Morgunblaðið - 04.12.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 04.12.2002, Síða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SLÖKKVILIÐI höfuðborgarsvæðisins voru í gær afhentir tveir nýir björgunarbátar og nýr slökkviliðsbíll. Verða tækin í stöð liðsins á Reykjavíkurflugvelli og er með búnaðinum verið að efla slökkvi- og björgunarbúnað vallarins. Annar báturinn verður geymdur í skýli sem byggt hefur verið við sjósetningarbrautina í Nauthólsvík en hinn er í slökkvistöðinni á flug- vellinum. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri og Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra fluttu ávörp er tækin voru afhent. Sagði ráðherra að nú þegar Reykja- víkurflugvöllur hefði nýlega verið afhentur formlega eftir endurnýjun og með tilkomu þess- ara nýju tækja væri enn betur séð fyrir öryggis- málum vallarins. Kvað hann úrtöluraddir sem vildu flugvöllinn burtu hljóta að þagna þegar ljóst væri hversu vel væri búið orðið flugvell- inum. Björgunarbátarnir eru af Zodiak Mark V-gerð, 5,85 m langir og 2,48 m breiðir. Hvor bátur get- ur borið 15-20 menn og eru þeir búnir tveimur 50 hestafla Yamaha utanborðsmótorum sem geta knúið þá á 25 sjómílna hraða. Bátunum fylgja 2X10 metra uppblásanlegir björgunarflekar. Þeir eru vel búnir siglinga- og fjarskiptabúnaði, GPS staðsetningartækjum og fleiru. Slökkviliðsbíllinn er sá fullkomnasti sem er á flugvelli á vegum Flugmálastjórnar segir í frétt frá Flugmálastjórn. Hann er af gerðinni MAN með 420 hestafla vél og drif á öllum þremur há- singunum. Tvær vatnsbyssur eru á bílnum, önn- ur á þaki sem dælt getur fjögur þúsund lítrum á mínútu en hin að framan og getur hún dælt þús- und lítrum á mínútu. Tveir nýir björgunarbátar og slökkviliðsbíll í gagnið Nýi slökkviliðsbíllinn er fjær og eru sprautur bæði á þaki og framenda bílsins. Morgunblaðið/Júlíus Annar nýi björgunarbáturinn var sjósettur og prófaður í gær. Flugmálastjórn afhendir Slökkviliðinu búnað TRYGGINGASTOFNUN ríkisins (TR) verður falið að setja á fót tvo lyfjagagnagrunna til sameiginlegra nota fyrir TR, landlækni og Lyfja- stofnun, samkvæmt frumvarpi sem Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra lagði fram á Alþingi í gær til breyt- inga á lyfjalögum. Annar lyfjagagna- grunnurinn mun innihalda persónu- greinanlegar upplýsingar en hinn ópersónugreinanlegar upplýsingar um afgreiðslu lyfja til sjúklinga. Tryggingastofnun ríkisins, Lyfja- stofnun og landlækni verður heimill aðgangur að persónugreinanlegum upplýsingum í lyfjagagnagrunninum, „í því skyni að koma í veg fyrir mis- notkun ávana- og fíknilyfja og færa sönnur á ætlaða ólögmæta háttsemi, að greina og skoða tilurð lyfjaávísana með tilliti til lyfjakostnaðar og til end- urgreiðslu lyfjakostnaðar einstak- lings,“ eins og segir í ákvæðum frum- varpsins. Tilgangurinn með frumvarpinu er að herða eftirlit með ávana- og fíkni- lyfjum, koma í veg fyrir misnotkun þeirra og færa sönnur á ætlaða ólög- mæta háttsemi. Er að því stefnt að gagnagrunnarnir verði að fullu komn- ir í notkun 1. janúar 2005. Samkvæmt frumvarpinu getur landlæknir sótt upplýsingar um ávísanir lækna og lyfjanotkun milliliðalaust beint í per- sónugreinanlega lyfjagagnagrunn- inn, verði frumvarpið að lögum. „Verði landlæknir þess áskynja að ávísun eða notkun ávana- og fíknilyfja sé ólögmæt er nauðsynlegt að hægt sé að bregðast skjótt og auðveldlega við svo að grípa megi til viðeigandi ráðstafana. Rafrænum gagnagrunni er ætlað að bæta úr og auka skilvirkni þess eftirlits sem fram til þessa hefur verið haft með ávísun lækna á ávana- og fíknilyf,“ segir í skýringum við frumvarpið. Varðveisla og vinnsla Lyfsölum er skylt skv. núgildandi ákvæðum lyfjalaga að afhenda TR rafrænar upplýsingar um afgreiðslu lyfja og er landlækni heimilt að kalla eftir tölvuskráðum upplýsingum frá apótekum. Í athugasemdum með frumvarpinu er hins vegar bent á að ekki sé sérstaklega kveðið á í lögum um heimild til varðveislu og vinnslu þessara upplýsinga. „Nauðsynlegt er að lögfesta skýra heimild Tryggingastofnunar ríkisins til að koma á fót og reka lyfjagagna- grunna. Þá þarf samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónu- upplýsinga að geta þess hver sé ábyrgðaraðili grunnanna. Lögfesta þarf beinan aðgang landlæknis að persónugreinanlega gagnagrunnin- um í stað þess að hann þurfi að kalla eftir þeim í tölvutæku formi til við- komandi lyfsala. Þá er nauðsynlegt að kveða skýrar á um eftirlit landlæknis og Lyfjastofnunar með ávana- og fíknilyfjum,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Skilyrði sett fyrir aðgangi TR fær aðgang að persónugrein- anlega gagnagrunninum þegar fyrir liggur samþykki sjúkratryggðs ein- staklings til afgreiðslu máls hans og einnig til að kanna lyfjaávísanir og ávísanavenjur lækna vegna eftirlits með lyfjakostnaði. Lyfjastofnun fær aðgang að grunn- inum þegar rökstuddur grunur leikur á um fölsun lyfseðils fyrir ávana- og fíknilyfi eða að tilurð hans hafi orðið með öðrum ólögmætum hætti. Einnig fær Lyfjastofnun aðgang að grunn- inum þegar rökstuddur grunur leikur á að um ranga afgreiðslu lyfjaávísun- ar á ávana- og fíknilyf sé að ræða. Landlæknir fær aðgang að per- sónugreinanlega gagnagrunninum í fyrsta lagi þegar einstaklingur fær ávísað miklu af ávana- og fíknilyfjum frá mörgum læknum. Í öðru lagi þeg- ar læknir ávísar ávana- og fíknilyfjum á sjálfan sig og í þriðja lagi þegar ein- staklingur fær ávísað meira af ávana- og fíknilyfjum en eðlilegt getur talist á tilteknu tímabili, skv. ákvæðum frumvarpsins. „Dæmi eru um að fíkniefnaneyt- endur gangi á milli lækna og fái ávís- un á ávana- og fíknilyf til eigin neyslu eða jafnvel sölu, oft til að fjármagna neyslu. Nauðsynlegt er að stemma stigu við slíkri óheillaþróun með auknu eftirliti. Þá geta þau tilvik m.a. komið upp að læknir ávísar sjálfum sér óhóflegu magni ávana- og fíkni- lyfja til eigin nota. Því er mikilvægt að landlæknir geti, í undantekningartil- vikum, fengið beinan aðgang að per- sónugreinanlegum upplýsingum á rafrænu formi. Þannig getur hann greint vandamálið á mun markvissari og skjótari hátt en áður var hægt og gripið fyrr til viðeigandi aðgerða. Til- gangurinn er að herða eftirlit með ávana- og fíknilyfjum, koma í veg fyr- ir misnotkun þeirra og færa sönnur á ætlaða ólögmæta háttsemi. Þá er til- gangur ákvæða um aðgang Trygg- ingastofnunar ríkisins að persónu- greinanlegum upplýsingum um sjúklinga í gagnagrunni að auka þjón- ustu við sjúkratryggða og einfalda vinnslu við endurgreiðslur sam- kvæmt réttindum þeirra, þó að því skilyrði uppfylltu að sjúklingur sam- þykki vinnsluna. Augljóst hagræði er fyrir sjúkratryggðan að hafa á einum stað upplýsingar um lyfjanotkun sína auk þess sem það getur auðveldað endurgreiðslur vegna lyfjakostnaðar. Þá er nauðsynlegt fyrir Trygginga- stofnun að geta kannað tilurð lyfja- ávísana og ávísanamynstur lækna til að geta rækt eftirlitshlutverk sitt með lyfjakostnaði,“ segir í athugasemdum með frumvarpinu. Gert er ráð fyrir að til að sinna auknu eftirliti með ávana- og fíknilyfjum þurfi að ráða viðbót- arstarfsmann að embætti landlæknis. 15,3 milljónir í hugbúnað Áætlaður kostnaður við að smíða hugbúnað gagnagrunnanna tveggja er 15,3 milljónir án virðisaukaskatts, 8,4 milljónir eru áætlaðar til kaupa á miðtölvu og gagnageymslubúnaði til að hýsa grunninn og gerir fjármála- ráðuneytið ráð fyrir að stofnkostnað- ur TR verði 11,6 millj. kr. á næsta ári og 12,1 millj. kr. árið 2004 en lögin eiga að vera komin að fullu til fram- kvæmda 2005. Heilbrigðisráðherra leggur fram frumvarp um aukið eftirlit þriggja stofnana með lyfjum Persónugreinan- legum lyfjagagna- grunni komið á fót Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalags Íslands, segir að með bréfinu sé öryrkjum sýnd lítils- virðing og hvetur hann þá sem eru hikandi í afstöðu sinni til efnis þess, til að bíða eftir áliti Persónuverndar á efni þess og lögmæti. „Í bréfinu er fólk látið halda að stjórnarskrávernduð réttindi þess séu bundin því skilyrði að maki þess veiti starfsmönnum TR galopna heimild til að afla beint og milliliða- laust gagna sem öðrum og óskyldum aðilum er gert að gæta trúnaðar um, sem vitaskuld er óframkvæmanlegt. Til að kóróna þetta makalausa erindi er ekki einu sinni haft fyrir því að vísa til lagaheimildar. Það er regin- munur á beiðni um upplýsingar og því að vilja fá heimild til að gramsa út og suður í persónuuplýsingum ör- yrkja og maka þeirra.“ TRYGGINGASTOFNUN ríkisins sendi rúmlega 39 þúsund bótaþegum TR bréf í síðustu viku þar sem fram kemur að makar bótaþega séu skyld- ugir til að veita upplýsingar um tekjur sínar. Karl Steinar Guðnason, forstjóri TR, segir stofnunina vera að framfylgja lagaskyldu, á grund- velli persónuverndarákvæða laga um almannatrygginga þar sem TR verður að fá samþykki maka bóta- þega vegna tekjutengdra bóta. Fái TR ekki umræddar upplýsingar hafi TR ekki heimild til að greiða tekju- tengdar bætur. Karl Steinar segir að með þessu sé verið að innleiða nýtt fyrirkomulag með því að fyrirbyggja eftir mætti van- og ofgreiðslur til bótaþega. „Við teljum að þetta sé til hagsbóta og þæginda bæði fyrir bótaþega og Tryggingastofnun,“ segir hann. Bótaþegar beðnir um upplýsingar um tekjur maka SAMÞYKKT var á fundi borgar- ráðs Reykjavíkur í gær að beina því til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að hún láti gera úttekt á bygg- ingarkostnaði nýrra höfuðstöðva fyrirtækisins og skili skýrslu um málið til borgarráðs; „... verði m.a. skoðað hvernig áætlanir hafa staðist og hver kostnaður er á fermetra í samanburði við aðrar byggingar sem reistar hafa verið til svipaðra nota, s.s. Ráðhúsið, nýbyggðan þjónustuskála Alþingis, náttúru- fræðihús og hús Íslenskrar erfða- greiningar,“ segir í samþykkt meiri- hluta borgarráðs. Um var að ræða breytingartillögu sem borgarfulltrúar Reykjavíkur- lista lögðu fram við tillögu sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram varðandi kostnað við hinar nýju höfuðstöðvar OR. Var til- laga fulltrúa R-listans samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Eðlilegt að borgarráð ákveði hvernig úttektin er gerð Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins létu bóka að þeir ítrekuðu það sjónarmið að eðlilegt væri að borgarráð ákvæði hvernig skyldi gera úttekt fyrir hönd borgarinnar á því hver væri kostnaður vegna höfuðstöðva OR og flutnings þang- að. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkur- lista létu á móti bóka að þeir treystu fulltrúum listans í stjórn OR fylli- lega til að fela óháðum aðila að gera úttekt á þessum málum. Úttekt á bygging- arkostnaði höfuðstöðva OR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.