Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                         !   " !# $ "%                !"#  ! '    ("  "#   ! !      !    "       )#    $#*      + "  , ! - "! .  % $   ,       +%    #   +" 0.  #  $%%  #" !# 0 , & % ' (  +"  !# 0 slepptu mér“-samband. Mér finnst hún heillandi og skemmtileg, en stundum vil ég njóta hennar úr fjar- lægð. Þess vegna ákvað ég að fara í meistaranám í opinberri stjórnsýslu og ég ætlaði að helga mig kennslu eða störfum í háskólaumhverfi.“ Herramennirnir á baksíðu Morgunblaðsins Eftir að Ásdís Halla lauk meist- araprófi í opinberri stjórnsýslu frá Harvard-háskóla réðst hún til Há- skólans í Reykjavík. „Ég var ánægð hjá Háskólanum, enda er krafturinn þar með ólíkindum. En dag einn sá ég frétt á baksíðu Morgunblaðsins og með henni var mynd af tveimur ágæt- um herramönnum, Herði Sigurgests- syni, forstjóra Eimskips, og Ingi- mundi Sigurpálssyni, bæjarstjóra í Garðabæ. Hörður var þá að hætta sem forstjóri Eimskips og Ingimund- ur að taka við. Ég var að leggja loka- hönd á bókina Í hlutverki leiðtogans og þegar ég sá fréttina flaug tvennt í gegnum hugann. Annað var, að nú þyrfti ég að endurskoða kaflann um Hörð, og hitt var, að þetta hlyti að vera spennandi starf sem Ingimund- ur var að fara úr. Ég sá svo að staðan var auglýst og þá ákvað ég að sækja um, til að kanna hvort ég ætti ein- hvern möguleika á að vera ráðin. Og það varð úr.“ – Ráðning þín í stöðu bæjarstjóra gekk ekki alveg hljóðalaust fyrir sig. Fannst þér erfitt að taka við starfinu við þær aðstæður? „Nei, það var alls ekki erfitt. Þótt minnihlutinn gagnrýndi ráðninguna var samstarfið í meirihlutanum mjög gott. Ingimundur var oddviti meiri- hlutans áfram og ómetanlegt að fá að starfa með honum næstu tvö árin. Þá er rétt að geta, að ég hef aldrei áður unnið á vinnustað, þar sem jafn margt hæft fólk með mikla reynslu er saman komið. Stundum þarf að byrja á að gera breytingar, þegar tekið er við nýju starfi, en forverar mínir hafa greinilega verið miklir mannþekkj- arar, því hér í Garðabæ er valinn maður í hverju rúmi.“ – En þú hafðir lítið komið að sveit- arstjórnarmálum áður en þú settist í bæjarstjórastólinn. „Þetta er reyndar ekki rétt. Sveit- arstjórnarmál eru oft skilgreind mjög þröngt, út frá sorpi, skolpi, gatnagerð og gangstéttarbrúnum. En eftir að rekstur grunnskólans var fluttur frá ríki til sveitarfélaga breyttist eðli sveitarstjórnarmála mikið. Yfir 60% af rekstri sveitarfélaga tengjast mennta- og uppeldismálum, sem hafa verið mín helstu áhugamál í gegnum tíðina. Þegar ég starfaði í mennta- málaráðuneytinu vann ég meðal ann- ars að undirbúningi á flutningi grunnskólans til sveitarfélaganna og bjó að þeirri reynslu þegar ég hóf störf hér. Öll þau störf sem ég hef áð- ur gegnt nýttust bæði beint og óbeint fyrir starf bæjarstjóra. Svo hefur vissulega hjálpað töluvert að hafa lok- ið sérhæfðu námi í opinberri stjórn- sýslu, sem er einhvers konar fram- haldsnám í rekstri sveitarfélags.“ Langar ekki í landsmálapólitík – Sjálfstæðisflokkurinn er með hreinan meirihluta í Garðabæ. Þýðir það að þú ert laus við pólitískt þras og getur einbeitt þér að því að vera framkvæmdastjóri sveitarfélagsins? „Stærsti hluti starfsins, um 90%, er framkvæmdastjórastarf. Það er þó erfitt að greina á milli, því bæj- arstjórnin setur stefnuna og embætt- ismenn framfylgja henni. Þar sem ég er bæjarfulltrúi og bæjarstjóri fæ ég bæði að taka þátt í stefnumótun og að ýta þeirri stefnu úr vör. Flesta daga fæ ég að vinna framkvæmdastjóra- starfið í friði fyrir pólitísku dæg- urþrasi í góðri samvinnu við starfs- fólk bæjarins og bæjarbúa. Nálægðin við grasrótina er mjög gefandi, við tökum ákvörðun í bæjarstjórn og sjáum hana komast í framkvæmd, jafnvel nokkrum dögum síðar. Hérna skynja ég að ég get haft áhrif. Ef þörf er á breytingum, þá er hægt að breyta. Það finnst mér ótrúlega skemmtilegt.“ – Og koma þessi skemmtilegheit þá í veg fyrir að þú farir í landsmála- pólitíkina, þar sem alltaf er verið að spá þér frama? „Einu sinni sá ég viðtal við Stein- grím Hermannsson, þar sem gömul ummæli voru hermd upp á hann, og hann sagðist hafa meint þau þegar hann sagði þau. Ég man að mér fannst þetta ábyrgðarlaust hjá hon- um þá, en það sama segi ég núna: Ég meina það þegar ég segi að mig lang- ar ekki í landsmálapólitík. Ég vona að ég eigi eftir að vera lengi hér í Garðabæ, en hef ekki hugmynd um hvað gerist í lífi mínu að því loknu. Sveit- arstjórnarmálin heilla mig mest, en ég ber virðingu fyrir hversu margir eru reiðubúnir að leggja sig fram um að taka þátt í landsmálunum. Það er feiki- lega mikilvægt að við eigum gott fólk á þingi. Ég hef aldrei séð mitt líf þannig að það sé einhver fyrirfram skilgreindur tröppugangur og ég endi um fimmtugt á Alþingi. Mig langar ekki að nálgast stjórnmál sem brauðstrit.“ – Og vangaveltur ann- arra um hugsanlegan frama þinn í landsmálapólitík trufla þig ekkert? „Nei, ég heyri að vísu ekki mikið af þessu, en hef séð svona vangaveltur í slúðurdálkum og einstaka maður nefnir þetta við mig. Ég hef stundum heyrt frambjóðendur vitna í það að „fjöldi fólks“ hafi hvatt þá til að gefa kost á sér til þings. Ég hef aldrei orðið fyrir neinum óbærilegum þrýstingi í þá veru. Mér finnst auðvitað vænt um ef fólk treystir mér fyrir mik- ilvægum verkefnum, en slíkt tal hefur engin áhrif á mig. Þegar ég var í Bandaríkjunum var stundum hent gaman að orðatiltækinu: „Eftir því sem apinn klifrar hærra í trénu, þeim mun betur sést afturendinn á hon- um.“ Ég reyni að hafa báða fætur á jörðinni og veit að vinsældir manna í pólitík eru oft fljótar að hverfa.“ Vonar að Davíð sitji áfram – Hvern sérð þú sem arftaka for- manns Sjálfstæðisflokksins, sem hef- ur setið manna lengst á forsætisráð- herrastóli? „Davíð Oddsson er enn ungur mað- ur og margur maðurinn hefur fyrst sest í stól forsætisráðherra eldri en hann er núna. Hann hefur sterka sýn og hefur hrint mörgu í framkvæmd, en ég er nokkuð viss um að honum sjálfum finnst hann eiga ýmislegt ógert. Ég vona því að hann verði for- maður flokksins enn um hríð og skil raunar ekki þetta tal um að hann fari að hætta. Ég hef enga trú á að svo verði í bráð. En Sjálfstæðisflokkurinn er með farsælan varaformann, Geir H. Haarde, sem nýtur hylli hjá þjóð- inni og er vinsæll innan flokksins. Hann er staðgengill forsætisráðherra og eins og staðan er núna er líklegast að hann taki við.“ – Stundum er sagt að mjög sterkur leiðtogi veiki innviði flokks síns. „Leiðtogi, sem hefur verið jafn lengi og Davíð Oddsson forystumað- ur í stærsta stjórnmálaflokki lands- ins, verður óhjákvæmilega mjög af- gerandi stjórnmálamaður. Hið sama átti við um Margaret Thatcher í Bret- landi, Ronald Reagan í Bandaríkj- unum og nú Tony Blair í Bretlandi. Þegar svo sterkir leiðtogar hverfa frá myndast yfirleitt tómarúm á eftir. Það er ekki leiðtoganum að kenna, því þetta er nánast óumflýjanlegt lög- mál. Hver þjóð hefur þörf fyrir sterka leiðtoga, sem eru trúir í störfum sín- um og hafa sterka sýn. Hér, líkt og annars staðar, eru mun fleiri en for- sætisráðherra í lykilhlutverkum í stjórnmálum, en fjölmiðlar persónu- gera pólitík mikið. Eftir störf með þingflokknum, í menntamálaráðu- neytinu og á landsfundum flokksins veit ég að Davíð ræður ekki öllu í flokknum, eins og stundum er haldið fram. Hann kynnir stefnuna og er í forsvari. Hann er mjög næmur fyrir samfélaginu og stærsti hæfileiki hans er næmi fyrir tímasetningum. Það stafar af því að hann hlustar á fólk og skynjar púlsinn í samfélaginu.“ Evrópumál og tilfinningar – Ert þú alltaf sammála stefnu Sjálfstæðisflokksins í landsmálum? „Oftast er ég það. Stærsti árang- urinn er sá að hér hefur mönnum tek- ist að renna styrkum stoðum undir efnahagslífið sem áður einkenndist af miklum sveiflum, óvissu og sjóða- sukki. Jákvæðar afleiðingar breyt- inganna eru góður hagvöxtur, lág verðbólga og lítið atvinnuleysi. Ég er mjög ánægð með skattalækkanir, minni miðstýringu og einkavæðingu, aukin framlög til aldraðra og öryrkja, sem var mjög tímabær aðgerð og er mjög sátt við þá kúvendingu sem hef- ur orðið í menntakerfinu á und- anförnum árum undir forystu Björns Bjarnasonar. Ríkið getur nú einbeitt sér að framhalds- og háskólastiginu, samkeppnin og aginn eru að aukast og ég er viss um að það bætir mennt- un þjóðarinnar verulega. Mér finnst heilbrigðiskerfið hins vegar of veikt og ég myndi vilja sjá heildstæðari sýn í þjónustu við eldri borgara. Verka- skipting ríkis og sveitarfélaga er ekki nægilega skýr, sveitarfélögin annast heimaþjónustu og ýmsa aðra þjón- ustu við aldraða, en ríkið er með heilsugæsluna og hjúkrunarheimilin. Afleiðingin er sú, að fjármagnið nýt- ist ekki nógu vel í þágu eldri borgara. Af öðrum málum er helst að nefna að mér finnst umræðan um Evrópu- málin stundum einkennast um of af miklum tilfinningum, sem ég held að skaði hana. Það skýrist hins vegar áreiðanlega að hluta af því hve stutt er síðan við fögnuðum að vera laus und- an dönskum yfirráðum. Þeir sem nú eru við völd muna jafnvel þegar við fengum sjálfstæði og foreldrar þeirra, afar og ömmur, tóku virkan þátt í sjálfstæðisbar- áttunni. Sjálfstæði Íslands er feikilega mikilvægt og okkur ber að varðveita það. Ég er algjörlega sammála þeirri niðurstöðu forsætis- ráðherra að við getum ekki gengið í Evrópusambandið eins og sjávarútvegsstefnu sambandsins er háttað. Sú stefna verður hins vegar ekki endilega uppi um aldur og ævi og við eigum nú að fara að velta fyrir okkur stöðu Íslands í alþjóða- samfélaginu til lengri tíma litið.“ Uppbygging Garðabæjar – Á síðustu árum hefur verið mikil uppbygging í Kópavogi og Hafnarfirði. Hvað með Garðabæ? „Garðabær verður stór. Núna er þetta 8.500 manna sveitarfélag. Samkvæmt spám er gert ráð fyrir að Garðabær verði 20 þúsund manna bær eftir hálfan annan áratug. Í allri þessari uppbyggingu verður að gæta þess að sveitarfélagið veiti áfram góða þjónustu. Í náinni framtíð verður töluverð uppbygging, sem breytir ásýnd bæjarins. Hér verða til dæmis byggð töluvert mörg fjölbýlishús.“ – Þú nefnir gott byggingarland. Hvað með land Vífilsstaða, sem ligg- ur að Garðabæ en er í eigu ríkisins? „Garðabær hefur óskað eftir að kaupa landið af ríkinu og viðræður við fjármálaráðuneyti eru nýhafnar. Þetta er glæsilegt land, sem bærinn vill nýta að stórum hluta sem útivist- arsvæði, en einnig til uppbyggingar. Ríkið hefur hugmyndir um að nýta Vífilsstaðaspítalann sjálfan sem hjúkrunarheimili, en landið er stórt og býður upp á mikla möguleika.“ – Hver er stefnan í uppbyggingu miðbæjar Garðabæjar? „Miðbærinn hefur átt í erfiðleikum, hér eins og víða annars staðar. Með því að þétta byggðina í kring og fjölga íbúum trúum við að hann geti náð sér á strik. Að vísu hefur stemmningin í miðbænum í haust verið miklu betri en oft áður. Hér hefur verið meira líf og fjör. Við höfum ekki hug á að byggja upp nýjan miðbæ eða stórar verslunarmiðstöðvar. Við héldum íbúaþing nýlega. Þar kom skýrt fram hvernig bæ íbúarnir vilja; lágreistan, fjölskylduvænan bæ í góðri sátt við náttúruna. Þingið er náið samráð bæjarstjórnarinnar við íbúana og gaf okkur gott veganesti. Í raun tel ég íbúaþingið mikilvægan þátt í að skapa virkt lýðræði. Síðasta öld einkenndist af rýmkun kosningaréttar, konur og hjú fengu hann í byrjun aldarinnar og við lok hennar voru allir, 18 ára og eldri, með kosningarétt. Á nýrri öld vill fólk eðlilega hafa áhrif oftar en á fjögurra ára fresti og það er hægt á íbúaþingi. Íbúarnir tókust á flug við að móta framtíðarsýn, sem við getum svo unnið eftir.“ – Hvaða þjónustu þarf bærinn að byggja upp þegar íbúatalan ríflega tvöfaldast á fimmtán árum? „Fjögur verkefni hafa forgang. Í fyrsta lagi þjónusta við börn og ung- linga í gegnum leikskóla, grunnskóla og íþrótta- og æskulýðsstarf. Við höf- um sett þessi mál í forgang. Í haust voru börn, 15 mánaða og eldri, tekin inn í leikskólana og ekkert sveitarfé- lag hefur staðið þar eins myndarlega að verki og Garðabær. Afleiðingin er m.a. sú að grunnskólarnir hér eru eft- irsóttir og hvergi annars staðar eru menntaðir kennarar jafn hátt hlutfall starfsmanna skólanna. Með þessari áherslu náum við góðum árangri í skólunum. Annað verkefni, sem sveitarfélög eiga að setja í forgang, er þjónusta við eldri borgara. Tryggja þarf nægt framboð íbúða fyrir eldri borgara og ýmsa félagsþjónustu og tómstundir. Eldri borgurum fjölgar ört í Garða- bæ, svo þessi málaflokkur stækkar ört. Við höfum, líkt og önnur sveit- arfélög, veitt sérstakan afslátt af fast- eignagjöldum. Nú vinnum við að fjárhagsáætlun næsta árs og höfum rætt verulega hækkun þessa af- sláttar. Hugsanlega verður fyrir- komulaginu einnig breytt, þannig að fleiri njóti afsláttarins. Í þriðja lagi verða sveitarfélög að sinna félagsþjónustu. Gott velferð- arkerfi í bænum er mikilvægt og við höfum skilgreint betur ýmsar reglur um hvenær einstaklingar eiga rétt á þjónustunni, svo það fari ekkert milli mála. Í fjórða lagi eiga sveitarfélög að annast skipulags- og umhverfismál. Sveitarfélög sinna svo auðvitað ýmsu öðru, eins og menningarmálum. Í mínum huga eiga sveitarfélög fyrst og fremst að einbeita sér að því að vera þjónustustofnanir fyrir íbúana, en ekki vera í ýmiss konar fjárfest- ingum og þátttöku í fyrirtækja- rekstri. Því geta aðrir sinnt jafn vel og jafnvel miklu betur.“ Þolinmæði og skipulag – Í bók þinni Í hlutverki leiðtogans fjallaðir þú um ólíkan stjórnunarstíl ýmissa íslenskra leiðtoga, styrkleika þeirra og veikleika. Hvernig lýsir þú sjálfri þér sem leiðtoga? „Ég hef ákveðnar grundvall- arreglur í stjórnun. Mér finnst mik- ilvægast að ég sem bæjarstjóri tryggi að samstarfsfólk og stofnanir bæj- arins skynji ábyrgð sína gagnvart bæjarbúum og veiti góða þjónustu, en fái frelsi og svigrúm til sjálfstæðis í ákvarðanatöku. Ég vil að samstarfs- menn mínir njóti sín í starfi. Ég þarf að hafa góða yfirsýn, en hef enga þörf fyrir að vera með puttana í öllu. Varð- andi gallana, þá hef ég í gegnum tíð- ina reynt að beisla óþolinmæðina, sem einkenndi mig áður fyrr. Á Morgunblaðinu var ágætt að vera óþolinmóð, þar fékk ég verkefni að morgni sem ég skilaði af mér að kvöldi. Þegar ég fór að vinna á Al- þingi og síðar í menntamálaráðuneyt- inu átti ég dálítið erfitt með að hemja óþolinmæðina, þar eru mörg verkefni þess eðlis að þau taka drjúgan tíma. Sjálfsagt kvarta sumir enn undan því að ég vilji að hlutirnir gerist of hratt, en ég tel mig hafa náð ágætum tökum á óþolinmæðinni.“ – Sumir halda því fram að þú sért svo metnaðargjörn að þú munir ekki standast frýjunarorðin, verðir þú kölluð í landsmálapólitíkina. „Hvað er að vera metnaðargjörn? Ég viðurkenni að ég vil ná árangri. Að loknum vinnudegi vil ég geta sagt við sjálfa mig að ég hafi tekið þátt í að bæta samfélagið í þágu einstakling- anna. Ég mæli ekki árangur í starfs- titlum og embættum og kannski á ég eftir að fara að starfa við eitthvað allt annað en ég hef áður gert. Ég verð ef- laust sátt, svo framarlega sem ég get lagt eitthvað af mörkum á nýjum vettvangi. Þetta hljómar kannski klisjukennt, en ég hef áttað mig á að ég hef leitað í stjórnmálin af því að mig langar til að bæta umhverfið, ég vil leggja mitt af mörkum til að fleiri fái tækifæri og það er hægt að gera í gegnum margs konar störf.“ Á menningarhátíð Garðabæjar gerði bæjarstjórinn sér lítið fyrir og tók þátt í tískusýningu á Garðatorgi. rsv@mbl.is ’ Í mínum hugaeiga sveitarfélög fyrst og fremst að einbeita sér að því að vera þjónustustofn- anir fyrir íbúana, en ekki vera í ýmiss konar fjárfestingum og þátttöku í fyrir- tækjarekstri. ‘ Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.