Morgunblaðið - 22.11.2002, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 22.11.2002, Qupperneq 66
66 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Jóhannes S. Kjarval Verið velkomin að skoða verkin í Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14 - 16, í dag kl. 10.00 - 18.00, á morgun kl. 10.00 - 17.00 og á sunnudag kl. 12.00 - 17.00. Boðin verða upp um 150 verk, þar á meðal fjölmörg verk gömlu meistaranna. Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is Rauðarárstíg 14-16 sími 551 0400 LISTMUNAUPPBOÐ verður haldið á sunnudagskvöld kl. 19.00 á Hótel Sögu, Súlnasal. Greinar sem birst hafa á árinu nr dags titill höfundur 467 11.4. Snemmvaxnar gulrætur, forspíruð fræ Hermann Lundholm 468 20.4. Íris boðberi vorsins Sigríður Hjartar 469 4.5. Snæklukka - Leucojum vernum Sigríður Hjartar 470 11.5. Eplatré Jón Guðmundsson 471 22.5. Eiturefnanotkun í görðum Guðríður Helgadóttir 472 1.6. Geitabjalla - Pulsatilla vulgaris Sigríður Hjartar 473 20.6. Villitúlipanar - fjólutúlipani Sigríður Hjartar 474 26.6. Blómaævintýri Hermann Lundholm/S.Hj 475 5.7. Sub rosa Guðríður Helgadóttir 476 17.7. Hnoðrar - Sedum eða Rhodiola? Sigríður Hjartar 477 3.8. Sumargræðlingar Guðríður Helgadóttir 478 8.8. Lækja- og lensuvíðir Jón Guðmundsson 479 17.8. Meira um hnoðra (Sedum eða Rhodiola) Sigríður Hjartar 480 29.8. Hnoðrar einu sinni enn (Sedum, ekki Rhodiola) Sigríður Hjartar 481 14.9. Berjarunnar Jón Guðmundsson 482 5.10. Haustlaukar - jólalaukar Sigríður Hjartar 483 9.10. Íslenskar plöntur í garða Guðríður Helgadóttir 484 18.10. Vorblómstrandi haustlaukar Sigríður Hjartar 485 24.10. Einir Jón Guðmundsson 486 9.11. Í fínu formi fyrir veturinn Guðríður Helgadóttir 487 22.11. Jólaannir - jólafriðsæld Sigríður Hjartar ÞEGAR steini er kastað í vatn breið- ast áhrifin út eftir yfirborðinu, hringlaga öldur myndast, en þær ná sífellt lengra frá miðju og verða minni, uns þær deyja alveg út. Það er freistandi að líkja áhrifunum frá umræðunni um Ís- lensku orðabókina, sem nú er nýkomin út, við gárur, a.m.k. hugsaði ég mig tvisvar um áður en titill þessarar grein- ar var festur á blað. Fyrst datt mér í hug jólastress og jóla- hygge. Sjálfsagt hefur stressið sinn sess í orðabókinni, en hygge er erfiðara, enda bein- línis danskt orð. Sé flett upp í orðabókum er þetta danska orð oft- ast skýrt með mörgum íslenskum orðum; heimilisleg vellíðan, eða þá sagnorðið að sjá um einhvern, láta öðrum líða vel, annast um föt, herbergi eða almennt umhverfi einhvers. En skýringin á hygge sem friðsæld nær alveg því sem ég vildi sagt hafa. Nú er veturinn svo sannarlega genginn í garð, dagurinn styttist óð- fluga, myrkrið verður æ svartara. Annirnar í garðinum eru að baki, helst að menn dundi sér við að setja upp skýli til að hlífa ungum, sígræn- um gróðri við skarpri vetrarsólinni á útmánuðum. Þó er ekki svo vitlaust að ganga út í garð annað veifið og líta yfir blómabeð og sjá hvort ein- hver óværa hafi skotið upp kollinum. Það er með ólíkindum hvað krossfífillinn eða lambaklukkan þurfa litla birtu til fræfram- leiðslu svo eins gott er að leyfa þessum náungum ekki neitt múður. Innan húss er þó allt á fleygiferð, brátt eru jólastjörnur bornar inn á annað hvert heimili og í desember má lífga upp á skammdegið með ilmandi hyasint- hum, auk ýmissa ann- arra blóma. Jólastjarnan er mjög skemmtileg planta, en dálítið vandmeðfarin. Stutt ferðalagið frá blómabúð að stofu hefur reynst mörgum jóla- stjörnum örlagaríkt því kulda þolir hún flestum plöntum verr. Henni þarf að pakka sérstaklega vel inn á leiðinni, því annars fellir hún blöðin og veslast upp. En mig langar til að ræða örlítið jólafriðsæld og jólaannir. Ég á góða vinkonu, sem sannarlega kann listina að lifa. Hún byrjar snemma á jólaundirbúningnum, í aðventubyrj- un er jólabaksturinn að baki og smátt og smátt kemur jólaskrautið fram í dagsljósið uns húsið er líkt og ævintýraveröld. Og svo „hygger hun seg“ með fjölskyldu og vinum, það er nartað í smákökur og dreypt á súkkulaði eða sherrylögg, friðsældin ríkir á hennar heimili. Aðra góða konu þekki ég, þar sem jólaannir ætla allt um koll að keyra síðustu dagana fyrir jól. Það er eins og jólin komi henni alltaf á óvart. Að vísu kaupir hún „grenið“ í aðventu- kransinn í tæka tíð, en það er eins víst að hann er ekki hnýttur fyrr en síðasta sunnudag í aðventu. Og hún bakar líka sínar tólf sortir af smá- kökum, sem reyndar hefur fækkað niður í sjö eða jafnvel tvær, en byrj- ar ekki á bakstrinum fyrr en á síð- ustu stundu. En fjölskyldan fær að- eins að borða það sem hefur mistekist fyrir jólin. Milli jóla og ný- árs svigna hins vegar öll borð undan smákökum, sem enginn lítur við og alltaf verður hún jafnhissa, þegar hún dregur fram smákökuboxin fyr- ir næstu jól og þau eru hálffull af bakstri síðasta árs. Ég verð að játa að ég þekki sjálfa mig í þeirri síðarnefndu, en það er þó eitt, sem tilheyrir þessum árstíma, sem ég læt ekki undir höfuð leggj- ast. Það er hefð fyrir að birta lista yf- ir greinar ársins í síðasta Blómi vik- unnar um leið og lesendum er óskað gleðilegra jóla og þakkað fyrir árið sem er að líða. Sjáumst aftur að vori. S.Hj. JÓLAANNIR – JÓLAFRIÐSÆLD VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 487. þáttur Jólaskraut þeirrar sem er í önnum. Mörkinni 3, sími 568 7477 www.virka.is Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 og laugard. frá kl. 10-14 Flísefni Margar gerðir og fjöldi lita PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 MORTEL Marmara- mortel hvít/græn Verð frá kr. 1.600 VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r Alltaf á þriðjudögum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.