Morgunblaðið - 22.11.2002, Page 42

Morgunblaðið - 22.11.2002, Page 42
DAVÍÐ Oddsson forsætisráð-herra segir að ákvarðanir leið-togafundar Atlantshafs-bandalagsins í Prag um stækkun og eflingu bandalagsins séu mikill sigur fyrir bandalagið og stækk- unarsinna innan þess og staðfesti jafn- framt að NATO yrði áfram virkt varn- arbandalag. Sigur fyrir stækkunarsinna „Þetta var afar merkilegur fundur, bæði vegna þess sem ákveðið er í nútíð og til framtíðar,“ segir Davíð. „Bandalagið hefur svarað því skýrt og skorinort að það er bandalag allra lýðfrjálsra ríkja í Evrópu, sem vilja gangast undir þau skil- yrði sem bandalagið setur og tryggja ör- yggi sitt og frelsi í samstarfi við aðra.“ Davíð segir að það hafi alls ekki legið fyrir þegar Berlínarmúrinn féll að NATO myndi lifa áfram, hvað þá stækka þannig að það innihéldi fyrrum aðildarríki Var- sjárbandalagsins. „Þá vildu sumir fara þá leið að loka sjoppunni og segja nú er til- ganginum náð, verkinu lokið og verkefnið er ekkert. Hikandi ákvað bandalagið fyr- ir fimm árum að bæta við þremur nýjum ríkjum og þá var töluverð andstaða við það, til dæmis innan Bandaríkjanna, ekki sízt í Repúblikanaflokknum. Núna var engin slík andstaða og mikil samstaða ríkjandi. Þetta er því mikill sigur fyrir bandalagið og fyrir þær þjóðir innan þess, sem alla tíð hafa verið þeirrar skoð- unar að það ætti að stækka NATO, þar á meðal fyrir Ísland,“ segir Davíð. Hann bætir því við að hann vilji ekki halda því fram að Ísland hafi haft nein megináhrif á niðurstöðuna, en Íslendingar hafi lagt sitt lóð á vogarskála „Í öðru lagi e verkefna banda styrkja bæði ba an bandalagsins leggja til hluti s fast og í tiltekin í því eins og aðr Davíð. Hann se nýrri hernaðarg að þær gagnist „Þetta segir mé ákvörðun um að verði virkt varn áfram.“. Vilju Um loforð Ísl flutninga og efli Davíð að ríkisst NATO verður áfr virkt varnarbanda Davíð Oddsson forsætisráðherra segir engar e hafa komið fram um ágæti þess að stækka N Prag. Morgunblaðið. 42 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VarnarmálaráðherrarNATO-ríkjanna undir-rituðu á leiðtogafundin-um í Prag í gær viljayfir- lýsingar um ný framlög hvers ríkis til eflingar hernaðargetu banda- lagsins. Einkum er einblínt á að gera bandalagið betur í stakk búið að fást við hryðjuverkaógnina. Ísland hefur hvorki her né varn- armálaráðherra og tók ekki þátt í þessari undirritun, en hefur engu að síður lofað framlögum til að styrkja hernaðargetu NATO. Í að- gerðum gegn hryðjuverkamönnum eða stjórnum einræðisherra, sem hugsanlegt er að NATO ráðist í á næstu árum, geta borgaralegir sér- fræðingar gegnt mikilvægu hlut- verki og kunna raunar ýmsa hluti betur en hermenn. Ísland hefur á að skipa bæði þekkingu og getu, sem nýtzt getur í slíkum aðgerðum. Loforð um aðstoð við loftflutninga Meðal annars verður þörf á mik- illi flutningagetu til að koma liðs- mönnum og hergögnum hins nýja hraðliðs NATO á áfangastað, hugs- anlega um langan veg. Ríkisstjórn- in hefur samþykkt að leggja af mörkum flutningagetu vegna að- gerða NATO, í formi þess að ís- lenzk flugfélög fljúgi með lið eða hergögn til átakasvæða og íslenzka ríkið standi straum af kostnaðinum, allt að 300 milljónum króna vegna hverrar slíkrar aðgerðar. Þegar hefur verið gengið frá rammasamn- ingum við flugfélögin Atlanta og Flugleiðir, sem gera stjórnvöldum kleift að óska aðstoðar þeirra með litlum fyrirvara og taka flugvélar á leigu. Nánari ákvörðun um slíkt framlag verður tekin í hvert skipti, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, og þarf í hverju tilviki að skoða m.a. áhættumat, trygginga- mál o.fl. Ákveðið fordæmi er fyrir aðstoð af þessu tagi; fyrr á árinu greiddi íslenzka ríkið u.þ.b. 80 milljónir króna fyrir fjórar flugferðir Atlanta til Afganistans með hjálpar- og her- gögn, sem getur talizt óbeinn stuðningur við aðgerðir Bandaríkj- anna og bandamanna þeirra í land- inu. Friðargæzluliðum fjölgað í 50 Auk þessa hefur Ísland skuld- bundið sig til að efla Íslenzku frið- argæzluna. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hraða áður áformaðri uppbygginu og fjölga virkum frið- argæzluliðum í áföngum úr 25 í 50 fram til ársins 2006, en liðið átti ekki að ná þeim fjölda fyrr en 2008. Þegar friðargæzlan verður komin í þá stærð, verður kostnaður við hana um hálfur milljarður króna á ári. Þá hefur verið ákveðið að ís- lenzkir friðargæzluliðar muni koma sér upp hlífðarbúnaði gegn efna- og sýklavopnum, en NATO leggur áherzlu á að friðargæzluliðar á þess vegum búi yfir slíkum búnaði. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur þessum loforðum ís- lenzkra stjórnvalda verið vel tekið hjá NATO og í höfuðstöð Brussel telja menn þau fa hugmyndinni um „sérhæ lög“ aðildarríkjanna, þ.e. f er raunhæft fyrir Ísland o bandalaginu í heild að gag vel minnstu aðildarríkin g að til við að koma upp þess aðargetu,“ sagði R lávarður, framkvæm bandalagsins, á blaðama sínum í Prag í gær. Framlag Íslands til frið Kosovo og Bosníu hefur Íslensk stjórnvöld leggja s Leiðtogar Atlantshafsban Evrópu var boðið að gang Loforð um og eflingu Ísland lofar að leggja sitt af mörkum til að efla getu NATO til aðgerða gegn hryðju- verkum og afleiðingum þeirra. Framlag Íslands verður m.a. í formi loftflutninga vegna NATO-aðgerða og eflingar frið- argæzlu. Ólafur Þ. Stephensen skrifar frá leiðtogafundi NATO í Prag. KRÖFUR ESB Þær upplýsingar, sem nú liggjafyrir um hugsanlega kröfugerðESB á hendur EFTA-ríkjunum í væntanlegum viðræðum á milli aðila vegna stækkunar ESB, snúast um hug- myndir, sem fulltrúar framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins hafa kynnt fyrir svonefndum EFTA-vinnu- hópi ráðherraráðs ESB. Þessar hug- myndir hafa ekki verið samþykktar í þeim hópi. Þvert á móti er ljóst, að fulltrúar ESB-ríkjanna 15 voru ekki sammála um þessar kröfur á fundi í Brussel í fyrradag. Var ákveðið að fresta afgreiðslu málsins til 26. nóvem- ber. Endanleg ákvörðun um þær kröf- ur, sem ESB kann að setja fram í vænt- anlegum viðræðum, verður hins vegar ekki tekin fyrr en á ráðherrafundi ESB um miðjan desember. Af þessum sökum er ekki hægt að ganga út frá því sem vísu að þær verði á þann veg, sem þessar tillögur gera ráð fyrir. Í Morgunblaðinu í gær segir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneyt- isstjóri, sem hefur nýlega látið af starfi sem sendiherra Íslands hjá Evrópu- sambandinu m.a.: „Eftir því, sem við komumst næst er alveg ljóst, að þó að aðildarríkin séu sammála um að þau telji eðlilegt að það komi fjárframlög frá okkur og að þau fari vaxandi þá hef- ur ekki náðst samstaða um reikniað- ferðir.“ Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir fela tillögurnar í sér 27- földun á framlagi Íslands í þróunarsjóð ESB svo og kröfu um að ESB-ríkin fái heimild til að fjárfesta í íslenzkum sjávarútvegi. Viðbrögð Davíðs Oddssonar, for- sætisráðherra, þegar fyrstu fréttir bárust um þær hugmyndir, sem uppi væru í Brussel, voru m.a. á þennan veg í samtali við Morgunblaðið hinn 12. nóvember sl.: „Það var alltaf gert ráð fyrir því, að við myndum ganga inn í EES-samning við þau ríki, sem gengju inn í Evrópu- sambandið. Því fylgir enginn sérstakur kostnaður fyrir okkur. Þau eru að laga sinn landbúnað og þess háttar, sem við erum ekki aðilar að, að kerfi Evrópu- sambandsins með miklum kostnaði og við eigum ekki að greiða fyrir það á nokkurn hátt. Jafnframt höfum við talið, að þeim væri skylt að tryggja að fríverzlunar- samningar, sem við kynnum að hafa við ríki í fyrrum Austur-Evrópu, héldu þrátt fyrir breytingarnar. Það lægi í eðli EES-samningsins og reyndar í eðli alþjóðlegra viðskiptareglna og fyrir það ætti ekki að þurfa að borga.“ Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra, hafði m.a. þetta að segja í sam- tali við Morgunblaðið í gær: „Raun- verulega er krafan um að við borgum svipað inn í sjóðina og ef við værum að- ilar að Evrópusambandinu.“ Það er engin ástæða til að komast í uppnám, þótt hugmyndum af þessu tagi sé hreyft í Brussel. Í þeim felst krafa um endurgjald fyrir markaðsað- gang, sem er í engu samræmi við þá markaðsmöguleika, sem opnast fyrir okkur Íslendinga við stækkun Evrópu- sambandsins. Það er auðvitað ekki í nokkru samræmi við þá stefnu, sem nú ríkir í alþjóðaviðskiptum, ef Evrópu- sambandið ætlaði sér með fráleitum kröfum um endurgjald að loka fyrir okkur Íslendingum mörkuðum, sem við höfum nú aðgang að a.m.k. að hluta til. Þótt einhverjum kunni að finnast samningsaðstaða Evrópusambandsins sterk gagnvart EFTA-ríkjunum er ekki allt sem sýnist í þeim efnum. Hvað aðferðum ætlar Evrópusambandið að beita til þess að knýja fram vilja sinn? Segja upp EES-samningnum? Til þess að ná því fram þarf að samþykkja í öll- um þjóðþingum aðildarríkja Evrópu- sambandsins að segja samningnum upp. Hverjum dettur í hug að það náist fram? Kemur einhverjum til hugar að þjóðþing Dana, Svía og Finna mundu samþykkja slíkt? Eða þingin í Bret- landi og Þýzkalandi? Auðvitað ekki. Samstarfið innan ESB snýst um annað og meira en krónur og aura. Það er í grundvallaratriðum pólitískt samstarf. Það er hins vegar gagnlegt fyrir þá, sem hafa mestan áhuga á aðildarvið- ræðum við ESB að kynnast raunveru- leikanum í samningaviðræðum við ESB. Það má sjá einhver merki um hann í þeim hugmyndum, sem nú eru til umræðu innan ESB-ríkjanna. En því má heldur ekki gleyma að í sumum til- vikum er upphafleg kröfugerð ESB af þessu tagi meira hugsuð til heimabrúks en að henni sé í alvöru beint að samn- ingsaðilum. Forráðamenn ESB þurfa að sætta margvísleg sjónarmið innan sinna vébanda. Morgunblaðið hefur undanfarin ár hvatt til þess, að við Íslendingar leyf- um erlendar fjárfestingar í sjávarút- vegi okkar. Rök blaðsins fyrir þeirri skoðun hafa verið bæði einföld og skýr. Á sama tíma og við erum að fjárfesta í sjávarútvegi annarra þjóða getum við ekki búizt við því að geta haldið því áfram að nokkru ráði nema til komi gagnkvæm heimild fyrir aðrar þjóðir til þess að fjárfesta í okkar sjávarút- vegi. Þessi skoðun Morgunblaðsins hefur ekkert með ESB að gera. Raunar væri fráleitt að heimila ESB-ríkjum einum að fjárfesta í íslenzkum sjávarútvegi. Við þurfum að hafa möguleika á að fjár- festa í sjávarútvegi hjá þjóðum utan ESB. Ef Alþingi og ríkisstjórn sam- þykktu slíka stefnubreytingu næði hún að sjálfsögðu til fleiri þjóða. Við hljótum í þessum efnum að gera okkur grein fyrir því, að gagnkvæmni verður að ríkja á þessu sviði sem öðr- um. Andstæðingar erlendra fjárfest- inga í sjávarútvegi vísa til þess að sjáv- arútvegur sé undirstöðuatvinnugrein á Íslandi en svo sé í fæstum tilvikum í öðrum löndum. Það má vera rétt. En sjávarútvegur er grundvallaratvinnu- grein á afmörkuðum svæðum í öðrum löndum, svo sem í Norður-Noregi og á ákveðnum svæðum í Bretlandi og í Þýzkalandi, þar sem umsvif okkar eru orðin mikil. Fólkið á þessum svæðum getur upplifað fjárfestingar Íslendinga í sjávarútvegi í sínum heimabyggðum sem jafn mikla ógn og við Íslendingar höfum lengst af talið erlendar fjárfest- ingar í sjávarútvegi vera hér á Íslandi. Á fundum hagsmunasamtaka í sjáv- arútvegi hefur hvað eftir annað komið fram, að því fer víðs fjarri, að innan þeirra sé almenn andstaða við erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi. Þvert á móti hefur komið á óvart hve stuðning- urinn er mikill við þá hugmynd. Þótt kröfugerð Evrópusambandsins miðað við þessar tillögur sé fáránleg er engin ástæða til að ætla fyrirfram, að samningar náist ekki á milli ESB og EFTA-ríkjanna. Það hefur ýmislegt gengið á í samningaviðræðum innan ESB og á milli ESB og annarra þjóða. En samkomulag næst yfirleitt að lok- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.