Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ó beit sumra Íslendinga á mannfólki, sem það eitt hefur til saka unnið að fæðast á er- lendri grundu, er ill- skiljanleg. Stundum er óbeitin líka tengd litarafti þessa blessaða fólks og þá er hún óskiljanleg. Erfitt er að segja hvað veldur andúðinni, en líklega er það fá- fræði og hræðsla við hið óþekkta. Fólk hræðist ekki að óþörfu það sem það þekkir. Við þekkjum hið alíslenska eintak af mannkyn- inu vel og getum auðveldlega sett okkur í spor þess, enda erum við sjálf slíkt eintak. Hversu oft höf- um við ekki hitt Jóa Eyjólfs úti í 10-11. Við þekkjum hann, íslenska karlmanninn á fimmtugs- aldri og vitum að hann er meinleys- isgrey. Að öll- um líkindum að minnsta kosti. Við þekkjum Raúl González ekki eins vel. Hann er mexíkóskur karlmaður á fimmtugsaldri, dökk- ur yfirlitum og sjarmör með stóru ö-i. Við vitum ekki hverju hann myndi taka upp á, ef hann allt í einu birtist í 10-11 með inn- kaupakörfuna að vopni. Sannleikurinn er hins vegar sá, að Raúl González er alveg jafn meinlaus umhverfi sínu og Jói Eyjólfs. Að minnsta kosti eru all- ar líkur á því. Raúl hugsar, eins og Jói, helst um að sjá fyrir fjöl- skyldu sinni. Helsta takmark hans í lífinu er að koma börnunum (Esposito og Nelson) til mennta og stunda heimilisstörfin þegar eiginkonan (Angela) er í vinnunni. Alveg eins og Jói, sem vill að Þór- unn og Birgitta komist í Háskóla Reykjavíkur ef þær vilja og er ávallt reiðubúinn í uppvaskið þeg- ar Geirþrúður kallar. En við ímyndum okkur að út- lendingar séu einhvern veginn allt öðruvísi en við. Útlendingar eru ekki venjulegt fólk. Á hverjum degi heyrum við um hroðaverk og glæpi úti í heimi. Við fáum í mag- ann af tilhugsuninni um að hleypa þessum glæpamönnum til lands- ins. Sannleikurinn er hins vegar sá að glæpir eru tiltölulega sjaldgæf- ir, víðast hvar í veröldinni. Mis- jafnlega, já, en hinn venjulegi George d’Amour í Los Angeles kemst mjög líklega í gegnum lífið án þess að verða illilega fyrir barðinu á glæpamönnum. Alveg eins og Þórður Magnússon á Skólavörðustígnum, sem þrátt fyrir allt getur ferðast um borgina tiltölulega óhultur. Auðvitað þekkjum við vanda- málin, sem hafa fylgt því þegar nágrannalönd okkar hafa opnað landamæri sín fyrir útlendingum. Frændur okkar á Norðurlönd- unum; Danir og Svíar kannski einna helst, hafa lent í endalaus- um vandræðum í þessum málum. Þjóðverjar, Frakkar og Bretar sömuleiðis. Innflytjendur virðast ætla að buga ríkissjóði þessara þjóða; þeir hneigjast gjarnan til glæpa og hegða sér eins og af- styrmi, ef marka má fréttir. Af hverju ætli það sé, ef fólk er ekki mismunandi eftir heims- hlutum? Sýna þessi vandamál ekki fram á yfirburði aríska kyn- stofnsins? Vissulega hafa ein- hverjir ályktað sem svo, því í þessum löndum hafa sprottið upp hópar sem eru beinlínis knúnir áfram af hatri á útlendingum. En auðvitað hafa þessir haturs- hópar rangt fyrir sér. Sannarlega er fólk mismunandi að gerð, en ekki eftir heimshlutum, trú eða hörundslit. Ástæðan fyrir þessum hörmungum er velferðarkerfið. Til Svíþjóðar og Danmörkur sæk- ir fólk sem vill komast á spenann (reyndar hafa frændur okkar beinlínis flutt inn fólk á spenann). Margt þetta fólk hefur ekki áhuga á að lifa venjulegu lífi og spjara sig í samfélaginu. Til Frakklands og Bretlands hafa sópast hópar nýlendubúa, sem hafa öll réttindi heimamanna og eiga því athvarf í velferðarkerfinu. Þjóðverjar hafa verið afar duglegir við að taka á móti flóttamönnum, ef til vill vegna samviskubits sem á rætur sínar að rekja til stríðsins. Til samanburðar er hægt að líta til Bandaríkjanna. Á meðan öllum var frjálst að flytja þangað flykkt- ust þangað milljónir manna hvað- anæva úr heiminum. Ekki vegna velferðarkerfis. Það var ekki til. Fólkið vildi standa á eigin fótum. Öll þessi þjóðarbrot hafa búið í til- tölulegri sátt og samlyndi í allan þennan tíma, ef frá er talið þræla- hald svarta kynstofnsins, sem er svartur blettur á sögu stórveld- isins. Fólk er bara fólk. Við eigum að dæma einstaklinginn að verð- leikum, ekki þjóðerni, litarafti eða trú. Þegar allt kemur til alls er í raun jafn fáránlegt að amast við því að Raúl González flytji frá Mexíkó til Íslands og að leyfa ekki Hálfdani Ingvasyni viðskipta- fræðingi að flytjast frá Kópaskeri til Ísafjarðar. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til þess að allir sem hingað flytji geri það í göfugum tilgangi. Inn- flytjendur eru mismunandi eins og þeir eru margir. Hins vegar eru mun meiri líkur á að fyrir þeim vaki að bæta hag sinn og sinna ef skattar eru lágir og þeir fá að njóta afraksturs erfiðis síns hérna. Mörg dæmi eru um að duglegir útlendingar hafi stofnað fyrirtæki hér á landi, einkum í veitingarekstri, og aukið úrval fyrir neytendur. Þetta fólk stund- ar atvinnurekstur og til að hann sé arðbær verður það að bjóða upp á eitthvað sem neytendur vilja, á verði sem þeir vilja. Þann- ig eykst framleiðsla og hagsæld í þjóðfélaginu. Við eigum að leyfa óheftan flutning fólks til landsins og veita því öll þau réttindi sem við höfum, en fyrst verðum við að skera nið- ur velferðarkerfið. Okkur er akk- ur í því að fá hingað duglegt fólk sem vill komast áfram á verð- leikum, frekar en þá sem einungis hafa áhuga á að lifa á kostnað annarra í áhyggjuleysi velferð- arkerfisins. Raúl González á tæki- færið skilið. Hann á að vera frjáls ferða sinna. Þegar allt kemur til alls er í raun jafn fáránlegt að amast við því að Raúl Gonzalez flytji frá Mexíkó til Íslands og að leyfa ekki Hálfdani Ingvasyni að ferðast frá Kópaskeri til Ísafjarðar. VIÐHORF eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is Ótti við útlendinga ✝ Kári S. Johansenfæddist í Þránd-heimi 10. maí 1912.Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 7. nóvem- ber síðastliðinn. Móð- ir hans var María Árnadóttir ættuð úr Eyjafirði og faðir has var Johan Johansen múrarameistari í Þrándheimi. Kári ólst upp hjá móður sinni og systur henn- ar Pálínu í Þránd- heimi til 16 ára ald- urs er María flutti aftur heim til Íslands og settust þau að á Ak- ureyri og bjó Kári þar alla ævi eft- ir það. Hann gekk í barna- og mið- skóla í Þrándheimi og lauk loks einu ári í verslunarskóla þar áður en hann fluttist heim til Íslands. Hinn 29. janúar 1939 kvæntist Kári Sigríði Laufeyju Árnadóttur, f. 13. des. 1909, d. 8. apríl. 1999, sem var dóttir hjónanna Nikolínu Sölvadóttur og Árna Jóhannsson- ar. Þau eignuðust tvo syni, Árna, f. 22. apríl 1939, d. 1. okt. 1980, sem var kvæntur Grétu Aðal- steinsdóttur og áttu þau börnin Kára, f. 1965, og Herborgu, f. 1967, og Gunnar, f. 11. mars 1943, sem er kvæntur Svönu Þorgeirs- dóttur. Þá dvöldust um tíma hjá þeim tvær litlar frænkur þeirra; Edda Gísladóttir, en móðir henn- ar veiktist er hún var á fyrsta ári og síðar kom hún aftur til að starfa á Akureyri og dvaldi þá aftur á heimili þeirra, og Anna Sig- ríður Þorvaldsdótt- ir, sem kaus að vera hjá þeim allmörg ár. Kári hóf störf hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga snemma árs 1929 og starfaði hjá því félagi allan sinn starfsaldur eða allt til ársins 1980 og raunar í hlutastarfi allt til ársins 1982, lengst af sem deildarstjóri vefn- aðarvörudeildar en fyrstu árin starfaði hann bæði í matvörudeild og járn- og glervörudeild félags- ins en hóf þá störf á skrifstofu. Segja má að hann hafi helgað starfinu krafta sína en þó starfaði hann lengi með Karlakórnum Geysi og sinnti þar meðal annars gjaldkerastarfi og formennsku mörg ár. Hann mun hafa verið meðal frumkvöðla þess að kórinn tók strandferðaskipið Heklu á leigu sumarið 1952 og fór í söng- ferð til Noregs og undirbúningur ferðarinnar og skipulag hvíldi mikið á hans herðum vegna þekk- ingar hans á landi og þjóð. Þá starfaði hann mörg ár í Lions- klúbbnum Hugin á Akureyri. Útför Kára fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Núna þegar afi er dáinn leitar hugurinn til baka. Minningar frá öllum heimsóknum okkar til afa og ömmu á Akureyri. Tvö lítil börn að leik í nýjum sandkassa fyrir utan húsið hjá afa og ömmu. Ferðir í sumarbústaða- land sem þau átti hlut í. Ferðir um Eyjafjörðinn fram og til baka, stundum var jafnvel farið alla leið til Mývatns. Ekki má gleyma norsku vikublöðunum sem afi var áskrifandi að. Þau voru mikið lesin í heimsóknum okkar til þeirra. Ekki þótti honum það leiðinlegt að við sýndum hans gamla móðurmáli þennan áhuga. Ógleymanlegar eru heimsóknir okkar í KEA, en þar vann afi um áratuga skeið. Í svona stóra búð höfðum við aldrei komið. Og ekki spillti fyrir að allir virtust þekkja hann. Oft var afi á æfingum hjá karlakórnum Geysi, en af því hafði hann mikla ánægju. Síðustu árin var líkamlegt at- gervi hans á þrotum, en andinn var alltaf sá sami. Við viljum þakka afa gamlar og góðar stundir. Minningin um góðan mann lifir. Kveðja frá afabörnum, Kári og Herborg. Látinn er í hárri elli heiðursmað- urinn Kári Johansen, fyrrverandi deildarstjóri í vefnaðarvörudeild KEA á Akureyri. Kynni mín af Kára og hans góðu fjölskyldu hóf- ust er ég flutti til Akureyrar haust- ið 1950. Kári var sonur Maríu sem var ömmusystir konu minnar og kynnti hún mig fyrir þessari ein- staklega hlýju og gestrisnu fjöl- skyldu. Þau leigðu mér herbergi og höfðu mig í fæði þegar þau bjuggu á Skólastíg 1. Þar var gott að vera enda þróuðust kynni og einlæg vin- átta sem aldrei hefur borið skugga á í öll þessi ár. Heimili Kára og Sigríðar var sem annað heimili okkar alla tíð. Þegar þau komu til Reykjavíkur dvöldu þau hjá okkur hjónum og nutum við þess ásamt börnum okkar að fá að taka á móti þeim á heimili okkar. Kári hafði mikið yndi af söng og var í karlakórnum Geysi í áratugi. Hann söng mikið, m.a. í jarðarför- um og við ýmis tækifæri önnur með kórfélögunum. Þegar Kári var farinn að heilsu og kröftum dvaldi hann á sjúkra- stofnunum en alltaf voru sonurinn góði, Gunnar, og kona hans Svana nærri og hugsuðu um hann á allan hátt svo mikill sómi var að. Læknar, hjúkrunarfólk og annað starfsfólk á einnig skilið miklar þakkir fyrir sitt góða og göfuga starf, sem var til fyrirmyndar. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að Ægi gullið röðulblys, vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd. Syngdu mig inn í svefninn, ljúfi blær, sorgmæddu hjarta’ er hvíldin jafnan vær. Draumagyðjan ljúfa ljá mér vinarhönd og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. Kom draumanótt með fangið fullt af frið og ró. (Jón frá Ljárskógum.) Fjölskyldan í Hólastekk þakkar samfylgdina. Við hjónin og börnin okkar vottum öllum aðstandendum innilegustu samúð og kveðjum þig, kæri vinur, okkar hinstu kveðju um leið og við þökkum ótal yndisstund- ir og biðjum þér guðsblessunar í fyrirheitna landinu. Margrét og Kristinn Sveinsson. „Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða,“ segir í þekktu ljóði, íslensku. Elfur lífsins byltist og streymir í margslungnum farvegi og vatnaskilin óræð. Á lífsleiðinni kynnumst við fjölda fólks. Sumir eru kunningjar, aðrir verða vinir, jafnvel góðvinir og samofnir fjöl- skyldunni á órofa hátt. Slíkir fjölskylduvinir voru Kári Johansen og Sigríður kona hans. Heimilið var eins og hótel, mikill gestagangur og gestrisnin einstök. Sigríður var hláturmild, stórvel gefin og með afbrigðum ættfróð. Þau voru einstaklega samhuga. Eftir á að hyggja voru Ubba og Kári eitt í hugum okkar. T.d. skírði ég uppáhaldsdúkkuna mína Sigríði Kárínu. Nöfnin urðu ekki aðskilin. Á yngri árum dvaldi ég oft hjá þeim á sumrin. Kári átti grænan Vauxhall, A 851. Eftir kvöldmat var oft lagt upp í bíltúr. Ég sat aft- ur í eins og prinsessa í stórkostlegu ævintýri. Oft var boðið uppá ís, val- las eða negrakossa. Síðan var ferð- inni haldið áfram, stundum inn Eyjafjörðinn og rætt við hnátuna af ljúfu næmi. Á kvöldin fékk hún að vaka fram eftir, þá var spilað jatsí eða leikið á píanóið og sungið. Kári var í karlakórnum Geysi í ára- tugi. Hann söng bassa; röddin djúp, voldug en þýð. Litla stúlkan sat bergnumin og horfði og hlustaði á þennan stóra mann syngja. Hann dvaldi oftast á heimili foreldra minna fyrir og eftir utanfarir sínar. Þá sagði hann okkur systkinunum oft sögur úr ferðum sínum erlendis á vegum KEA. Kári var heimsmað- ur, einstaklega fágaður í fasi og framkomu, glæsilegur á velli og mikið snyrtimenni í útliti og klæða- burði. Hann skildi vel endalausan áhuga minn á fötum og skóm og lét afskiptalaust þó ég færi í skó af honum og rótaði öllu í geymslunni. Á páskadagsmorgun læddist hann inn með páskaeggið og telpan þótt- ist sofa en fylgdist grannt með og átti erfitt með sig af tilhlökkun og spenningi. Þegar ég óx úr grasi var fjöl- skylda mín og bræðra minna æv- inlega velkomin og móttökurnar sem fyrr, viðmótið ljúft; sama gleðin og ævinlega. Hér skilja leiðir. Guð blessi minningu beggja, Kára og Sigríðar. María Aldís Kristinsdóttir og fjölskylda. ,,God dag, god dag, god dag, du“ – þegar faðir okkar systkina greip til þessarar kveðju í símanum viss- um við að Kári var hinum megin á línunni – kveðjunni fylgdi gleði og birta og líkur voru á að Kári væri að boða komu sína. Vinskapur fjölskyldu okkar við Kára, Ubbu og synina náði allt aft- ur til þess tíma þegar tveir ungir menn hittust á Akureyri og tengd- ust sterkum vináttuböndum. Faðir okkar þá að búa sig undir nám í Noregi og Kári með sterkar rætur þaðan eftir langa dvöl öll sín æsku- og unglingsár. Það var hátíð í bæ við heimsókn- ir að norðan – því í huga okkar systkina var Akureyri framandi og spennandi sem „útlandið“ – þá slettu vinirnir norskunni og allt var einhvern veginn öðruvísi en við átt- um að venjast. Ef til vill var það vegna þessara áhrifa að annað okk- ar settist að á Akureyri með fjöl- skyldu sinni mörgum árum seinna. Hvort sem um var að ræða villt- an eltingarleik vinanna kringum borðstofuborðið í Skólastræti eða Vanabyggð, hlaðið dýrlegum kræs- ingum af hendi frúarinnar, eða þá góðlátlega stríðni um hvort væri nú betra að keyra á Chevrolet eða Vauxhall. Stundum tók Kári hressi- legar söngrokur og leyndi það sér ekki að þar fór mikill söngmaður, enda félagi í karlakórnum Geysi, og að sjálfsögðu fannst okkur við eiga dálítið í þeim kór því með honum söng Kári vinur okkar með sinni djúpu rödd. Allt fas og yfirbragð Kára var virðulegt og það var reisn yfir hon- um, en umfram allt var það prúð- mennskan sem einkenndi hann, hvort sem var í samskiptum við góða vini eða í starfi sínu sem deildarstjóri vefnaðarvörudeildar KEA. Það var unun að heimsækja hann á 2. hæð kaupfélagsins og fylgjast með hvernig hann stima- mjúkur og brosmildur handfjallaði stranga og klæði fyrir viðskiptavin- ina. Margir verslunarmenn í dag gætu tekið hann sér til fyrirmynd- ar. Við minnumst þess líka hve gott var að sækja þau hjónin heim, hvort sem var til lengri eða skemmri dvalar, og ekki síst hve Kári hlúði vel að konu sinni í veik- indum hennar, en alltaf ýtti hann sínum málum til hliðar með glettni og gamansemi þó stundum þyrfti að stinga eða skera í hann. Minningarnar eru margar og góðar, nú er komið að leiðarlokum í þessum áfanga og þeir vinirnir hitt- ast aftur með kveðjunni ,, god dag, god dag“. Ásamt móður okkar Gerði send- um við fjölskyldu Kára samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hans. Auður Sveinsdóttir, Þórarinn Egill Sveinsson. KÁRI S. JOHANSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.