Morgunblaðið - 04.12.2002, Side 26

Morgunblaðið - 04.12.2002, Side 26
Borgin á le sitt gamla h HÓTEL Borg hefur opnað aftureftir breytingar með glæsilegujólahlaðborði sem verður á boð-stólum fram að jólum. Búið er að rífa niður innréttingar sem settar voru upp í sumar og „Borgin er á leið í sitt gamla horf“ eins og Eyþór Arnalds, fram- kvæmdastjóri Lífstíls hf., sem tekið hefur yfir veitingarekstur hótelsins, orðar það. Samningur Lífstíls við Hótel Borg ehf., er til tíu ára en á þeim tíma er m.a. fyr- irhugað að færa veitingasalina í uppruna- legt horf, eins og þeir voru er Jóhannes Jósefsson, íþrótta- og athafnamaður, lét reisa hótelið fyrir rúmum 70 árum. Eig- endur Lífstíls eru auk Eyþórs, Árni Þór Vigfússon og Kristján Ra. Kristjánsson á Skjá einum og Sveinbjörn Kristjánsson. Fólk kann að spyrja sig af hverju verið sé að ráðast í framkvæmdir nú aðeins nokkrum mánuðum eftir að ráðinn var breskur arkitekt til að endurhanna veit- ingasali Borgarinnar. Þegar Morgunblaðið ræddi í sumar við þáverandi rekstraraðila kom fram að markmiðið með breytingun- um væri að halda í upprunalegan art-deco- stíl hótelsins frá 1930. Fram kom að allar innréttingar og nær öll húsgögnin væru sérsmíðuð fyrir veitingasali Borgarinnar og þau ættu að endast og að engar frekari breytingar væru fyrirhugaðar á næstunni. Spurður um þetta segir Eyþór að menn hafi almennt verið óánægðir með umrædd- ar breytingar sem hafi í raun alls ekki ekki verið í þeim anda sem upprunalega var í húsinu. Og hann bætir við: „Það má segja að Tómas Tómasson hafi endurreist Borgina á sínum tíma að miklu leyti. Síðan hefur þetta verið að drabbast niður smátt og smátt.“ Gamlar freskur undir málningu Búið er að klára alla grófvinnu í tengslum við endurbætur á veitingasölum en síðan er ráðgert að taka til við end- urbæturnar að nýju í janúar þegar jóla- skrautið verður tekið niður og þá á að huga að smáatriðunum. Kostnaður við breyting- arnar fram að þessu er eitthvað undir 10 milljónum króna, að sögn Eyþórs. Gamla eikargólfið í Gyllta salnum sem lá lítið skemmt undir núverandi innréttingu hefur verið pússað upp og speglahurðirnar verða komnar á sinn stað á næstu dögum. Í Pálmasal er ennþá korkur á gólfum en til stendur að skipta honum út fyrir parket. En verður ekki erfitt að ná fram gamla stílnum á hótelinu eftir ýmsar breytingar í gegnum áratugina? „Jú, vissulega en það má segja að við séum heppin með það að í langan tíma hef- ur allt verið geymt. Það eru til gamlar ljósakrónur og ýmsir aðrir munir. Síðan fáum við menn til að mála í þessum gamla stíl,“ upplýsir Eyþór. Lengi var Gyllti salurinn skreyttur freskum eftir Þjóðverjann Van Grossen og var viðfangsefnið úr egypskum sögum. Myndirnar eru nú að mestu horfnar undir lög af málningu. Á einum stað getur þó að líta brot af upprunalegri skreytingu og segir Eyþór að verið sé að athuga hvort hægt sé að fletta málningunni af og lag- færa myndirnar sem áður prýddu salinn. Postulín frá Póllandi Þá er einnig í athugun að fjölga dyrum á nýjan leik sem tengja Gyllta salinn við bak- herbergin þar sem Skuggabarinn var áður en nú er bóka- og viskíbar. Eyþór leggur mikið upp úr því að sem mest af gömlum munum frá hótelinu kom- ist í endurnýjun lífdaga. Upphaflegu stól- arnir og ýmsir aðrir munir eru að vísu löngu glataðir en til stendur að fá hand- verksmenn til að gera nákvæmar eftirlík- ingar af öllu því sem prýddi hótelið fyrir rúmum sjötíu árum. Hann upplýsir meðal annars að viðræður hafi verið í gangi við pólska postulínsverksmiðju um framleiðslu á matarstelli með HB einkennismerkinu eins og borið var á borð á árum áður. „Það er hægt að sjá þetta allt saman á myndum, mjög nákvæmlega hvernig þetta var. Við vinnum þannig með þetta að þetta sé eins og tímavél sem fólk gengur inn í.“ Eyþór bætir við að þegar breytingarnar verði um garð gengnar muni fólk í raun ganga inni í hótel sem verði mun nær því að vera upprunalegt. Systurnar Móeiður og Ásgerður Júníus- Nýir rekstraraðilar ráðast í br Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Lífstíls hf., í Pálmasa Café Borg. Suðurinngangurinn verður gerður upp í janú kaffigestum til viðbótar við hótelinnganginn. Nýir aðilar hafa tekið við rekstri veitingasala Hótel Borgar og stefna að því að færa þá í upprunalegt horf. Þá eru uppi hugmyndir um að tvöfalda gistirými hótels- ins og jafnvel byggja bíla- geymslu neðanjarðar. Krist- ján Geir Pétursson kynnti sér breytingarnar sem fyrir- hugaðar eru á hótelinu. 26 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Eitt og hálft á í byggingu Í ÆVISÖGU Jóhannesar Jósefssonar, Jó- hannes á Borg, sem skráð er af Stefáni Jónssyni er vikið að byggingu Hótel Borg- ar í lokakafla bókarinnar. Jóhannes var 47 ára þegar hann sneri heim til Íslands árið 1927 eftir að hafa æft og sýnt glímubrögð erlendis um tveggja áratuga skeið. „Nú gekk ég á milli manna í fébón, því ég kom heim með eina 120 þúsund dollara frá Ameríku, eða um 500 þúsund krónur, sem var meira fé en ekkert árið 1927. En ég þurfti stuðning, meðal annars til að fá lóð undir hótelið, og þann stuðning fékk ég ekki. Viðbrögðin voru eitthvað á þá lund að það væri nú svona og svona að vera að láta lóð undir hótel, sem ekki væri einu sinni víst að neinn fengur væri í að láta byggja.“ Jóhannes nefnir að aðeins einn valda- maður hafi stutt hann til dáða í því máli en það var Jónas Jónsson ráðherra. Jónas taldi að hátíðarhöld í tilefni 1.000 ára af- mælis Alþingis væru nauðsynlegt til að undirbúa lokaáfanga í sjálfstæðismálinu og að slíka hátíð væri ekki unnt að halda nema Íslendingar ættu gistihús sem hæfði erlendum þjóðhöfingjum. Úr varð að Jó- hannes keypti lóð undir hótelið af Íslands- banka og samdi því næst við Guðjón Sam- úelsson húsameistara um aðstoð við hótelbygginuna. Um verkið sjálft segir Jóhannes: „ … ég var skínandi heppinn með iðn- aðarmen sá um mú um trésm verka, en hvorn til gamla va Ef ég hef isvatni he og sagt m þurfti ég hönd hon gamansö sjálfu. En hva ingasal H gistihúsið mánuðum var tilbúi milljónir Opinb Um ára veislur hé Þá var Bo margra f heim. Árið 19 flugmaðu leikkonan 1944, ban árið 1947 svo dæmi dætur hafa hótelsins o myndavinn lega fanns króna í hús upprunaleg Ljósakrón blasir við g Silfu Að sögn geti áfram fengið sér áratugum salur fram elinu verð sölustaður tengslum Víkingur S arstjóri ve son hefur v hafa þeir m hótelgeiran að á veitin Holti. Þá eru þar sem ÚTGÁFA HINS ÍSLENZKA FORNRITAFÉLAGS Hið íslenzka fornritafélag hefurgefið út annað bindi Biskupasagna af fimm fyrirhuguðum en í því eru sögur af Skálholtsbiskupum frá upphafi og fram að dauða Páls Jónsson- ar biskups árið 1211. Þeir Jóhannes Nordal, forseti Fornritafélagsins, og Jónas Kristjánsson, ritstjóri útgáfunn- ar, afhentu Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra fyrsta eintakið í síðustu viku en það er forsætisráðuneytið sem styrk- ir útgáfu Biskupa sagna í tilefni af þús- und ára afmæli kristnitöku á Íslandi. Útgáfa þessara verka sætir nokkrum tíðindum því þessar sögur hafa ekki verið gefnar út í vandaðri heildarútgáfu síðan á árunum 1858–78 en þá gáfu Guð- brandur Vigfússon og Jón Sigurðsson þær út á vegum Bókmenntafélagsins. Eins og nafnið bendir til segja Bisk- upa sögur af biskupum til forna en al- gengt var að þær væru skráðar að þeim látnum til að lýsa lífshlaupi þeirra og af- rekum. Þannig var m.a. rennt stoðum undir orðstír þeirra sem heilagra manna og gátu þær því aukist að vöxt- um eftir því sem áheit á hinn helga mann rættust. Þetta á einmitt við um þá lengstu þeirra, sem prentuð er í þessu bindi; sögu Þorláks helga, en hann var höfuðdýrlingur Íslands í kaþólskum sið þótt hann hlyti ekki formlega viður- kenningu páfa fyrr en 1984. Í inngangsorðum sínum að útgáfunni segir Jónas Kristjánsson ýmsa lesend- ur hafa fundið biskupasögum það „til foráttu að vera of gagnteknar af trúar- legum og yfirnáttúrlegum hlutum“, en bendir jafnframt á sögulegt heimilda- gildi þess sem þar er sagt frá. „Þær bregða upp margbreytilegum og áhrifa- miklum myndum af lífi feðra okkar; við dagleg störf og í margháttuðum sjúk- dómum og erfiðleikum, ljóslifandi myndum ólíkum þeim sem gefur að líta annars staðar í rituðum heimildum,“ segir Jónas. Vægi biskupasagna í ís- lenskri menningarsögu er því mikið því auk þeirra efnislegu heimilda sem þær geyma er einnig fólginn í þeim áhuga- verður fróðleikur um ritunartíma þeirra. Eins og fram kom í frétt hér í blaðinu sl. miðvikudag var Sigurður Nordal fyrsti útgáfustjóri Fornritafélagsins en hann ritaði einmitt formála að fyrstu bókinni, Egilssögu, sem kom út á vegum þess árið 1932. Síðan þá hefur félagið staðið fyrir þeim veglegu útgáfum á fornbókmenntunum er flestum Íslend- ingum eru vel kunnar en þær telja nú allar Íslendingasögurnar, Heims- kringlu, nokkrar af Konunga sögum og Orkneyinga sögu, auk Biskupa sagna nú síðast. Þessi rit hafa skipað virðing- arsess í huga landsmanna um áratuga- skeið enda óhugsandi annað en að sú þjóð er byggir menningararf sinn í jafn- ríkum mæli á bókmenntum og Íslend- ingar eigi öll varðveitt rit íslenskra fornbókmennta í góðri og aðgengilegri útgáfu. Ásdís Egilsdóttir, sem annaðist út- gáfuna á þessu nýja bindi, vísar í for- mála sínum til höfundar Hungurvöku, eins ritanna sem þar er prentað, og seg- ir: „Með rituninni varðveitir hann þekk- ingu liðins tíma og ætlar hana framtíð- inni, hinum ungu mönnum sem hann vill laða að þessari þekkingu í skráðu formi.“ Líta má svo á að hlutverk útgáfu Hins íslenzka fornritafélags sé hið sama enda er það skylda samtímans að bera allt það sem varðveist hefur frá gullöld fornritanna áfram til komandi kyn- slóða. LOKANIR LEIKSKÓLA Ákvörðun Leikskóla Reykjavíkurum að loka öllum leikskólum í Reykjavík í einn mánuð næsta sumar hefur vakið misjöfn viðbrögð. Margt er enn óljóst í þessu sambandi og til að mynda liggur ekki fyrir hvort öllum leikskólum borgarinnar verður lokað á sama tíma. Markmið þessarar aðgerð- ar er að ná um tólf milljóna króna sparnaði í rekstri leikskólanna. Bergur Felixson, framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, segir í Morgunblaðinu í gær að skólarnir hafi ekki fengið eins mikil fjárframlög og þeir hefðu viljað og því verði að spara á móti. Það er skiljanlegt og virðingarvert að Leikskólar Reykjavíkur skuli vilja halda sig innan þeirra fjárveitinga sem stofnuninni hefur verið úthlutað. Hins vegar verður ekki hjá því litið að þetta getur haft í för með sér röskun á hög- um margra foreldra og valdið þeim óþægindum. Ekki er sjálfgefið að for- eldrar geti tekið sér sumarleyfi á sama tíma og leikskóli barna þeirra er lok- aður. Raunar er það nú svo að á mörgum leikskólum hefur ekki verið boðið upp á mikinn sveigjanleika þegar sumarlok- anir eru annars vegar og í nokkrum sveitarfélögum hefur þeirri reglu verið fylgt að öllum leikskólum er lokað á sama tíma. Í sumum ríkjum á meginlandi Evr- ópu hefur það tíðkast að flestar stéttir taki sumarleyfi sín á sama tíma. Þetta á til dæmis við um Frakkland þar sem þjóðfélagið lamast að miklu leyti í ágústmánuði þegar flestir leggja niður vinnu og streyma suður til Miðjarðar- hafsins. Engin slík hefð er hins vegar fyrir hendi hér á landi og flest fyrirtæki og stofnanir halda uppi órofinni starfsemi yfir sumarmánuðina þótt í mörgum til- vikum sé dregið úr henni vegna sum- arleyfa starfsfólks. Í nútímasamfélagi er gerð krafa um að þjónusta sé samfelld og hefur þró- unin frekar verið í þá átt að auka hana á síðustu árum en draga úr henni. Þannig eru nú margar verslanir opnar alla daga vikunnar og þeim frídögum fækkar þar sem flest starfsemi liggur meira og minna niðri. Til að hægt sé að halda uppi órofinni starfsemi og þjónustustigi verða fyrir- tæki og stofnanir að skipuleggja sum- arfrí og vaktir starfsmanna með þeim hætti að það bitni ekki á þjónustunni. Það myndi líklega ekki mælast vel fyrir ef til dæmis forsvarsmenn verslana, banka eða mikilvægra opinberra stofn- ana tækju ákvörðun um að loka fyrir- tækjunum svo vikum skipti. Foreldrum sem eru í þeirri stöðu að geta ekki ráðið sumarleyfi sínu þykir það skiljanlega sárt að eiga þess hugs- anlega ekki kost að verja fríi sínu með börnunum. Fyrir margar fjölskyldur eru sumarleyfisvikurnar mikilvægustu samverustundir ársins. Að sama skapi gæti það valdið röskun á starfsemi ein- stakra fyrirtækja ef of margir starfs- menn vilja taka út leyfisdaga sína á sama tíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.