Morgunblaðið - 22.11.2002, Page 26

Morgunblaðið - 22.11.2002, Page 26
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 26 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 á mánudögum! Sérrit um bækur fylgir Morgunblaðinu hvern miðvikudag fram að jólum. Allir nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111 eða augl@mbl.is Meðal efnis eru viðtöl við höfunda, fréttir og gagnrýni um nýjar bækur. FIMM hús í Kópavogi munu í fram- tíðinni tilheyra Reykjavík nái sam- komulag um breytingu á lögsögu- mörkum þessara sveitarfélaga fram að ganga. Bæjarráð Kópavogs sam- þykkti samkomulagið fyrir sitt leyti á fundi í gær. „Sá hluti Bleikargrófar sem í dag er í lögsögu Kópavogs verður, sam- kvæmt drögum að samkomulagi, í lögsögu Reykjavíkur,“ segir Þórarinn Hjaltason, bæjarverkfræðingur í Kópavogi. „Það eru þarna fimm lóðir sem flytjast á milli sveitarfélaga. Nú- verandi fyrirkomulag hefur valdið ruglingi þannig að mönnum finnst þetta einfaldlega hreinlegra.“ Hann segir stærðina á reitnum sem flyst til Reykjavíkur með þessum hætti vera 0,92 hektarar. Fleiri breytingar eru fyrirhugaðar en þær tengjast mislægum gatnamót- um sem fyrirhuguð eru við Smiðjuveg og Stekkjarbakka. „Smiðjuvegur mun fara fyrst inn í hringtorg og síð- an kemur braut yfir Reykjanesbraut- ina inn í framtíðar Höfðabakka sem heitir Stekkjarbakki í dag. Þar á að koma ný fjögurra akreina gata um 50–70 metra norðan við núverandi Stekkjarbakka.“ Breytingar við Arnarnesveg og í Fossvogi Hann bendir á að Reykjavík eigi lögsögu vestan Reykjanesbrautar upp að annars vegar athafnahverfinu og hins vegar alveg upp að neðstu húsunum við Smiðjuveg. Þar sem vegurinn beygi sé komið í land Reykjavíkur þannig að um 150 metr- ar af Smiðjuveginum tilheyri Reykja- vík. „Þannig að verslunin Bláhornið sem er þarna í beygjunni á Smiðju- veginum tilheyrir Kópavogi en er al- veg þétt upp við lögsögumörkin.“ Þá segir hann að land, sem er vest- an við Reykjanesbraut og tilheyrir Reykjavík, flytjist yfir í lögsögu Kópavogs með þessum breytingum en það er 2,28 hektarar að stærð. Samkomulagið gerir ráð fyrir breytingum á lögsögumörkum ann- ars staðar í landi þessara sveitarfé- laga en m.a. mun Arnarnesvegur í vestanverðu Vatnsendahverfi ofan við Seljahverfi flytjast yfir í lögsögu Kópavogs. „Reykjavík mun þá í gróf- um dráttum eignast landið upp að veghelgunarsvæðinu þannig að þar kemur einhver aukning á lögsögu Reykjavíkur umfram aukningu á lög- sögu Kópavogs,“ segir Þórarinn. Þá tekur samkomulagið til lögsögu sveitarfélaganna í Fossvogsdal og Fossvogi og loks er nefnt að sveitar- félögin muni stuðla að því að göng undir Kópavogsháls verði gerð. Þórarinn segir að líklega þurfi sam- þykki Alþingis fyrir þessum breyting- um á mörkum sveitarfélaganna. Að sögn Sigurðar Geirdal, bæjar- stjóra í Kópavogi, er það liðin tíð að sveitarfélögin geti ekki rætt slík mál sín á milli og leyst á einfaldan hátt. „Við höfum gert svolítið af þessu. Þegar við skipulögðum Fossvoginn leyfðum við Víkingi að fara yfir á okk- ar svæði svo þeir gætu klárað völlinn sinn og svo var einhver sneið Reykja- víkurmegin sem HK fékk að nota. Það er einfaldlega verið að reyna að koma þessu fyrir eins og þægilegast er fyrir báða aðila.“ Gagnrýnir lítið samráð við íbúa Flosi Eiríksson, oddviti Samfylk- ingarinnar, fagnar þessum breyting- um en gagnrýnir jafnframt að lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við íbúa viðkomandi húsa í Bleikargróf- inni. „Þarna eru fimm fjölskyldur, sem hafa búið í Kópavoginum, fluttar til Reykjavíkur án þess að spyrja kóng né prest,“ segir hann og bendir á að með færslu þessara fjölskyldna um sveitarfélag sé líka verið að færa þær um kjördæmi. „Það hefur alltaf þurft lagabreytingu fyrir breytingu á kjördæmamörkum og ég held að það hljóti einnig að þurfa núna.“ Hann segir að síðastliðinn mánu- dag hafi íbúunum verið sagt á fundi að það stæði til að flytja þá til Reykjavík- ur en sem fyrr segir samþykkti bæj- arráð Kópavogs samkomulagið fyrir sitt leyti í gær. Flosi sat hins vegar hjá við atkvæðagreiðsluna. „Maður færir ekki fólk á milli sveitarfélaga með fjögurra daga fyrirvara,“ segir hann. „Reyndar hef ég heyrt í sumum íbúanna og þeir eru ekki endilega á móti þessu en þeir þurfa meira en örfáa daga til að ákveða það. Maður kemur ekki svona fram við sitt fólk.“ Að öðru leyti segir hann breyting- arnar í sjálfu sér eðlilegar og jákvæð- ar. „Með þessu kemur líka annar tónn í samskipti sveitarfélaganna sem hafa verið óþarflega stirð hingað til en þarna eru öll þessi mál leyst í einu samkomulagi.“ Fimm hús flytjast milli sveitarfélaga          <" " A:@(86::B>(80CD    $-) /  ) ! "# # !   ##  !  !%  "&    '   " & (&  "### E":) ' " 4  # E" 4   ":) ' 4"!"  ,F  $%  &  % Kópavogur/Reykjavík SKAGASEL 9 var formlega af- hent Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi í gær, en þar verður í framtíðinni heimili fimm einstaklinga sem lengi hafa búið á Kópavogsbraut 5 en það hús hét áður Kópavogshæli. Heilbrigðisráðherra og félags- málaráðherra gerðu með sér samkomulag í janúar sl. um að opna fimm heimili fyrir 20 íbúa Kópavogsbrautar og er Skagasel 9 annað heimilið sem orðið er að raunveruleika. Heimilin verða víðsvegar um höfuðborgarsvæðið, það fyrsta var opnað á Svölu- hrauni í Hafnarfirði nýverið, næsta verður vonandi opnað í maí í Erluási í Hafnarfirði og það fjórða í Miðskógum á Álftanesi fljótlega eftir það, að sögn Ás- rúnar Jónsdóttur, verkefnisstjóra hjá Svæðisskrifstofunni. Nýju íbúarnir munu flytja inn í Skagasel í næstu viku. Hópurinn samanstendur af tveimur konum og þremur körlum sem öll þekkj- ast vel að sögn Ásrúnar enda hafa þau búið saman lengi á Kópavogsbrautinni. „Einn ein- staklingurinn hefur t.d. búið á Kópavogshæli frá þriggja ára aldri, en hann er fæddur 1959.“ Mikil tilhlökkun Ásrún segir því mikla til- hlökkun ríkja meðal fimmmenn- inganna „og hjá aðstandendum líka. Það hefur verið talað um þennan flutning í rúm tíu ár og þeir voru skiljanlega orðnir svo- lítið langeygir eftir þessu. Starfs- fólkið hlakkar líka til að komast í huggulegra og betra vinnuum- hverfi.“ Reiknað er með starfsfólki í tæplega 9 stöðugildum á heim- ilinu fyrsta árið. Í Skagaseli 9 eru fjögur svefn- herbergi og á neðri hæðinni verð- ur einstaklingsíbúð, sem er þó ekki fullkláruð, „en vonandi verð- ur hún tilbúin fyrir jól.“ Þá er sameiginlegt eldhús og stofa þar sem eflaust verður dundað við ýmislegt í framtíðinni. Morgunblaðið/Jim Smart Sigríður Kristjánsdóttir, frkvstj. Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, tekur við lyklavöldum af Páli Péturssyni félagsmálaráðherra. Langþráð heim- ili loksins orðið að veruleika Breiðholt NÝJAR tillögur, sem gera ráð fyrir 89 íbúðum á Rafha-reitnum svo- nefnda í Hafnarfirði, verða að öllum líkindum teknar til umfjöllunar Skipulags- og byggingaráðs á mánudag. Eigendur byggingafyrir- tækisins Gígants, sem hyggst standa að uppbyggingu á reitnum, segjast geta sætt sig við þann fjölda íbúða. Morgunblaðið greindi í síðustu viku frá því að útlit væri fyrir að ekki yrði byggt á reitnum eftir að bæjaryfirvöld lögðu til að íbúðum yrði fækkað úr 95 í 80 vegna mót- mæla íbúa í kring en upphaflegar tillögur gerðu ráð fyrir 125 íbúðum á reitnum. Sögðust eigendur Gíg- ants ekki getað fellt sig við að ekki yrðu byggðar fleiri en 80 íbúðir þar sem mikill kostnaður væri fram- undan í því að rífa þær byggingar sem fyrir eru. Hugðust þeir því leigja út núverandi húsnæði og hætta við byggingaráformin. Að sögn Kristins Bjarnasonar, annars eiganda Gígants, hefur fyr- irtækið nú látið vinna nýjar tillögur þar sem íbúðum er aftur fjölgað upp í 89 en það þýðir að fermetrar í nýbyggingunum verða um 500 fleiri en tillögur að 80 íbúðum gerðu ráð fyrir eða alls um 11.000. Kristinn segir nýju hugmyndina gera ráð fyrir að íbúðirnar verði í fjórum fjölbýlishúsum, tveimur þriggja hæða og tveimur fjögurra hæða. Illviðunandi en látum slag standa „Það er verið að reyna með ein- hverjum hætti að landa þessu,“ seg- ir hann. „Þetta er illviðunandi en við erum að hugsa um að láta slag standa ef þeir samþykkja 89 íbúð- ir.“ Hann er nokkuð bjartsýnn á að þetta muni geta gengið eftir en hann á von á að tillögurnar verði teknar til umfjöllunar Skipulags- og byggingaráðs næstkomandi mánu- dag. En hvenær má búast við því að framkvæmdir hefjist náist sættir um þessar tillögur? „Ég sé ekki að það sé eftir neinu að bíða,“ segir Kristinn. „Ef þeir eru tilbúnir að samþykkja þetta þá byrjum við bara strax.“ Gígantsmenn með nýjar tillögur að Rafha-reitnum Hafnarfjörður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.