Morgunblaðið - 07.12.2002, Side 38

Morgunblaðið - 07.12.2002, Side 38
LISTIR 38 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ verður að játast að sennilega eru uppi meiri væntingar til tónlistarhópa sem starfa á höfuðborgarsvæðinu, þar sem úrval hámenntaðra tónlistarmanna er mun meira en úti á landsbyggðinni. Það er ekki víst að þar liggi endilega fordómar eða oflæti höf- uðborgarbúa að baki; það er einfaldlega staðreynd, að æðstu menntastofnanir í tón- list eru á höfuðborgarsvæðinu, og þar eru at- vinnutækifærin fyrir tónlistarfólk bæði fleiri og betri. Á síðustu misserum hafa þó komið fram vísbendingar um það, að á Suðurlandi sé kominn fram sönghópur, sem stenst þeim allra bestu snúning hvað varðar fagmennsku, kunnáttu og músíkalskan söng. Þetta er Kammerkór Suðurlands, sem hefur verið starfræktur frá árinu 1997 undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar organista í Skálholti. Geisladiskur sem Kammerkórinn gaf út í hitteðfyrra var sérstaklega góður, gaf fyrirheit um framtíð kórsins og hlaut mjög góða dóma. Kammerkór Suðurlands hélt tónleika í Kristskirkju á Landakoti á fimmtudags- kvöld. Efnisskráin var sérstaklega áhuga- verð; hún var smekklega og vel samansett af tónlist úr sálumessum og verkum þar sem sungið er um undur lífsins andspænis dauð- anum. Augljóst var að mikil vinna hafði verið lögð í verkefnavalið, sem var úthugsað og vandað. Þar var íslenskum verkum teflt fram með útlendum og nýrri verkum með eldri. Umgjörð tónleikanna var líka sérstaklega áhrifamikil. Á stórt tjald sem stillt var upp fremst, milli tveggja hárra trappa, var varp- að myndum af málverkum enska málarans og ljóðskáldsins Williams Blakes, en á tón- leikunum var einmitt flutt verk Johns Tav- erners við ljóð Blakes, Lambið. Viðfangsefni mynda Blakes féll afar vel að tónlistinni, og í hvoru tveggja var þemað: hvað býr handan jarðvistarinnar, Paradísarmissirinn og þrá mannsins til að sameinast guði á ný eftir dauðann. Lítil kertaljós í tröppunum um- hverfis tjaldið lýstu upp myndirnar og myrka kirkjuna. Hildur Hákonardóttir var höfundur þessarar myndrænu viðbótar við tónleikana. Útfærslan var mjög vel heppnuð; tónlistin og myndmálið studdu hvort annað, – rændu ekki athyglinni hvort frá öðru, en sköpuðu í sameiningu mjög sérstaka og fal- lega stemmningu í kirkjunni. Söngur Kammerkórs Suðurlands var að jafnaði mjög góður. Kórhljómurinn var tær og hreinn og ljóst að kórinn hefur á að skipa kunnáttufólki með góðar söngraddir. Eini gallinn í hljómnum sem orð er á gerandi er að eins og svo víða í kórum landsins er karlaröddum heldur áfátt. Bassinn var þó furðu hljómmikill miðað við að í honum syngja aðeins þrír karlar; – þó ber þess að geta að þessi þriggja manna bassi hefur á að skipa reyndum óperusöngvara, Lofti Er- lingssyni, sem jafnfram söng einsöng með kórnum á tónleikunum. Tenórinn þyldi hins vegar vel einn til tvo góða söngmenn til við- bótar til að hljómur hans yrði fyllri og hann væri í betra jafnvægi við aðrar raddir kórs- ins. Kvennaraddirnar eru mjög góðar, altinn hnausþykkur og mjúkur, og sópraninn með nógu margar bjartar og léttar raddir til að hann hljómi klingjandi hreint á hæsta radd- sviði. Það er styrkur þessa kórs hvað raddirnar eru góðar, en það væri lítils virði eitt og sér ef ekki kæmi til sérstaklega góð kórstjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Það sem var áberandi í söng kórsins var það hversu vel og ítarlega hefur verið unnið að hverju verk- efni. Hvert orð var mótað af næmum skiln- ingi kórstjórans, hver lína í söngnum faglega og fallega unnin, hvert erindi mótað með til- liti til heildarinnar. Þarna var ekki bara ver- ið að syngja frá hjartanu, – heldur af skýrri músíkalskri kunnáttu. Þar skilur á milli þeirra sem geta og hinna sem geta betur; – milli áhugamennsku og fagmennsku. Heildarsvipur tónleikanna var sterkur og fallegur. Það sem hreif mest var flutningur kórsins á þáttunum úr Sálumessu Faurés, Ubi caritas eftir Duruflé, Ó, undur lífs eftir Jakob Hallgrímsson, Requiem eftir Jón Leifs og Kvöldvísum til Máríu eftir Atla Heimi Sveinsson. Söngur kvenraddanna í Pie Jesu, þar sem konunum var stillt upp í tvo kóra sem sungu andspænis hvor öðrum frá hvorum væng kirkjuskipsins, var tilkomu- mikill og þýður einsöngur Lofts Erlings- sonar í Libera me skilaði fallega inntaki þessarar frelsunarbænar. Steingrímur Þór- hallsson lék með kórnum í nokkrum verk- anna og var hans framlag til tónlistarinnar jafnvandað og annarra. Þetta voru yndislegir og stemmningsríkir tónleikar þar sem and- inn var frelsaður frá efninu um stundarsakir með músíkölskum og listrænum söng Kamm- erkórs Suðurlands. Lífið andspænis dauðanum Bergþóra Jónsdóttir TÓNLIST Kristskirkja, Landakoti Kammerkór Suðurlands flutti tónlist eftir Fauré, Duruflé, Alain, Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigur- björnsson, Jakob Hallgrímsson, Jóhn Leifs, Tavern- er og Kodály. Einsöngvari: Loftur Erlingsson, með- leikari á orgel: Steingrímur Þórhallsson; stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson. Hildur Hákonardóttir sá um listræna uppsetningu og tæknimaður var Yngvi Karl Jónsson. Fimmtudagskvöld 28.11 kl. 20.30. KÓRTÓNLEIKAR Í FRAKKLANDI er „bon appétit“ það sem búast má við að heyra þegar gestgjafi býður gest- um sínum að matarborði og óskar þeim góðrar matarlystar. Hér er það hið andlega fóður sem er í boði. Ríkuleg tónlistarveisla er framundan. Franska barokktónlistin er tón- list yfirstéttar þess tíma, tónskáld- in voru hirðtónskáld hjá konung- um og aðalsmönnum og tónlist þeirra hafði gjarnan „settlegt“ yf- irbragð. Á þessum nýja diski Bar- okkhópsins halda menn virðingu sinni en leyfa sér samt léttúðugan gáska við og við. Marin Marais (1656–1728) var afkastamikið tónskáld og lærði tónsmíðar hjá Lully. Hann var og einn þekktasti gömbuleikari Frakka á sínum tíma og bætti sjö- unda strengnum við gömbuna. Þótt Svítan í g-moll sé í raun dansasyrpa er angurværðin, sem svo oft einkennir tónverk Marais, aldrei langt undan. Þetta fallega verk er spilað hér af natni og inn- lifun, sérstaklega lokakaflinn, passacaglía, í sinni „guðdómlegu lengd“. Faðir franska fiðluskólans, Jean-Marie Leclair (1697–1764), starfaði fyrst sem dansari og seinna ballettmeistari á Ítalíu en lærði þar einnig á fiðlu (og þótti einnig mjög fær í knipplinga- gerð!). Hann flutti aftur til Frakk- lands 1728, og voru vinsældir hans sem bæði tónskálds og fiðluleikara talsverðar. Hann féll fyrir morð- ingjahendi 1764. Verkið sem hér er flutt er fjölbreytt og hugmynda- rík dansaruna með grípandi laglín- um og gott ef maður verður ekki var við ítölsk áhrif. Og ómótstæði- legur er hinn fjörugi Tambourin. Flutningur Barokkhópsins ein- kennist af léttleika og skýrri mót- un hendinga. Og eins og við er að búast fáguðum hljóðfæraleik. Jos- eph Boismortier (1689–1755) er talinn hafa samið fyrsta einleiks- konsertinn í Frakklandi (1729). Eftir hann liggur m.a. talsverður fjöldi hljóðfæraverka þar sem flautan er áberandi (m.a. konsert fyrir sex flautur!). Á diskinum eru tvær sónötur fyrir þrjár flautur og fylgirödd (op. 34, útg. 1731?). Við fyrstu heyrn eru þetta ekki ýkja grípandi verk en þau vinna vel á við endurtekna hlustun. Samleikur þeirra Guðrúnar S. Birgisdóttur, Martials Nardeau og Camillu Söd- erberg er með miklum ágætum. Síðast en ekki síst ber að geta Blómadúettanna þriggja sem af- marka stærri verkin á diskinum. Þetta eru lítil, hnyttin verk eftir Philibert de Lavigne (u.þ.b. 1700– 1750). Það er góð hugmynd að láta þessi örsmáu og bráðskemmtilegu verk gegna hlutverki millispils. Leikur Peters Tompkins óbóleik- ara og einhvers flautuleikaranna þriggja er feiknagóður og ljær þessum glaðlegu smástykkjum sérstakan þokka. Í bæklingi hefði gjarnan mátt geta um hljóðfæraskipun og flytj- endur í hverju tónverki um sig þannig að alltaf væri ljóst hverjir spila og hvernig hópurinn er sam- settur. En þetta er léttvæg um- kvörtun þegar svona vel er gert. Því hér fer saman vandaður leikur nokkurra okkar bestu barokk- hljóðfæraleikara, góð og skýr hljóðritun með notalegum endur- ómi og falleg hönnun umbúða. Frumlegt efnisval gerir það að verkum að diskurinn ætti jafnt að höfða til gallharðra safnara og þeirra sem eru fyrst og fremst að leita sér að notalegri tónlist til að ylja sér við í skammdeginu. Verði ykkur að góðu, eða „bon appétit“ eins og maður segir á frönsku. Allt er til reiðu. Nú er bara að njóta góðgerðanna. Boðið til veislu TÓNLIST Geislaplötur Joseph Bodin de Boismortier: Sónata nr. 1 í g-moll, Sónata nr. 6 í a-moll. Marin Marais: Svíta í g-moll. Jean- Marie Leclair: Deuxième récréation de musique op. VIII. Philibert de Lavigne: Blómadúettar – La violette, La jachinte, Le chèvre-feuille. Hljóð- færaleikur: Barokkhópurinn: Camilla Söderberg (blokkflautur), Martial Nardeau (barokkflauta), Guðrún Sig- ríður Birgisdóttir (barokkflauta), Pet- er Tompkins (barokkóbó), Svava Bern- harðsdóttir (barokkfiðla), Ólöf Sesselja Óskarsdóttir (viola da gamba), Snorri Örn Snorrason (te- orba), Elín Guðmundsdóttir (semball). Hljóðritun: Halldór Víkingsson, febr- úar og júní 2000. Heildartími: 62’50. Útgefandi: Fermata FM 020 (2002). BON APPÉTIT Valdemar Pálsson Flautuleikararnir Guðrún S. Birgisdóttir og Martial Nardeau. MYNDLISTARKONURNAR Anna Þóra Karlsdóttir og Guðrún Gunn- arsdóttir vinna saman undir nafn- inu Tó-Tó og opna sýningu í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39, í dag, laugardag, kl. 17. Þar sýna þær flókareyfi úr lambsull. Tó-Tó eru hér að vinna með myndlist, hönnun og handverk og leiða athyglina að því hvernig áhorfandinn skapar sína eigin skynjun og hversu stutt bil getur verið á milli þessara greina. „Reyfin geta verið hvort sem er verk á vegg eða í rými eða til að sveipa um sig. Við það að reyfin færist frá vegg eða rými yfir á lík- ama öðlast þau nýtt líf og form og taka á sig ýmsar myndir eftir því hvernig þeim er sveipað. Reyfi get- ur einnig verið skírskotun til þess tíma þegar sauðkindin hélt lífi í þjóðinni,“ segja listakonurnar. Anna Þóra og Guðrún hafa haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis sem erlendis. Sýningin stendur til 22. desem- ber og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13 - 17. Bakatil í galleríinu verður sýnt verk úr eigu Skugga. Að þessu sinni er um að ræða verk eftir Ör- lyg Sigurðsson listmálara. Annars vegar blýantsteikning frá Græn- landi sem nefnist Evrópsk áhrif og svo myndskreyttar ferða- og mann- lífssögur sem listamaðurinn gaf sjálfur út á sjöunda og áttunda ára- tugnum. Lambsullin í endurnýj- un lífdaga Morgunblaðið/Kristinn Guðrún Gunnarsdóttir og Anna Þóra Karlsdóttir eru tvenningin Tó-Tó. Listasafn Íslands Myndlistarleið- angur fyrir börn í fylgd æv- intýrapersóna og Höllu Margrétar Jóhannesdóttur leikara kl. 11-12. Gerðarsafn Guðbergur Bergsson verður með leiðsögn um sýninguna Kyrr birta kl. 15. Syngjandi jól verða í Hafnarborg kl. 13 og standa tónleikarnir til kl. 20.20. Fram koma 22 kórar og sönghópar, alls um 800 söngvarar. Þórunn Lárusdóttir leikkona opnar málverka- og ljósmyndasýningu í Lóuhreiðrinu, Kjörgarði, kl. 17. Þór- unn er nú fastráðinn við Þjóðleik- húsið og leikur nú í Veislunni. Sýningin verður opin út desem- bermánuð. Söngsetur Esther Helgu Jóla- tónleikar verða í Digraneskirkju kl. 17. Undirleikari er Katalin Lörincz og stjórnandi Esther Helga Guð- mundsdóttir. Hrásalur, Listaháskóli Íslands, Sölvhólsgötu 13 Jólatónleikar tón- listardeildar verða kl. 20. Skólavörðustígur 17b Mæðgurnar Sif Ægisdóttir, gullsmiður, og Guð- rún Marinósdóttir, textílhönnuður, opna nýja skartgripaverslun og gall- erí, Hún og hún. Ennfremur verður þar boðið upp á myndlistarsýningar. Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18 Lesið verður úr barnabókum kl. 11. Kristín Steins- dóttir les úr bókinni Engill í vest- urbænum og lesið verður úr bókinni Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum og lesnar fleiri jólasögur. Þá munu rithöfundar afgreiða bækur í versl- uninni milli kl. 13-18. Glerblástursverkstæðið á Kjal- arnesi verður opið kl. 10-17 í dag og kl. 10-15 á morgun, sunnudag. Ásgeir Smári opnar vinnustofusýn- ingu á Grensásvegi 5 kl. 16-19. Vinnustofan verður einnig opin á morgun kl. 13-17. Þóra Sigurþórsdóttur leirlist- arkona verður með opið hús á vinnu- stofu sinni á Hvirfli í Mosfellsdal kl. 12-19. Óskar Þ. G. Eiríksson, tenór, syngur jólalög. Bankastræti 5 Bryndís Brynj- arsdóttir, Elsa Soffía Jónsdóttir, Þór- dís Þorleiksdóttir og Hilmar Bjarna- son opna myndlistarsýningu kl. 16. Sýningin verður opin mánudaga til- laugardaga kl.13-18 og fylgir jólaopn- unartíma verslana til 23. desember. Ómar Stefánsson opnar mál- verkasýningu á Næsta bar kl. 17. Sýningin stendur út árið. Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna halda sína árlegu bókmenntakynningu kl.14 í MÍR, Vatnsstíg 10. Eftirfarandi höfundar lesa úr verkum sínum: Sigurbjörg Þrastardóttir, Sólar saga. Guðrún Helgadóttir, Öðruvísi dagar. Guðrún Eva Mínervudóttir, Sagan af sjó- reknu píanóunum. Anna Valdimars- dóttir, Leggðu rækt við ástina. Guð- rún Friðgeirsdóttir, Norðanstúlka. María Rún Karlsdóttir (Marjatta Ís- berg), Ljóðelskur maður borinn til grafar. Vigdís Grímsdóttir, Hjarta, tungl og bláir fuglar. Kristín Steins- dóttir, Engill í vesturbænum. Ingi- björg Haraldsdóttir, Hvar sem ég verð. Þá leikur Andri Leó Lem- arquis, nemandi í Tónskólanum Do- Re-Mí á altflautu. Föndurhorn verð- ur fyrir börnin. Íbúasamtök Vesturbæjar efna til bókavöku kl. 14 í Borgarbókasafni Tryggvagötu. Dagskráin er í sam- vinnu við Forlögin Bjart, JPV- útgáfu, Mál og Mynd og Sögufélagið. Þessir höfundar lesa úr verkum sín- um: Þorvaldur Þorsteinsson, Þórunn Valdimarsdóttir, Sigurbjörg Þrast- ardóttir, Guðbergur Bergsson, Helgi Skúli Kjartansson og Oddur Sigurðs- son, Dulin veröld, (myndasýning). Sérstakur gestur er Þórarinn Eld- járn og Helgi Skúli. Tónskóli Sigursveins D. Krist- inssonar 100 nemendur á forskóla- aldri koma fram á tónleikum í Selja- kirkju kl. 14. Slunkaríki, Ísafirði Pétur Tryggvi, gullsmiður, opnar sýningu kl. 16. Pétur lauk sveinsprófi árið 1979 og hefur unnið við gull- og silfursmíði síðan. Sýningin stendur til jóla og er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 16-18. Í DAG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.