Morgunblaðið - 07.12.2002, Side 11

Morgunblaðið - 07.12.2002, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 11 Þingmenn og borgarfulltrú- ar funda um legu Sunda- brautar KOSTIR um framtíðarlegu Sunda- brautar verða kynntir borgar- fulltrúum, þingmönnum Reykjavík- ur og samgöngunefnd Alþingis á fundi á næstu dögum. Í framhald- inu verður ákveðið hvor leiðin, ytri eða innri leið, verði valin sem að- alkostur í mati á umhverfisáhrifum og hvor verði notuð til samanburð- ar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði frá þessu á fundi borgarstjórnar á fimmtudagskvöld. Á síðasta kjörtímabili hafi minni- og meirihlutinn markað þá sameig- inlegu afstöðu að mikilvægt væri að ytri leiðin kæmi til alvarlegrar skoðunar. Eftir fund með vega- málastjóra og samgönguráðherra hafi verið ljóst að Vegagerðin teldi ytri leiðina ekki jafn fýsilegan kost og innri leiðina vegna kostnaðar. Innri leið, sem hefur einnig verið kölluð landmótunarleið, kosti á bilinu 7,5-9,5 milljarða. Ytri leið sem yrði lögð í hábrú eða botngöng kosti aftur á móti um 10,5-14,5 milljarða. Ingibjörg segir að minni- og meirihluti hafi lagt áherslu á ytri leiðina vegna áhyggna af umhverf- isáhrifum landfyllinga við ósa Elliðaánna. Eins sé Sundabraut ekki eingöngu tenging yfir í Graf- arvog heldur einnig tenging vestur og norður á land. Eftir fund með samgönguráðherra hafi verið ákveðið að boða til fundar þar sem báðar leiðirnar yrðu kynntar ræki- lega. BORGARSTJÓRI mun beita sér fyrir því að borgarráð, fulltrúar Reykjavíkurborgar í stjórn Lands- virkjunar og yfirstjórn fyrirtækisins komi saman til fundar þar sem borg- arráðsmönnum gefst kostur á að spyrja milliliðalaust út í málefni sem tengjast fyrirhugaðri Kárahnjúka- virkjun. Sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri á borgar- stjórnarfundi á fimmtudagskvöld að hún myndi hafa samband við for- stjóra og stjórnarformann Lands- virkjunar til að athuga hvort mögu- legt væri að koma á slíkum fundi. Fundur um Kárahnjúka- virkjun INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri telur tímabært að það verði rætt af fullri alvöru að ríkið kaupi hlut sveitarfélaganna í Landsvirkjun. Varla geti gefist betri tími til slíkra samninga en einmitt nú eftir að ríkið hefur selt hluta sinn í ríkisbönkunum og hef- ur handbæra fjármuni. Eignarhlutur Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun er 44,5%, íslenska ríkisins 50% og Akureyrarbæjar 5,5%. Á borgarstjórnarfundi á fimmtudag sagðist borgarstjóri telja eignarhlut borgarinnar í Landsvirkjun orka tvímælis. „Á ég þar annars vegar við að fram- kvæmdir fyrirtækisins eru svo fjár- frekar að borgin er á mörkum þess að geta axlað þá fjárhagslegu ábyrgð sem eignaraðild fylgir lög- um samkvæmt. Hins vegar eru framkvæmdirnar iðulega mjög um- deildar og það er erfið staða fyrir borgaryfirvöld að bera, sem eig- andi fyrirtækisins, ábyrgð á virkj- unarframkvæmdum í öðrum lands- hlutum, framkvæmdum sem jafnvel er sterk pólitísk andstaða við í borgarstjórn Reykjavíkur,“ sagði Ingibjörg. Álykta mætti að það væri mik- ilvægt fyrir ríkið að hafa fyrirtækið á forræði sínu ef áform þess um breytingar á raforkumarkaði nái fram að ganga. „Af hálfu Reykja- víkurborgar tel ég tímabært að losa um þá miklu fjármuni sem bundnir eru í Landsvirkjun. Fjöld- inn allur af spennandi verkefnum blasir við til að styrkja nýja hag- kerfið í sessi hér á landi. Fjárfest- ing í Landsvirkjun var vafalítið rétt ákvörðun á sínum tíma en nú eru tímarnir aðrir og þarfir borgar- samfélagsins kalla á nýjar áhersl- ur.“ Oft rætt við fulltrúa ríkisins Í samtali við Morgunblaðið sagði Ingibjörg að hún hefði oft ámálgað þetta við fulltrúa ríkisins en hún hafi ekki óskað eftir formlegum viðræðum. Ríkið sé búið að selja eignir fyrir 23 milljarða með sölu ríkisbankanna og miðað við eigið fé Landsvirkjunar sé eignarhlutur borgarinnar um 15-16 milljarðar. „Það er hart að vera bundinn með sínar eignir á klafa löggjafar sem ríkið hefur á hendi sinni, á sama tíma og ríkið er að selja [eignir] og taka inn allar þessar tekjur,“ sagði borgarstjóri við Morgunblaðið. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra sagði þegar Morgunblaðið leitaði álits hans vegna ummæla borgarstjóra, að þetta væri hug- mynd sem ekki hefði verið tekin nein afstaða til. Borgarstjóri vill selja ríkinu hlut borgar- innar í Landsvirkjun 20% Afsláttur af öllum kvenskóm Desember Dagana 5. - 8. bjó›um vi› 20% afslátt af öllum kvenskóm. tilbo› Opi› laug. 10-18 og sunnud. 13-18 kvenfataverslun • Skólavörðustíg 14, sími 551 2509. af öllum Dismero og inSein vörum Gerið góð kaup Tilboð á Löngum laugardegi 30% afsláttur Úlpur og frakkar Stakir jakkar og buxur Laugavegi 34, sími 551 4301 Opnum kl. 9 virka daga • 18 manna borðstofuborð • stakir stólar í úrvali • borð • sófar • skápar • lampar • skatthol • kommóður • bókahillur • postulín • ljósakrónur • íkonar • kertastjakar • gjafavörur -glæsilegir munir! KLAPPARSTÍG 40, SÍMI 552 7977 Miki úrv al - gott ver ! OPIÐ: laugardag kl. 11-18 sunnudag kl. 13-18 Langur laugardagur 10% afsláttur af öllum vörum Opið til kl. 18 Nýtt kortatímabil Munið gjafakortin Laugavegi 4, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Mörkinni 6, sími 588 5518 Jólagjöfin hennar langömmu, ömmu mömmu og ungu stúlkunnar Pelsar stuttir og síðir frá kr. 12.900 Opið alla sunnudaga í desember Ullarkápur 47.900 Hattar og húfur 29.900 26.900 Mikið úrval ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.