Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brú- arfoss og Goðafoss koma og fara í dag. Mánafoss og Arnarfell koma í dag. Haukur fer í dag. Fréttir Bókatíðindi 2002. Núm- er sem dregin voru út dagana, 1. des. 4336, 2. des. 61698, 3. des. 62921 og 4. des. 23624. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Sólvalla- götu 48. Skrifstofa s. 551 4349, opin miðvikud. kl. 14–17. Flóamarkað- ur, fataúthlutun og fata- móttaka opin annan og fjórða hvern miðvikud. í mánuði kl. 14–17, s. 552 5277 Mannamót Aflagrandi 40. Verslun- arferð í Hagkaup í dag kl. 10. Opið hús fimmtu- daginn 5. desember frá kl. 19.30–22. spiluð fé- lagsvist sem hefst kl. 20, kaffi og kleinur. Fólk á öllum aldri velkomið. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofa, kl. 13 spilað. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–12 glerlist, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–10.30 Bún- aðarbankinn, kl. 13–16.30 spiladagur, bridge/vist, kl. 13–16 glerlist. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud: kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kórs eldri borgara í Damos. Laugard: kl. 10–12 bók- band, línudans kl. 11. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–14 aðstoð við böðun, kl. 10–10.45 leikfimi, kl.14.30–15 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus, hár- greiðslustofan opin kl. 9–16.45 nema mánu- daga. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9 silki- málun, kl. 13–16 körfu- gerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11–11.30 leikfimi, kl. 13.30 banka- þjónsuta Búnaðarbanka. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, mosaik, gifs og íslenskir steinar og postulínsmálun, hár- greiðslustofan opin 9–14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna, kl 13.30 enska, byrjendur. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Leikfimi sam- kvæmt stundaskrá, kl. 13.30 trésmíði, kl. 14 klippimyndir og handa- vinnuhornið. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16.30–18. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Tré- skurður kl 9, myndlist kl. 10–16, línudans kl. 11, glerskurður kl 13, pílu- kast kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin kl. 10–13. Morgun- kaffi, blöðin og matur í hádegi. Miðvikudagur: Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði Glæsibæ kl. 10. Söngfélag FEB kóræf- ing kl. 17. Línudans- kennsla Sigvalda kl. 19.15. Jólafagnaður í Ás- garði Glæsibæ hefst kl. 20. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12 sími. 588-2111. Félag eldri borgara, Suðurnesjum. Selið, Vallarbraut 4, Njarðvík. Kl. 14 félagsvist alla miðvikudaga. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn, myndlista- sýning Árna Sighvats- sonar stendur yfir. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 9.30 boccia, kl. 10.45 hæg leikfimi, kl. 13 félagsvist, kl. 15–16 viðtalstími FEBK, kl. 16 hring- dansar, kl. 17 bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 10 ganga, kl. 9.05 leikfimi kl. 9.55 stólaleikfimi, kl. 13 keramikmálun. Af- mælis- og aðventufagn- aðurinn hefst kl. 14 í dag. Fjölbreytt dagskrá. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, bútasaum- ur, útskurður, hár- greiðsla og fótaaðgerð, kl. 13 bridge, harðangur og klaustur. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, föndur og jóga, kl. 10 jóga, kl. 13 dans- kennsla framhaldshóp- ur, kl. 14 línudans, kl. 15 frjáls dans og teiknun og málun. Fótaaðgerðir og hársnyrting. Allir vel- komnir. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmtud: Kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10– 11 samverustund, kl. 9– 16 fótaaðgerðir, kl. 13– 13.30 banki, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi, verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 9–16 fóta- aðgerð og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 10.30–11.30 jóga, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tré- skurður. Föstudaginn 6. desember verður hand- verkssala og myndlista- sýning nemenda frá kl.13–16. Margt góðra muna í boði. Kl. 14.30–16 dansað við lagaval Sig- valda, rjómaterta með kaffinu, allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerðir, morgun- stund, bókband og búta- saumur, kl. 12.30 versl- unarferð, kl. 13 hand- mennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband. Kvenfélagið Aldan Jóla- fundurinn er í kvöld kl. 20 í Borgartúni 18. 3. hæð. Munið jólapakk- ana. Sjögrens áhugahóp- urinn. Kaffispjall í kvöld kl. 20 á Kaffi Mílanó, Faxafeni. Lífeyrisþegadeild SFR. Árlegur jólafundur deildarinnar verður haldinn laugardaginn 7. desember kl. 14 í félags- miðstöðinni Grettisgötu 89, 4 hæð. Þátttaka til- kynnist skrifstofu SFR. sími 525 8340. Kvenfélag Fríkirkjunn- ar í Reykjavík. Jóla- fundurinn verður 5. des- ember í safnaðarheimil- inu laufásvegi 13 og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Munið eftir jóla- pökkunum. Kvenfélagið Hrönn. Jólafundurinn verður haldinn fimmtudaginn 5 des. kl. 19 í sal Flug- virkjafélagsins, Borg- artúni 22. Hátíðar- stemmning og jólahlað- borð. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík, jólafundur- inn verður fimmtudag- inn 5. desember í Höllu- búð (Sóltúni 20) Fundur- inn hefst kl. 20 stundvís- lega með borðhaldi. Starf aldraðra í Bú- staðakirkju. Ferðin til Akraness í dag, tekið verður þátt í starfi aldr- aðra þar. Farið frá kirkj- unni kl. 13. Skagfirðingafélagið í Reykjavík. Jólafundur í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 4. desember og hefst með borðhaldi kl. 19. Tilkynna þarf þátt- töku til Steinunnar í síma 565 8649. Minningarkort Landssamtökin Þroska- hjálp. Minningarsjóður Jóhanns Guðmunds- sonar læknis. Tekið á móti minningargjöfum í síma 588-9390. Í dag er miðvikudagur 4. desember 338. dagur ársins 2002. Barbáru- messa. Orð dagsins: Anda sannleik- ans, sem heimurinn getur ekki tekið á móti, því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann, því hann er hjá yður og verður í yður. (Jóh. 14, 17.) Víkverji skrifar... ÞAÐ er algengt að bjöllunni séhringt heima hjá Víkverja af sölufólki sem er að bjóða harðfisk, jólakort eða kartöflur og af krökkum sem eru að safna fyrir íþróttavið- burðum með sölu á ýmsum varningi. Eitt síðdegið fyrir skömmu þegar bjöllunni var hringt heima hjá Vík- verja stóð úti vingjarnlegur mið- aldra maður með tvö börn. Hann vildi kynna fyrir Víkverja Votta Je- hóva og koma inn eða að minnsta kosti gefa heimilisfólkinu bæklinga. Víkverji afþakkaði boðið kurteislega og hélt að þar með væri samskiptum þeirra lokið. En maðurinn gafst ekki upp við svo búið. Hann spurði hvort dóttir sín mætti ekki gefa Víkverja bækling. Stúlkan var varla komin á grunnskólaaldur. Það er erfitt að neita því að taka við einhverju frá litlu barni sem rétt- ir að manni bækling í sakleysi sínu. Víkverji tók því við bæklingnum, þakkaði barninu vinsamlega fyrir og lokaði dyrunum. Það sauð á honum og bæklingurinn fór auðvitað beint í ruslið án þess að vera lesinn. Hvern- ig hefði barninu orðið við ef Víkverji hefði afþakkað bæklinginn sem það rétti honum? Mest langaði hann að gera það en vildi ekki særa barnið. Í tilfelli Víkverja virkaði þessi brella alls ekki. x x x Á LAUGARDAGSMORGNUMundanfarnar vikur hefur Vík- verji verið fastagestur niðri á Tjörn til að bjóða öndunum nokkurra daga gamalt brauð. Þegar búið er að gefa banhungruðum fuglunum að éta snemma morguns er rölt í bakarí og keypt ilmandi bakkelsi með kaffinu. Fáir eru á ferli á þessum tíma fyrir utan árrisula ungbarnaforeldra sem eru að gefa öndunum, í mesta lagi eru á stjái nokkrar eftirlegukindur frá skemmtistöðum, stundum for- vitnir ferðamenn og einstaka köttur. Víkverji gengur iðulega með maka og barni um Þingholtin og nýtur þess að virða fyrir sér þessi fallegu gömlu hús sem mörg hver er búið að gera svo skemmtilega upp. Hvert hús hefur sinn karakter. Víða er búið að kveikja á kertum svona árla morguns og það er hlýlegt í myrkr- inu að horfa á birtuna frá kertaljós- um og jólaseríum. Þetta er einmitt það sem er svo heillandi við skamm- degið á aðventunni að njóta jólaljós- anna. x x x VINKONA Víkverja fór um síð-ustu helgi út að borða með nokkrum konum. Veitingastaður í miðbænum varð fyrir valinu. Ætlun- in var að borða góðan mat og spjalla í rólegheitunum. En veitingahúsið breyttist skyndilega úr matsölustað í bar. Inn streymdu miðaldra karlar sem auðsjáanlega voru að koma úr vinnustaðapartíi eða öðrum selskap og voru ekki að koma til að snæða saman heldur til að fá sér neðan í því. Vinkonurnar gátu gleymt því að ætla að spjalla saman því hávaðinn og lætin yfirgnæfðu allt. Ágengni karlanna gekk líka fram af þeim. Vinkonan sagði að á veitingahúsinu hefðu verið ferðamenn að borða og þeim hefði auðsjáanlega þótt þetta skrítin uppákoma. Hvar í heiminum myndi þetta gerast annars staðar, spurði vinkonan, að fólki dytti í hug að fara á huggulegt veitingahús til að detta í það? Einstök þjónusta ÉG er í þannig aðstæðum að eiga bæði aldraða móður og föðursystur sem aldrei komast í búðir. Því þarf ég að sjá um öll fatakaup fyrir þær sem oft getur verið snúið, en önnur er í hjólastól. Mér var bent á mjög góða og lipra þjón- ustu í Meyjunum í Austur- veri og lagði ég leið mína þangað í síðustu viku. Ekki varð ég fyrir vonbrigðum. Þar fékk ég allan fatnað á þær og var mér boðið að fá allt með mér heim til að lofa þeim að velja og máta og voru þær hæstánægðar. Í leiðinni fann ég mér fatnað á mig sem ég ætla að nota á Kanarí um jólin en svoleiðis fatnaður er ekki auðfundinn á þessum árs- tíma. Með þökk fyrir góða þjónustu. Lilja. Léleg þjónusta ÉG þurfti að fara í Nátt- úrulækningabúðina í Hlíð- arsmára 14. Erindið var að leita að hlýrabol til að senda til Bandaríkjanna. Bolurinn sem ég var að leita að var ekki til í réttri stærð svo ég keypti annan með ermum sem kostaði 6.885. Þegar heim var komið talaði ég við þann sem átti að fá bolinn, mátaði hann utan yfir fötin og við kom- umst að þeirri niðurstöðu að hann væri í það þrengsta. Ég fór aftur í Náttúru- lækningabúðina til að skila bolnum en þar var mér sagt að ekki væri hægt að skila því sem búið væri að máta og var mér sagt að hypja mig út. Hef ég heyrt fleiri svona sögur frá þessari verslun. Vil ég vara fólk við að versla þarna og kaupa ekk- ert nema það sé visst um að geta notað vöruna. Kt.: 300431-0039. Tapað/fundið Sjóngler týndist SJÓNGLER úr lesgler- augum týndist í Háskólan- um, Bóksölu stúdenta eða í nágrenni sl. föstudag. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 554 1199. Rautt hjól týndist RAUTT karlmannshjól, Treck, með svörtu sæti týndist í Seljahverfi eða við Ölduselsskóla sl. föstudag. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 587 2312 eða 694 3312. Dýrahald Othello er týndur HANN Othello er týndur Hann er svartur, eyrna- merktur fress og týndist frá Álfhólsvegi í Kópavogi sl. fimmtudag. Fólk er vin- samlega beðið að athuga bílskúra og geymslur á svæðinu. Hans er sárt saknað og sá sem kemur honum til skila fær verð- laun uppá 5.000 kr. Vin- samlega hafið samband við Láru í síma 696 6246 Kanínur fást gefins KANÍNUR fást gefins, búr fylgir. Upplýsingar í síma 867 0797. Gári í óskilum UNGUR, hvítur og ljósblár gári fannst í miðbænum. Uppl í síma 693 9661. Helga. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT: 1 skadda, 4 megnar, 7 siða, 8 grobbs, 9 sníkju- dýr, 11 nytjalanda, 13 glens, 14 reikar, 15 ill- menni, 17 spírar, 20 skel- dýr, 22 vindhviðan, 23 fingur, 24 glatar, 25 vit- lausa. LÓÐRÉTT: 1 fótþurrka, 2 ástundar, 3 einkenni, 4 samsull, 5 les, 6 blómið, 10 fjandskapur, 12 eðli, 13 guggin, 15 úr því að, 16 ber, 18 áfang- inn, 19 byggja, 20 flanar, 21 hermir eftir LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 mannsefni, 8 buddu, 9 tíbrá, 10 tól, 11 tunga, 13 arinn, 15 harms, 18 örmum, 21 kot, 22 losti, 23 urinn, 24 mannalæti. Lóðrétt: 2 aldin, 3 nauta, 4 eitla, 5 nebbi, 6 ábót, 7 háin, 12 góm, 14 rór, 15 hold, 16 raska, 17 skinn, 18 ötull, 19 meint, 20 munn. K r o s s g á t a 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 STEFNULJÓS á bifreiðir voru fundin upp fyrir mörgum áratugum. Ekki veit ég hvenær þau urðu staðalbúnaður, en það er mjög langt síðan. Þorri Reykvíkinga hefur ekki enn lært að nota þetta þarfaþing. Eða þekkja þeir kannski ekki mun- inn á hægri og vinstri? Rétt notkun stefnuljósa sparar þjóðfélaginu margs konar útgjöld. Sem dæmi má nefna um- ferðarljós og jafnvel vegabrýr, tíma og elds- neyti. Auk þess halda menn betur huga og höndum að akstrinum á meðan þeir reyna að nota stefnuljósin rétt. Óþörf útgjöld þjóð- félagsins af því að fólk notar ekki stefnuljós í umferðinni eru svo mikil að þau hljóta að réttlæta meira eftirlit og sektir. Mér finnst þeir stjórn- málamenn sem berjast fyrir skattalækkunarhug- sjóninni mættu vera dug- legri að vinna að því að (smá)borgararnir noti hver um sig og sjálfstætt þær sparnaðarleiðir í rekstri þjóðfélagsins sem þeir koma auga á. Meðal þessara ráða er notkun stefnuljósa. Eitthvert gáfnaljós fann upp hjólið fyrir þús- undum ára. Íslendingar uppgötvuðu það ekki fyrr en um næstsíðustu aldamót. Vonandi líður ekki jafnlangur tími þar til Reykvíkingar fara al- mennt að nota stefnuljós. Aðalsteinn Geirsson. Af dýrum dónum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.