Morgunblaðið - 22.11.2002, Page 56

Morgunblaðið - 22.11.2002, Page 56
UMRÆÐAN 56 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÚ UM helgina munu þúsundir sjálfstæðismanna og -kvenna í Reykjavík taka þátt í að móta fram- boðslista flokksins til alþingiskosn- inga í vor. Ég vil taka þátt í að tryggja glæsilega kosningu Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík og hef boðið mig fram í 7. sæti listans. Mitt helsta takmark er þó að fá tækifæri til að láta gott af mér leiða með störfum á Alþingi. Íslendingar eru auðug þjóð. Sá auður býr ekki bara í samanburð- arskýrslum um efnahagsmál heldur líka í fólkinu, í menningu okkar og skapgerð. Ef við gefum fólkinu sjálfu tækifæri til að nýta þennan auð er framtíðin björt. Tækifærin verða hins vegar ekki nýtt með hug- myndum vinstrimanna um hærri skatta og minna svigrúm fólks og fyrirtækja. Góð lífskjör, öryggi og velferð verða ekki að veruleika með skattahækkunum og frelsisskerð- ingu. Íslendingum er frelsi í blóð borið og fyrir þann málstað vil ég vinna. Enda þótt ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hafi verið farsæl í grund- vallaratriðum tel ég að gera megi betur. Ef koma á í veg fyrir stöðnun er mikilvægt að hleypa nýju fólki inn í hópinn. Til að heilbrigðri stefnu verði fylgt í landsmálum þarf hópurinn sem mótar hana að vera í senn fjölbreyttur og samhentur. Ég hef í störfum mínum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn, sérstaklega sem formað- ur SUS á árunum 1999–2001, átt mjög gott samstarf við núverandi þingmenn flokksins án þess að hafa hvikað frá mínum skoðunum. Raddir minnar kynslóðar eru ekki margar á Alþingi en ég tel að ungt fólk í dag sé hæft til að axla mikla ábyrgð. Ég hef sem lögmaður gætt mikilvægra hagsmuna fólks og borið ábyrgð sem mun nýtast mér í störf- um á Alþingi. Það er þörf fyrir mál- svara ungs fólks og þá hreinskilni og einlægni sem stundum skolast burt í heimi pólitískra málamiðlana. Ég hef að undanförnu reynt að hitta eins mörg ykkar og ég hef mögulega getað. Margir hafa lýst yfir stuðningi við mig og sýnt mér velvilja og fyrir það er ég þeim æv- inlega þakklátur. Hvernig sem nið- urstaða prófkjörsins verður er ég ríkari af þeim sjónarmiðum sem fólk hefur komið á framfæri við mig. Þau sjónarmið hafa styrkt mig í trú á það sem ég stend fyrir og skerpt vilja minn til að verða þingmaður Reykvíkinga. Ég fer þess því á leit við ykkur að þið styðjið mig í próf- kjörinu um helgina svo ég geti unnið að því að bæta ykkar hag á næsta kjörtímabili. 7. sætið Eftir Sigurð Kára Kristjánsson „Raddir minnar kyn- slóðar eru ekki margar á Alþingi en ég tel að ungt fólk í dag sé hæft til að axla mikla ábyrgð.“ Höfundur er lögmaður og býður sig fram í 7. sæti í prófkjöri sjálfstæð- ismanna í Reykjavík. FRAMHALDSNÁM er ein mik- ilvægasta stoðin í nútímasamfélagi og leggur grunninn að framtíð- arvexti þess. Þetta hafa Íslend- ingar gert sér ljóst og því byggt upp námslánakerfi til þess að tryggja fólki aðstöðu til að helga sig námi um lengri eða skemmri tíma, bæði hér heima og erlendis. Árangurinn er góður, og fjöldi fólks sem annars hefði ekki getað það vegna fjárhagsaðstæðna hefur lagt út í nám þótt hugsanlega hefði verið hagkvæmara til skamms tíma litið að drífa sig út á vinnu- markaðinn. Endurgreiðslur námslána geta reynst erfiðar Eins og staðan er í dag hefst endurgreiðsla námslána af fullum þunga tveimur árum eftir lok náms og er tekjutengd. Þetta er sá tími þegar flestir námsmenn eru að koma yfir sig þaki og margir að stofna fjölskyldu. Laun eru þá oft lægri en síðar verður á lífsleiðinni og erfitt að láta enda ná saman. Hér er á ferðinni mál sem má lagfæra og auðvelda þannig ungu fólki að koma undir sig fótunum þegar út á vinnumarkaðinn er komið eftir nám. Ég tek það strax fram að ég legg ekki til niðurfell- ingu skulda námsmanna. Það yrði óhagkvæmt að hafa frjálsan að- gang að námi ef ríkið þyrfti á end- anum að borga uppihald allra námsmanna. Því legg ég til breyt- ingu varðandi endurgreiðslur fyrstu árin eftir að námi lýkur. Tillaga sem gæti auðveldað fyrstu árin Til að minnka greiðslubyrðina á þeim tíma sem er hvað viðkvæm- astur mætti láta endurgreiðslurn- ar hefjast hægar en nú er þannig að þær hefjist tveimur árum eftir að námi lýkur en nái ekki fullum þunga fyrr en fimm árum síðar. Þetta er einfalt í framkvæmd en gæti skipt miklu máli. Þetta gæti breytt aðstöðu ungs fólks sem kemur úr námi þegar það byrjar að koma undir sig fótunum. Þessi breyting myndi þó ekki kosta rík- issjóð mikið því námslánin eru verðtryggð og bera vexti. Það er því sannfæring mín að þessi leið sé fær og vel þess virði að skoða nán- ar. Hvenær á að borga námslánin? Eftir Guðrúnu Ingu Ingólfsdóttur Höfundur býður sig fram í 9. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Endur- greiðslurnar hefjist tveimur ár- um eftir að námi lýkur en nái ekki fullum þunga fyrr en fimm árum síðar.“ Prófkjör Prófkjör stjórnmálaflokkanna vegna þingkosninganna í maímánuði nk. fara fram í vetur. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar fram- bjóðenda og stuðningsmanna. Þær er einnig hægt að nálgast undir liðnum prófkjör á forsíðu mbl.is. Í MORGUNBLAÐINU 20. nóv- ember sl. birtist grein eftir Björn Bjarnason, alþingismann og borg- arfulltrúa. Hann er eins og kunnugt er frambjóðandi í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins í Reykjavík nú um helgina. Greinin ber yfirskriftina „Raf- orkufrumvarp í vanda“. Það sem Birni finnst athyglisvert er að frumvarp til raforkulaga sé ekki nema að litlum hluta byggt á Evr- ópurétti. Tilefnið hafi verið notað af minni hálfu til þess að semja frum- varp að nýjum heildstæðum raf- orkulögum. Þetta finnst mér at- hyglisverð framsetning. Það mætti skilja hana sem svo að ráðuneyti ætti ekki eð hafa frumkvæði að lagabreytingu nema á grundvelli póstsins frá Brussel. Staðreyndin er sú að með frumvarpi til raf- orkulaga er tekið á heildstæðan hátt á raforkuorkumálum þjóðar- innar þannig að lagasetningu þar um sé að finna í einum heildarlög- um. Það er alveg rétt að í því er að finna ýmsar tillögur um breytingar á núverandi skipan sem Íslandi er ekki skylt að gera vegna tilskipunar Evrópusambandsins. Í því sam- bandi er rétt að hafa hugfast að til- skipunin felur í sér lágmarksreglur sem eru málamiðlun allra aðildar- ríkja sambandsins. Það er engan veginn sjálfgefið að slíkar lág- marksreglur séu skynsamlegasta lausnin. Þá verður að hafa í huga að tilskipunin tekur ekki til allra þátta raforkumarkaðarins, sem þó kann að þurfa að setja nýjar reglur um vegna breytinga sem tilskipunin kallar á. Björn Bjarnason virðist því horfa á heildarmyndina. Óhætt er að fullyrða að þess séu mýmörg dæmi úr réttarframkvæmd að efni löggjafar taki mið af fleiri þáttum en texta þeirrar tilskipunar, sem ætlunin er að innleiða. Annað sem kemur fram í grein- inni og sýnir að þingmaðurinn og borgarfulltrúinn hefur ekki lagt sig fram um að kynna sér málið er að hann segist hafa lýst andstöðu við frumvarpið á þeim forsendum að það hefði verið skynsamlegt fyrir Íslendinga að leita eftir undanþágu frá þessum reglum Evrópusam- bandsins. Ég tel mig hafa svarað vangaveltum um hvort Ísland hefði getað fengið undanþágu frá tilskip- uninni á skýran hátt í svari mínu við fyrirspurn Steingríms J. Sigfús- sonar á Alþingi, um nákvæmlega þetta atriði. Þar kom m.a. fram að undanþága frá tilskipuninni í heild sinni hefði ekki verið möguleg og að það var mat Orkustofnunar á sínum tíma að það væru ekki veruleg vandkvæði fyrir Ísland að innleiða hana. Þvert á móti var það meg- inniðurstaða stofnunarinnar að til- skipunin styrkti stefnu stjórnvalda um fyrirkomulag orkumála og um nýtingu orkulinda landsins. Vegna þeirrar umræðu, sem orð- ið hefur um frumvarp til raforku- laga að undanförnu, finnst mér mikilvægt að koma á framfæri upp- lýsingum um helstu efnisatriði frumvarpsins, sem gætu verið gagnlegar miklu fleirum en Birni Bjarnasyni. Helstu atriði raforkulagafrumvarps Í frumvarpi til raforkulaga er lagt til að sett verði heildarlöggjöf um orkumál hér á landi, sem því miður hefur ekki verið til staðar. Starfsemi raforkufyrirtækja má greina í fjóra þætti, þ.e. vinnslu, flutning, dreifingu og sölu raforku. Flutningsstarfsemi og raforkudreif- ing er almennt talin náttúruleg ein- okunarstarfsemi og rekstur slíkrar starfsemi verður því háður opin- beru eftirliti í verðlagningu á þjón- ustu. Nú er hins vegar almennt tal- ið meðal flestra þjóða heims að vinnsla og sala raforku sé sam- keppnisstarfsemi, sem lúti öðrum lögmálum en flutningur og dreifing. Á þessari skiptingu er byggt í frumvarpi til raforkulaga. Þar er því lagt til að tryggt verði jafnræði allra til að fá leyfi til vinnslu raf- orku. Þetta er einfaldlega í sam- ræmi við ákvæði EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns og fjár- festingar innan ríkja samningsins. Til að jafnræði vinnsluaðila sé tryggt þurfa allir að geta flutt raf- orku um flutnings- og dreifikerfi landsins á sömu forsendum. Í frum- varpinu eru lagðar til reglur sem eiga að tryggja jafnræði í þessu sambandi. Þá er lagt til í frumvarp- inu að innan fárra ára verði öllum notendum heimilað að velja sinn raforkusala. Í dag er málum svo háttað að enginn veit hvað kostar að fram- leiða raforkuna, né heldur flytja hana, dreifa og selja. Með frum- varpinu er stefnt að auknu gegnsæi hvað þetta varðar. Ný raforkulög munu því verða til þess að notendur munu sjá hver kostnaður við þessa þætti raforkustarfseminnar er. Að- hald í rekstri einokunarfyrirtækja, þ.e. flutningi og dreifingu, samhliða auknu frelsi til vinnslu og sölu raf- orku er til þess fallið að auka heild- arhagkvæmni í rekstri þeirra. Orkustofnun mun hafa það eftirlit með höndum þannig að tryggt verði að fyllstu hagvæmni sé gætt í verð- lagningu á þjónustu. Sama tilhögun er viðhöfð víðast hvar í Evrópu. Þá mun Samkeppnisstofnun hafa eft- irlit með því að starfsemi þeirra er stunda raforkuvinnslu og sölu falli undir ákvæði samkeppnislaga. Þannig felst í frumvarpinu aukin neytendavernd. Frelsi notenda til að velja sölu- aðila raforku og gegnsæi í verð- lagningu raforkureikninga notenda er því megininntak frumvarps til nýrra raforkulaga sem ég vona að okkur beri gæfa til að samþykkja á yfirstandandi þingi. Að lokum Það er rétt að hafa í huga hvað varðar aðkomu Björns Bjarnasonar að þessu máli að hann sat í rík- isstjórn Íslands frá 1995 til 2002. Á þessum tíma voru línur lagðar um innleiðingu raforkutilskipunar Evr- ópusambandsins. Því kemur það verulega á óvart að Björn Bjarna- son skuli leggjast gegn eðlilegum og mikilvægum umbótum á raf- orkulöggjöf þjóðarinnar á þeim for- sendum að ekki skuli hafa verið reynt að fá undanþágu frá tilskip- uninni. Hún felur m.a. í sér frjáls- ræði og samkeppni í viðskiptum með raforku, sem hefur verið tekin upp í flestum vestrænum ríkjum. Þau ákvæði frumvarpsins, sem ekki má leiða beint af efni tilskipunar- innar eru almennt til þess fallin að tryggja betur frjálsræði og hag neytenda. Trúi ég því varla að Björn Bjarnason muni leggjast gegn slíkum umbótum fyrir kjós- endur sína. Ný raforkulög – aukið frelsi Eftir Valgerði Sverrisdóttur „Tilskipunin felur m.a. í sér frjáls- ræði og samkeppni í viðskiptum með raf- orku.“ Höfundur er iðnaðarráðherra. ALÞINGISMENN ákváðu á sl. vori að draga þjóðina upp úr því myrkri er hún hafði hrærzt í um margra áratuga skeið. Til þess að svo mætti verða þótti þeim einna vænlegast að lögleiða enn eina bar- dagaíþróttina og að þessu sinni skyldu höfuðhögg dýrkuð umfram önnur högg. Fjörutíu ára reynsla af slysadeild- um hérlendis og erlendis, hafði sýnt mér að heilanum leiðist að láta lemja sig. Ég leyfði mér að hafa orð á því í Morgunblaðinu, að þessa þjóð skorti flest annað en aukinn heila- hristing og aukna dýrkun ofbeldis. Fékk ég að sjálfsögðu bágt fyrir. Beturvitringar (besserwisser) töldu fátt hollara ungum börnum en göfugar sjálfsvarnaríþróttir í formi hnefaleika, enda anna kennarar hinnar göfugu íþróttar nú ekki eft- irspurn. Svo sem mörgum er kunn- ugt, er ólympískum kjaftshöggum útdeilt af mikilli list, menn dúðaðir í framan svo að hvergi skuli sjá á þeim blett eða hrukku, hvernig svo sem fer um innihald höfuðsins. Heil- anum leiðist samt ætíð að láta lemja sig. Loksins rann dagurinn upp, op- inber hnefaleikakeppni framundan og óskabörn þjóðarinnar slefandi af tilhlökkun framan í fólkið. Þeir vildu sjá blóðið renna og varð að ósk sinni. Ólympísku hlífarnar dugðu þar engan veginn til. Maður sá í anda leikana í hringleikahúsum Rómverja til forna. Ég minntist á það í Morgunblaðsgreininni sl. vor, að hætta væri á að dómgreindar- heftar sálir næðu ef til vill ekki inni- haldi þessarar göfugu sjálfsvarnar- íþróttar. Ekki er annað að sjá en að sú spá mín hafi rætzt, því sjaldan eða aldr- ei hefur kjaftshöggum verið útdeilt jafn ótæpilega um allan bæ og eftir áðurnefnda keppni. Lögreglan jafnt sem saklausir vegfarendur urðu fyr- ir barðinu, menn stóðu eftir sárir og tannlausir. Hinir dómgreindarheftu þurftu að sjálfsögðu að sýna hvað þeir höfðu lært, jafnvel að þeir þyrftu ekki einu sinni að fara á nám- skeið, hið göfuga innihald íþróttanna væri þeim meðfætt. Of- beldisvæðingin hefur gengið vel undanfarin ár og hefur lögleiðing hnefaleika engan veginn verið þeirri væðingu fjötur um fót. Að fenginni þessari reynslu má vonast til þess að alþingismenn vorir staldri nú ögn við og hugsi sem svo: Var bannið við hnefaleikum ef til vill ekki tíma- skekkja eftir allt? Ættum við kannski að setja lög gegn lögunum frá því í vor og setja kúrsinn á af- helgun ofbeldis? Kæru alþingismenn, skítt veri með brotin nef og tennur, en vegna þeirra, sem hafa einnig miðtauga- kerfi, ekki meir, ekki meir. Af ólympískum hnefaleikum Eftir Leif Jónsson „Sjaldan eða aldrei hefur kjafts- höggum verið útdeilt jafn ótæpilega um allan bæ.“ Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.