Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 287. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 mbl.is Höfundurinn örlöglausi Um ungverska nóbelsskáldið, Imre Kertész Lesbók 8 Benedikt búálfur lifnar við Verður þrívíddarteiknimynd eins og lirfan ljóta Fólk 88 Meistaraverk Atla Heimis Geisladiskurinn Tíminn og vatnið fær afburðadóm Listir 37 GIORGIO Scaglia, fulltrúi ítalska fyrirtækisins Impregilo SpA við opnun tilboða í gerð Kára- hnjúkastíflu og aðrennslisgöng, er bjartsýnn á að fyrirtækið muni fá verkin. Hann segir að niðurstaða útboðsins hafi ekki komið sér á óvart. Mikil vinna hafi legið að baki tilboðsgerðinni og allt verið gert til að leggja fram tilboð sem yrði sem næst áætlun Landsvirkjunar. Innlent og erlent vinnuafl ?Við höfum bæði mannafla og tæki tilbúin í þetta verkefni hér á Íslandi, um leið og ákveðið verður að taka okkar tilboði,? segir Scaglia. Fram kom í máli hans að ef gengið verði að tilboði Impregilo muni það verða sér úti um íslensk- an samstarfsaðila. Kvaðst Scaglia reikna með að vinnuafl yrði bæði innlent og erlent. Þó yrðu Ítalir allsráðandi við gerð aðrennsl- isganganna. Impregilo er stærsta verktaka- fyrirtæki Ítalíu og taldist fyrir tveimur árum meðal 20 stærstu slíkra fyrirtækja í Evrópu í tekjum talið. Aðstoð Keflavíkurverktaka Ítalska fyrirtækið naut aðstoðar Keflavíkurverktaka við undirbún- ing ákveðinna þátta í tilboðsgerð- inni. Kári Arngrímsson, yfirverk- fræðingur hjá fyrirtækinu, segir ekki útilokað að Impregilo muni bjóða í fleiri verkþætti virkjunar- innar. Útboð á stöðvarhúsinu og fleiri stíflum og jarðgöngum sé til dæmis eftir. Höfum mannafla og tæki tilbúin ÍTALSKA fyrirtækið Impregilo SpA átti lægsta tilboð í bæði stíflu og aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjun- ar. Tilboð í verkin voru opnuð í stjórnstöð Landsvirkjunar í gær. Tilboð Impregilo var undir kostn- aðaráætlun í bæði verkin sem boðin voru út. Fyrirtækið bauð alls rúma 44 milljarða í verkin, sem er um 6 milljörðum kr. lægri upphæð en kostnaðaráætlun ráðunauta Lands- virkjunar. Bauð fyrirtækið 19,6 milljarða í stífluna og 24,5 milljarða í aðrennslisgöngin, sem er 93,9% af kostnaðaráætlun. Auk þess bauð það 3% afslátt af heildarupphæðinni, ef það fær bæði verkin. Önnur tilboð yfir áætlun Önnur tilboð sem bárust í verkin voru öll yfir kostnaðaráætlun. Sam- eiginlegt tilboð frá Ístaki hf., E. Pihl & Søn AS og AF Gruppen ASA í stífluna hljóðaði upp á 27 milljarða kr. og tilboð Ístaks og E.Pihl & Søn AS í aðrennslisgöngin hljóðaði upp á 46,3 milljarða. Eurohydro JV, en að því standa Hochtief Construction AG og Íslenskir aðalverktakar, lagði fram 34,4 milljarða tilboð í stífluna og 36,1 milljarðs kr. tilboð í að- rennslisgöngin. Jákvæð áhrif á álviðræður Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra segir að niðurstaða útboðs- ins sé ákveðinn léttir. Ávallt sé óvissa um niðurstöðu útboða, hún hefði í þessu tilfelli t.d. getað verið sú að allir verktakar hefðu verið langt yfir kostnaðaráætlun. Valgerður segir að ljóst sé að Impregilo sé stórt alþjóðlegt fyrirtæki með mikla reynslu í virkjanaframkvæmdum. Hún segir einnig að niðurstaða út- boðsins eiga að geta haft jákvæð áhrif á þær viðræður sem fram fara nú vegna fyrirhugaðs álvers Alcoa. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að nú verði lagst yfir tölurnar í tilboðunum með ráðgjöfum fyrirtækisins. Það geti jafnvel tekið 2?3 vikur, þar sem um flókið verkefni sé að ræða. Um leið þurfi að skoða aðra þætti málsins áð- ur en endanleg ákvörðun verði tekin, eins og raforkuverð til álversins og fleira því tengt. ?Miðað við það sem á undan hefur gengið og brottfall fyrirtækja sem við höfum talsvert traust lagt á í gegnum tíðina, þá tel ég það bæri- lega útkomu að hafa fengið þrjú til- boð,? segir Friðrik. Lægsta boð 6 millj- örðum undir áætlun Impregilo SpA bauð 44 millj- arða í stíflu og aðrennslisgöng Morgunblaðið/RAX Beðið var með eftirvæntingu opnunar tilboða í Kárahnjúkavirkjun. Giorgio Scaglia, fulltrúi Impregilo, í forgrunni. MT83MT116MT237MT102MT108MT97 L52159 Impregilo/10 GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti stokkaði í gær upp í æðsta ráð- gjafarliði sínu í efnahagsmálum, er Paul O?Neill fjármálaráðherra og Larry Lindsey, efnahagsmálaráð- gjafi forsetans, sögðu af sér að beiðni Hvíta hússins. Stjórnmálaráðgjafar Bush hafa haft vaxandi áhyggjur af því að sam- dráttur í bandarísku efnahagslífi gæti spillt fyrir möguleikum hans á endurkjöri og er afsögn þeirra O?Neill og Lindseys álitin tengjast þessum áhyggjum. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum jókst til muna í nóvembermánuði og var þá skráð 6%, sem er það mesta í átta ár, að því er stjórnvöld í Wash- ington greindu frá í gær. Ráðgjafar Bush kváðu ekki kenna O?Neill um þá erfiðleika sem banda- rískt atvinnulíf á í um þessar mundir, en þeir hafa lengi gert sér grein fyrir að uppstokkun í ráðgjafaliði forset- ans í efnahagsmálum myndi styrkja trú kjósenda á því að Bush væri að gera það sem í hans valdi stæði til að mjaka málum til betri vegar. O?Neill er fyrsti ráðherrann í rík- isstjórn Bush sem fer úr henni. Eft- irmaður hans hefur enn ekki verið tilnefndur. ?Forsetinn ætlar að fá til liðs við sig menn sem eru sérfræð- ingar í efnahagsmálum og njóta trausts fjármálamarkaðanna,? sagði Ari Fleischer, talsmaður Hvíta húss- ins, um þetta. Bush stokkar upp Reuters Bush Bandaríkjaforseti ásamt Paul O?Neill, fráfarandi fjármálaráð- herra Bandaríkjanna. Washington. AP, AFP. L52159 Hreinskilni/20 Æðstu efnahagsráðgjafar Bandaríkjaforseta segja af sér YFIRVÖLD í rússnesku borg- inni Volgograd og hundruð þúsunda fyrrverandi her- manna er börðust í seinni heimsstyrjöld hafa sent beiðni til Vladimírs Pútíns forseta um að nafni borgarinnar verði breytt til fyrra horfs, Stal- íngrad. Frá þessu greinir breska blaðið The Observer. Breytingin yrði ?í virðing- arskyni við þær milljónir manna sem létu lífið í barátt- unni gegn nasismanum?, sagði Vladimír Andropov, aðstoðar- forseti borgarstjórnarinnar í Volgograd. ?Stalíngrad er heimsþekkt tákn fyrir sigur mannkynsins á nasistum og við viljum að hans verði minnst um alla framtíð, [markmiðið] er ekki að minnast Stalíns.? Aftur til Stalíngrad
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.