Morgunblaðið - 07.12.2002, Side 22

Morgunblaðið - 07.12.2002, Side 22
ERLENT 22 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR stærstu stjórnmála- flokkarnir í Grænlandi, jafnað- armannaflokkurinn Siumut og vinstriflokkurinn Inuit Ataqat- igiit, IA, komu sér saman um stjórnarmyndun í fyrrinótt. Einn þingmanna IA, Kuupik Kleist, sagði í viðtali við Berl- ingske Tidende, að viðræðurn- ar hefðu gengið vel og var jafn- vel búist við því í gær, að skipan stjórnarinnar yrði kynnt fyrir kvöldið. Siumut fékk 10 menn kjörna í kosningunum síðastlið- inn þriðjudag og IA átta. Hafa flokkarnir því 18 menn af 31 á landsþinginu. Helsta stefnumál beggja flokka er aukið sjálf- stæði og hefur IA lagt til, að efnt verði til þjóðaratkvæða- greiðslu um það á árinu 2005. Flugumferð samræmd SAMÞYKKT var á fundi sam- gönguráðherra Evrópusam- bandsins, ESB, í Brussel á fimmtudag, að búið yrði að samræma alla flugumferðar- stjórn innan sambandsins árið 2005. Að auki voru samþykktar tillögur um aukin réttindi flug- farþega. Tilgangur samræmingarinn- ar er að greiða fyrir flugumferð innan ESB en hún hefur dreg- ist nokkuð vegna þess, að ganga þurfti einnig frá reglum um réttindi herflugvéla. Þar að auki var nokkur andstaða við samræminguna í sumum aðild- arríkjanna, einkum í Frakk- landi þar sem stéttarfélög flugumferðarstjóra ætla að mótmæla henni með verkföll- um. Með lögunum verða réttindi flugfarþega aukin frá því, sem nú er. Á það við er fólki með farmiða er vísað frá vegna of- bókunar, þegar ferðir eru felld- ar niður eða þegar áætlanir fara verulega úr skorðum. 13% styðja bin Laden UM tvær milljónir múslíma búa í Bretlandi en fimmti hver þeirra auðsýnir landinu enga hollustu. Meira en 10% múslím- anna eru sammála hryðju- verkaherferð Osama bin Lad- ens gegn vestrænum ríkjum. Kemur þetta fram í skoðana- könnun, sem dagblaðið Daily Telegraph birti í gær, en sam- kvæmt henni taldi meirihluti múslímanna, að hryðjuverka- árásirnar í Bandaríkjunum 11. september fyrir rúmu ári væru með öllu óréttlætanlegar. 8% vildu þó ekki fordæma þær, 13% voru sammála morðárás- um bin Ladens og 21% hélt því fram, að múslímar hefðu ekki staðið að þeim. Meirihluti múslíma hefur áhyggjur af framferði ísl- amskra öfgamanna og óttast, að það muni sverta ásýnd ísl- ams í augum umheimsins. Persson að skilja GÖRAN Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, og Annika, kona hans, hafa ákveðið að skilja. Segist Persson harma það í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér, en Annika segir í viðtali við Expressen, að ástæð- an sé sú, að Persson hafi tekið starfið fram yfir hjónabandið. STUTT Ný stjórn á Grænlandi ÞÝZKI sagfræðingurinn Jörg Friedrich hefur með nýrri bók um hið skipulagða sprengjustríð bandamanna gegn þýzkum borg- um í síðari heimsstyrjöld hleypt af stað nýrri umræðu, bæði heima fyrir en þó ekki sízt í Bretlandi, um eðli þess hluta stríðsrekstrar- ins og hvort bandamenn hafi þar gert sig seka um stríðsglæpi. Á bilinu 420.000 til 570.000 óbreyttir borgarar létu lífið í sprengjuárásum Breta og Banda- ríkjamanna á þýzkar borgir á ár- unum 1940–1945 og þúsundir sögu- legra bygginga og önnur menningarverðmæti eyðilögðust. Síðasta hálfa ár stríðsins, þegar enginn vafi lék lengur á hernaðar- legum fullnaðarsigri bandamanna á „Þriðja ríkinu“, var sprengj- uregnið með tilheyrandi íkveikju- efnum látið dynja skipulega á þýzkum borgum af meiri krafti en nokkru sinni fyrr, og var það gert vísvitandi í refsingarskyni fyrir framferði herja Adolfs Hitlers. Þekktasta árásin af þessu tagi er þegar Dresden, barokkborgin við Saxelfi sem hafði litla sem enga hernaðarlega þýðingu og var full af flóttafólki, var lögð í rúst á einni nóttu í febrúar 1945. En í bók sinni, „Der Brand“, sem útgefandinn Propyläen segir vera fyrstu heildarsamantektina á sögu sprengjustríðsins í Þýzka- landi frá sjónarhóli þeirra sem sprengjurnar féllu á, rekur höf- undurinn mörg fleiri dæmi. Eitt þeirra er hvernig Pforzheim, um 60.000 manna borg skammt vestur af Stuttgart sem sannanlega hafði enga hernaðarlega þýðingu, var jöfnuð við jörðu í einni árás skömmu fyrir stríðslok, hinn 24. febrúar 1945. Þriðjungur íbúanna, um 20.000 manns, dó. Tabúbrot Með því að skrifa um þjáningar Þjóðverja í hörmungum stríðsins, sem lítið hefur verið gert af til þessa, fetar Friedrich að vissu leyti í fótspor nóbelsrithöfundarins Günters Grass, sem í nýjustu skáldsögu sinni, Krabbagangi (Im Krebsgang), fjallar um örlög þýzks flóttafólks frá Austur-Prússlandi, en opinber umfjöllun um þjáningar Þjóðverja í stríðinu sem Hitler hóf hefur verið hálfgert „tabú“ þessa rúmu hálfu öld sem liðin er frá stríðslokum. Einkum hafa þýzkir sagnfræðingar haldið sig fjarri slíkum umfjöllunarefnum af ótta við að lenda í þeirri aðstöðu að vera ásakaðir um að vega stríðs- þjáningar Þjóðverja upp á móti þjáningum fórnarlamba nazista. Í viðbrögðum við bók Friedrichs hefur brezki sagnfræðingurinn Anthony Beever sagt, að Þjóðverj- ar hafi verið upphafsmenn að sprengjustríði gegn óbreyttum borgurum. Réttmætt sé að það sé rætt hvort hernaður af því tagi hafi yfirleitt átt einhvern rétt á sér. En ef einhver vilji halda því fram nú, að Winston Churchill hafi verið stríðsglæpamaður, í hlut- verki sínu sem sá maður sem bar yfirábyrgð á stríðsrekstri Breta, þá gangi slíkt of langt. Í viðtali við þýzka dagblaðið Die Welt er Friedrich spurður hvort hann vilji halda því fram að Churchill hafi gerzt sekur um stríðsglæpi. Því svarar Friedrich neitandi. En bætir við: „Churchill var ábyrgur fyrir eyðingu hálfrar milljónar óbreyttra borgara, með það að markmiði að brjóta bar- áttuþrek þeirra á bak aftur.“ Að sögn Friedrichs vissu Bretar þó mætavel af eigin reynslu af sprengjuárásum á borgir eins og Coventry og Lundúnir, að slíkar árásir væru sízt til þess fallnar að spilla fyrir baráttuvilja þjóðarinn- ar. Arthur „Bomber“-Harris, yfir- maður sprengjuflugflota Breta, hafi að vísu trúað því að hægt væri að vinna stríð með því að demba bara nógu miklu magni af sprengj- um á borgir óvinarins, en það breyti því ekki að mönnum hafi verið það ljóst að skipulagðar „teppasprengjuárásirnar“ á þýzk- ar borgir í lok stríðsins gegndu öllu meira refsingar- en hernaðar- legu hlutverki. Hvort árásir eins og þá á Pforzheim beri að telja stríðsglæpi eftirlætur sagnfræð- ingurinn lesendum að dæma um. Friedrich vitnar reyndar í bók sinni einnig í þýzka Nóbelsskáldið Thomas Mann, sem eftir sprengju- árás bandamanna á fæðingarborg hans Lübeck 29. marz 1942 sagði í útvarpsræðu í útlegð í Bandaríkj- unum: „Það tekur mig sárt að sjá fyrir mér Maríukirkjuna og Schiffergesellschafts-húsið eyði- lögð. En ég hugsa einnig til Cov- entry og hef ekkert við þá kenn- ingu að athuga, að æ sjái gjöf til gjalda.“ Churchill sekur um stríðsglæpi? Lübeck eftir sprengjuárás Breta í lok marz 1942. Rústir Maríukirkj- unnar fyrir miðju. Ný bók þýzks sagnfræðings um sprengjuárásir á þýzkar borgir í síðari heimsstyrjöld hefur, að sögn Auðuns Arnórssonar, vakið nýja umræðu um þá atburði, ekki sízt í Bretlandi. auar@mbl.is SAKSÓKNARI í New York hefur farið fram á að felldir verði niður dómar yfir fimm mönnum sem dæmdir voru fyrir að hafa nauðgað konu og barið til óbóta í Central Park árið 1989. Önnur játning liggur fyrir í málinu og hefur DNA-rann- sókn staðfest að þar er hinn eiginlegi sökudólgur á ferðinni. Ellefu mánuðir eru síðan maður, sem nú afplánar lífstíðardóm fyrir þrjár nauðganir og fyrir að hafa nauðgað og myrt þungaða konu, lýsti því yfir að hann hefði nauðgað kon- unni, sem um ræðir. Hafði maðurinn, Matias Reyes, ekki verið meðal grunaðra í málinu á sínum tíma held- ur var hópi unglinga kennt um. Unglingarnir, sem voru 14–16 ára þegar atburðurinn átti sér stað, hafa þegar afplánað dóma vegna árásar- innar en fórnarlambið var hvít kona sem starfaði hjá fjárfestingarbanka í New York. Þykir líklegt að ef dómar yfir mönnunum, sem áttu heima í Harlem-hverfi og eru svartir og af rómönskum uppruna, verða felldir niður muni þeir fara í skaðabótamál. „Ég var algert villidýr“ Atburðurinn vakti á sínum tíma mikinn óhug meðal íbúa New York. Verjendur mannanna frá Harlem hafa í gegnum tíðina haldið því fram að lögreglan hafi þvingað þá til að játa á sig glæpinn. Þar til í janúar, þegar Reyes játaði á sig verknaðinn, voru hins vegar litlar líkur á að dóm- ur yfir þeim yrði felldur niður. Reyes, sem er 31 árs, gerðist ný- lega trúaður og segir hann það ástæðu þess að hann ákvað að segja frá sínum þætti í málinu. Hann seg- ist hafa nauðgað konunni, barið hana í höfuðið með steini og skilið eftir í blóði sínu. „Ég var algert villidýr,“ sagði Reyes nýverið í viðtali. Fórnarlamb árásarinnar, sem nú er 41 árs, gat á sínum tíma ekki að- stoðað við að þekkja árásarmanninn/ mennina enda man hún ekki hvað gerðist. Saksóknari í New York vill að dómar í frægu nauðgunarmáli verði felldir niður Annar hefur játað á sig verknaðinn New York. AP. RECEP Tayyip Erdogan, leiðtogi stjórnarflokksins í Tyrklandi, hafn- aði í fyrrakvöld tillögu Frakka og Þjóðverja um að viðræður um Evr- ópusambandsaðild Tyrkja hæfust árið 2005. „Tyrkir hafa beðið við fótskör Evrópumanna í 40 ár og fresti þeir viðræðunum enn, mun sagan seint fyrirgefa þeim,“ sagði Erdogan en tillagan gerir ráð fyrir, að aðildarvið- ræður geti hafist 2005, hafi Tyrkir uppfyllt öll skilyrði þar að lútandi. Mikill ágreiningur er með ESB- ríkjunum um hugsanlega aðild Tyrkja og líklegt, að hún verði eitt aðalmálið á leiðtogafundinum í Kaupmannahöfn í næstu viku. Í við- tali við CNN sakaði Erdogan leið- toga ESB um tvískinnung og sagði, að Tyrkir væru komnir lengra í að uppfylla aðildarskilmálana en sum þeirra ríkja, sem nú væri verið að bjóða aðild. Tyrkir og ESB Hafna við- ræðutillögu Ankara. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.