Morgunblaðið - 01.12.2002, Side 41

Morgunblaðið - 01.12.2002, Side 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 2002 41 meti og lífið allt hjá honum og ömmu í sveitinni. Okkur langar að láta þessar ljóðlínur fylga með, sem segja allt um hug okkar systra. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku amma, við hugsum mikið til þín og þú veist af okkur í nágrenn- inu, megi góður guð styðja þig og styrkja á erfiðum stundum. Þínar ömmustelpur Hulda og Rannveig. Svo er um ævi öldungamanna sem um sumar – sól fram runna; hníga þeir á haustkvöldi hérvistardags hóglega og blíðlega fyrir hafsbrún dauðans. Gráti því hér enginn göfugan föður harmi því hér enginn höfðingja liðinn; fagur var hans lífsdagur, en fegri er upp runninn dýrðardagur hans hjá drottni lifanda. (Jónas Hallgrímsson.) Sólin kom upp, teygði sig í allar áttir og teygði sig inn til afa. Hún sagði „Eiríkur, í dag er þinn dagur“. Afi sagði „nei lof mér að vera leng- ur“. Afi barðist áfram eins og honum var lagið, þrjóskaðist og stóð fastur á sínu. Hvergi var ský á himnum og fallegri dag hefði varla verið hægt að panta í lok nóvember. Sólin hélt áfram að príla upp á himininn og sagði um hádegisbilið „Eiríkur! Þú veist að ég á að taka þig með mér í dag!“ Afi sagði „nei lof mér að vera aðeins lengur, það eru svo margir að koma“! Ég fann þetta svo á mér og ég flýtti mér til hans. Sólin reyndi að tefja mig á heiðinni og skein í augun á mér. Á Kambabrún horfði ég á sólina teygja sig utan af hafi og ég sá að hún var bara að bíða eftir afa. Hún hékk á hádeginu úti fyrir Eyrarbakka og kallaði í þriðja sinn. „Eiríkur! Ætlarðu ekki að fara að koma?“ Afi sagði aftur nei. Loksins þegar ég kom settist ég við hliðina á afa, þorði ekki strax að setjast fyrir framan hann, ég sat fyrir aftan hann og hélt í hann. Síðan vann ég í mig þor og gekk framfyrir rúmstokkinn og leit í augun á þessum mikla manni. Afi barðist fyrir hverjum andar- drætti og aftur sagði sólin í gegnum gluggann „Eiríkur, ég er að bíða eft- ir þér, þín er vænst annars staðar í dag“. Í augunum hans afa var mér ljóst að hann heyrði vel í sólinni og vissi hvað var í vændum. En afi, af því að hann er eins og hann er, sagði við sólina „ég er að deyja! Ekki þú! Ég dey þegar mér hentar“. Ég hélt í höndina á afa, horfði á fjölskylduna okkar sem stóð allt í kring og við hugsuðum öll til hinna sem voru komin til okkar í huganum. Hvergi ský á himni! Hurðin til himna stóð opin upp á gátt. Afi minn var þrjóskur og fylginn sér, harður í horn að taka og mikill baráttumaður. Þess vegna átti sólin fullt í fangi þennan dag. En hann gat nú samt aldrei alveg falið ljúf- linginn sem hann var inn við beinið. Ég gleymi því aldrei þegar ég var lítill strákur í sveitinni uppi á Espó. Ég lá á dýnunni við hliðina á rúminu hans og ömmu og afi las fyrir ömmu, framhaldssöguna úr Vikunni, þang- að til amma sofnaði. Ég skildi ekki söguna en ég skildi það að afi elsk- aði ömmu. Hann var duglegur! Af honum lærði ég að þeir uppskera einir, sem einhverju sá. Sólin var farin að síga og hún sagði aftur þreytulega en ákveðin „Eiríkur …“ „já ég veit“ sagði afi, „ég er alveg að koma“. Síðustu gest- irnir komu í flýti inn úr hversdags- amstrinu og settust í kringum afa og allir hinir sem áttu ekki heiman- gengt voru komnir í huganum til hans og sátu með okkur allt í kring- um rúmið. Afi var of veikur til að tala. Við hin, sem hefðum getað tal- að, fundum engin orð. Svo við þögð- um bara og héldum í hann og hvert utan um annað. Sólin var nú komin vestur að Þor- lákshöfn og klukkan farin að síga í fimm. Þá kom síðasta kallið og afa var ljóst að það var annaðhvort að fara í dag með sólinni eða taka áhættuna á því að það yrði aftur sól á morgun. En það spáði rigningu og hver vill ferðast í rigningu? Afi var búinn að vera veikur lengi og vildi ekki ferðast í rigningu. Hann gat sig hvergi hreyft en leit í huganum yfir herbergið og sleppti takinu. Á sama augnablikinu lagðist sólin niður í hafið úti fyrir Selvoginum. Sólin var farin með afa. Það var gott að afi fór með sólinni, rigningin er ekki spennandi ferðafélagi. Við grétum öll aðeins, en kannski mest yfir því að hann kvaldist ekki lengur. Það tók örugglega gott fólk á móti honum; Benjamín frændi, Stígur langafi með tóbaksdósina og fleiri. Þeir munu örugglega halda áfram að rökræða það rauða og það bláa og halda áfram að vera ósam- mála. Afi ber þeim vonandi kveðju mína. Ég kem þegar ég kem, en þangað til lít ég eftir ömmu og mömmu. Það var leiðinlegt að við náðum aldrei að tefla á skákborðinu sem ég gaf honum þegar ég kom frá Taílandi í haust, en hver veit nema við náum því næst þegar við hitt- umst. Svona upplifði ég 22. nóvember, daginn sem afi dó, alveg eins og í sögu! Einar Bárðarson. Marga dagana hef ég flýtt mér að klára heimavinnuna svo ég geti heimsótt langafa og langömmu og vildi ég alltaf stoppa lengi. Langafi fór út í búð eftir góðgæti handa mér og búin var til veisla fyrir mig, sem mér fannst oft klárast of fljótt þótt hún væri búin að vera allan daginn. Alltaf gat ég horft á myndbandi á það sem mig langaði að sjá og langafi las blöðin á meðan, sem ég hafði komið með til hans. Elsku langamma, ég ætla að vera duglegur að heimsækja þig áfram. Þinn Böðvar Dór. Vorið 1948 fluttu í Biskupstungur ung hjón ásamt börnum sínum, þau Eiríkur Sæland sem ráðinn var garðyrkjumaður að Stóra-Fljóti og kona hans Hulda Sæland og börn þeirra Sigríður og Gústaf. Þá hófust kynni mín af þessari fjölskyldu sem stækkaði með árunum og eru nú orðnir margir afkomendur þeirra hjóna. Árið eftir hófst bygging gróðrarstöðvarinnar Espiflatar þar sem þau áttu heima um fimmtíu ára bil. Ég var svo lánsamur að fá að vinna við byggingar og svo rekstur oft þegar þurfti með. Þá kynntist ég Eiríki mjög vel og tel hann hafa ver- ið einn af mínum bestu vinum. Ei- ríkur var framsækinn garðyrkju- maður og skilaði sínu dagsverki vel. Eiríkur var mikill bókamaður, víð- lesinn og hafði gaman af að tala um bækur. Marga góða bókina fékk ég lánaða hjá honum fyrir daga sjón- varpsins. Þá vorum við saman í Bridgeklúbbi nokkur ár sem eru ógleymanleg. Eiríkur var formaður Ungmenna- félags Biskupstungna um árabil og var drífandi stjórnandi í íþróttum og leikstarfsemi. Sá allra besti hvíslari sem við höfðum á þessum góðu ár- um. Þá sá hann um bókasafn félags- ins um árabil og bókakaup. Eiríkur var heiðursfélagi Ungmennafélags Biskupstungna. Ég sakna góðs vin- ar og samferðamanns í rúmlega hálfa öld með þökk fyrir margar góðar samverustundir. Mestur er samt söknuður konu hans og barna. Guð styrki aðstandendur alla á sorgarstundu. Vertu sæll vinur og góða ferð. Sigurjón Kristinsson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÓLMFRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR, dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði. Anna Freyja Eðvarðsdóttir, Karl G. Þórleifsson, Magnús Þorsteinsson, Erla Bára Gunnarsdóttir, Björn Þorsteinsson, Silvia Kimworn, Eiríksína Þorsteinsdóttir, Bessi Skírnisson, ömmu- og langömmubörn. Hugheilar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og samúð við fráfall okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVÖVU LÁRUSDÓTTUR, Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Seljahlíðar fyrir umhyggju og alúð í umönnun. Ragnheiður Kristín Karlsdóttir, Örn Árnason, Svala Karlsdóttir, Guðrún Hafdís Karlsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RÖGNVALDUR BJARNASON, Reynigrund 41, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju miðviku- daginn 4. desember kl. 15.00. Stefán Rögnvaldsson, Herdís Jónsdóttir, Birgir Rögnvaldsson, Guðrún Bergþórsdóttir, Rósa Rögnvaldsdóttir, Magnús Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, GUNNARS A. AÐALSTEINSSONAR frá Brautarholti, Kveldúlfsgötu 1, Borgarnesi. Steinunn Árnadóttir, Sólrún Gunnarsdóttir, Gylfi Már Guðjónsson, Hafdís Gunnarsdóttir, Nikulás Á. Halldórsson, Trausti Gunnarsson, Ástríður Gunnarsdóttir, Tryggvi Gunnarsson, Elsa Friðriksdóttir, Ingileif Aðalheiður Gunnarsdóttir, Magnús Valsson, Árný Guðrún Gunnarsdóttir, Guðjón Bjarnason, barnabörnin og langafabörnin. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, LAUFEYJAR VALDEMARSDÓTTUR SNÆVARR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki þjónustuíbúða á Dalbraut 27 fyrir einstaka umönnun og aðhlynningu. Birna H. Stefánsdóttir, Jón Bergsteinsson, Pétur Stefánsson, Hlíf Samúelsdóttir, Stefanía V. Stefánsdóttir, Gunnsteinn Stefánsson, Helga Snæbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Baldur Frederiksen, útfararstjóri. LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.