Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 75
Söngur náttúru- barnanna BJARNI Arason er nýskriðinn yfir þrítugt en á engu að síður yfir 15 ára söngferil að baki. Frægt er þegar þessi ungi og raddsterki pilt- ur sigraði í Látúnsbarkakeppninni svokölluðu árið 1987 og hefur Bjarni verið einn af okkar helstu dægurlagasöngvurum síðan. Fyrir tveimur árum gaf hann út plötuna Trú, von og kærleikur ásamt Jó- hanni Helgasyni en hún er til styrktar Geðhjálp og hefur nú selst í 10.000 eintökum og er þar með kominn í platínusölu. Þar var Bjarni á ljúfum nótum eins og núna, en platan ber nafnið Er ástin þig kyssir. Silja Með Bjarna á plötunni er úrvals- lið hljóðfæraleikara og er spila- mennska, svo og útsetningar á fag- mannlegum og yljandi nótum. Lagavalið samanstendur af þekktu erlendu gæðapoppi eins og „Beauti- ful Maria“ og „Up where we be- long“ en einnig eru frumsamin lög eftir Bjarna sjálfan, Karl Olgeirs- son og fleiri. Þá er hér einnig hin sí- gilda perla „Þú átt mig ein“ eftir Magnús Þór Sigmundsson en Vil- hjálmur Vilhjálmsson gerði það frægt hér í eina tíð. „Þetta er í anda þessarar tónlist- ar sem ég hef verið að flytja í gegn- um árin,“ segir Bjarni. „Ég hef ver- ið að syngja mikið í brúðkaupum, jarðarförum og við alls konar önnur tækifæri. Það má segja að þessir ástarsöngvar og þessar stóru ball- öður hafi verið nokkuð í forgrunni hjá mér.“ Diddú syngur dúett með Bjarna á plötunni og enn fremur kona hans, Silja Rut Ragnarsdóttir , en þau hjónin syngja lögin „Up where we belong“ og „The prayer“ í sam- einingu. Silja steig óvænt fram á sjónarsviðið í þrítugsafmæli manns síns og stóð sig með slíkum glans að Bjarni tók ekki annað í mál en hún- syngi með honum á plötunni nýju. „Ég hef oft leitað til Silju með ráðleggingar og mér fannst hún hafa grunsamlega mikið vit á þessu. Þegar hún svo loks hóf upp raust sína sá maður fljótlega að hún er náttúrubarn í söng.“ Hálfgert barn Bjarni segir þessa plötu og þá síðustu afar ólíkar að vissu leyti. Síðasta plata var tekin upp beint í Víðistaðakirkju þar sem notast var við píanó, söng og strengi. „Núna eru hins vegar fleiri spil- arar og útsetningar eru „stærri“,“ segir Bjarni. Hann hugsar til baka af íhygli og segir að á löngum ferli sé fullt af efni sem hann sé ekki stoltur af í dag. „Ég kom svo ungur inn í brans- ann á sínum tíma, var í rauninni hálfgert barn þannig. Sagði bara já og amen við öllu og var þessi já- maður. Söng bara það sem mér var sagt að syngja og á þeim tíma hélt ég að ég væri að gera mér eitthvað gott. En ég sé í dag að ýmislegt hefði mátt missa sín.“ Núna segir Bjarni ekki taka nein skref nema að vel ígrunduðu máli. Hann syngi ekkert „nema mig langi til að syngja það“ og hann er stað- fastur í röddu. „Ég segi því und- antekningarlaust nei og hef það í huga að „minna sé meira“.“ Vinnsluferlið við plötuna var mjög ánægjulegt að viti Bjarna. Þetta er „hans“ plata, verk þar sem hann kom að öllum þáttum frá a-ö. „Ég er stoltur af plötunni,“ segir hann ákveðinn að lokum. „Það var kominn tími á að gera þetta al- mennilega.“ Bjarni Arason ásamt konu sinni, Silju Rut Ragnarsdóttur. Vinnan við nýja plötu Bjarna Arasonar var öll hin ánægjulegasta, eins og Arnar Eggert Thoroddsen komst að. arnart@mbl.is Er ástin þig kyssir er komin í verslanir. Bjarni Arason gefur út Er ástin þig kyssir Svikari (Impostor) Vísindafantasía Bandaríkin, 2002. Skífan VHS. 95 mín. Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Gary Fleder. Aðalhlutverk: Gary Sinise, Made- leine Stowe, Vincent D’Onfiro. RITHÖFUNDURINN Philip K. Dick hefur tvímælalaust skipað sér sess sem einn af helstu höfundum vandaðs vísindaskáldskapar, en í verkum hans, sem skrifuð eru á ár- unum 1952–82, er vikið að fjölmörg- um þáttum sem verða sífellt áleitnari í tækni- og upplýs- ingavæddum heimi nútímamannsins. Nýjasta mynd Ste- ven Spielberg, Minority Report, er byggð á smásögu eftir Dick, en fræg- ust sagna hans er líklega nóvellan „Do Androids Dream of Electric Sheep?“ sem leikstjórinn Ridley Scott byggði tímamótaverkið Blade Runner á. Líkt og í þeim sögum eru spurningar um sjálfsmynd og ein- staklingsvitund andspænis tækni- væddum eftirlitssamfélögum, meðal viðfangsefna á smásögunni „Imp- ostor“ sem samnefnd kvikmynd Gary Fleder er byggð á. Þar gætir þó einn- ig sterkra ahrifa frá hryllingsmynd- máli McCarthy-tímans í Bandaríkj- unum, þar sem kommúnistaógnin birtist iðulega í mynd innrásar frá geimnum, oft illskeyttum verum sem plöntuðu sér inni í venjulegum, heið- virðum borgurum og tóku þá yfir. „Impostor“ er í raun algjör dystópía, myrk saga þar sem endalok hins mennska virðast í nánd. Í myndinni hefur Gary Fleder fengið ágæta leik- ara til liðs við sig, og er sagan löguð dálítið að nútímanum. Sem kvikmynd er Impostor ágætis afþreying en hún bætir engum listrænum hæðum við viðfangsefnið. Hún fær þó prik fyrir að halda sig við myrk endalokin. Utan úr geimnum Heiða Jóhannsdóttir FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 75 Kalt á toppnum (Global Heresy) Gamanmynd Kanada/Bretland 2002. Myndform VHS. (90 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn Sidney J. Furie. Aðalhlutverk Alicia Silver- stone, Peter O’Toole, Joan Plowright. UNDARLEGT uppátæki hjá hin- um sjötuga kanadíska Furie - sem átti sín skárstu ár á sjöunda ára- tugnum er hann gerði The Young Ones með Cliff Richards og The Ipcress File með Michael Caine - að reyna að gera svala rokkmynd. Hún fjallar um stærstu rokksveit heims sem ákveður að draga sig í hlé þegar for- sprakkinn lætur sig hverfa. Sveitin leigir breskt óðals- setur þar sem ætl- unin er að stilla saman strengi með nýjum liðsmanni (Silverstone) en allt sýður uppúr. Svona rokkdrama og lamað sem slíkt. Hinn anginn er svona nett fiskur-á-þurru-landi, krækiber-í-helvíti-minni. Ungir bandarískir rokkhundar á bresku óðalssetri þjónað af sjálfum eiganda óðalsins, lávarðinum (O’Toole í sorglega bragðlausri rullu) og eig- inkonu hans (Plowright). Brandar- inn fellst í þessum kynslóðar- og menningarárekstri. Ekkert sem maður hefur ekki séð áður en þó eru einu ljósu punktarnir í þeim at- riðum enda bjarga bresku eðalleik- ararnir því sem bjargað verður.  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Óðalsrokk Hafið Með Hafinu er komið fram verk sem ber þess vitni að íslenskt listafólk hafi náð fullkomnum tökum á hinu alþjóðlega tungumáli kvikmyndalistarinnar. (H.J.) Háskólabíó. Í skóm drekans Áhugaverð og djörf heimildarmynd sem tekur á aðkallandi spurningum í samfélag- inu, jafnframt því að vera vel heppnuð ör- lagasaga einnar manneskju. Bráð- skemmtileg og frábærlega vel gerð. (H.J.) Háskólabíó. Changing Lanes Vel leikin mynd um afdrifaríkan dag í lífi tveggja, gjörólíkra New York-búa. Meira en venjuleg spennumynd þar sem hún veltir fyrir sér almennu siðferði, fjölskyldubönd- um, ábyrgð, heiðri, skyldum, oft á óvenju vitrænan hátt. (S.V.) Laugarásbíó, Sambíóin. Das Experiment Kraftmikil og áhugaverð þýsk kvikmynd sem gerist á hálfum mánuði í fangelsi. Fínir leikarar skapa trúverðugar persónur en hegðan þeirra varpar fram krefjandi spurningum um dýrseðlið í manninum. (H.L.)  Háskólabíó Fálkar Í Fálkum er skapaður heillandi sjónrænn heimur, þar sem persónur berast í átt að forlögum sínum. (H.J.)  Háskólabíó. One Hour Foto Áhugaverð kvikmynd með Robin Williams í aðalhlutverki. Þar er fjallað um áhugaverð efni, einsemd, mannúð og hið ómann- eskjulega í nútímanum. (H.J.)  Smárabíó The Road to Perdition Sláandi glæpasaga frá kreppuárunum, jafnframt einstætt augnakonfekt. Óskars- verðlaunatilnefningar á færibandi en útlit- ið innihaldinu yfursterkara. (S.V.)  Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó Ak. Monster Yfirhöfuð mislukkuð líkingasaga þar sem kaldhæðin ádeila á fjölmiðla rís af og til upp úr undarlegheitunum. (S.V.) Háskólabíó Enough Kona fær ekki flúið geggjaðan bónda sinn. Endurtekning á eldri (og betri), myndum af sama sauðahúsi. (S.V.) Regnboginn, Smárabíó The Tuxedo Bardagsnillingurinn Jackie Chan ber vart sitt barr í þessari mjög svo hollywoodísku spennumynd. Hún er þó á köflum fyndinn útúrsnúingur á Bond-hefðinni. (H.J.) Laugarásbíó, Sambíóin. Simone Það er synd að sjá svona lélega kvikmynd koma frá Andrew Niccol, handritshöfundi snilldarverksins The Truman Show. Í Sim- one er áfram fjallað um fjölmiðlasam- félagið en á máttlausan hátt sem gengur illa upp. (H.J.)  ½ Regnboginn. Halloween: Resurrection Subbulegur hrollur með miklu tómatsósu- flæði. Einu skelfingarópin koma úr hljóð- kerfi bíósins. (S.V.) ½ Smárabíó. The Master of Disguise Dana Carvey veldur aðdáendum sínum al- gjörum vonbrigðum í mislukkaðri gam- anmynd,, sniðinni að óvefengjanlegum hæfileikum leikarans sem nýtast ekki nema í örfáum atriðum. Ónýtt handrit. (S.V.) ½ Smárabíó. Changing Lanes er „meira en venjuleg spennumynd“ segir Sæbjörn Valdimarsson. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhanns- dóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn The Red Dragon Mögnuð, ónotaleg hrollvekja sem minnir mjög á meistaraverkið Silence of the Lambs. Of lítið af Lecter. (S.V.) Laugarásbíó, Bend it Like Beckham Lítil, sæt mynd um misrétti, kynþátta- fordóma o.fl. þessháttar. Ristir grunnt. (S.V.) ½ Háskólabíó. Sweet Home Alabama Elskulega Witherspoon er yndisleg að vanda en það dugar ekki alveg til. Að- stæður ekki nógu fyndnar og tilfinningafókusinn óskýr. Ágæt skemmtun þó. (H.L.)  ½ Sambíóin Reykjavík og Keflavík. Blood Work (Blóðrannsókn) Leikstjórinn Eastwood gerir þokkalega hluti en leikarinn Eastwood er ósannfær- andi sem harðsvíraður lögreglumaður og- kvennagull í eltingaleik við raðmorðingja. (S.V.)  Háskólabíó Pétur og kötturinn Brandur 2 Skemmtilegar teikningar og skemmtilega afslappaðar og heilbrigðar sögur. (H.L.)  Laugarásbíó, Smárabíó. Undercover Brother Góðir grínarar hæða svarta poppmenningu áttunda áratugarins. Mörgum aulabrönd- urum ofaukið en heilmikil hugsun í hand- ritinu og metnaður til að gera góða grín- mynd. (H.L.)  ½ Sambíóin … Halle Berry er komin í þriggja mánaða frí og ætlar að reyna að lappa upp á sam- band sitt við eig- inmanninn, Eric Benet. Eric, sem er víst haldinn kynlífsfíkn og hefur haldið framhjá dívunni, hefur lofað bót og betrun og Berry segist standa með sínum manni … Gamli refurinn Jack Nicholson er búinn að krækja í Löru Flynn Boyle (The Practice, Twin Peaks) á nýjan leik og eru þau farin að sjást á opinberum vettvangi saman … Dave Grohl, leiðtogi Foo Fighters, tekur móður sína, Virg- iniu, ávallt með í tónleikaferðalög. Hann játaði á dögunum að það teld- ist vart svalt en bætti því líka við að honum væri sama … Beck hefur viðurkennt að vinsældir rokksveita eins og Strokes og White Stripes hafi fælt hann frá því að gera rokk- plötu. Nýja platan hans, Sea Change, er afar lágstemmd og líf- ræn og nú hyggst hann gera aðra svoleiðis, innan tólf mánaða … Kylie Minouge tróð upp í leikrit- inu The Play What I Wrote í gær, en það er sýnt í West End, Lundúnum. Þetta var gert að beiðni Karls Bretaprins en í leikritinu kemur nýr gestur fram í hverri sýningu. Ætli ástir takist á milli erfðaprins ensku krúnunnar og andfætlingsins vin- sæla í kjölfarið? … Nick Carter, einn meðlima Backstreet Boys, sýndi á dögunum að honum er ým- islegt til lista lagt en hraðbátur kappans sigraði í heimsmeist- aramóti sem haldið var í Flórída fyrir stuttu. Carter, sem fylgdist með frá höfninni varð svo æstur yfir því að vinna að hann hoppaði út í sjóinn. Carter er ekki nema 22 ára og gaf út sólóplötu nú á dögunum sem heitir Now or Never. FÓLK Ífréttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.