Morgunblaðið - 04.12.2002, Side 41
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 41
ÞAÐ VAR lokað fyrir heita vatnið í
síðustu viku, í fjórða sinn á einu
ári.
Ástæðan var tæp 90.000 kr.
skuld á sameiginlegum hita þriggja
íbúðaeiganda í húsinu. Ein eignin í
húsfélaginu hefur verið á nauðung-
aruppboði í meira en ár, og á henni
hvílir skuldin. Sýslumannsembætt-
ið hefur dregið lappirnar allt þetta
ár og enginn úrskurður fallið um
þessa skuld, né annað. Aðrir hús-
félagslimir hafa ítrekað liðið vegna
þessa og verið svarað með skætingi
þegar beðið er um úrslausn mála.
Hver heilbrigður maður yrði vit-
laus af að þurfa að búa svona
ástand, hvað þá þeir sem sjúkir
eru. Einn húsfélaga kom að íbúð
sinn kaldri og tilkynningu frá
Orkuveitunni um að lokað væri fyr-
ir heita vatnið vegna skulda. Hann
var kannski ekki rétti maðurinn til
að taka við svona skilaboðum, bú-
inn að vera á geðdeild Landspít-
alans í á aðra viku til að geta tekið
til við uppvaskið sem beið hans
heima. Þar var hins vegar ekki að-
eins 10 daga gamalt uppvask, held-
ur og einnig ísköld íbúðin.
Ég spyr: hvar er samábyrgðin?
Af hverju er þessi maður sendur
heim af sjúkrastofnun án þess að
nokkuð sé vitað um heimilishagi
hans? Og annað. Af hverju kemur
Orkuveita Reykjavíkur svona fram
við viðskiptaaðila sinn sem alltaf
hefur staðið í skilum? Af hverju
hlustar hún ekki á kvörtun viðkom-
andi heldur ætlast til að hann
greiði skuld af þrotabúi sem er í
málsmeðferð, skuld sem hann á
enga sök á? Hvor hefur meiri þörf
fyrir sanngirni, Orkuveita Reykja-
víkur, sem er að undirbúa bygg-
ingu glæsihallar fyrir starfsmenn
sína, eða öryrki sem var svo óhepp-
inn að kaupa íbúð í húsi þar sem
skuld hvílir á húsfélagi?
TORFI K. STEFÁNSSON
HJALTALÍN, Klapparstíg 11.
Orkuveita Reykjavík-
ur og smælingjarnir
Frá Torfa K. Stefánssyni Hjaltalín:
FRÉST hefur að borgaryfirvöld
hugleiði að loka leikskólum í Reykja-
vík næsta sumar. Samkvæmt frétt á
vísi.is telur Bergur Felixson, fram-
kvæmdastjóri Leikskóla Reykjavík-
ur, að „slíkt geti gengið upp hjá flest-
um foreldrum“ og bendir síðan á að
„gæsluvöllum fjölgi á sumrin“.
Við foreldrar ungra barna sem
njóta þjónustu Leikskóla Reykjavík-
ur teljum að börnum sé ekki best
þjónað með því að sumarið sé eitt-
hvað sem geti „gengið upp hjá flest-
um foreldrum“. Okkar skoðun er að
börnunum sé best þjónað með því að
þeirra sumarfrí geti verið á sama
tíma og sumarfrí foreldranna, en
ekki á einhverjum öðrum tíma. Loki
leikskólarnir er við búið að margir
þurfi að bjarga sér fyrir horn með
því að ráða hálfstálpuð börn sem
barnapíu, eða leita á náðir ættingja.
Gæsluvellir geta aldrei komið í stað
heilsdagsleikskóla.
Fyrir börnin er það ekki góð lausn
að verða þannig að vandamáli sem
þarf að leysa. Bergur talar einnig um
að leikskólum sé lokað í mörgum ná-
grannasveitarfélögum. Við teljum
það ekki vera góða framtíðarsýn fyr-
ir Leikskóla Reykjavíkur ef alltaf á
að miða við að lækka þjónustustig til
jafns við það versta sem gerist ann-
ars staðar. Frekar væri ástæða að
horfa til hinna sveitarfélaganna sem
gera betur og reyna að skáka þeim.
Sumarfríið á að vera tilhlökkunar-
efni fjölskyldunnar, tími þar sem
fjölskyldumeðlimir geta notið sam-
vista og safnað kröftum.
Ekki gera sumarið að púsluspili og
martröð fyrir barnafjölskyldur! Við
undirrituð skorum á borgaryfirvöld
að samþykkja ekki tillögu um sum-
arlokun leikskóla.
GUÐRÚN A. SÆVARSDÓTTIR
og ÞÓRÐUR MAGNÚSSON,
Ljósalandi 4
HALLDÓR PÁLSSON,
Safamýri 56
BENEDIKT HELGASON,
Haukshólum 6
GRÓA MÁSDÓTTIR,
Háaleitisbraut 37
ÁSTRÍÐUR GUÐRÚN
EGGERTSDÓTTIR,
Hamravík 16
Sumarlokun
leikskóla
Frá Guðrúnu A. Sævarsdóttur,
Þórði Magnússyni, Halldóri Páls-
syni, Benedikt Helgasyni, Gróu
Másdóttur og Ástríði Guðrúnu
Eggertsdóttur:
Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 553 2300
Góðir skór
Skóbúðin
Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15.
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15
Þú færð jólagjafirnar
fyrir starfsfólkið hjá okkur
Jólagjafir
starfsfólksins