Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Svava Lárus-dóttir fæddist á Efra-Vaðli á Barða- strönd hinn 15. ágúst 1911. Hún lést í Seljahlíð í Hjalla- seli 55 í Reykjavík 12. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Lárus Mikael Stefánsson bóndi á Efra-Vaðli, f. 22.9. 1871, d. 13.4. 1930, og kona hans Jónína Valgerður Engilbertsdóttir, frá Melgraseyri við Ísa- fjarðardjúp, f. 11.1. 1875, d. 9.2. 1926. Svava var fimmta yngst af 14 börnum þeirra hjóna. Elstur var Gísli Hjörtur (1894–1964), svo Kristjóna (1896–1924), Valgerður Guðrún (1898–1984), Stefán Mika- el (1900–1970), Halldóra (1905– 1985), Lára (1906–1989), Aðal- heiður Jenny (1907–1937), Krist- inn Janus (1908–1937), María (1910–1992), Jóhanna (1913– 1974), Anna Sigurbjörg (1914– 1997), Gústaf Adolf (f. 1917) og Valdimar (f. 1920). Vegna erfið- leika og veikinda á heimili for- eldra Svövu var hún, eins og fleiri systkini hennar, send sem barn í fóstur og fór hún til hjónanna Hafliða Þórðar Snæbjörnssonar (f. 2.5. 1886, d. 19.10. 1926) og Matthildar Jónsdóttur (f. 16.3. 1992. b) Erla Arnardóttir tann- tæknir, f. 3.2. 1965, gift Sigurði Viðari Ottesen, trésmið og neyð- arverði, f. 18.8. 1958, þeirra börn eru Andri Rafn, f. 1.2. 1991, og Thelma Björk, f. 18.12. 1995, c) Harpa lífefnafræðingur, f. 29.10. 1974, gift Vilberg Sverrissyni nuddara, f. 30.5. 1972, þeirra dæt- ur eru, Aþena, f. 3.6. 1999, og Perla, f. 5.10. 2002, d) Árni Svav- ar, nemi í Flugskóla Íslands, f. 25.9. 1979. 3) Svala hjúkrunar- fræðingur, f. 12.6. 1948, var gift Jóni Þórðarsyni lyfsala, f. 10.1. 1949, þeirra börn eru: a) Árni Þór, f. 3.7.1972, kerfisfræðingur og sjúkraþjálfari, sambýliskona hans er Margrét Huld Einarsdóttir lyfjatæknir, f. 5.1. 1973, þeirra dóttir er Anita Rún, f. 29.5. 1995, b) Kristján Örn, sölustjóri, f. 4.3. 1976, c) Margrét Svava, nemi í Menntaskólanum við Sund, f. 21.7. 1986. 4) Guðrún Hafdís, starfs- maður Sótthreinsunardeildar Landspítalans í Fossvogi, f. 22.12. 1953. Svava og Karl bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, lengst af á Hrefnugötu 7. Svava vann við ým- is störf fyrst eftir komuna til Reykjavíkur en lengst af vann hún við sauma, m.a. á Saumastofu Feldsins. Um nokkurt skeið vann hún í matstofu Háskóla Íslands. Þau hjónin voru um árabil félagar í Breiðfirðingafélaginu og sungu með Breiðfirðingakórnum. Síð- ustu níu árin var heimili Svövu í Seljahlíð. Útför Svövu verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. 1887, d. 26.4. 1966), sem þá bjuggu í Hergilsey á Breiða- firði, og síðar á Skálmarnesmúla í A- Barðastrandarsýslu. Fóstursystkini Svövu voru Kristján Pétur (1911–1918), Snæ- björn Gunnar (1916– 1948), Kristján (f. 1919) og Guðrún Sig- ríður (f. 1921). Hinn 23. maí 1942 giftist Svava Karli Þorleifi Kristjánssyni fv. verkstjóra hjá Reykjavíkurborg, f. 29.8. 1907 á Hjarðarbóli í Eyrarsveit, d. 13.1. 1995. Foreldrar hans voru Krist- ján Þorleifsson, hreppstjóri og sýslunefndarmaður, kenndur við Grund í Grundarfirði, f. 21.3. 1876, d. 23.6. 1959, og kona hans Ragnheiður Benediktsdóttir, f. 3.4. 1875, d. 18.8. 1929. Börn Svövu og Karls eru: 1) drengur, f. 12.8. 1943, d. 18.8. 1943. 2) Ragn- heiður Kristín bókari, f. 24.11. 1944, gift Erni Árnasyni rafverk- taka, f. 24.3. 1943, þau eiga fjögur börn: a) Karl rafvirki og lögreglu- maður, f. 8.10. 1961, kvæntur Hönnu Erlingsdóttur leikskóla- leiðbeinanda, f. 23.8. 1962, þeirra börn eru Erlingur Örn, f. 30.12. 1982, Ragnheiður Svava, f. 31.3. 1987, og Áslaug Kristín, f. 17.3. Einn fagran sumardag, eins og þeir gerast yndislegastir á Barða- strönd, vorum við fjölskyldan ásamt tengdaforeldum mínum stödd í tún- fætinum á Vaðli. Svava lék við hvern sinn fingur, steinar, þúfur og börð öðluðust líf í minningunni um ærsla- fulla leiki barna frá æsku hennar á þessum stað, sem hún rak uppruna sinn til. Minningar sem blandnar voru fölskvalausri gleði en einnig trega og söknuði reyndrar konu sem í æsku kynntist harmleik upplausn- ar barnmargrar fjölskyldu vegna að- stæðna sem margir Íslendingar máttu þola, þegar veikindi bar að. Þannig áttum við gleðiríka en jafnframt alvöruþrungna stund og mér varð ljóst að í raun var öll nátt- úran þarna ennþá eins og Svava mundi hana. Það sem hafði breyst frá fyrri tíð var að samferðafólkið sem lífgaði sögurnar hennar var allt horfið burt á einn eða annan veg. Og mitt í gleðinni yfir stund og stað gekk Svava til manns síns sem stóð þar hjá og skyggðist yfir Breiða- fjörðinn í átt til Grundarfjarðar, læddi lófa sínum í hönd hans og hvíslaði: „Já, Kalli minn, ég sá alltaf heim til þín, elskan mín.“ Þessi stund með Svövu og Karli tengaforeldrum mínum kom í huga mér er ég frétti af andláti hennar og varð hugsað til þess hve fegurð nátt- úrunnar er nátengd því fólki sem upplifun hennar á sér stað með. Þúf- ur og steinar líkjast hvert öðru hvar sem er, nema persónur og atburðir tengdir mönnum komi til. Ævin er öll vörðuð stöðum og stundum sem tengjast fólki, ferðafélögum til skamms eða langs tíma. Ég var svo heppinn að fá að slást í för með Svövu og Karli um áratuga skeið sem tengdasonur þeirra. Fylgjast með og taka þátt í atorku- sömu, heiðarlegu og trúræknu fjöl- skyldulífi þeirra. Deila með þeim söguheimi frá æsku- og uppvaxtar- árum þeirra í frásögnum af sam- skiptum fólks í sveitinni og baráttu þess fyrir lífsbjörginni. Ástarsagan þeirra Svövu og Karls er þau kynntust á Siglufirði gleym- ist ekki þeim sem fengu að heyra. Tryggðaböndin sem þar voru hnýtt dugðu til æviloka og samferð þeirra ljómar af þeirri lífsfyllingu sem tveimur einstaklingum er frekast unnt að veita hvor öðrum á ævi- langri samferð. Svava var mikil hagleikskona, lærði saumaskap og vann við þá iðn um nokkurra ára skeið. Hún hélt manni sínum og dætrum fagurt heimili sem bar vitni um smekkvísi og snyrtimennsku. Jólaboð, kvöldkaffi og miðdegis- heimsóknir á Hrefnugötuna voru til- hlökkunarefni. Alltaf var manni tek- ið eins og kónginn hefði borið að garði og engu líkara en húsfreyjan hefði veður af hverri komu. Nýbak- aðar tertur og smákökur dregnar út úr langa skápnum og vöfflujárnið rétt að verða heitt. Svava brosandi í einlægri gleði yfir nærveru yngstu afkomendanna og Kalli tilbúinn í stólnum sínum úti í horni að verða við óskum um reiðtúr á afakné. Nýprjónaðir vettlingar og sokkar í fallegum litum eins og listaverk fyrir litlar hendur og fætur báru vott um sköpunarsnilld sem áður hafði fengið að njóta sín í fötum sem hún saumaði en nú fyrir okkur og barnabörnin. Handbragð sem lista- fólki einu er lagið. Heimilið allt í skorðum, hver hlutur á sínum stað og hlýjan og notalegheitin innsigluð með móðurlegu vangastroki og geislandi brosi í lok heimsóknar. Og nú er andartakið liðið frá því er Karl hóf sína hinstu ferð og kallið hennar Svövu komið. Söknuðinn og hryggðina sem við börnin þeirra berum nú verðum við að milda með ljúfum minningum sem hvert okkar geymir, og ég er þess fullviss að góður Guð hefur látið óskina hans Karls rætast þegar hann sendi Svövu þessa fallegu afmælisósk. Ég Drottin bið af heilu hjarta að Hann þér gefi framtíð bjarta. Svo okkar lífsins kærleiksbönd, áfram tengist hönd í hönd. Ég kveð þessa mætu konu með virðingu og þökk og bið Guð að geyma hana. Jón Þórðarson. Ég hef verið svo lánsöm í lífinu að eiga yndislega ömmu og afa og feng- ið að njóta umhyggju þeirra fram á fullorðinsárin. Ég náði meira að segja að kynna eldri dóttur mína fyrir gimsteininum, henni ömmu, sem er alveg ómetanlegt. Flestar mínar æskuminningar eru af samverustundum með ömmu og afa á Hrefnugötunni, þar sem þau dunduðu með mér og kenndu mér sitt lítið af hverju. Þær voru ófáar stundirnar sem ég eyddi í stólnum hennar ömmu í horninu við að hekla og prjóna undir hennar leiðsögn og við borðstofuborðið að spila „kasínu“ og „þjóf“. Amma spillti mér þó aldrei. Ég man eitt sinn, þegar við urðum ósammála um spilaaðferð, þá sagði hún við mig, að það væri „Ár aldraðra“ og því ætti hún að ráða. Hún bar líka alltaf hag minn fyrir brjósti þótt ég kynni ekki alltaf að meta það, eins og þegar ég var lítil og átti að fara í bað hjá ömmu og hún setti svo lítið vatn í baðið að það náði ekki að flæða yfir lærin á mér og þrátt fyrir mótmæli mín fékk ég ekki meira vatn í baðið, því amma var svo hrædd um að ég drukknaði. Svona var hún nú ynd- isleg. Ég man líka eftir að liggja, einu sinni sem oftar, á bedda við hliðina á rúminu hjá ömmu og afa, í hvítum, brakandi hreinum sængurfötum, amma á rúmstokknum syngjandi barnasálma og vekjarklukkan þeirra tikkandi við höfðagaflinn hjá mér. Alla tíð síðan og um ókomna tíð mun svona vekjaraklukkutif hlýja mér um hjartaræturnar. Minningarnar um ferðalögin á Hjarðarból, skjótast líka upp í koll- inn. Það var alltaf svo gaman að fara með ömmu og afa á græna Golf- inum, því þau tóku alltaf með sér nestiskörfu og stoppuðu á miðri leið og gæddu sér á kræsingunum henn- ar ömmu. Enda þótti mér amma snilldarkokkur og bar kæfuna henn- ar þar hæst. Þegar ég varð eldri var það ómissandi hluti af jólaböllum og árshátíðum að fara til ömmu og fá lánað glingur. Amma sem alltaf var svo fín og sæt. Minningarnar um ömmu eru óteljandi enda amma búin að vera stór hluti af lífi mínu frá því að ég fæddist. Eitt af því sem amma gerði þegar maður kvaddi hana og hún hefur gert þetta frá því að ég man eftir mér, var að strjúka manni um kinnarnar með báðum höndum og segja: „Mikið ertu nú falleg/-ur.“ En í þetta sinn kveðjum við ömmu án þess að hún strjúki okkur um vang- ann, en við getum huggað okkur við það að nú dansar amma glöð við afa og litla drenginn þeirra. Við getum ekki annað en verið ánægð fyrir hennar hönd, þó að við sem horfum á eftir henni inn í sólarlagið sitjum hér með tárvotar kinnar og séum að kveðja eina elskulegustu manneskj- una í lífi okkar allra. En við verðum að muna að við erum þau heppnu, því við fengum að njóta hlýjunnar hennar ömmu í uppvextinum og fengum tækifæri til að eignast ótal hugljúfar minningar með henni og afa, sem munu lifa með okkur um aldur og ævi. Elsku amma, takk fyrir allt. Þín Harpa. Í dag kveð ég elsku ömmu, sem skilur eftir sig margar fagrar minn- ingar, sem gott er að ylja sér við. Það er táknrænt að hún skyldi kveðja svona snögglega á þriðju- degi. Þriðjudagar voru dansdagar hjá henni og hún varð helst að vera rúmföst til þess að sleppa danstím- unum. Þessi dagur hefur verið mikill gleðidagur fyrir ömmu, þó svo að við sitjum hér eftir með söknuð í hjarta. Hún hefur loksins fengið að dansa við rétta dansherrann sinn, afa, sem hún hefur saknað mikið, en hann dó fyrir sjö árum. Nú eru þau saman aftur – frísk og kát. Þó svo að mikill aldursmunur væri á milli mín og ömmu áttum við margt sameiginlegt og gerðum margt saman á meðan hún og afi bjuggu á Hrefnugötunni og fyrstu árin þeirra í Seljahlíð. Amma saum- aði mikið og prjónaði. Stundum sát- um við með handavinnuna okkar og hlustuðum á Ríó tríóið eða Björgvin Halldórsson, sem hún hélt mikið upp á. Þær eru ófáar hendurnar, sem hafa fengið hlýja vettlinga frá ömmu. Ég man ennþá eftir gleði- svipnum á andliti hennar, þegar ég kom eitt haustkvöld 1990 og bað hana um að prjóna fyrir mig litla sokka og vettlinga, vegna þess að ég ætti von á barni. Prjónarnir voru sóttir og hún byrjaði strax að prjóna. Margar ferðirnar fórum við saman í bæinn, því amma hafði svo gaman af því að kaupa sér föt og vildi líta vel út. Hún fylgdist líka vel með tískunni, átti alltaf nýjustu saumablöðin og pöntunarlistana. Afi naut góðs af þessum ferðum okkar, því við enduðum alltaf í bakaríi og komum heim með vínarbrauð handa honum. Minningarnar eru ljúfar og svo ótal, ótal margar. Þá gimsteina varðveiti ég í hjarta mér. Elsku amma mín, ég kveð þig með söknuði og hlakka til að hitta ykkur afa, þegar þar að kemur. Þangað til munu þessar ljóðlínur óma í huga mér: Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá. Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymi meðan lífs ég er. (Cesar.) Hafðu þökk fyrir allt. Þín dótturdóttir, Erla. Elsku amma. Í huganum er ekki langt síðan ég lék mér á Hrefnugöt- unni hjá ykkur afa, prílaði í trjánum, úðaði í mig rifsberjum og bjó til heilu vegakerfin úr sveskjusteinum. Þegar ég hugsa til ykkar afa finn ég fyrir djúpum kærleik sem mér hefur alltaf þótt einkenna samverustundir okkar, minnist heimsóknanna til ykkar og hve vel mér leið ávallt í nærveru ykkar. Í minningunni eruð þið afi nánast órjúfanleg heild og ég hef í gegnum tíðina dáðst að sam- heldni ykkar, sérstaklega síðustu árin á Hrefnugötunni þar sem heilsu ykkar beggja var farið að hraka og þið skiptust orðið á að heimsækja hvort annað á spítala þrátt fyrir eig- ið heilsuleysi. Það gladdi mig veru- lega að verða vitni að því hve vel ykkur leið eftir að þið fluttust í „sveitina“ í Seljahlíð þar sem þið gátuð notið betur síðustu áranna saman. Ég veit að þú hefur saknað afa mikið síðustu sjö árin og þrátt fyrir að ég finni fyrir söknuði við þessa kveðjustund þá finn ég einnig fyrir gleði yfir að vita af ykkur sam- an á ný. Megi guð geyma þig, amma mín, minning ykkar mun lifa. Árni Þór Jónsson. SVAVA LÁRUSDÓTTIR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÁRA BJÖRNSDÓTTIR frá Neskaupstað, Norðurbrún 1, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti mánu- daginn 18. nóvember. Guðbjörg Sigurðardóttir, Guðlaugur Gíslason, Jón Sigurðsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Selma Sigurðardóttir, Gunnar Þ. Jónsson, Björn E. Sigurðsson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Hreinn Sigurðsson, Gróa Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir okkar, TORFI NIKULÁSSON, Túngötu 38, Eyrarbakka, verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laug- ardaginn 23. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á dvalar- heimilið Sólvelli, Eyrarbakka, eða Hjartavernd. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Matthildur Nikulásdóttir, Þorkell Nikulásson. Ástkær eiginkona mín, móðir mín og amma okkar, NÍNA HEIÐRÚN JÓNSDÓTTIR, frá Seyðisfirði, Sævangi 24, Hafnarfirði, lést föstudaginn 15. nóvember sl. Útförin mun fara fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Trausti Hólm Jónasson, Inga Jóna Traustadóttir, Trausti Rúnar Egilsson, Sigurður Benedikt Egilsson, Berglind Ósk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.