Morgunblaðið - 22.11.2002, Síða 47

Morgunblaðið - 22.11.2002, Síða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 47 ✝ Borgþór Haf-steinn Jónsson fæddist í Vestmanna- eyjum 10. apríl 1924. Hann lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi við Hringbraut 12. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Bjarnadóttir hús- móðir, f. 3.9. 1983, d. 16.7. 1970, og Jón Hafliðason sjómaður, f. 2.2. 1887, d. 13.7. 1972. Systkini Borg- þórs voru Stefán H.Þ, f. 22.3. 1911, d. 11.4. 1974, og Margrét Guð- björg, f. 9.3. 1913, d. 1.2. 1981. Eiginkona Borgþórs er Rann- veig Árnadóttir húsmóðir, f. 14.4. 1924. Dóttir þeirra er Erna förð- unarfræðingur, f. 28.1. 1960, gift Óskari Alvarssyni húsasmið, f. 10.8. 1963. Börn þeirra eru: a) Rannveig, f. 17.12. 1979, sonur hennar og Jóhanns T. Maríusson- ar er Huginn Þór, f. 21.11. 2000, b) Borgþór Alex, 25.4. 1989, og c) Margrét Birta, f. 23.4. 1990. Borgþór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1945 og stundaði nám við verk- fræðideild Háskóla Íslands 1945– 46. Hann lauk prófi í veðurfræði frá Sveriges Met- eorologiska och Hydrologiska Instit- ut (SMHI) í Stokk- hólmi 1948 og fram- haldsnámi við sama skóla árið 1963. Þá sótti hann fyrirlestra hjá Alþjóðaflug- málastofnuninni (ICAO) og Alþjóða- veðurfræðistofnun- inni (WMO). Borgþór starfaði sem veðurfræðingur hjá Veðurstofu Ís- lands í Reykjavík 1948 til 1952 og hjá Veðurstofu Ís- lands á Keflavíkurflugvelli 1952 til 1979 og deildarstjóri frá 1963 þar til hann lét af störfum árið 1994. Um árabil kenndi hann einn- ig verðandi flugumferðarstjórum veðurfræði hjá Flugmálastjórn. Borgþór skrifaði fjölmargar greinar í blöð, tímarit og bækur um veðurfræði og önnur skyld efni. 1970–75 hélt hann vikuleg er- indi um veðurfræði o.fl. í ríkisút- varpinu og flutti veðurspár í sjón- varpinu frá 1978 til 1998. Borgþór hlaut afmælismerki Alþjóðaveður- fræðistofnunarinnar 1950 til 1990. Útför Borgþórs verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Við andlát Borgþórs föðurbróður míns fannst mér eins og ákveðnum kafla í lífi mínu væri lokið. Borg- þór var yngstur barna afa míns og ömmu sem bjuggu lengi í Vest- mannaeyjum og síðar í Reykjavík. Stefán faðir minn og Margrét syst- ir þeirra létust fyrir allmörgum ár- um. Árið sem Borgþór settist í Menntaskólann í Reykjavík tóku afi og amma ákvörðun um að flytja til Reykjavíkur. Eldri systkinin voru flutt suður, höfðu stofnað heimili og barnabörnin orðin þrjú. Þau keyptu sér íbúð neðarlega á Hverfisgötunni og mér segir svo hugur að nálægðin við Menntaskól- ann hafi ráðið því vali. Á Hverfisgötunni var oft margt um manninn, skólasystkini Borg- þórs, vinir frá Vestmannaeyjum og ættingjar úr Mýrdalnum litu við í kaffi og að sjálfsögðu við, nánasta fjölskyldan. Ég man fyrst eftir mér um það leyti sem Borgþór lauk stúdents- prófi. Hann settist um haustið í verkfræðideild Háskóla Íslands en þann vetur bárust deildinni upplýs- ingar um að í náinni framtíð kæmi til með að vanta veðurfræðinga á Íslandi. Borgþór ákvað því að söðla um og næsta haust var stefnt á að fara utan til Svíþjóðar til náms í veðurfræði. Dagurinn sem Dronning Alex- andrine átti að leggja úr höfn er mér enn í minni meira en hálfri öld síðar. Fjölskyldan stóð og veifaði á hafnarbakkanum búin að kveðja Borgþór, sem var kominn um borð. Þá gerðist það að þegar Drottn- ingin var að snúa rakst hún í hafn- argarðinn, skemmdist töluvert og hætt var við siglinguna í bili. Borg- þór var því kvaddur tvisvar sinn- um. Skömmu eftir að hann kom heim úr námi, kynntist hann Rannveigu og upp frá því voru þau aldrei nefnd í fjölskyldunni nema bæði í einu, Borgþór og Nanna. Borgþór starfaði lengi hjá Veðurstofunni á Keflavíkurflugvelli og áttu þau heimili á Keflavíkurflugvelli í um 20 ár. Þau voru gestrisin og köll- uðu á fjölskylduna á jólum og öðr- um tyllidögum. Það var töluvert ævintýri að heimsækja þau þang- að. Nokkurs konar landamærav- arsla var inn á svæðið og þau þurftu því að láta vita í varðhliðið hverjum þau áttu von á. Árin liðu, Nanna og Borgþór eignuðust dótturina Ernu, við systkinabörnin stofnuðum heimili hvert af öðru, amma, afi og faðir minn féllu frá með stuttu millibili og Margrét nokkru síðar. Eftir að Borgþór, Nanna og Erna fluttu til Reykjavíkur fór það svo að störf okkar Borgþórs sköruðust því hann hóf að færa landsmönnum fréttir af veðri í sjónvarpinu þar sem ég hafði starfað. Við hittumst oft í önnum okkar en þó náðum við stundum að rabba saman. Öðru hvoru gáfust tækifæri til að kalla í þau hjónin hingað í Sef- garða. Síðast komu þau er við fögnuðum heimkomu Steingríms úr námi í verkfræði. Þá var hér Vilhjálmur sonur Stefáns en hann er sá eini í beinan karllegg í fjórða lið frá þeim afa og ömmu. Borgþór fór að grúska í ættfræði á seinni árum og hafði hann gaman af stráknum. Einnig þáðum við boð þeirra hjóna við ánægjuleg tæki- færi. Minning Borgþórs lifir, lífið er flétta, því Bjarni sonur minn hefur tengst Ernu dóttur hans og Óskari manni hennar vináttuböndum. Það eru því ekki kaflaskil eins og ég hélt heldur aðeins tími til að staldra við og minnast þeirra sem gengnir eru. Við Elísabet vottum Nönnu, Ernu, Óskari og fjölskyld- unni einlæga samúð. Jón Hilmar Stefánsson. Með fáum fátæklegum orðum langar mig að minnast tengdaföður míns Borgþórs H. Jónssonar. Fyrstu kynni okkar voru þegar þau hjónin Borgþór og Nanna buðu mér í mat. Ég kveið því þar sem ég hafði séð Borgþór í sjón- varpinu og fannst hann ansi al- vörugefinn en kvíðinn reyndist óþarfur og í reynd var það mikið gæfuspor að kynnast honum. Borgþór var hafsjór af fróðleik og heiðursmaður hinn mesti. Ár- vissar sumarbústaðarferðirnar með þeim heiðurshjónum voru fastur liður í tilverunni. Í þessum ferðum kynntist ég landinu betur en áður enda var Borgþór vel að sér um land og þjóð og óspar á fróðleikinn og ferðirnar voru tilhlökkunarefni fyrir mig og fjölskylduna. Konu minni og börnum reyndist hann stoð og stytta. Hann lagði mikla áherslu á að börnin mennt- uðu sig og fór oft yfir námið með þeim. Ófáar stundir fóru í umræð- ur og hafði Borgþór skoðanir á flestum málum þar sem hann var vel lesinn og mikill fræðimaður. Borgþór var hreinskiptinn, heið- virður og heiðursmaður mesti. Ég er þakklátur fyrir kynni mín af honum og þakklátur fyrir það sem hann veitti fjölskyldu minni. Nönnu sendi ég samúðarkveðjur, svo og Ernu og börnunum mínum. Óskar Alvars. Afi minn er farinn. Þetta er sorgartími fyrir fjölskylduna, en við erum þó þakklát fyrir að hafa átt hann að. Afi var trausti klett- urinn og mikilvæg manneskja í lífi mínu, hann var einnig lærdóms- faðir minn og á ég ótal minningar um hann þar sem við sitjum inni í borðstofu og hann er að hjálpa mér með lærdóminn. Hann var fullur af fróðleik um hin ýmsu mál og ef mig vantaði einhverja vitneskju gat ég alltaf leitað til hans. Ég þekkti hann allt mitt líf og sem barn fannst mér afi minn vera ein- hver sem myndi alltaf vera hjá mér. Afi var barngóður og stoltur af afa- og langafatitlum sínum, enda skipti það okkur systkinin miklu máli að hann væri stoltur af okkur, núna syrgjum við það að hann skuli ekki vera hjá okkur við merk tímamót sem framundan eru. Afi var virðingarverður, mynd- arlegur og kurteis, hann bar sig líka alltaf vel og er það nokkuð sem ég mun taka mér til fyrir- myndar. Minningarnar eru margar og góðar og er mér sérstæðust sú minning hversu mörg góð samtöl við áttum. Ég sé hann alltaf fyrir mér inni í herberginu sínu innan um aragrúa af bókum, við tölvuna sína. Hann reyndist mér ætíð vel og ég var stolt af afa mínum. Nú er mikill maður farinn úr lífi okkar allra og það verður undarlegt að venjast lífinu án hans. Læt ég hér staðar numið og geymi aðrar góðar minningar út af fyrir mig og kveð hér með hann afa minn. Elsku litli ljúfur minn, leiki við þig heimurinn. Ástin gefi þér ylinn sinn, þótt einhver fyrir það líði. Vertu eins og afi þinn allra bænda prýði. (Örn Arnarson.) Rannveig Ásgeirsdóttir. Borgþór var fæddur í Vest- mannaeyjum, en foreldrar hans voru úr Mýrdalnum. Hann gat ekki orðið nýtur sjómaður vegna sjó- veiki, og þá þótti ráð að láta hann ganga menntaveginn. Hann var bókhneigður og mundi það, sem hann las. Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur og hann komst í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, sem var einnig kallaður Ágústarskólinn, og síðan í stærðfræðideild MR. Hann var ágætur námsmaður og einnig góður skákmaður. Hann byrjaði verkfræðinám í Háskólan- um, en breytti síðar til ásamt fleiri nemum. Tilboð hafði komið frá Veðurstofunni um fasta vinnu, ef þeir næmu veðurfræði. Það var hagstætt að því leyti, að stærð- fræðin er svipuð í báðum greinum framan af, svo að verkfræðinámið nýttist vel. Borgþór giftist Rannveigu syst- ur minni og við það hófust kynni okkar. Hann var enginn hávaða- maður en reyndist traustur og áreiðanlegur. Samskipti mín við þau Rannveigu jukust eftir að Margrét systir okkar dó, því að ég hafði verið mjög handgenginn henni. Foreldrum Borgþórs kynnt- ist ég nokkuð en fjölskyldu hans minna. Um það eru aðeins góðar minningar. Borgþór var félagi í Frímúrara- reglunni og vann m.a. nokkurt starf fyrir bókasafn hennar. Hann var og félagi í Ættfræðifélaginu og kunni a.m.k. góð skil á eigin ætt. Að leiðarlokum þakka ég Borg- þóri ágæt kynni og votta aðstand- endum hans innilega samúð mína. Einar H. Árnason. Fátt, ef nokkuð, hefur markað stærri spor í starfsemi Veðurstofu Íslands en samningurinn um að Ís- land tæki að sér alþjóðaflugþjón- ustu á Norður-Atlantshafi en hann var undirritaður 16. september 1948. Einn hluti hans var fólginn í að Veðurstofan annaðist veður- þjónustuhluta þessa samnings en auk þess var um að ræða flug- umferðarstjórn sem Flugmála- stjórn var falið að sjá um og fjar- skipti sem komu í hlut Pósts og síma að inna af hendi. Í aðdrag- anda þessa samnings var Borgþór H. Jónsson verkfræðinemi einn all- margra stúdenta sem tóku áskorun um að fara í veðurfræðinám til Sví- þjóðar og hóf hann störf á Veð- urstofunni að loknu námi 1948. Var hann virkur þáttakandi í þeirri miklu breytingu sem varð á Veð- urstofunni í kjölfar fyrrnefnds samningsins við Alþjóðaflugmála- stofnunina ICAO. Starfaði hann allan starfsaldur sinn á stofnuninni fram til þess að hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir í apríl 1994. Fyrstu fjögur árin vann hann í veðurspáþjónustunni í Reykjavík en frá 1952 á Flugveðurstofunni á Keflavíkurflugvelli. Var hann deildarstjóri þar frá 1963–1994, með aðsetur í Reykjavík frá 1979 eftir að spástarfsemi Flugveður- stofunnar var sameinuð spástarf- seminni á spádeild Veðurstofunnar í Reykjavík. Það er mikil auðlind fyrir hvaða fyrirtæki sem er að eiga trygga starfsmenn og nærri 46 ára starf Borgþórs í þágu Veðurstofunnar lýsir miklum trúnaði hans við starf og stofnun. Leiðir okkar Borgþórs lágu fyrst og fremst saman um 13 ára skeið er við önnuðumst báðir veðurfregnir í Ríkissjónvarpinu, en þær annaðist hann frá 1979 til 1998. Kynntist ég honum sem dagfarsprúðum og þægilegum í samskiptum en ákveðnum ef þann- ig bar undir. Þessum eiginleikum beitti hann með sérstaklega góðum árangri í starfi sínu sem fulltrúi Veðurstofunnar á ýmsum fundum og ráðstefnum á vegum ICAO og alþjóðasamtaka flugfélaga, IATA. Þar hélt hann málstað og hags- munum Íslands mjög á lofti og með svo góðum árangri, að eftir var tekið, þegar að fyrrnefndum samningi var sótt og breytingar gerðar á honum. Fyrir hönd Veðurstofu Íslands vil ég færa honum þakkir fyrir langa og dygga þjónustu við stofn- unina og persónulega þakka ég honum góð kynni og samskipti. Eiginkonu hans Rannveigu, sem um nokkurra ára skeið starfaði á Veðurstofunni, svo og öðrum að- standendum sendi ég samúðar- kveðjur. Magnús Jónsson. Okkur langar með nokkrum orð- um að kveðja fyrrverandi yfirmann og samstarfsfélaga. Öll eigum við það sameiginlegt að við hófum ung störf á Veðurstofunni á Keflavík- urflugvelli undir stjórn Borgþórs sem þá var deildarstjóri. Hann sagði oft það sem okkur þótti vænt um að heyra að uppeldið á okkur hefði tekist svo vel hjá sér. Við viljum trúa því að hann hafi haft rétt fyrir sér því enn erum við starfandi á Veðurstofunni, rúmum þrjátíu árum síðar. Það er með virðingu og þakklæti í huga að við kveðjum nú gamlan vin. Kæra Nanna, við vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu sam- úð. Anna Lóa, Halldóra, Jenný, Stella, Friðjón og Hrafn. BORGÞÓR H. JÓNSSON Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HRAFN RAGNARSSON skipstjóri, Ægisbyggð 9, Ólafsfirði, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju laugar- daginn 23. nóvember kl. 14.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim, sem vildu minnast hans, er sérstaklega bent á Björgunarsveitina Tind í Ólafsfirði, sími 864 2760. Lilja Kristinsdóttir, Kristinn E. Hrafnsson, Anna Björg Siggeirsdóttir, Sigurlaug Hrafnsdóttir, Líney Hrafnsdóttir, Georg Páll Kristinsson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR EIRÍKSDÓTTUR, Skjóli, áður til heimilis í Gnoðarvogi 52. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Skjóls, 6. hæð, fyrir einstaka umönnun og aðhlynningu. Ingibergur Jón Georgsson, Sigríður Kr. Gunnarsdóttir, Eiríkur Oddur Georgsson, Ragnhildur Björk Sveinsdóttir, Georg Kristjánsson, Dóróthea Huld Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN JÓHANN AGNARSSON, Hegranesi 19, Garðabæ, lést á Landspítala Hringbraut miðvikudaginn 20. nóvember síðastliðinn. Andrea G. Guðnadóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Sigríkur Jónsson, Unnur Helga Kristjánsdóttir, Sigurður G. Gunnarsson, Kristján Jóhann Kristjánsson, Gemma Garcia Llorente, Þorvaldur Símon Kristjánsson, Margrét Sesselja Kristjánsdóttir og barnabörn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.