Morgunblaðið - 22.11.2002, Síða 43

Morgunblaðið - 22.11.2002, Síða 43
LEIÐTOGAR aðildarríkja NATO samþykktu harðorða yf- irlýsingu um Írak á fundinum í Prag, sem túlka má sem stuðn- ing við stefnu Bandaríkjanna. Ekkert liggur þó fyrir um hvort bandalagið sem slíkt muni grípa til aðgerða gegn Írak, standi stjórn Saddams Hussein ekki við skuldbindingar sínar sam- kvæmt ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Í yfirlýsingu leiðtoganna lýsa þeir yfir fullum stuðningi við ályktun öryggisráðsins og framkvæmd hennar. Þeir skora á Írak að fara að ályktuninni og öllum öðrum ályktunum SÞ sem varði vopnaeftirlit í landinu. Aðildarríkin segjast öll sem eitt munu „grípa til aðgerða sem duga til að aðstoða og styðja Sameinuðu þjóðirnar til að tryggja að Írak fari strax og að öllu leyti, án skilyrða eða takmarkana, að ályktun örygg- isráðsins nr. 1441“. Leiðtogarn- ir rifja upp að öryggisráðið hafi í ályktuninni varað Íraka við því að það muni hafa „alvar- legar afleiðingar“ ef þeir brjóti áfram gegn skuldbindingum sínum. Að fundi sínum loknum ræddu leiðtogarnir Íraksmálið frekar yfir hádegisverði. Að undanförnu hefur komið fram að sum aðildarríkin, t.d. Þýzka- land, eru treg til að taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn Írök- um ef til þeirra kemur. Sam- kvæmt heimildum innan NATO er ekki hægt að túlka yfirlýs- ingu leiðtoganna þannig að NATO sem slíkt muni taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn Írak, fari stjórnvöld þar ekki að ályktun öryggisráðsins. Fari svo, muni aðildarríkin ræða málið sín á milli og ekki sé hægt að segja fyrir um útkomuna. „Þessi yfirlýsing er hugsuð til að auka þrýstinginn á Írak,“ sagði ónefndur embættismaður. „Aðgerðir sem duga“ gegn Írak Prag. Morgunblaðið. arnar. ru menn að horfa til nýrra alagsins, og lofast til að andalagið og sjálfa sig inn- s með því að heita að sem geta styrkt það, bæði n verkefni. Við tökum þátt rar bandalagsþjóðir,“ segir gir að við fjárfestingar í getu verði tekið mið af því bandalaginu í heild. ér að menn hafi tekið ð Atlantshafsbandalagið narbandalag þjóða m vera virkari lands um framlag til loft- ingu friðargæzlu, segir tjórnin hafi tekið ákvörðun um það í framhaldi af beiðni frá NATO. Aðspurður hvort álykta megi að breyting sé að verða á því að framlag Íslands til sameiginlegra varna NATO felist fyrst og fremst í því að leggja til aðstöðu fyrir varnarstöðina í Keflavík en ekki í fjár- framlögum, svarar Davíð að það sé þegar byrjað að breytast. „Við höfum tekið vax- andi þátt í friðargæzlu á vegum NATO og ÖSE. Það er breyting, sem við höfum lagt áherzlu á. Við viljum vera virkari í þess- um efnum. Með þessari ákvörðun erum við að taka heilmikinn þátt, miðað við okkar hlutfall innan bandalagsins.“ Hvað varðar loftflutningana segir Dav- íð að ríkisstjórnin sé reiðubúin að verja 300 milljónum til slíkra flutninga til að að- stoða NATO við aðgerðir, komi til kreppuástands. Miðað sé við að það sé hámarksupphæð tengd einni slíkri hern- aðaraðgerð; ef þær verði fleiri þurfi að skoða það sérstaklega. „Við vonum auðvit- að að slíkt ástand komi ekki oft upp, og helzt aldrei,“ segir Davíð. „Allskýr“ yfirlýsing um Írak Í þriðja lagi nefnir Davíð að leiðtogarnir hafi farið yfir það, sem efst er á baugi í al- þjóðamálunum, bæði baráttuna gegn hryðjuverkum og ekki síður Íraksmálið. „Bandalagið sameinaðist um ályktun um Íraksmálið. Hún mætti vera skýrari, en hún er samt allskýr og það er heilmikill árangur,“ segir Davíð. „Það er ljóst að ef til átaka kemur mun bandalagið standa saman. Það er ekki vafi á því í mínum huga.“ Nánar aðspurður segist Davíð telja að ályktunin mætti einkum vera skýrari um framhaldið, þ.e. hvað gerist ef Írakar brjóta gegn ályktunum Sameinuðu þjóð- anna. „Það má engu að síður vera ljóst að verði framhald, sem á einhvern hátt verð- ur tengt atbeina Sameinuðu þjóðanna, er Atlantshafsbandalagið reiðubúið að taka þátt í þeim aðgerðum,“ segir forsætisráð- herra. Ljósmynd/NATO Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á fundi Atlantshafsbandalagsins í Prag í gær. am alag efasemdir NATO ’ Þetta var afarmerkilegur fundur, bæði vegna þess, sem ákveðið er í nútíð og til framtíðar. ‘ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 43 ðvunum í alla vel að æfð fram- framlagið og kemur gni. „Jafn- eta hjálp- sari hern- Robertson mdastjóri annafundi ðargæzlu í vakið at- hygli innan NATO og m.a. er ánægja með að Ísland skuli hafa sent átta flugumferðarstjóra til að taka að sér flugumferðarstjórn á flugvellinum í Pristina í Kosovo. Fyrr í vikunni var gengið endan- lega frá samkomulagi við ítalska herinn, sem hefur farið með stjórn á flugvellinum, um að Íslendingarn- ir taki við stjórninni og breyti vell- inum í borgaralegan flugvöll á ný. Þótt Atlantshafsbandalagið sem slíkt taki ekki þátt í friðargæzluað- gerðum í Afganistan hafa flest að- ildarríkin lagt þar sitt af mörkum. Í nýlegu viðtali við Washington Post, sagði varnarmálaráðherra Ung- verjalands frá því að hann hefði orðið fyrir áfalli skömmu eftir að hann tók við embætti sl. vor þegar honum var sýndur listi yfir framlög NATO-ríkja til friðargæzlunnar í Afganistan, af því að þar hefði að- eins vantað tvö ríki; Ísland, sem ekki hefði yfir neinum her að ráða, og Ungverjaland. Í ljósi þess að Ísland hefur komið sér upp friðargæzluliði, má hins vegar spyrja hvort herleysið sé nokkur afsökun fyrir að sýna ekki samstöðu með öðrum bandalags- ríkjum í baráttunni gegn hryðju- verkum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur verið rætt hvort og hvernig Ísland geti tekið þátt í aðgerðum í Afganistan, en ekkert er ákveðið. Núverandi geta til friðargæzlu er nýtt til hins ýtr- asta og 25 íslenzkir friðargæzlulið- ar starfa erlendis, tveir á Sri Lanka og hinir 23 á Balkanskaganum. Þótt íslenzka friðargæzlusveitin sé fámenn, hvort heldur hún er 25 eða 50 manns, er litið svo á innan NATO að framlag Íslands sé mik- ilvægt, m.a. vegna þess að um er að ræða verðmæta starfsmenn, sem eru dýrari en t.d. meðalhermaður og vegna þess að Ísland hefur á að skipa eftirsóttum sérfræðingum, t.d. flugumferðarstjórum og lækn- um og hjúkrunarliði. Heilbrigðisþekking nýtt gegn afleiðingum hryðjuverka? Á leiðtogafundinum er m.a. til umfjöllunar hvernig NATO geti brugðizt við afleiðingum árása með kjarnorku-, efna- og sýklavopnum. Nokkra athygli vekur að í kynning- arefni frá bandalaginu, þar sem til- greint er hvað aðildarríkin gætu hugsanlega lagt af mörkum til við- bragðsliðs til að fást við afleiðingar slíkra árása, er Ísland hvergi á blaði. Gert er ráð fyrir að t.d. Nor- egur og Danmörk gætu lagt til læknalið og ýmis ríki myndu sjá um flutninga, en hvort tveggja ætti Ís- land að geta lagt af mörkum. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er verið að skoða hvort hægt sé að nýta sérfræðiþekkingu innan íslenzka heilbrigðiskerfisins í þessum efnum, en sú vinna er ekki komin svo langt að hægt hafi verið að lofa NATO neinu. Hugsanlegt er að íslenzkir læknar og hjúkrunar- fólk myndu starfa með norskum eða brezkum læknasveitum eins og fordæmi er fyrir úr friðargæzluað- gerðum á Balkanskaganum. Þó er minnt á að Ísland hafi þegar lagt lítið lóð á vogarskálarnar með því að varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli var séð fyrir mótefni gegn miltisbrandi þegar óttinn við slíkar árásir var sem mestur í fyrrahaust. sitt af mörkum til að efla getu Atlantshafsbandalagsins til aðgerða Reuters ndalagsríkjanna komu saman við mikið hringborð á morgunfundi sínum í Prag í gær, þar sem sjö ríkjum í Mið- og Austur- ga til viðræðna um aðild að bandalaginu. Gert er ráð fyrir að þeim viðræðum ljúki árið 2004 og verða NATO-ríkin þá 26. loftflutninga friðargæzlu ’ Ríkisstjórnin hefur samþykkt aðleggja af mörkum flutningagetu vegna aðgerða NATO, í formi þess að íslenzk flugfélög fljúgi með lið eða hergögn til átakasvæða. ‘
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.