Morgunblaðið - 07.12.2002, Page 46

Morgunblaðið - 07.12.2002, Page 46
46 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. A FGREIÐSLU fjárlaga fyrir árið 2003 er lokið á alþingi. Sitt sýnist hverjum eins og jafnan, þegar stjórnmálamenn fara höndum um skattfé almennings. Eðlilegt er, að gerðar séu kröfur um gegnsæi og efnislegan rök- stuðning, þegar fjármunum er skipt með fjár- lögum. Oft er sagt, að ríkissjóður eigi í raun fáa vini og helst sé hann í hættu, þegar stjórn- málamenn búa sig undir kosningar eins og nú er, því að þá sé mest freisting fyrir þá að nýta sér aðstöðu sína til að deila út peningum í því skyni að afla sér stuðnings meðal kjósenda. Í vikunni var fyrri umræða um fjárhagsáætlun stærsta sveitarfélagsins, Reykjavík. Er ólíkt að taka þátt í undirbúningi og umræðu um hana en fjárlög ríkisins, að því leyti að fyrir þingmenn er dæmið lagt í heild strax frá fyrsta degi, en fjár- hagsáætlun Reykjavíkur er kynnt í bútum. Fyrst er lagður fram sá hluti hennar, sem bygg- ist einkum á skatttekjum, síðar á svo að leggja fram áætlunina í heild, en þá fyrst gefst tækifæri til að átta sig á raunverulegri fjárhagsstöðu borgarinnar. Vegna þessarar sérkennilegu aðferðar við að leggja fram fjárhagsáætlun Reykjavíkur sá ég ástæðu til að leita álits félagsmálaráðuneytisins á því, hvort það stæðist sveitarstjórnalög að leggja áætlunina fyrir í bútum. Ráðuneytið sagð- ist ekki hafa tekið formlega afstöðu til málsins en komst óformlega, hvernig sem það er unnt í máli sem þessu, að þeirri niðurstöðu, að bútasaum- urinn við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar væri líklega viðunandi, af því að draga ætti fram í jan- úar og fjölga fundum við að afgreiða hana. Rök ráðuneytisins fyrir þessari óformlegu afstöðu eru veik, svo að ekki sé meira sagt, þegar litið er til sveitarstjórnalaganna. Hitt er einsdæmi, að þrjár umræður þurfi til að afgreiða fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar. Hvernig halda menn, að þingmenn tækju því, ef fjármálaráðherra dytti í hug, að leggja aðeins fram hluta af fjárhagsdæmi ríkissjóðs við fyrstu umræðu fjárlaga? Að sjálfsögðu dytti engum í hug að standa þannig að málum. Þetta gerist hins vegar í borgarstjórn Reykjavíkur með að minnsta kosti óformlegri blessun félagsmála- ráðuneytisins. x x x Útgjaldaþenslan hjá Reykjavíkurborg á því kosningaári, sem nú er að líða, ber þess merki, að stjórnendur borgarinnar hafi fallið fyrir ein- hverjum freistingum á árinu. Nú á hins vegar að taka sér tak, því að tillögu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra ætlar hún með R-lista- mönnunum Árna Þór Sigurðssyni (vinstri/ grænum) og Stefáni Jóni Hafstein (samfylking- armanni) að setjast í sparnaðarnefnd í því skyni að vinda ofan af útgjöldum, vinna að sparnaði og hagræðingu. Nú á að setja upp sparnaðarsvipinn í stað útgjaldabrossins á kosningaári. VETTVANGUR Samþykkt fjárlög og h Eftir Björn Bjarnason S AMKVÆMT lauslegri athugun hafa um 40% af forsíðum dag- blaðanna síðastliðnar vikur verið tileinkuð umfjöllun um viðskipti. Suma daga virtist ekkert annað fréttnæmt en að BYKO keypti í VÍS, að Flugleiðir breyttu skipu- lagi sínu, að BYKO seldi í VÍS, að Eimskip breytti skipulagi sínu og að BYKO keypti í Keri. Á þessu tímabili lauk umfjöllun um 9 mánaða uppgjör fyrirtækja á verð- bréfamarkaði en síðan tekur við 12 mán- aða uppgjör, þá 3ja mánaða, 6 mánaða og þannig koll af kolli. Á innsíðum blaðanna undanfarnar vikur var m.a. sagt frá því að viðskiptafræð- ingar, sem stjórnuðu vel reknum fyr- irtækjum, væru í auknum mæli að koma inn í menningar- og listastarfsemi; þar þyrfti meira af „sjónarmiðum viðskipta- lífsins“! Á innsíðunum var einnig fjallað um „tónlistariðnaðinn“ og að til að hann tæki kipp þyrftu viðskiptamenn ásamt ráðherrum í ríkisstjórninni að koma til skjalanna. Á sama tíma er það að gerast að íþrótta- fréttirnar eru orðnar uppfullar af fréttum af afkomu íþróttafélaga; Knattspyrnu- félagið Víkingur rekið með tapi, hagnaður og ný stjórn í hlutafélaginu FRAM FC hf. og auðvitað fjárhagsstaða Stoke. Einu sinni heyrðist meira að segja rætt um lausnarorð fjármálamarkaðarins, EBITDA-hlutfallið, í íþróttafréttum. Það virðist hvergi hægt að þverfóta fyr- ir viðskiptasíbyljunni, ofurtrú á tölum og viðskiptafræðingum. Þetta er farið að ganga það langt að jafnvel þeir sem lifa og hrærast í viðskiptum alla daga eru orðnir leiðir á þessu. Það var helst grein Einars Arnar Benediktssonar Sykurmola um tón- listariðnaðinn í Morgunblaðinu sem stakk í stúf við þessa umfjöllun en hann lýsti þeirri skoðun sinni að lausn á vanda tón- listariðnaðarins fælist ekki í því að sér- fræðingar (eflaust markaðsfræðingar) yrðu látnir velja úr líklegar stjörnur ís- lensks „tónlistariðnaðar“ á næstu árum sem hlytu síðan ríkisstyrki. Það má kannski segja að með sífelldri umræðu um peninga sé samfélagið orðið leiðigjarnara en áður. Þótt viðskipta- og hagfræðingar eigi hlutdeild í þessum auknu leiðindum er ekki ástæða fyrir þá að taka á sig fulla ábyrgð á þróuninni. Ein ástæða umræðu um hagræðingu og við- skipti er sú að krafist hefur verið sparnað- ar á flestum sviðum í þjóðfélaginu og í framhaldi af því hefur verið leitað til þeirra hópa sem eyddu námsárum sínum í pælingar um stjórnun og hagræðingu. En á sama tíma og spurnin eftir þessari þekk- ingu hefur aukist má kannski segja að við- skipta- og hagfræðingar séu farnir að taka sig einum of hátíðlega og telja viðhorf sín eiga erindi inn á öll heimili, alla daga og inn á flest svið þjóðlífsins. Vel kann að vera að þessar stéttir séu hreinlega ekki nógu vel undir það búnar að taka á sig alla þessa ábyrgð. Heimspekingur sem kenndi okkur aðferðafræði í viðskiptafræðinni kynnti skyldulesninguna Menón eftir Plató í kúrsinum með þeim orðum að með því að lesa hana hefðum við að minnsta kosti lesið eina góða bók um ævina! Það er líklega aldrei brýnna en nú þegar nemendum í viðskiptafræðum fjölgar sem og viðskiptaháskólum hérlendis að huga að menntun í viðskiptafræðum útfrá því sem að framan er sagt. Það má líka spyrja sig hvers vegna fjöl- miðlamenn virðast ganga svo mikið upp í því að fjalla um viðskipti. Tvær skýringar koma upp í hugann. Annars vegar kann að vera að þeir telji þekkingaröflun á þessu sviði geta aukið möguleika þeirra á starfi í viðskiptalífinu eða þá að þeir skynji að átök og þungamiðjan í þjóðfélaginu séu að færast frá stjórnmálum yfir í viðskiptalífið. Það er margt til í seinni skýringunni eins og einka- væðing ríkisbankanna hefur vitnað um. Eftir standa þó margar við- skiptafréttir sem snúast ekki um átök og snúast að mínu mati reyndar ekki um hluti sem ættu að rata á forsíður blaða. Gagnrýnin á peningahyggju samfélags- ins hefur vaxið hröðum skrefum á und- angengnum árum. Mjög margt bendir þó til að samfélagið sé alls ekki gegnsýrt af peningahyggju; við sækjum hvers kyns menningu meira en nokkru sinni og aldrei hefur meiri fjármunum verið varið til vel- ferðarmála. Það sem gefur þó gagnrýn- endum hins frjálsa markaðar byr undir báða vængi er þessi endalausa og oft gagnslitla umræða um fyrirtæki og við- skipti í fjölmiðlum. Nú geta viðskiptafræðingar og hag- fræðingar í samráði við fjölmiðlamenn snúið við blaðinu og bjargað fólki frá við- skiptunum. Fjölmiðlamenn og forsvars- menn fyrirtækja þurfa að efla skilning á gagnkvæmu hlutverki og eðli starfsemi fjölmiðla og atvinnulífs. Þá þurfa við- skipta- og hagfræðingar einnig að spyrja sig hvar þeirra krafta sé helst þörf og hvar sé líklega réttast að leyfa öðrum að spjara sig en sjá um síðan um bókhaldið eins og nægði hér forðum. Viðskiptasíbyljan Eftir Þór Sigfússon Höfundur er hagfræðingur og svæðisstjóri Norræna fjárfestingarbankans á Íslandi. ’ Það virðist hvergi hægt aðþverfóta fyrir viðskiptasíbylj- unni, ofurtrú á tölum og við- skiptafræðingum. ‘ Í Í BY viðræ unar ingin báru lands að ES þess í viðræð greiddu í Br og sjöfalt þa greitt. Í viðta vikunni voru af Percy We aðalsamning ræðunum. A kvæmdastjór að fyrirtækj heimilað að sjávarútvegi Á því er by vilji aðgang sóknarríkjan reyndar toll dag utan Mö að borga fyri samningsins ingar sig til um 100 milljó ár. Þetta var gang að inn tollfrjálsan a vörur á þan taldar langf Eftir að hafa fimm ár töldu uppfyllt sinn að meira þy ESB var an frumkvæði lendingar þ Deilur Ísland Hi Eftir Birgi TYRKIR OG ESB Á leiðtogafundi Evrópusambands-ins í næstu viku er gert ráð fyrirað tíu ríkjum verði boðin aðild að Evrópusambandinu. Það ríki sem lengst hefur beðið eftir að fá að hefja aðild- arviðræður, Tyrkland, verður aftur á móti að sætta sig við að bíða í nokkur ár enn. Á fundi á fimmtudag urðu leiðtogar Þýskalands og Frakklands ásáttir um að leggja til að viðræður við Tyrki gætu hafist árið 2005. Þetta telja Tyrkir ekki viðunandi. Þeir vilja skýra yfirlýsingu þar sem tiltekin dagsetning er tilgreind. Mjög skiptar skoðanir eru uppi innan Evrópusambandsins um það hvort æskilegt sé að veita Tyrkjum aðild. Tyrkland er fjölmennt en jafnframt mjög fátækt ríki sem þar að auki er landfræðilega að mestu leyti í Asíu en ekki Evrópu. Þar búa nú 66 milljónir manna en fæðingartíðnin er mun hærri en í ríkjum Evrópu. Það má því búast við að Tyrkir yrðu fljótlega fjölmennasta ríki Evrópusambandsins. Í ljósi þess að íbúafjöldi ræður miklu um vægi ein- stakra ríkja innan sambandsins þýddi það í raun að Tyrkir ættu heimtingu á meiri formlegum völdum í stofnunum og ráðum sambandsins en t.d. Þýskaland og Frakkland. Í Evrópu óttast menn einnig að aðild hefði í för með sér að Tyrkir myndu streyma til ríkari landa Evrópu í atvinnuleit. Þá er bent á að Tyrkir eigi nokkuð í land með að upp- fylla hin pólitísku skilyrði fyrir aðild, ekki síst varðandi mannréttindi. Loks er ein helsta fyrirstaðan fyrir aðild í augum margra að Tyrkland er ekki kristið ríki, líkt og önnur ríki ESB, held- ur íslamskt ríki. Þessi rök gegn aðild Tyrkja eru öll skiljanleg. Það er líka ljóst að jafnvel þótt viðræður við Tyrki hæfust fljótlega myndu líða ár og líklega áratugir áður en raunhæft væri að Tyrkir yrðu full- gildir aðilar. Hins vegar er ekki síður hægt að færa sterk rök fyrir því að enn varasamara væri að neita Tyrkjum um aðild. Staða Tyrklands í Evrópu er að mörgu leyti einstök. Tyrkir eiga landa- mæri að ríkjum í vesturhluta Asíu þar sem ástandið er ótryggt og búast má við mikilli spennu og jafnvel átökum á næstu árum. Tyrkir hafa sýnt það og sannað innan Atlantshafsbandalagsins um áratuga skeið að þeir eru traustir bandamenn og hafa að mörgu leyti tekið að sér að vera brjóstvörn annarra Evr- ópuríkja gagnvart óstöðugleikanum í Mið-Austurlöndum. Það hafa átt sér stað miklar og póli- tískar breytingar í Tyrklandi á síðast- liðnum árum. Þótt aðstæður séu langt frá því að vera sambærilegar við vestur- hluta Evrópu hefur lýðræði verið að festa sig í sessi. Þótt flokkur strangtrú- aðra múslima hafi unnið sigur í kosn- ingum í síðasta mánuði og fari nú með völd í ríkisstjórninni bendir ekkert til að hvikað verði frá þeirri stefnu Ataturks, er mótaði Tyrkland nútímans úr rústum heimsveldis Ottómana, að trúarbrögð eigi ekki erindi inn í stjórnkerfið. Með aðild yrðu Tyrkir að ganga inn í þann ramma sem þegar hefur verið mótaður af ESB og laga þjóðfélag sitt að þeim reglum og hefðum, pólitískum sem efna- hagslegum, sem þar gilda. Fyrr gæti að- ild ekki orðið að veruleika. Ef Tyrkjum yrði hafnað er hins vegar hætta á því að þeir færu í auknum mæli að líta til aust- urs í stað vesturs. Varla myndi það þjóna hagsmunum Evrópusambandsins. AÐ FYRIRBYGGJA MENGUNARSLYS Hrikalegar afleiðingar olíuslyssins,sem varð er tankskipið Prestige sökk undan norðvesturströnd Spánar, sýna vel hversu mikilvægt er að huga að öryggi skipa, sem annast flutninga á jafnhættulegum farmi, svo og að fyrir hendi séu áætlanir um viðbrögð við slík- um slysum og búnaður til að fást við af- leiðingar þeirra. Áhrif Prestige-slyssins á lífríkið á og við norðurströnd Spánar og Portúgals eru skelfileg og menn geta rétt ímyndað sér hvaða áhrif það gæti haft á við- kvæmt sjávar- og fuglalíf við Íslands- strendur, yrði viðlíka slys hér. Eftir Prestige-slysið gaf Evrópusam- bandið út svokallaðan svartan lista yfir 66 úrelt og illa búin flutningaskip, sem það vildi ekki sjá í lögsögu aðildarríkj- anna vegna þeirrar hættu, sem af þeim stafar. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að a.m.k. tvö þessara skipa hefðu komið til Íslands á síðustu árum. Það sýnir að Ísland og Íslandsmið eru hreint ekki ónæm fyrir hættunni sem stafar af ryð- kláfum á borð við Prestige. Jafnframt lagði framkvæmdastjórn ESB til að öll notkun olíuskipa með ein- faldan byrðing yrði bönnuð í eitt skipti fyrir öll. Þetta eru skip, sem væru úti- lokuð frá evrópskum hafsvæðum vegna skorts á öryggisbúnaði og -ráðstöfun- um ef nýjar reglur ESB og Alþjóðasigl- ingamálastofnunarinnar (IMO) hefðu þegar tekið gildi. Þær eiga að ganga í gildi í áföngum, þ.á m. hér á landi, fram til ársins 2015 en framkvæmdastjórn ESB leggur nú til að gildistöku þeirra verði hraðað. Gera má ráð fyrir að þær aðgerðir, sem ESB mun grípa til, hafi einnig áhrif hér á landi. Það er hins vegar á forræði einstakra ríkja að setja reglur um sigl- ingaleiðir skipa, sem sigla með hættu- legan farm, eða takmarka slíkar sigl- ingar innan lögsögu sinnar. Í grein hér í blaðinu fyrir skömmu sagði Guðmund- ur Hallvarðsson alþingismaður frá því að hann hefði árið 1997 flutt þingsálykt- unartillögu um þessi efni, sem hefði verið samþykkt og nefnd stofnuð í framhaldinu sem gera átti tillögur að reglum um skip, sem sigla með hættu- legan varning um lögsögu Íslands. Í Morgunblaðinu í gær kemur fram að nefnd þessi lauk störfum árið 2000 en tillögur hennar hafa enn ekki komið til framkvæmda. Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneyt- inu, segir að talsvert hafi verið unnið með tillögurnar án þess að komast að niðurstöðu um siglingaleiðir. Í ljós hafi komið að kostnaður við framkvæmd til- lagnanna óbreyttra hefði orðið of mikill. Í þessum efnum hlýtur að þurfa að vega og meta hvort kostnaður af fyrir- byggjandi aðgerðum sé réttlætanlegur í ljósi þess kostnaðar, sem kann að hljótast af því ef slys verður. Það er deginum ljósara að alvarlegt mengun- arslys í íslenzkri lögsögu gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir íslenzkt lífríki og náttúru, heldur líka fyrir íslenzkt efnahagslíf, sem byggist að stórum hluta á fiskveiðum, útflutn- ingi sjávarafurða og ímynd hreinnar og ómengaðrar náttúru. Það er því ljóst að einhverju má kosta til að fyrirbyggja að mengunarslys verði við Íslandsstrend- ur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.