Morgunblaðið - 07.12.2002, Page 32

Morgunblaðið - 07.12.2002, Page 32
LANDIÐ 32 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRÍÐUR hópur rithöfunda var sam- an kominn í Ólafsvík fimmtudaginn 5. desember til að lesa úr verkum sín- um. Þorgrímur Þráinsson rithöfund- ur kom á æskuslóðir sínar með sex rithöfunda til að lesa upp úr nýút- komnum bókum. Bauð Þorgrímur gesti velkomna á Klif, sem voru fjölmargir, og las hann upp úr bók eins Ólsara sem kom út fyrir 5 árum. Fyrsti rithöfundurinn sem las upp úr bók sinni var Stefán Máni frá Ólafsvík sem las úr bók sinni Ísrael – saga af manni, en Stefán og Jóhannes Ragnarsson, sem eru að gefa út sína fyrstu bók eru báðir frá Ólafsvík. Þór- arinn Eldjárn las úr bók sinni Eins og vax, Guðjón Friðriksson las kafla um Jón Sigurðsson – Ævisaga, Gerður Kristný las úr bókum sínum, Ég veit þú kemur og Þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum 2002, Kolbrún Bergþórsdóttir las úr bók sinni Tilhugalíf – Jón Bald- vin og Jóhannes Ragnarsson las úr bók sinni Er æxlið illkynja? Íslend- ingasögur hinar nýrri. Í hléi var gestum boðið uppá vöfflur með rjóma og heitt kakó, sem Lions- konur sáu um. Að þessari bókakynningu stóðu Framfarafélagið, Ólafsvíkurdeild og lista og menningarnefnd Snæfells- bæjar. Morgunblaðið/Alfons Rithöfundarnir eru f.v. Jóhannes Ragnarsson, Þórarinn Eldjárn, Stefán Máni, Kolbrún Bergþórsdóttir, Gerður Kristný og Guðjón Friðriksson. Bókamenning undir Jökli Ólafsvík HEILDARTEKJUR bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans eru áætlaðar 1.880 milljónir kr. en heildargjöld samtals 1.917 milljónir kr. samkvæmt frumvarpi fjárhags- áætlunar 2003. Af heildargjöldum bæjarsjóðs eru 153 milljónir áætlaðar í fjárfestingar og sérstök viðhaldsverkefni, laun eru áætluð 867 m.kr., vöru og þjón- ustukaup 768 m.kr., framlög, styrkir og rekstrartilfærslur 176 m.kr. og fjármagnsgjöld að frádregnum fjár- magnstekjum 47 m.króna. Gert er ráð fyrir að greiða 189 m.kr. í afborganir langtímalána og eigin fjármögnun og nýjar lántökur eru áætlaðar 226 milljónir króna. Meðal framkvæmda sem lokið verður við eru endurbætur og við- gerðir á Safnahúsinu við Eyrargötu, (gamla sjúkrahúsinu), utanhúss- framkvæmdir á Hlíf, íbúðum aldr- aðra, og lokið verður við hönnun nýs skólahúsnæðis grunnskólans á Ísa- firði. Fjárhagsáætlunin var lögð fram í bæjarstjórn til fyrri umræðu sl. fimmtudag. Síðari umræða um hana verður 19. desember nk. Lokið við endurbæt- ur á Safnahúsinu Ísafjörður AÐVENTUHÁTÍÐ Hruna- prestakalls var haldin í Félags- heimilinu á Flúðum sunnudaginn 1. desember sl. að viðstöddu miklu fjölmenni. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá að venju. Fram komu Yngrikór Flúðaskóla, Kór Flúðaskóla og Kirkjukór Hrunaprestakalls. Ágúst Kr. Björnsson sveitarstjóri flutti hug- vekju. Máté Dalmay lék á trompet og Hörður Már Bjarnason á pí- anó. Katrín Sigurðardóttir óperu- söngkona söng einsöng en einnig söng hún einsöng með kór Flúða- skóla og kirkjukórnum sem sungu saman, Ó, helga nótt eftir Adolph Adam og Sig. Björnsson. Edit Moár sá um söngstjórn en Mikos Dalmay um allan undirleik. Allir hátíðargestir sungu saman sálminn, Sjá himins opnast hlið og sameinuðust í bæn fyrir komandi jólahátíð, fyrir byggðarlagi okk- ar, fyrir börnum og unglingum og fyrir sjúkum og bágstöddum. Eiríkur Jóhannsson sóknar- prestur í Hruna stjórnaði hátíð- inni. Þetta var ljúf stund sem allir nutu vel. Morgunblaðið/Sigurður Hörður Már Bjarnason og Máté Dalmay léku á píanó og trompet. Fjölmenni á aðventuhátíð Hrunamannahreppur Klapparstíg 44, sími 562 3614 Cranberry sulta - Cumberland sósa - Mintuhlaup Ómissandi með hátíðarmatnum VEÐUR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.