öll mál myndu peningarnir trú- lega duga betur. Ég vil heldur fara út og hitta fólk og því á ég oft erfitt með að ná end- um saman. Kannski verð ég bara að fá mér aðra vinnu!“ segir Francois og óttast að þá þurfi hann að fækka heimsóknum sínum á Þjóðskjalasafnið. „Ég hef aðeins verið að fara þangað til að glugga í skjöl á frönsku með MA-verkefni í sagnfræði í huga. Hver veit hvort eitthvað verður úr því í framtíð- inni. Svo er ég líka að læra íslensku í Náms- flokkunum en það er mjög erfitt!“ Comenius-áætlunin er ein þeirra sam- starfsáætlana ESB sem kynntar verða í Evr- ópuhúsi í Perlunni um helgina. Íslendingar með tungumálagáfu Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Francois Le Boterff: „Flestir nemenda minna eru bæði opnir og skemmtilegir.“ ago@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.