Morgunblaðið - 01.12.2002, Side 1
ELLEFU ára gamall sonur tyrk-
neska forsætisráðherrans Abdullah
Guls hefur verið kallaður í herinn.
Mehmet Emre Gul, sem gengur í
barnaskóla í Ankara, fékk bréf í lok
vikunnar frá varnarmálaráðuneyt-
inu þar sem honum var gert að
mæta tafarlaust á næstu skráning-
arskrifstofu hersins til að ganga frá
formsatriðum herþjónustu hans.
Embættismenn forsætisráðu-
neytisins upplýstu kollega sína í
varnarmálaráðuneytinu um bréfið
og þeir viðurkenndu mistök.
Í Tyrklandi eru allir karlmenn
herskyldir – frá 18 ára aldri.
Ellefu ára
í herinn
Ankara. AFP.
STOFNAÐ 1913 282. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 mbl.is
Utangarðs-
menn til valda
Pólitískt landslag breytist hratt í
Suður-Ameríku nú um stundir 12
Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri
Garðabæjar, í viðtali 16
Loforðið við
Jónas efnt
Þrjú á palli gefa út safnplötuna
Lífið er lotterí Fólk 12
Frelsinu verður
að fylgja ábyrgð
SVEITARFÉLÖGIN í land-
inu tapa nú útsvarstekjum
vegna mikillar fjölgunar
einkahlutafélaga, að sögn
Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar,
formanns Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga. Hann
telur að tekjurnar muni á ári
minnka um allt að einn millj-
arð króna, frá síðasta ári.
Heimildir til að stofna einka-
hlutafélög voru rýmkaðar
um síðustu áramót og tekju-
skattur lækkaður úr 30% í
18%, auk þess sem hægt var
að færa eigur sínar yfir í
einkahlutafélög án þess að greiða af því skatta.
Vilhjálmur segir að það sé umhugsunarefni fyr-
ir stjórnvöld ef upp sé komið ójafnræði milli skatt-
greiðenda. Svo virðist sem hinir hefðbundnu
skattgreiðendur séu að taka á sig sífellt stærri
hluta af kökunni. Áhrifin eru meiri á minni sveit-
arfélög þar sem margir einyrkjar eru að störfum,
á borð við smábátasjómenn.
Minnka skattstofn sinn
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar,
bendir á að með stofnun einkahlutafélags séu ein-
staklingar að minnka skattstofn sinn og búa til
kostnað sem ekki var hægt áður, eins og að leigja
hluta af húsnæði sínu undir einkahlutafélagið.
Kristinn kannaði á sínum tíma áhrif þessa á sveit-
arfélögin. Tók hann dæmi um smábátasjómann í
Snæfellsbæ með um 3,5 milljónir króna í árstekj-
ur. Áður hefði hann greitt 600–700 þúsund krónur
í útsvar til sveitarfélagsins en með stofnun einka-
hlutafélags hefði hann áætlað sér lágmarkslaun og
fór útsvarið þá niður í um 150 þúsund krónur.
Kristinn tók fram að dæmið væri frá því áður en
fjármálaráðherra hækkaði viðmið til að áætla sér
tekjur um síðustu áramót en þetta gæfi engu að
síður vísbendingu um þróunina.
„Enginn getur mótmælt því ef Jón Jónsson ehf.
greiðir kostnað fyrir Jón Jónsson. En þetta er
hrópandi óréttlæti gagnvart samborgurunum.
Einn er kannski venjulegur launamaður á meðan
nágranninn dregur allan sinn kostnað frá áður en
hann fer að greiða til samfélagsins,“ segir Krist-
inn.
Fjölgun einkahlutafé-
laga dregur úr útsvars-
tekjum sveitarfélaga
Hrópandi
óréttlæti
Útsvarstekjur/6
Stóraukin sala á kjúk-
lingum og svínakjöti
Fram-
leiðslan
meiri en
neyslan
Í SEPTEMBER og október varð
framleiðslan á kjúklingum og svína-
kjöti meiri en salan. Birgðir söfn-
uðust því fyrir í mánuðunum. Sala á
kindakjöti var 19,4% minni í októ-
ber en sama mánuði í fyrra.
Sala á kjúklingum og svínakjöti
var mjög mikil í september, en sal-
an í október varð enn meiri. Sala á
kjúklingum var 464 tonn, sem er
32% aukning frá október í fyrra, og
sala á svínakjöti var 597 tonn, sem
er 23% aukning frá sama mánuði í
fyrra.
Að jafnaði er framleiðsla á kjúk-
lingum og svínakjöti nánast sú
sama og salan frá einum mánuði til
annars en síðustu tvo mánuði hefur
átt sér stað birgðasöfnun í þessum
kjöttegundum þrátt fyrir góða sölu.
Í september og október jukust
birgðir á kjúklingum um 41 tonn og
á svínakjöti um 48 tonn. Nokkuð af
svínakjöti hefur reyndar verið flutt
út á erlenda markaði fyrir lágt
verð.
Minni sala kindakjöts
Frá ágúst til október tóku slát-
urhús á móti liðlega 8.000 tonnum
af kindakjöti sem er nánast sama
tala og á síðustu sláturtíð. Kinda-
kjötssala í október er hins vegar
nokkru minni en í sama mánuði í
fyrra. Á síðustu 12 mánuðum hefur
sala á lambakjöti dregist saman um
11%. Sala á kjúklingum hefur á
sama tímabili aukist um 13% og um
11,7% á svínakjöti. Heildarsala á
kjöti hefur á þessu tímabili aukist
um 1,6%.
BIÐIN eftir jólunum getur tekið á hjá litlum
krílum. Börnin á Bakkaborg eru þó komin í há-
tíðarskap því í gær var haldið upp á 30 ára af-
mæli skólans sem var skreyttur hátt og lágt.
Morgunblaðið/Golli
Hvenær koma eiginlega jólin?
RISASTÓR olíubrák – um 9.000
tonn af hráolíu sem lekið hefur úr
tankskipinu Prestige sem liðaðist í
sundur og sökk um 150 sjómílur
undan spænsku Atlantshafsströnd-
inni fyrir tíu dögum – stefndi í gær
hraðbyri í átt að ströndum Galisíu-
héraðs á Norðvestur-Spáni. Íbú-
arnir, sem margir byggja lífsaf-
komu sína á sjávarfangi, búa sig
undir hið versta.
Samkvæmt þeim fregnum sem
bárust af vettvangi í gærmorgun
var brákin, sem er sú stærsta sem
lekið hefur úr flaki Prestige frá því
það sökk, aðeins í um 22 km fjar-
lægð frá ströndinni. Sterkur vindur
úr vestri með tilheyrandi ölduhæð
skapaði aðstæður sem skilvirkar
mengunarvarnir ráða ekki við, og
sögðust talsmenn stjórnvalda á
svæðinu mjög vonlitlir um að takast
mætti að afstýra enn meiri spjöllum
en fyrri leki úr skipinu hafði þegar
valdið.
Þúsundir tonna af olíu úr
Prestige bárust á land fljótlega eft-
ir að það byrjaði að brotna fyrir
tæpum hálfum mánuði og spilltu
öllu lífríkinu og að minnsta kosti
100 baðströndum. Mengunin hefur
valdið því að fiskveiðar hafa verið
bannaðar á miðunum undan 400 km
kafla Galisíustrandar.
Olíumengunin eykst
La Coruna. AFP.
SJÁLFBOÐALIÐI vinnur að hreins-
unarstarfi á ströndinni nærri Finis-
terre-tanga á Norðvestur-Spáni.
Varnarbarátta