Morgunblaðið - 01.12.2002, Page 30

Morgunblaðið - 01.12.2002, Page 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MYNDLISTARSÝNINGIN Milli goðsagnar og veruleika stendur yf- ir í Listasafni Reykjavíkur – Hafn- arhúsi um þessar mundir, en hún er hingað komin frá Konunglega fag- urlistasafninu í Jórdaníu. Á sýning- unni er veitt yfirlit yfir nútíma- myndlist frá arabaheiminum og í tengslum við opnun hennar kom hingað til lands dr. Khaled Khreis, safnstjóri fagurlistasafnsins í Jórd- aníu. Khreis er menntaður myndlist- armaður, hann nam fyrst í Kaíró en síðar á Spáni þar sem hann var bú- settur um margra ára skeið. Auk myndlistarmenntunarinnar lauk Khreis doktorsgráðu í listasögu við Háskólann í Barcelona. Hann tók við stjórn fagurlistasafnsins, Jordan National Gallery, fyrir ári og hefur verið önnum kafinn við reksturinn síðan. Sjálfur á Kreis verk á sýning- unni Milli goðsagnar og veruleika, en segist þó lítinn tíma hafa til að sinna málverkinu samhliða safn- stjórninni. „Fagurlistasafnið í Jórd- aníu var stofnað árið 1980 og hefur eignast 1.800 listaverk eftir lista- menn úr hinum gamla arabaheimi og þróunarlöndunum. Safnið hefur lagt mikla áherslu á sýningarhald utan Jórdaníu og er sýningarverk- efnið í Reykjavík liður í því starfi,“ segir Khreis og bætir því við að safnið standi einnig fyrir sýningum í Jórdaníu er fengnar eru frá öðrum löndum. Samskiptin við Ísland komust á í gegnum Hannes Sigurðsson, for- stöðumann Listasafnsins á Akur- eyri, en sýningin Milli goðsagnar og veruleika var fyrst haldin þar í sum- ar. „Við höfum lagt mikla áherslu á menningarlegt samstarf milli aust- urs og vesturs. Hugmyndin er ekki síður að veita innsýn í menningu og hugmyndaheim íslamska heimsins í gegnum listræna tjáningu ein- staklinga. Eftir hryðjuverkaárás- irnar 11. september í fyrra hefur ímynd araba og múslima beðið mik- inn hnekki í augum vestræna heimsins. Þá er oft dregin upp mjög neikvæð mynd af fólki frá þessum heimshluta í vestrænum fjölmiðlum og erum við að leitast við að snúa þessari þróun við með þessum sam- skiptum. Sýningin millli goðsagnar og veruleika veitir innsýn í hefð og samtímalegar skoðanir listamanna frá jafnólíkum löndum og Alsír, Egyptalandi, Írak, Jórdaníu, Kúv- eit, Líbanon, Marokkó, Palestínu, Sádi–Arabíu, Súdan, Túnis og Sam- einuðu furstadæmunum. Um þessar mundir stendur jafnframt yfir sýn- ing í Grikklandi úr safneign okkar er nefnist „Breaking the Veils“ (Í gegnum blæjuna) og samanstendur af verkum íslamskra kvenna,“ segir Khreis. Sýningin Milli goðsagnar og veruleika – nútímalist frá araba- heiminum telur 60 myndverk eftir 46 listamenn. Sýningin skiptist í tvo hluta sem endurspegla ákveðnar nálganir í arabískri myndist á því tímabili sem sýningin spannar, þ.e. frá 1950 til samtímans. Þannig er fjallað um úrvinnslu listamanna á arabísku skrautritunarhefðinni annars vegar og óhlutbundna mál- verkið hins vegar. „Skrautrit- unarhefðin er mjög sterk í arab- ískri menningu og hefur hún sett mark sitt á listsköpunina,“ segir Khreis. „En listamennirnir nálgast hefðina út frá ólíkum forsendum, hvort sem það er í trúarlegum skír- skotunum eða formrænum efnum. Módernisminn í verkunum í hinum hluta sýningarinnar tengist vest- rænum áhrifum, er bárust með listamönnum er höfðu sótt nám til Evrópu, Bandaríkjanna eða Rúss- lands og færðu áhrifin með sér inn í arabískan listheim. Þessi áhrif blönduðust auðvitað þeirri hefð sem var fyrir í menningunni, og fundu listamenn þar farveg til að tjá staðbundin hugðarefni í sam- hengi við hinn vestræna módern- isma. En óhlutbundin tjáning á sér líka rótgróna hefð í íslamskri menningu. Hún tengist skrautrit- uninni og hinni lífrænu skreytihefð sem áberandi er í arabískum stíl.“ Khaled segir margvíslega hug- myndafræðilega tjáningu birtast í verkunum á sýningunni. „Listin er mikilvæg pólitísk tjáningarleið fyr- ir marga unga listamenn í mörgum arabalöndunum til að gagnrýna ríkjandi ástand í eigin landi. Verk Lailu Shawa frá Palestínu er t.d. sterk tjáning á stöðu kvenna í ísl- amskri menningu. Um leið er listin mikilvægt tungumál til þess að fjalla um hið almenna og alþjóðlega og auka skilning fólks milli ólíkra menningarheima,“ segir Khreis að lokum. Morgunblaðið/RAX „Hugmyndin er ekki síður að veita innsýn í menningu og hugmyndaheim íslamska heimsins í gegnum listræna tjáningu einstaklinga,“ segir dr. Khaled Khreis, safnstjóri Konunglega fagurlistasafnsins í Jórdaníu, um sýninguna Milli goðsagnar og veruleika sem stendur yfir í Hafnarhúsinu. Samtal milli menningarheima heida@mbl.is SAMTÖK um leikminjasafn heiðra minningu Indriða Waage leikstjóra og leikara, sem hefði orðið 100 ára 1. desember, með því að opna vefsíðu um hann og af- hjúpa veggspjald í Iðnó í dag kl. 17. Umsjón með samantekt um Indriða og dag- skránni hefur Sveinn Einars- son. Indriði lést árið 1963. Indriði Waage leikari og leik- stjóri var fæddur í Reykjavík 1. desember 1902, sonur Jens B. Waage leikara og leikstjóra og síðar bankastjóra og konu hans Eufemiu Waage leikkonu. Afi hans og nafni var Indriði Einarsson, frumkvöðull í leikritun og mestur baráttumaður þess að Íslendingar eignuðust Þjóðleikhús. Indriði Waage var því alinn upp í leikhús- umhverfi og snemma beygðist hugur hans í þá átt, þó að hann þyrfti sem flestir aðrir af hans kynslóð að sinna ýmsum öðrum daglegum störfum sér til lífsviðurværis. Tvítugur að aldri þreytir hann frumraun sína á leiksviði. Um þetta leyti urðu kyn- slóðaskipti hjá Leikfélagi Reykjavík- ur, ung kynslóð er að taka við og Indriði er þar í forystusveit sem leik- ari og leikstjóri. Hann er fyrstur til að færa upp leikrit Shakespeares á Íslandi, fyrir hans tilstilli er Piran- dello sýndur hér á sama tíma og hann kemur fram í öðrum löndum og hann kynnir landsmönnum hug- myndir um alþýðuleikhús með leik- gerðum á sögum Jóns Thoroddsens. Indriði Waage sem Galdra-Loftur árið 1933. Aldarminn- ing Indriða Waage

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.