Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 37 NÝTT orgel Laugarneskirkju verður vígt við messu kl. 11.00 á morgun. Orgelið smíðaði Björgvin Tómasson, orgelsmiður í Mos- fellsbæ. Fullbúið verður það með 28 raddir ásamt klukkuspili. Vígslutónleikar verða í kirkjunni kl. 16, en þá leika organisti kirkj- unnar, Gunnar Gunnarsson, og Sigurður Flosason saxófónleikari nýtt efni, sálma og ættjarðarlög í eigin útsetningum, en í þeim er lögð áhersla annars vegar á spuna en hins vegar á fjölbreytilega nálg- un að viðfangsefnunum. Gunnar segir orgelið það stærsta sem Björgvin hefur smíðað og í fyrsta sinn sem hann smíðar svo stórt orgel inn í gamla hefðbundna kirkju, en það var Guðjón Sam- úelsson sem teiknaði hana á sínum tíma. Fyrir var í kirkjunni þýskt orgel frá 1956 en það var úr sér gengið og engin leið að halda því við til frambúðar. „Þetta hefur tekist rosalega vel, enda góður hljómburður í Laug- arneskirkju,“ segir Gunnar. „Það eru ýmsar tækninýjungar í þessu orgeli sem Björgvin hefur ekki ver- ið með í fyrri orgelum sínum; – þetta er svolítið öðruvísi. Það hefur minni sem auðvelda organistanum að skipta um stillingar og síðan eru sérstakar rafmagnskúplingar sem auka notagildi hverrar raddar mjög mikið. Slíkur útbúnaður er í mjög fáum orgelum hérlendis.“ Þótt gamla orgelið hafi verið orðið ónýtt var hægt að nota úr því píp- urnar, þannig að Björgvin notaði bæði gamlar pípur og nýjar sem bætt var við. „Það er mjög mikil breidd í þessu hljóðfæri; veikustu raddirnar eru eins og lykt – þær eru svo veikar – og svo er líka mik- ill kraftur í öðrum.“ Þrjú ár eru lið- in frá því að samningur var gerður um orgelsmíðina, en Gunnar segir að uppsetning hljóðfærisins hafi gengið bæði hratt og vel. Á tónleik- unum spilar Sigurður á fimm hljóð- færi saxófónfjölskyldunnar, bari- tón, tenór, alt, sópran og sópranínó, en Gunnar ætlar að sýna hvað í nýja orgelinu býr og láta reyna á möguleika þess. „Mér finnst hafa tekist mjög vel að ná fram mikilli breidd í hljómi orgels- ins, og í spuna eins og við Sigurður erum að spila á maður kost á að nýta alla þá möguleika hljóðfær- isins sem maður vill að komi fram. Maður er ekkert háður einhverju sem aðrir hafa uppálagt.“ Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir, enda tilgangurinn meðal annars sá að kynna íbúum Laugarnessóknar og öðrum áhuga- sömum nýja hljóðfærið. 28 radda orgel eftir Björgvin Tómasson vígt í Laugarneskirkju „Veikustu raddirnar eru eins og lykt“ Morgunblaðið/GolliSigurður Flosason, Gunnar Gunnarsson og Björgvin Tómasson við nýja orgelið. ATLI Heimir Sveinsson er af- kastamikið tónskáld. Ekki nóg með það, Atli Heimir er líka eitt fjölhæf- asta tónskáld okkar. Í tónlistinni er hann ólíkindatól. Eftir hann liggja ógrynnin öll af verkum í ólíkustu stíl- tegundum; minimalísk, plúralísk, módernísk, rómantísk, dramatísk, einföld og flókin, stór og smá; form- gerðirnar jafnfjölbreyttar og stíllinn. Hæfileikar Atla Heimis til að koma stöðugt á óvart hafa líka gert hann að umdeildu tónskáldi. Hvernig má það vera að tónskáld sem semur ljúflings- lög eins og Kvæðið um fuglana, sem- ur líka súrrealíska drápu eins og Viki- vaka? Hvernig má það vera að tón- skáld sem semur lýrískar miniatúrur eins og Intermezzóið úr Dimmalimm semur líka ógnarlanga íhugunartón- list fyrir aðeins eitt hljóðfæri? Fjölbreytni er lykilorð í tónlist Atla Heimis Sveinssonar. Þessi fjöl- breytni hefur þvælst fyrir þeim sem hafa viljað negla það niður í eitt skipti fyrir öll hvers konar tónskáld hann er og hvers konar tónlist hann semur. Það verður seint hægt að finna Atla Heimi og tónlist hans eina passandi skilgrein- ingarskúffu; nema ef væri ólíkindaskúffuna. Í tónlistarsögunni er gerður greinarmunur á þeim tónskáldum sem annars vegar feta ótroðnar slóðir með því að tefla fram nýjungum eða fara útfyrir mörk ríkjandi hefða, og svo hinum, sem draga sam- an í einn kjarna ólíkar hefðir og skapa einingu úr ríkjandi fjölbreyti- leika. Bach-feðgar eru kannski skýrasta dæmið um þetta. Synir Jóhanns Sebastians teljast til fyrri flokksins; þeir stóðu á mótum barrokks og klassíkur; byggðu á hefð sem faðir þeirra var samnefnari fyrir en vísuðu með eigin tónlist veginn til Mozarts, Haydns og klassíkurinnar. Bach gamli byggði hins vegar veg- semd sína í tónlistarsögunni með því að draga saman í eitt allar þær hrær- ingar sem fyrir lágu á hans tíð. Með tónlist sinni batt hann saman ólíka þræði barrokksins og mótaði úr þeim eigin stíl. Í verki sínu, Tímanum og vatninu, er Atli Heimir Sveinsson í hlutverki hvorra tveggju; Bachs og sona hans. Þar er að finna ótal margt sem ein- kennt hefur tónsmíðar hans, fram að þeim tíma er verkið var samið; nýj- ungar, fjölbreytileika og tilraunir af ýmsum toga; frumleika sem honum er svo tam- ur. En hér er hann líka í hinu hlutverkinu; að draga saman ólíka þræði í eina heild, hann sækir í eigið tónmál og mótar úr því heilsteypt og sviphreint verk, stórbrotna og fallega tónsmíð. Vegna þessa er Tíminn og vatnið tímamótaverk á ferli Atla Heimis Sveinsson- ar. Og vegna stöðu hans sem eins framsæknasta tónskálds okkar um árabil má ætla að verkið hljóti því einnig að verða talið tímamótaverk í íslenskri tónlistarsögu þegar fram líða stundir. Það eru um tuttugu ár síðan Atli samdi Tímann og vatnið en milliþætt- ir, Intermezzi, voru samdir síðar. Hljóðfæraskipan verksins er sérstök en þó í anda Atla: kammersveit með þunga slagsíðu í slagverki, harmón- ikku, hörpu, fjórum gíturum og raf- magnsorgeli. Kórinn er mikilvægur og áhrifamikill hluti heildarmyndar- innar. Atli hefur alla tíð verið glúrinn í orkestrasjón og kunnað afar vel að spila á litbrigði hljómsveitarinnar í verkum sínum. Hann hefur líka verið hreinn snillingur í að semja fyrir kór- raddir. Þetta tvennt tvinnur hann saman í Tímanum og vatninu af næmri tilfinningu fyrir hvoru tveggju. Kór og hljómsveit eru and- stæðar einingar sem verða að sterkri heild í meðförum hans. Einsöngvar- arnir bera hitann og þungann af túlk- un ljóðs Steins Steinars. Atli leiðir okkur gegnum ljóðið og opnar fyrir eyrum okkar sína eigin sýn á það og dýpkar og víkkar tilfinninguna fyrir orðum Steins. Saga útgáfu á íslenskri tónlist hef- ur alltaf verið saga erfiðleika og fjár- skorts. Í samanburði við útgáfu á ís- lenskum bókmenntum er hún varla enn nema á frumstigi. En því meiri fengur er að hverju góðu verki sem út kemur. Ný útgáfa þýska útgáfufyr- irtækisins CPO á Tímanum og vatn- inu eftir Atla Heimi Sveinsson hlýtur að vera hverjum unnanda íslenskrar tónlistar fagnaðarefni. Frumflutn- ingur verksins í Langholtskirkju á Listahátíð fyrir nokkrum árum var listviðburður sem seint gleymist. Hér er að verki sama úrvalslið tónlistar- fólks; Kammersveit Reykjavíkur leidd af Rut Ingólfsdóttur, kór og ein- söngvararnir Marta Halldórsdóttir, Sverrir Guðjónsson og Bergþór Páls- son. Stjórnandi er Paul Zukofsky og honum hefur tekist það vandaverk, að skila í hljóðritun þeim lifandi neista sem verkið kveikti svo eftir- minnilega meðal áheyrenda í Lang- holtskirkju þá. Tíminn og vatnið er ís- lenskt meistaraverk, sem hér heyrist í meistaralegum flutningi íslenskra tónlistarmanna. TÓNLIST Geislaplötur Kammersveit Reykjavíkur, kór og ein- söngvararnir Marta Halldórsdóttir, Sverr- ir Guðjónsson og Bergþór Pálsson flytja Tímann og vatnið eftir Atla Heimi Sveins- son við ljóð Steins Steinars, stjórnandi Paul Zukofsky. Útgáfa: CPO, Þýskalandi. TÍMINN OG VATNIÐ Meistaraverk Bergþóra Jónsdóttir Atli Heimir Sveinsson Snuðra og Tuðra í jólabakstri heit- ir myndabók eftir Iðunni Steins- dóttur með myndum eftir Önnu Cynthiu Leplar. Snuðra og Tuðra eru ekki af baki dottnar í prakkaraskapnum. Hér láta þær til sín taka í jólabakstrinum með að- stoð pabba síns, en mamma er ekki eins hrifin af framkvæmdum þeirra. Salka gefur út bókina sem er 16 bls, prentuð í Litrófi. Verð: 690 kr. Tolkien – ævi- saga er eftir Michael White í þýðingu Ágústs Borgþórs Sverr- issonar. Farið er yfir ævi rithöfund- arins og fræði- mannsins Tolk- iens sem m.a. hefur notið frægðar fyrir Hringa- dróttinssögu og Hobbitann. Í bók- inni kemur fram hvernig Íslend- ingasögurnar og norræn goðafræði, m.a. eddukvæði, höfðu áhrif á sköpun höfundarins. Útgefandi er PP-forlag. Bókin er 244 bls. Verð: 3490 kr. Ævisaga Ísstelpan er barnabók eftir danska rithöfund- inn Bent Haller í þýðingu Helga Grímssonar. Ísstelpan er safn af fimmtán sögum sem eiga það sameiginlegt að bregða óvenjulegu ljósi á tilveru barna og fullorðinna. Lesendur kynn- ast meðal annars Ökku frænku sem er heimsins glaðasta kona, ísstelp- unni sem finnst helblá úr kulda einn sólbjartan sumardag og lífsleiða af- anum sem getur ekki dáið. Bent Haller er einn fremsti barna- bókahöfundur Danmerkur og nýtur mikillar hylli í heimalandi sínu. Hann hefur einnig getið sér gott orð fyrir handritaskrif fyrir sjónvarp og kvik- myndir. Ísstelpan var valin besta barnabók Norðurlanda árið 1999 og hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál. Útgefandi er bókaútgáfan Bjartur. Bókin er 88 bls., prentuð í Odda hf. Kápugerð annaðist Snæbjörn Arn- grímsson. Verð: 1.980 kr. Börn Albertína ballerína er eftir Katharine Holabird í þýðingu Helgu Þórarins- dóttur, en þættir um Albertínu sem byggðir eru á bókunum hafa verið sýndir í Sjónvarpinu um nokkurt skeið. Albertína ballerína er lítil mús sem þráir ekkert heitar en að verða ball- erína. Bækurnar höfða einkum til krakka á aldrinum 3 til 7 ára. Útgefandi er JPV-útgáfa. Bókin er 32 bls., prentuð á Ítalíu. Verð: 1.680 kr. Orð í eyra – óum- beðnar at- hugasemdir nefn- ist bók Karls Th. Birgissonar blaðamanns. Í henni birtist úrval greina og pistla Karls og er m.a. leitað svara við spurningum á borð við: Af hverju er Guðni Ágústsson svona und- arlegur? Geta Jakob Frímann og Smári Geirsson einhvern tíma orðið vinir? Fengu Björn Bjarnason og Megas sér í pípu saman? Á Þráinn Bertelsson skilið að fá heiðurslaun listamanna? Veit Davíð Oddsson alltaf betur en aðrir? Eigum við að selja Óla Palla og Gest Einar? Er Steingrímur J. Sigfússon skýrari en gerist og gengur? Hvar finnur Ómar Ragnarsson allt þetta tannlausa fólk? Af hverju er ólöglegt að segja satt? Útgefandi er Mátturinn og dýrðin. Bókin er 208 bls. Verð: 2.280 kr. Pistlar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.