Morgunblaðið - 07.12.2002, Page 30

Morgunblaðið - 07.12.2002, Page 30
SUÐURNES 30 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁÆTLAÐ er að rekstur málaflokka taki til sín 83% af skatttekjum Reykjanesbæjar á næsta ári. Því sem eftir er að skatttekjum verður varið til framkvæmda og viðhalds- verkefna. Þá er eftir að greiða vexti og afborganir af lánum og á að mæta því með sölu á eignum sem áætlað er að skili 450 milljónum króna. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fór fram í bæjar- stjórn í vikunni. Síðari umræða er áformuð næstkomandi þriðjudag. Skatttekjur eru áætlaðar 2,7 millj- arðar kr. og rekstur málaflokka lið- lega 2,2 milljarður. Fræðslumálin eru sem fyrr langstærsti útgjaldalið- urinn, taka til sín 1.250 milljónir kr. Til framkvæmda og viðhaldsverk- efna er áætlað að verja 444 milljón- um og fjárhagskostnaður er áætlað- ur 138 milljónir. Þegar tillit hefur verið tekið til þessara útgjaldaliða vantar 124 milljónir til að endar nái saman. Í áætluninni er gert ráð fyrir sölu eigna að verðmæti 450 milljóna króna. Ef það gengur eftir verður hægt að greiða niður skuldir sem nemur mismuninum, eða um 325 milljónir króna. Á árinu 1999 gerðu sveitarfélögin á Suðurnesjum og Hitaveita Suður- nesja samkomulag um að Hitaveitan gæti tekið yfir vatnsveitur sveitarfé- laganna. Árni Sigfússon segir að lát- ið verði reyna á það á næsta ári hvort ekki geti orðið af því að Hitaveitan kaupi vatnsveitumannvirkin í Reykjanesbæ, það er að segja leiðslur vatnsveitunnar og fleira. Tekur hann fram að eftir sé að meta eignina og semja um málið en í fjár- hagsáætlun sé gert ráð fyrir að hægt verði að fá 450 milljónir fyrir þessa eign. Árni segir að það fé sem sé af- gangs til framkvæmda miðist við hvað eftir sé af skatttekjum og hvað fáist við eignasölu. Ef þessar áætl- anir gangi ekki eftir gæti þurft að draga úr framkvæmdum. Endurgerð Hafnargötu er stærsta einstaka framkvæmdin sem áætlað er að ráðast í á næsta ári. Auk þess er áformað að vinna að ýmsum um- hverfisverkefnum, svo sem að ljúka við slitlag á ómalbikuðum götum, ganga frá kantsteinum og leggja gangstéttir í eldri hverfum. Þá sé ætlunin að ganga betur frá innkom- unni í bæinn. Þá nefnir Árni að lagt sé í kostnað við að koma á heilsdagsskóla og stofnaður Manngildissjóður með stórauknum framlögum til nýrra verkefna, meðal annars skólaþróun- ar. Meðal nýrra útgjaldaliða má nefna rekstur upplýsinga- og menn- ingarmiðstöðvar ungs fólks í Hafn- argötu 88 frá næsta hausti. Stofna eignasjóð Reykjanesbær er að stofna eigna- sjóð til að halda utan um allar fast- eignir sveitarfélagsins. Ætlunin er að stofna einkahlutafélagið Fast- eignir í þessum tilgangi. Það félag mun síðan vera framlag Reykjanes- bæjar inn í Fasteign hf. þegar stofn- að verður félag í þessu skyni í sam- vinnu við fleiri sveitarfélög og lánastofnanir. Áætlað verðmæti þeirra fasteigna Reykjanesbæjar sem renna inn í þetta fasteignafélag, en það eru skólabyggingar, menningarhús og skrifstofubyggingar svo dæmi séu tekin, er um 3,5 milljarðar króna. Verður hlutafé bæjarins um 15% af því, eða 525 milljónir. Við stofnun fé- lagsins fær Reykjanesbær því um þrjá milljarða og er ætlunin að nota þá fjármuni til að greiða niður skuld- ir bæjarfélagsins. Þó er hugmyndin að leggja um 500 milljónir sem höf- uðstól í svokallaðan Manngildissjóð og nota ávöxtun hans til uppbygg- ingar í bæjarfélaginu. Árni segir að þar sem umrædd viðskipti hafi ekki átt sér stað sé reynt að halda fyrirhuguðu fast- eignafélagi sem mest utan við fjár- hagsáætlunargerð. Þó hafi orðið að fresta verkefnum sem bersýnilega kæmu í hlut þessa nýja félags, svo sem stækkun leikskólans Holts og endurbótum á Íþróttamiðstöðinni í Njarðvík, á meðan mál væru að skýrast. Verði af stofnun þessa fé- lags og tilheyrandi samningar náist munu forsendur fjárhagsáætlunar næsta árs breytast eitthvað. Árni segir ljóst að bærinn muni leigja eignirnar af fasteignafélaginu og á móti muni fjármagnskostnaður sveitarfélagsins minnka. Áforma sölu á vatnsveitu fyrir 450 milljónir Reykjanesbær FLOTBRYGGJA losnaði frá landi í Sandgerðishöfn í brimsúg í gær- morgun. Akkerin héldu og stöðv- aðist bryggjan úti á miðri höfninni og tókst að ná skipunum tveimur sem við bryggjuna voru bundin óskemmdum að landi. Björn Arason hafnarstjóri segir að ekki hafi verið mikill vindur í gærmorgun en mikið brim og hafi verið súgur inni í höfninni. Land- festar flotbryggjunnar gáfu sig og snerist hún út í höfnina. Akker- isfestar bryggjunnar héldu henni þar. Við bryggjuna voru tvö skip, björgunarskipið Hannes Þ. Haf- stein og Freyja GK. Tveir björg- unarsveitarmenn syntu út í björg- unarskipið, náðu í gúmbjörgunar- bát sem bundinn var aftan í skipið og ferjuðu áhöfnina um borð. Skip- inu var siglt aftur til öruggrar hafnar svo og Freyju. Um miðjan dag í gær var bryggj- unni snúið á sinn stað og hún fest til bráðabirgða auk þess sem land- festar smábátabryggju voru einnig tryggðar en þær voru byrjaðar að losna. Við þá bryggju eru á fjórða tug smábáta. Talið er að tjón sé óverulegt. Á flotbryggjunni er olíudæla og fóru leiðslur hennar í sundur. Taldi Björn að óverulegt magn af dísil- olíu hafi farið í sjóinn vegna þess að sjálfvirkir lokar séu á olíu- tankinum. Ekki vissi Björn í gær hvað gaf sig í festingum bryggjunnar. Taldi að annað hvort hafi verið veikir hlekkir í keðjunum eða lélegir lás- ar. Sagði hann að það yrði kannað við betra tækifæri. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Óvenjuleg sjón blasti við Sandgerðingum í gærmorgun. Bátarnir voru í landi en bryggja á floti úti á höfninni. Flotbryggju rak út á höfnina Sandgerði Jólaljós verða tendruð á jólatrénu við Tjarnargötutorg í Keflavík í dag, laugardag, kl. 18. Við athöfn af því tilefni verður tónlistarflutningur og ræðuhöld, auk þess sem jólasveinar koma í heimsókn. Blásarasveit Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar leikur nokkur lög og söngvarar frá skólanum syngja jóla- lög og sálma. Kjell H. Halvorsen, sendiherra Noregs, afhendir jóla- tréð sem er gjöf frá Kristiansand, vinabæ Reykjanesbæjar. Eyrún Ósk Magnúsdóttir, nemandi í 6. bekk í Myllubakkaskóla, mun tendra ljósin. Ávarp flytur Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Í DAG EINN heilsugæslulæknir réð sig í gær til starfa við heilsugæslustöðina í Keflavík og annar kemur til starfa á mánudag. Verða þá fjórir læknar við stöðina. Samningar hafa hins vegar ekki tekist um ráðningu hópsins sem hætti störfum þar fyrir mánuði. Fá ekki sömu kjör Uppsagnir allra tólf heimilislækna við Heilbrigðisstofun Suðurnesja (HSS) tóku gildi 1. nóvember sl. Í kjölfar tilboðs heilbrigðisráðuneytis- ins á dögunum ákváðu læknarnir að ráða sig aftur til starfa og gerðu kröfu um að þeir héldu þeim starfskjörum sem þeir höfðu áður. Ekki hafa náðst samningar. Eigi að síður hafa þrír af þessum læknum hafið störf að nýju eða eru að byrja og fyrir var einn læknir sem færður var af sjúkrahúsinu yfir á heilsugæslu- stöðina. Sigríður Snæbjörnsdóttir, fram- kvæmdastjóri HSS, segir að læknarn- ir séu ráðnir á þeim kjörum, sem komi fram í nýlegum úrskurði kjaranefnd- ar og auk þess gætt samræmis við kjör heimilislækna hjá Heilsugæsl- unni í Reykjavík. María Ólafsdóttir, fyrrverandi yfirlæknir á stöðinni, seg- ir að að samningar um endurráðningu læknanna gangi ekki vel vegna þess að þeim standi ekki til boða að ráða sig á þeim forsendum sem giltu þegar þeir sögðu upp og hættu. Læknarnir eru nú að ræða tilboð sem Heilbrigðisstofnunin gerði þeim í gær. Mikið álag Sigríður segir að ekki sé hægt að tala um neyðarástand þótt aðeins sé hluti heimilslæknanna að störfum. Tekið sé við tímapöntunum og bráða- þjónustu sinnt. Vissulega sé álagið oft mikið en það sé þó misjafnt. Þá hafi hjúkrunarfræðingar endurskipulagt störf sín. Heilbrigðisstofnunin hefur ekki samið við heimilislækna Fjórir læknar við störf Keflavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.