Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 34
LISTIR 34 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MYNDLISTARMANNINUM Ólafi Elíassyni hefur verið boðið að sýna í stærsta rými Tate Modern-listasafnsins í London, túrbínusaln- um. Í þessum sal voru túrbínurnar er tilheyrðu fyrri starfsemi byggingarinnar staðsettar, en nú myndar þetta ógnarstóra rými einskonar anddyri að öðrum sýningarsölum safnsins. Fyrir utan Ólaf hefur einungis þremur heims- frægum listamönnum verið boðið að vinna verk inn í þetta rými; þeim Louise Bourgeois, Juan Muñoz og Anish Kapoor, en risavaxin verkin sem þau sköpuðu af þessu tilefni hafa öll vakið mikla athygli. Þegar Morgunblaðið náði tali af Ólafi í gær var hann nýkominn á vinnustofu sína í Berlín eftir fjögurra daga dvöl í London, en fyrstu fregnir af þessu verkefni voru sagðar í bresk- um fjölmiðlum á miðvikudag. „Opnun þessarar sýningar verður ekki fyrr en 8. október 2003, en þetta er auðvitað stærsta verkefni mitt á næsta ári,“ segir Ólafur. Meðal annarra verk- efna sem eru framundan hjá honum má nefna sýningu í Krystalshöllinni í Reina Sofia-lista- safninu í Madríd, sýningu í Limbach Haus í München, auk þess sem Ólafur verður fulltrúi Danmerkur á Feneyjatvíæringnum næsta vor. Verkið er það stærsta til þessa „Annars hefur þetta verið lengi í bígerð því þetta er gríðarlega stórt verkefni. Þessi sýn- ingarröð gengur undir nafninu „Unilever Ser- ies“, og þrátt fyrir það að öll verkin sem sýnd hafa verið séu gríðarstór, er mitt verk það stærsta til þessa svo það er mikið lagt undir af safnsins hálfu. Ég mun vinna að þessu með sér- stökum sýningarstjóra, auk Nick Serota, sem er forstöðumaður Tate-safnanna. Þegar verk- efnið kemst á fullt skrið verður svo teymi manna úr ýmsum áttum að vinna með mér.“ Ólafur hlær og segist aldrei hafa kynnst jafn öguðum og markvissum vinnubrögðum hjá neinu listasafni eins og hjá Tate, enda um hundrað manns í vinnu á markaðsdeild safns- ins. „Allt sem að þessari sýningu lýtur er undir stjórn fjölmiðla- og markaðsdeildarinnar sem leysir smátt og smátt frá skjóðunni eftir því sem á vinnuferlið líður. Ég má því ekki segja frá nema litlum hluta þeirrar hugmyndar sem ég er að velta fyrir mér. Á Íslandi get ég þó sagt frá því að mig langar til að búa til verk sem er eiginlega lítil eftirmynd af hverfulu um- hverfi, svo sem þoku, hitastigi, raka og litum ljóssins. Svona er hugmyndin núna þó hún sé auðvitað í lausu lofti ennþá. Á þessari sýningu verður því líklega ekkert að sjá, heldur ein- ungis hægt að skynja.“ Ólafur segist þegar vera farinn að setja saman þann fjölmenna hóp vísindamanna úr ýmsum áttum sem standa mun að sköpun verksins, en vinnan er þó öll á frumstigi enn sem komið er. „Tate-safnið sem slíkt er auðvitað mjög óvenjulegur strúktúr, og það er því ekki seinna vænna að hefjast handa við rannsóknir á þeim umhverfislegu þáttum sem mig langar að tak- ast á við í þessu stóra verki.“ AP Tate Modern-listasafnið í London, þar sem Ólafur Elíasson sýnir á næsta ári. Morgunblaðið/Elín Hansdóttir Ólafur Elíasson, myndlistarmaður, segir verkefnið í Tate Modern það stærsta sem er framundan hjá honum á næsta ári. Ólafi Elíassyni boðið að sýna í túrbínusal Tate Modern Ekkert að sjá, einungis skynjað fbi@mbl.is TÓNLEIKAR Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í gær voru undir formerkjum hrynbundinnar tónlistar og var ekki aðeins kol- uppselt, heldur að sögn líka á næstu tvenna tónleika með sömu dagskrá í dag og á morg- un. Segin saga – á sama tíma og Tónlistardeild RÚV og Tón- menntakennaradeild Tónlistar- skólans í Reykjavík ku nýlagðar niður, eina klassíska einkaút- varpsstöðin sömuleiðis, samfara sögulegu lágmarki í sölu sí- gildra hljómdiska og að virðist minnkandi aðsókn að a.m.k. sí- gildum kammertónleikum. Er nema von, nú þegar hillir loks undir langþráð Tónlistarhús, að spurt sé hvort þar eigi aðallega að leika popp? Eða hvernig á að tryggja aðsókn að annarri tón- list, þegar verið er að rústa sjálfa forsenduna fyrir hlust- endum framtíðar? Á hinn bóginn mætti e.t.v. malda í móinn og staðhæfa að naumhyggjutónlistin og sinfón- ískar útsetningar á vinsælu ís- lenzku poppi séu einmitt nothæf dæmi um samtengjandi milli- músík sem vænleg sé til að koma yngri kynslóð á klassíska bragðið. Um það má eflaust deila. En þó ekkert ætti í sjálfu sér að mæla á móti sinfónískri útfærslu rokk- tónlistar, sem margir fullyrða að sé þjóðlög vorra tíma, þá eru tónbókmenntir síðari áratauga tæpast uppfullar af sláandi vel heppnuðum dæmum um slíkt. Eins og þrautreyndur starfsmaður í einu norræna STEFjanna sagði um árið: „Flókið popp er sjaldan gott popp.“ Það var því með svolítið blendinni til- hlökkun að undirritaður fór að hlýða á af- urðir kvöldsins. Mínimalisminn höfðar sem kunnugt afar misjafnt til hlustenda – að virðist hlutfallslega mest til þeirra sem að öðru leyti hlusta langmest á rokk. Og satt bezt að segja hafa fyrri kynni manns af stefnunni oftar verkað svæfandi en hitt, jafnvel þótt aðrir komist í sælutrans. Þó skar fyrsta verk kvöldsins, Short Ride in a Fast Machine (1986) eftir John Adams, sig ánægjulega úr almennri mókhyggjuímynd mínimalismans. Stutt – of stutt til að ná að verða langdregið – og furðuhressilegt, nema hvað uppmagnað stöðugt tréblokk- artifið virtist tilgangslaust og gerði lítið annað en að trufla. Fiðlukonsert Philips Glass var saminn 1987, fyrsta stærra verk ameríska míni- malistans fyrir hefðbundna sinfóníusveit án söngradda, sór sig aftur á móti í ætt dæmigerðrar naumhyggju. Þrátt fyrir fallega áferð varð dúnþýð síbylja sí-ítrekaðra hljóma og undirleiksmynztra fljótt til að undirstrika orð- spor stefnunnar sem skilvirk- ustu svefntöflu sem völ er á, enda sofnaði ein yngismey við hlið mér vært í miðju verki. Né heldur var gott að segja hvað höfundi gekk til með ein- leiksröddinni, sem út í gegn virtist æpa á almennilega mel- ódíu – án þess nokkurn tím- ann að fá annað í hendur en áttundastökk, hæga tónstiga eða arpeggjaðar undirleiksfíg- úrur. Hreint með ólíkindum að skuli hafa verið samin fyrir tæknitröll á borð við Paul Zukofsky. Una Sveinbjarnar- dóttir axlaði sitt vanþakkláta hlutverk af þolinmóðri natni og hefði átt bitastæðara við- fangsefni skilið. Betra tók við en maður þorði að vona þegar kom að 11 lögum Sálarinnar hans Jóns míns í útsetningum Þorvalds Bjarna Þorvaldssonar. Hér bjargaði trúlega miklu hvað frummúsíkin var melódísk – miðað við marga rokkafurð nútímans sem kinnroðalaust má flokka undir dynkjaskólp. Samt var dæmigert hvað út- setningarnar náðu mestu flugi þegar trommusettið og að hluti rafbassinn voru lágvær- ust eða alls ekki í gangi – t.d. í Síðasta tækifærinu (5.) eða í Þú fullkomnar mig (8. (strengjakvartett og congas)). Útsetningarnar voru annars almennt vel unnar og hefði án efa mátt gera enn tilkomumeira verk úr heildinni en raun bar vitni með því að tengja einstök lög saman með sinfónískum millispilum. Úr nægum efnivið var greinilega að taka. Pilt- arnir í SHJM, söngvarinn og kynnirinn Stefán Hilmarsson og Sinfóníuhljómsveitin komust langt með að gera sannfærandi bræðing úr flestu, og Bernharður Wilk- insson stjórnandi lagði sig auðsjáanlega ekki minna fram hér en í fyrri atriðum dagskrár. TÓNLIST Háskólabíó Adams: Short Ride in a Fast Mach- ine. Glass: Fiðlukonsert. Tónlist Sál- arinnar hans Jóns míns í útsetn. Þor- valds Bj. Þorvaldssonar. Una Sveinbjarnardóttir fiðla, Sálin hans Jóns míns og Sinfóníuhljómsveit Ís- lands u. stj. Bernharðs Wilkinson. Fimmtudaginn 21. nóvember kl. 19:30. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Sísí rokkar á útopnu Bernharður Wilkinson stjórnandi og Stefán Hilmarsson, söngvari Sálarinnar hans Jóns míns, á sviði Háskólabíós í gærkvöldi. Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Kristinn KRISTJÁN Jóhanns- son óperusöngvari efnir til söng- námskeiðs og „mast- erklassa“ í Reykja- vík dagana 2. til 14. desember. Þar verð- ur ítölsk óp- erutónlist í öndvegi, enda Kristján einn kunnasti fagmaður okkar í þeirri kúnst. Píanóleikari á nám- skeiðinu verður Þor- steinn Gauti Sig- urðsson. Jóhann Sigurð- arson leikari er einn af aðstandendum námskeiðsins, en Jó- hann þreytti einmitt frumraun sína í ítalskri óperu á íslensku óperu- sviði nú í haust. „Kristján ætlar að taka fólk í einkatíma á virku dögunum, en masterklassarnir, sem verða opnir áheyrendum, verða í Íslensku óp- erunni laugardagana 7. og 14. desember. Sunnu- daginn 15. ætlar Kristján svo að halda tónleika í Háskólabíói, og þar koma fram með honum fimm til sex nemar af námskeiðinu.“ Námskeiðið hefur þegar verið auglýst og fólk er farið að sækja um. Það verður opið söngvurum og söngnemum sem hafa lokið fimmta stigi í söng. Það komast ekki nema fimmtán til tuttugu manns á námskeiðið, og ætlar Kristján að velja þá úr hópi umsækjenda. Kristján hefur ekki haldið námskeið á Íslandi áður, en að sögn Jóhanns er hann að byrja að fikra sig inn á þá braut að leiðbeina öðr- um, og er hann þegar búinn að halda svipað nám- skeið á Ítalíu. „Þetta er stór og mikill bransi, og mikill fengur fyrir okkur að heyra hann miðla af sinni reynslu. Þeir sem hafa þegar skráð sig eru jafnt söngnemar sem atvinnusöngvarar og áhug- inn er mikill. Það hefur meira að segja verið hringt frá Danmörku, Bretlandi og víðar til að spyrjast fyrir um þetta, og alls staðar af Íslandi. Við vonum bara að þetta heppnist vel, og ég er sannfærður um að Kristján mun svo halda þessu áfram.“ Þeim sem vilja kynna sér námskeiðið betur eða sækja um aðgang, er bent á heimasíðuna: www.ut- ansviga.is. Kristján Jóhannsson óperusöngvari Kristján Jóhannsson kennir söngvurum listina að syngja ítalska óperu á söng- námskeiði í desember. Heldur söng- námskeið í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.