Morgunblaðið - 22.11.2002, Page 62

Morgunblaðið - 22.11.2002, Page 62
UMRÆÐAN 62 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ INGVI Hrafn Óskarsson, for- maður Sambands ungra sjálfstæð- ismanna, gefur kost á sér í kom- andi prófkjöri sjálfstæðismanna sem fer fram næstu helgi. Sækist hann þar eftir áttunda sæti og hvet ég sjálfstæðismenn til að veita honum brautargengi í próf- kjörinu. Ingvi Hrafn hefur sýnt það og sannað sem forystumaður ungra sjálf- stæðismanna að hann á erindi inn á Alþingi sem fulltrúi ungs fólks með ferskar hugmyndir og bar- áttuvilja. Ingvi Hrafn er lögfræð- ingur, hefur starfað sem aðstoð- armaður dóms- og kirkjumálaráðherra og öðlast þannig góða reynslu og innsýn í störf þingsins. Hann hefur þá kosti sem við viljum sjá í þingmanns- efnum okkar, duglegur, fylginn sér og sannur sjálfstæðismaður. Hvet ég alla þátttakendur í prófkjörinu til að kjósa hann í áttunda sætið. Formann SUS í áttunda sætið Pétur Árni Jónsson, stjórnarmaður í SUS, skrifar: SÓLVEIG Pétursdóttir hefur sem dóms- og kirkjumálaráðherra unnið ötullega að framfaramálum í þjóðfélaginu. Þar má nefna átak í fíkniefnalöggæslu, faglega og skilvirka löggæslu, ferðafrelsi með þátttöku í Schengen- samstarfinu, nýja út- lendingalöggjöf, að- gerðir til að sporna við umferð- arslysum, refsingu við dreifingu og vörslu barnakláms, aukna persónu- vernd, aukið sjálfstæði kirkjunnar, sérfræðiráðgjöf í umgengnis- og for- sjármálum, endurskoðaða löggjöf og nýja möguleikar til ættleiðinga og aðgerðir gegn hryðjuverkum. Í vikunni kom út bæklingur um bætta réttarstöðu brotaþola, nálg- unarbann og vitnavernd, en það eru mál sem dómsmálaráðherra hefur beitt sér sérstaklega fyrir. Það er mikilvægt að kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík dagana 22. og 23. nóv- ember veiti Sólveigu Pétursdóttur brautargengi í 3. sætið. Styðjum öfl- uga forystukonu! Sólveigu Péturs- dóttur í 3. sætið Guðríður Sigurðardóttir, starfsþróun- arstjóri ANZA, skrifar: BJÖRN Bjarnason er vandaður stjórnmálamaður. Hann er stefnu- fastur og tekur ígrundaðar ákvarð- anir. Hugmyndafræði Björns er skýr og ávallt í for- grunni. Þess vegna treysti ég honum. Áhugasvið Björns sem stjórnmála- manns er vítt og hann fylgist vel með. Það er einkar mik- ilvægt fyrir okkur kjósendur að geta fylgst með störfum og viðhorfum kjörinna fulltrúa okkar á eins auð- veldan og fljótvirkan hátt og raunin er með Björn. Þar skiptir heimasíða hans mestu. Ég skora á sjálfstæðismenn að fjölmenna á prófkjörsstaði á laug- ardag og velja Björn Bjarnason í þriðja sætið. Björn í þriðja sæti! Halldóra Vífilsdóttir, arkitekt og fyrrverandi varaformaður SUS, skrifar: HLUTVERK okkar sem tökum þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna nú um helgina er að stilla upp sig- urstranglegum lista þannig að Sjálf- stæðisflokkurinn geti haldið áfram að vinna að góðum mál- um sem stuðla að umbótum fyrir ís- lenskt þjóðfélag. Ingvi Hrafn Ósk- arsson, núverandi formaður Sambands ungra sjálf- stæðismanna og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, er þar í fram- boði og stefnir á 8. sætið. Sönn ánægja er að gefa honum hin bestu meðmæli enda efnilegur maður þar á ferð. Ingvi hefur í störfum sínum, sem forystumaður ungra sjálfstæð- ismanna, lagt áherslu á lækkun skatta, ráðdeild og sparsemi í rík- isrekstri og frelsi okkar til orðs og athafna. Á nýafstöðnu málefnaþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna var ályktað um næstu skref sem sjálfstæðismenn eiga að taka í lands- málunum. Var Ingvi hugmynda- smiður að þessu góða þingi, sem heppnaðist einstaklega vel og á sjálf- sagt eftir að verða fyrirmynd ann- arra málefnaþinga hjá ungum sjálf- stæðismönnum. Sjálfstæðismenn, ungir sem aldnir, ættu að beita sér fyrir því að Ingvi Hrafn nái góðum árangri í prófkjörinu. Setjum Ingva Hrafn í 8. sætið. Formann SUS á þing! Gísli Hauksson hagfræðingur skrifar: ALLIR vita að Björn Bjarnason er mikill leiðtogi, hefur einstaka reynslu, er fljótur að skilja hismið frá kjarnanum og lætur verk sín tala. Færri vita hversu vel Björn hefur reynst mér og öðrum nýlið- um í Sjálfstæð- isflokknum. Hann fylgist vel með fólki sem er þar að stíga sín fyrstu skref og veitir ómetanlegan stuðning, m.a. með því að vera óhræddur við að fela því mikilvæg hlutverk og treysta fyr- ir trúnaðarstörfum. Ég tel mig mjög lánsama að fá að vinna með Birni í borgarmálefnum og vera þannig hluti af því sterka liði sem hann stýrir þar. Björn lætur verkin tala Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar: ÁSTA Möller hefur vakið verð- skuldaða athygli fyrir framsækna, skýra og vel rökstudda hug- myndafræði í íslenskum heilbrigð- ismálum frá því að hún tók sæti á Al- þingi fyrir rúmum þremur árum. Í stað endalauss málþófs um vanda heilbrigð- iskerfisins, sem Ásta þekkir vel frá því að hún var formaður félags hjúkr- unarfræðinga, hefur Ásta barist öt- ullega fyrir því að menn opni betur augun fyrir öðrum og hagkvæmari leiðum. Ásta hefur verið óhrædd við að benda á að eigi að auka kostn- aðaraðhald, bæta þjónustu og að- gengi fólks að heilbrigðisþjónustu sé einfaldlega nauðsynlegt að ríkið auki samstarf við einkaaðila um rekstur einstakra þjónustuþátta. Eigi ís- lenskt heilbrigðiskerfi að dafna er nauðsynlegt að á Alþingi sé öflugur málsvari þessara einföldu stað- reynda. Því kýs ég Ástu Möller í 4. sæti. Ástu Möller í 4. sæti Ásgerður Ragnarsdóttir laganemi skrifar: BIRGIR Ármannsson aðstoð- arframkvæmdastjóri hefur boðið sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og þótt hann sé ungur að árum hafa margir beðið lengi eftir að hann gæfi kost á sér til þings. Birgir er einn þeirra manna sem jafnan veljast til forystu. Á yngri ár- um gegndi hann for- mennsku í skólafélögum og í háskóla var hann kosinn í Stúdentaráð Há- skóla Íslands. Ungur varð hann for- maður Heimdallar og var eftir því tekið hve öflugt starf félagsins var undir hans stjórn. Birgir var einnig um tíma formaður Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, og sat í stjórn SUS. Mörg síðustu ár hefur hann einnig setið í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Birgir hefur ætíð staðið vörð um rétt einstaklingsins og frelsi hans, en gerir það af hófsemd og festu. Ekki er vafi á því að á Alþingi mun Birgir með sömu festu vinna að hugsjónum okkar sjálfstæðismanna og verða öflug viðbót við þingflokkinn. Birgir óskar eftir 6. sæti listans og mun ég með ánægju kjósa hann í það sæti. Kjósum Birgi í 6. sæti Aðalsteinn Jónsson skrifar: PRÓFKJÖR Samfylkingarinnar í Reykjavík sýnir að ekki er hægð- arleikur að ná fram endurnýjun í þingliði í gegnum prófkjör. Sam- fylkingin neyðist til að bjóða upp á ná- kvæmlega sama fólk og í síðustu kosn- ingum og er það ekki vænlegt til ár- angurs. Í prófkjöri SJÁLFstæðisflokksins í Reykjavík bjóða sig fram margir mætir menn og glæstar konur, bæði sitjandi þingmenn og nýir aðilar. Til að list- ar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík- urkjördæmunum verði sig- urstranglegir þurfa þeir að hafa breiða skírskotun og á þeim verða bæði að vera menn með þing- reynslu og nýliðar sem gefa góðar vonir um öflugt starf nái þeir kjöri. Einn þeirra nýju manna sem tví- mælalaust myndi efla framboðslista flokksins er Birgir Ármannsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Versl- unarráðs. Birgir hefur sýnt með störfum sínum á breiðum vettvangi að hann er fulltrúi margra sjón- armiða en þó fyrst og fremst al- mennra sjónarmiða sjálfstæð- ismanna en ekki einstakra sérhagsmuna. Slíkir menn eiga mikið erindi á þing svo þar sé unn- ið til heilla fyrir alla landsmenn. Birgir Ármannsson býður sig fram í 6. sæti í prófkjörinu 22. og 23. þessa mánaðar og er ánægju- efni að styðja hann í það sæti. Birgi í sjötta sætið Ari Gísli Bragason fornbókasali skrifar: KATRÍN býr yfir mikilli reynslu sem borgarfulltrúi og alþingismaður, en víðtækust er þó reynsla hennar sem starfandi heilsugæslulæknir. Slíkt er ómetanlegt þegar að umræðu og ákvarðanatöku um heilbrigðismál kem- ur. Til þessa hefur Sjálfstæðisflokk- urinn lítt gefið þess- um mikilvæga mála- flokki gaum og ályktanir landsfunda gleymst þegar að stjórnarsamstarfi kemur. Því ríkir á Íslandi meiri mið- stýring heilbrigðismála en víðast hvar í Evrópu. Í stað þess að verkefni færist til einstaklinga og sveitarfé- laga hafa ríkisafskipti sífellt þanist út. Er nú svo komið að Íslendingar verma biðlista og sængur á göngum háskólaspítalans á sama tíma og rætt er um innflutning sjúklinga til þess að skapa sértekjur. Og hvern hefði grunað að mikill fjöldi íbúa Reykja- víkursvæðisins væri án heim- ilislæknis? Það er brýnt forgangs- verkefni komandi þings að hlúa að heilbrigði landsmanna. Ég treysti því að Katrín muni í anda sjálfstæð- isstefnunar leiða uppbyggjandi mót- un heilbrigðismála og heiti henni stuðningi mínum til þeirra verka. Katrín Fjeldsted sækist nú eftir 4. sæti Óskar Einarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, skrifar: NOKKRAR umræður hafa verið um stöðu hjónabandsins og sam- búðar fólks í ljósi þeirra stað- reynda að skattalega, félagslega, með lögum og reglum almanna- trygginga, hefur hjónafólk skilið á pappírum til að hafa umtalsvert fé út úr kerfinu. Það verður ekki ann- að sagt en að hér sé alvarleg staða komin upp sem er mjög andstæð því þjóðfélagsformi sem Íslending- ar byggja á. Þess vegna hef ég, ásamt sex öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, lagt fram þingsályktunartillögu um skipan nefndar er hafi það hlutverk að kanna stöðu hjóna og sambúðar- fólks sem hafa börn á framfæri sínu með tilliti til skatta, almanna- trygginga og félagslegrar aðstoðar, og bera hana saman við stöðu ein- stæðra foreldra. Nefndin kanni hvort brögð séu að því að fólk skilji eða slíti sambúð til málamynda í því skyni að njóta fjárhagslegs hagræðis í kerfinu. Nefndin kanni einnig hvernig styrkja megi stöðu hjóna og sambúðarfólks í framan- greindu tilliti. Hjúskapur eða sambúð felur í sér fjárhagslegt hagræði, ekki síst fyrir barnafólk. Hagræðið felst m.a. í því að auðveldara er fyrir tvo einstaklinga að halda heimili, þ.e. borga af húsnæði, uppeldi barna, kaupa inn o.s.frv. Um þetta er ekki deilt og hefur verið um það almenn samstaða að styrkja beri einstæða foreldra sem ekki njóta þessa hag- ræðis og hafa bæði ríkisvaldið og sveitarfélög gripið til ýmissa ráð- stafana í því skyni. Má þar nefna hærri barnabætur, uppbætur á meðlagsgreiðslur, hærri húsaleigu- bætur, hærri námslán, lægri leik- skólagjöld o.fl. Hér er ekki gerður ágreiningur um þessar ráðstafanir enda gegna þær mikilvægu hlut- verki við að jafna lífskjör hér á landi. Alvarlegast er þó að í kerfinu skuli vera innbyggðir hvatar til að slíta hjónabandi eða sambúð, hvat- ar sem hafa jafnframt þau áhrif að draga úr áhuga fólks á því að stofna til hjúskapar eða hefja sam- búð. Slíkt getur aðeins haft óheppi- leg áhrif. Tilgangur þessarar þingsálykt- unartillögu er því fyrst og fremst að kanna mismunandi stöðu fólks í hjúskap eða sambúð og bera hana saman við stöðu einstæðra foreldra og hversu algengt það sé að fólk skilji eða slíti sambúð vegna þess lagalega umhverfis sem hér hefur verið rakið. Í kjölfar þessa er síðan lagt til að nefndin kanni hvernig unnt sé að styrkja stöðu hjóna- bandsins og stöðu sambúðarfólks. Rétt er að taka fram að þær að- gerðir sem kann að verða gripið til mega ekki á neinn hátt rýra núver andi kjör einstæðra foreldra. Hornsteinn þjóðfélagsins Eftir Guðmund Hallvarðsson Höfundur er þingmaður Reykvík- inga og gefur kost á sér í 5. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. „Alvarlegast er að í kerf- inu eru inn- byggðir hvatar til að slíta hjónabandi eða sambúð.“ NÚ nýverið var undirritaður samningur á milli fulltrúa ríkis- stjórnar og Landssamband aldr- aðra. Samningur þessi felur í sér verulegar úrbætur fyrir aldraða og er gert ráð fyrir að árlegur kostn- aður verði um fimm milljarðar kr. þegar samningurinn er að fullu kominn til framkvæmda á árinu 2005. Stjórnvöld hafa verið að lækka eignarskatt í áföngum sem gerir mörgum í hópi aldraðra auð- veldara með að búa í eigin húsnæði. Að geta búið í eigin húsnæði svo lengi sem tök eru á er það sem við öll þurfum á að halda og er hag- kvæmast fyrir þjóðarbúið. Allar þessar aðgerðir miða að því að bæta hag aldraðra og okkar allra í íslensku samfélagi og fjölskyldum. ,,Búum öldruðum áhyggjulaust ævi- kvöld“ er sú stefna sem stjórnvöld á hverjum tíma þurfa og eiga að hafa að leiðarljósi í því að bæta hag aldraðra. Okkur miðar því áfram og erum á réttri leið. Bætum áfram hag aldraðra Eftir Láru Margréti Ragnarsdóttur Höfundur er Alþingismaður og sæk- ist eftir 5. sæti í prófkjöri sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. „Allar þess- ar aðgerðir miða að því að bæta hag aldraðra og okkar allra í íslensku samfélagi.“ HEILBRIGÐIS- og trygginga- mál eru útgjaldafrekustu mála- flokkar ríkisins og taka til sín meira almannafé með hverju árinu sem líður. Það verð- ur því seint gert of mikið úr mikilvægi þess að fé þetta verði nýtt sem best og betrumbætur á heilbrigðiskerfinu miði að því að það verði skilvirkara og þarfir sjúklinga verði ætíð í fyrirrúmi. Katrín Fjeldsted starfar í þessum anda á Alþingi en hún er nú eini læknirinn þar á bæ. Í störfum á vettvangi borg- armála hefur undirritaður marg- sinnis kynnst því að Katrín nýtur víðtæks trausts og stuðnings hjá fjölda Reykvíkinga. Þetta á ekki síst við um þá kjósendur sem gjarnan eru skilgreindir nálægt miðjunni. Það er gæfa Sjálfstæðisflokksins að hann hefur ætíð höfðað til breiðs hóps kjósenda enda er hann eini fjöldaflokkur landsins. Katrín lætur margvísleg mál til sín taka og fer vissulega ekki alltaf troðnar slóðir. Óhætt er þó að segja að hún fylgi samvisku sinni og breikki grundvöll flokksins. Ég skora því á sjálfstæðismenn að veita Katrínu brautargengi í prófkjörinu. Kjósum Katrínu Fjeldsted Kjartan Magnússon borgarfulltrúi skrifar:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.