Morgunblaðið - 22.11.2002, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 22.11.2002, Qupperneq 55
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 55 SNEMMA sl. haust gaf Skipu- lagsstofnun grænt ljós á rann- sóknaboranir Landsvirkjunar á svokölluðu vestursvæði við Kröflu, spöl suður af Leirhnjúki, hinum vinsæla ferðamannastað þar sem gaus fyrir 20 árum. Framkvæmd þessi er allmikil: Allt að sex holur á tveimur borteigum, 3,5 km vegur yfir óhreyft hraun, borvatnsveita og efnisnám. Þetta á að gerast í tveimur áföngum, þ.e. ef fyrri áfanginn skilar gagnlegum niður- stöðum. Athyglisvert er að krafist var mats á umhverfisáhrifum vegna rannsóknaborana, nokkuð sem ekki var vegna borana á Þeista- reykjum eða vegna umfangsmikilla landspjalla við „rannsóknir“ ná- lægt Kárahnjúkum. Sýnir það eitt hversu viðkvæmur staðurinn er – eða þá að talið sé að batnandi manni sé best að lifa. Landrask vegna rannsókna er nefnilega lúmskara en önnur landspjöll; orð- ið „rannsóknir“ lítur jákvætt út. Margt er fróðlegt í stuttum og að því er sýnist vönduðum úr- skurði Skipulagsstofnunar, sem finna má á netinu. Þar er umfjöll- un um efnistöku, borun, förgun af- fallsvatns, jarðmyndanir, landslag og verndargildi þess, gróður, fuglalíf, jarðhita, sjónræn áhrif, ferðaþjónustu, aðalskipulag Skútu- staðahrepps og síðast en ekki síst hljóðvist. Á venjulegu máli merkir hljóðvist einfaldlega hávaði! Hávaði Í matsúrskurðinum er rætt hvort hávaði verði óviðunandi á tveimur gönguleiðum. Fram kem- ur að hann verði undir viðmið- unarmörkum fyrir umferð á úti- vistarsvæðum í þéttbýli, skv. gildandi reglugerð. Hollustuvernd benti á í sinni umsögn að fyrirhug- aðar framkvæmdir séu á lítt rösk- uðu svæði þar sem hljóðstig sé yf- irleitt lágt. Því beri að nota strangar viðmiðanir. Landsvirkjun veit í rauninni ekki hver hávaðinn verður en ætl- ar sér að nýta reynslu af tveimur fyrstu holunum til að hljóðdeyfa hinar síðari, verði af framkvæmd- inni. Í athugasemdum sínum hefur Landvernd bent á að ekki ætti að leyfa framkvæmdir eða blástur frá holunum nema utan ferðamanna- tíma, sem reyndar er mjög stuttur á þessu svæði, ekki miklu lengri en tveir til þrír mánuðir. Landsvirkjun lofar að hafa eins lágt og hægt er en telur óvið- unandi að framkvæma ekkert á ferðamannatímanum. Áhrif á ferðaþjónustu Við getum sagt okkur sjálf að þótt hér sé rætt um rannsóknabor- anir verða holurnar nýttar til raf- orkuframkvæmda, væntanlega árið um kring. Sjónræn áhrif verða mjög mikil og raskið, vegir, gufu- lagnir og gufubólstrar, auk hávað- ans munu stórskemma þá tilfinn- ingu að þarna sé um ósnortið svæði að ræða, nokkuð sem ferða- menn, ekki síst erlendir, sækjast afar mikið eftir. Gönguleiðir á þessum slóðum gefa þá upplifun að fólk sé á öræf- um, þrátt fyrir að í raun sé stutt til byggða. Þessar gönguleiðir eru mjög vinsælar og á þann hátt óhemju mikilvægar fyrir ferða- þjónustu í Þingeyjarsýslum. Því má spyrja sig hvort borun á vest- ursvæði sé skynsamleg og hag- kvæm auðlindanýting, hvort held- ur litið er til langs tíma eða skamms. Í athugasemdum Landverndar kemur fram að með hliðsjón af mikilvægi svæðisins fyrir útivist og ferðaþjónustu sé rík ástæða til að benda Landsvirkjun á að bora frekar austan við Kröflu. Minnt er á að á fyrri hluta næsta árs sé von á fyrstu niðurstöðum rammaáætl- unar um nýtingu vatnsafls og jarð- varma. Landvernd telur eðlilegt að bíða þeirra niðurstaðna áður en ákvarð- anir um mannvirki á vestursvæð- inu verða teknar. Óhætt er að taka undir það, sérstaklega í ljósi þess að ekki er orkuskortur í landinu. Verndun Leirhnjúks og nágrennis Í niðurstöðum Skipulagsstofnun- ar er bent á að hæpið sé að líta svo á að borsvæði þetta sé í samræmi við aðalskipulag Skútustaðahrepps 1996-2015. Enda er verulegur hluti þessara framkvæmda óafturkræfur, jafnvel þótt holurnar yrðu ekki nýttar. Auk þess vanti í aðalskipulagið skýra stefnu um hver skuli vera orkuvinnslusvæði nálægt Kröflu. Því er óhætt að taka undir þá ályktun Skipulagsstofnunar að við- komandi aðilar (Skútustaðahrepp- ur, heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra, Náttúruvernd ríkisins) veiti ekki leyfi fyrir rannsóknabor- ununum fyrr en unnin hefur verið landnýtingar- og verndaráætlun fyrir Kröflusvæðið sem heild. Verndaráætlun ætti að geta orð- ið grundvöllur fyrir því að ekki þurfi að skila inn ítarlegum skýrslum um aðra hverja holu sem boruð er og berjast um hvern blett sem Landsvirkjun ásælist. Full ástæða er til að óttast ásælni Landsvirkjunar í svæði nær og undir Leirhnjúki – og við því ber að sporna. Rannsóknaboranir í nágrenni Leirhnjúks Eftir Ingólf Ásgeir Jóhannesson „Full ástæða er til að óttast ásælni Landsvirkj- unar í svæði nær og undir Leirhnjúki ...“ Höfundur er dósent við Háskólann á Akureyri og formaður SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norð- urlandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.