Morgunblaðið - 07.12.2002, Side 52

Morgunblaðið - 07.12.2002, Side 52
MESSUR 52 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ventu, hljóðfæraleikur og kirkjukórinn syngur. Ræðumaður Eygló Jóna Gunn- arsdóttir djákni. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Aðventukvöld föstudaginn 6. desember kl. 20. Kirkjukór- inn syngur og börn koma fram. Einsöngur. Ræðumaður sr. Hreinn S. Hákonarson. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnudagaskól- inn kl. 11. Börn í 4. bekkjum grunnskólans sýna helgileik. Kl. 17 orgelstund í Hvera- gerðiskirkju. Góð kyrrðarstund, tónlist sem hæfir aðventu. Allir hjartanlega vel- komnir. ODDAKIRKJA: Aðventusamkoma verður haldin í Oddakirkju sunnudaginn 8. des- ember kl. 16. Söngur, helgileikur, hugleið- ing. Ræðumaður Þórður Tómasson safn- vörður í Skógum. Kvenfélag Oddakirkju. ÞYKKVABÆJARKIRKJA: Aðventukvöld Þykkvabæjarsafnaðar verður í kirkjunni 2. sunnudag í aðventu, 8. desember kl. 20.30. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. Sóknarprestur. Torfastaða- kirkja: Barnaguðsþjónusta sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 14. Barnakór Akraneskirkju syngur og Bjöllusveitin spilar. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Sókn- arprestur. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Aðventukvöld kl. 20. Kór Ísafjarðarkirkju, Sunnukórinn, Barnakór og Stúlknakór Tónlistarskólans syngja. Matthías Nardeau leikur á óbó. Sóknarprestur. GLÆSIBÆJARKIRKJA: Aðventukvöld sunnudag kl. 20.30. Helgileikur ferming- arbarna. Kórsöngur kirkjukórs Möðruvalla- klaustursprestakalls. Lúsíusöngur nem- enda Þelamerkurskóla og mikill almennur söngur. Ræðumaður verður Reynir Hjart- arson. Mætum öll og njótum jólastemn- ingar í húsi guðs. Sóknarprestur og sókn- arnefnd. AKUREYRARKIRKJA: Messa með léttri tónlist kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson. Ung- lingakór Akureyrarkirkju. Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðuð til messunnar. Sunnudagaskóli á sama tíma. Aðventukvöld kl. 20.30. GLERÁRKIRKJA: Í dag, laugardag, kl. 14 er opnun sýningarinnar Sigur lífsins. Barnasamvera kl. 11. Vígsla kepallu og hátíðarmessa kl. 14. Kvenfélagið Bald- ursbrá afhendir steindan glugga sem helg- aður verður í messunni. Herra Karl Sig- urbjörnsson, biskup, vígir kapellu og prédikar. Kór Glerárkirkju syngur. Ein- söngur Sigrún Arna Arngrímsdóttir messó- sópran. Organisti Hjörtur Steinbergsson. Kaffiveitingar. Jólafundur æskulýðsfélags- ins kl. 20. HVÍTASUNNUKIRKJAN á Akureyri: sunnu- dagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30. Jón Þór Eyjólfsson, forstöðumaður Hvítasunnu- kirkjunnar Klettsins, mun predika. Á með- an fer fram fjölbreytt barnastarf þar sem börnunum er skipt í hópa eftir aldri. Síðan verður vakningarsamkoma kl. 16.30 og þá mun Jón Þór einnig predika. Fjölbreytt lof- gjörð og fyrirbænaþjónusta, einnig verður barnapössun fyrir börn undir sjö ára aldri. Allir eru hjartanlega velkomnir. Á fimmtu- dögum eru bænastundir kl. 20. Einnig eru Bænastundir alla virka daga klukkan 7 að morgni og í hádeginu kl. 12.30. LAUFÁSPRESTAKALL: Svalbarðskirkja: Aðventukvöld föstudaginn 6. des. kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá í söng, tónlist og helgileik. Laufásskirkja: Barnastund í upp- hafi aðventudagskrár í Gamla bænum laugardaginn 7. des. kl. 13.30. Biskup Ís- lands herra Karl Sigurbjörnsson talar við börnin. Grenivíkurkirkja: Aðventukvöld sunnudaginn 8. des. kl. 20.30. Ræðu- maður: Herra Karl Sigurbjörnsson biskup. Kyrrðarstund mánudaginn 9. des. kl. 20. Sóknarprestur. HRÍSEYJARSÓKN: Helgistund og kveikt á leiðalýsingunni i Kirkjugarði Hríseyjarkirkju í dag, laugardag, kl. 18. Sunnudagaskóli kl. 11. STÆRRI- ÁRSKÓGSKIRKJA: Aðventukvöld kl. 20. EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Aðventukvöld kl. 20.9. des. (mánud.) Kyrrðarstund kl. 18.10. des. Aðventu- tónleikar til styrktar Amnesty Int- ernational. Sóknarprestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Aðventustund við kertaljós föstudagskvöldið 13. des. kl. 20. KIRKJUBÆJARKLAUSTURSPRESTA- KALL: Kálfafellskirkja í Fljótshverfi: Að- ventuguðsþjónusta verður kl. 11. Kór Prestsbakkakirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti verður Kristófer Sigurðsson. Allir gamlir Hverfingar hvattir til að mæta. Graf- arkirkja í Skaftártungu: Aðventuhátíð verður kl. 16. (Ath. tímasetningu). Kórinn syngur þekkt lög tengd aðventu og jólum undir stjórn Kristófers Sigurðssonar org- anista. Börnin fá límmiða í kirkjubækurnar sínar og lesin verður jólasaga. Kveikt verð- ur á aðventukransinum og kirkjan verður fyllt af söng og jólaanda. Sr. Baldur Gautur Baldursson Íslenski söfnuðurinn í Noregi. Aðventu- kvöld íslenska safnaðarins í Noregi er haldið 8. des. kl. 17 í amerísku kirkjunni íð Fritznergötu 15 í Osló. Ólafur Kjartan Sig- urðsson og Íslenski kórinn í Osló flytja tón- verk. Léttari skemmtan undir kirkjukaffi á eftir. Barnastarf meðan á aðventukvöldi stendur. Sóknarpresturinn. ÞAÐ verður margt á döfinni í Laugarneskirkju sunnudaginn 8. desember í tilefni þess að nýtt orgel verður vígt og formlega tekið í notkun. Kl. 11 verður messa og sunnu- dagaskóli, þar sem sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur og fyrrum sóknarprestur í Laugarneskirkju prédikar og vígir hið nýja orgel kirkjunnar. Er það hinn íslenski orgelsmiður Björgvin Tómasson sem á veg og vanda af smíðinni, ásamt sínum samstarfsmönnum. Þá mun Gunnar Gunnarsson leika á hljóðfærið, kór Laugarnes- kirkju syngja og Laufey Geirlaugs- dóttir flytja einsöng. Sunnudaga- skólinn er í höndum Hildar Eirar Bolladóttur, Heimis Haraldssonar og Þorvalds Þorvaldssonar. Kl. 16 er boðið til tónleika í kirkj- unni. Þar leikur Gunnar Gunn- arsson á orgelið og Sigurður Flosa- son á saxófón, en samspil þeirra félaga er orðið alþekkt og ómar nú við nýjar og spennandi aðstæður. Loks verður kvöldmessa kl. 20:30 þar sem Djasskvartett Gunnars Gunnarssonar leikur, kór Laug- arneskirkju syngur og Þorvaldur Halldórsson syngur einsöng. Prestshjónin Jóna Hrönn Bolladótt- ir og Bjarni Karlsson þjóna við at- höfnina ásamt Sigurbirni Þorkels- syni. Djassinn hefst kl. 20 svo gott er að koma snemma og njóta alls frá upphafi. Mosfellsprestakall – aðventukvöld AÐVENTUSAMKOMA verður í Lágafellskirkju n.k. sunnudags- kvöld 8. desember kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins verður dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Bergþór Pálsson og ung stúlka, Sigrún Harðardóttir, syngja ein- söng. Gréta Stefánsdóttir, Gunnar Hrafnsson, Jónas Þórir Dagbjarts- son, Matthías Nardeau, Sveinn Þórður Birgisson, Örnólfur Krist- jánsson leika á hljóðfæri. Skólakór Mosfellsbæjar syngur undir stjórn. Guðmundar Ómars Óskarssonar og Kirkjukór Lága- fellssóknar undir stjórn Organist- ans Jónasar Þóris. Sóknarprestur, sr. Jón Þor- steinsson flytur ritningarlestur og bæn. Að stundinni lokinni verður boð- ið upp á kirkjukaffi í safnaðarheim- ilinu að Þverholti 3. Aðventan er undirbúningstími blessaðra jóla. Þann undirbúning er gott að rækja í húsi Guðs. Mætum öll og eigum saman helga stund í húsi Drottins. Sóknarprestur – sóknarnefnd. Aðventukvöld í Egilsstaðakirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Egils- staðakirkju sunnudaginn 8. desem- ber kl. 20. Dagskráin verður fjöl- breytt og mikið sungið. Kór kirkjunnar syngur jólalög og einnig barnakór og kór yngri barna úr sunnudagaskólanum en stjórnandi þessara kóra og organisti er Tor- vald Gjerde. Einsöng syngur Freyja Kristjánsdóttir Gjerde. Hugleið- ingu (jólaminningar) flytur sr. Jó- hanna I. Sigmarsdóttir. Jón Guð- mundsson og Rosemary Hewlett leika á flautur. Rosemary verður einnig með hljómsveit sem leikur jólalög. Börn úr 10 til 12 ára starfi safnaðarins (TTT) flytja helgileik. Kirkjugestum gefst kostur á að syngja nokkra jólasálma, þar á meðal Heims um ból, við kertaljós í lok samverunnar. Sóknarprestur. Helgileikur og Kópamessa Í FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTU kl. 11 syngja börn úr 4. bekk Kárs- nesskóla og flytja jólahelgileikinn „Hljóðu jólaklukkurnar“. Það er Þórunn Björnsdóttir kórstjóri sem stjórnar söng barnanna. Kópamessa verður kl. 20. Fé- lagar úr kór kirkjunnar leiða söng og Kvennakór Reykjavíkur kemur í heimsókn og syngur undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur, kór- stjóra. Fermingarbörn lesa ritning- arlestra og leiða bænagjörð. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Aðventukvöld Fríkirkjunnar í Hafnarfirði ANNAÐ kvöld, sunnudagskvöldið 8. desember, verður aðventukvöld í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og hefst dagskráin að þessu sinni kl. 20:30.Að venju verður fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Kór Frí- kirkjunnar syngur undir stjórn þeirra Þóru Guðmundsdóttur org- anista og Arnar Arnarson tónlistar- manns og Örn mun einnig leiða tón- list og söng ásamt hljómsveit sinni eins og hann hefur gert á mán- aðarlegum kvöldvökum kirkj- unnar. Sérstakir gestir kvöldsins verða svo félagar úr Kór Öldutúns- skólans í Hafnarfirði og syngja undir stjórn Egils Friðleifssonar. Þess má geta að kórinn söng á fyrstu aðventusamkomunni í Hafn- arfirði sem haldin var í Fríkirkj- unni 1971. Þá munu unglingar úr æskulýðsfélögum kirkjunnar flytja helgileik og lesin verður jólasaga. Að lokinni góðri stund í kirkjunni verður svo boðið upp á heitt súkku- laði í safnaðarheimili. Aðventukvöld í Árbæjarkirkju Á SUNNUDAGSKVÖLD kl. 20 verður aðventukvöld í Árbæjar- kirkju. Boðið verður uppá vandaða dagskrá í tali og tónum. Ljós aðven- tukransins verða tendruð og sagt frá merkingu hans. Hátíðarræðuna flytur sjónvarpskonan vinsæla Eva María Jónsdóttir. Joseph Ognibene leikur á franskt horn. Kirkjukórinn og Gospelkórinn syngja undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár organista. Fermingarbörn sýna helgileikinn „ljós í myrkri“. Kynnir verður Jóhann Björnsson. Boðið verður uppá heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni. Að morgni annars sunnudags í að- ventu kl.11 verður fjölskylduguðs- þjónusta í kirkjunni í umsjá presta og sunnudagaskólakennara. Börn verða borin til skírnar. Fræðsla, söngur og leikur. Verið öll velkomin í Árbæjarkirkju á aðventunni. Nýr prestur settur í embætti við Hjallakirkju SUNNUDAGINN 8. desember mun sr. Gísli Jónasson, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, setja sr. Sigfús Kristjánsson í emb- ætti prests við Hjallakirkju í Kópa- vogi. Sr. Sigfús var valinn prestur við kirkjuna í október sl. og tók form- lega til starfa þann 1. nóvember sl. Að messu lokinni er öllum við- stöddum boðið að þiggja veitingar í safnaðarsal kirkjunnar. Þennan sama dag mun Kór Hjallakirkju halda sína árlegu að- ventutónleika kl. 20 en sérstakur gestur tónleikanna að þessu sinni er Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópr- ansöngkona. Allir eru hjartanlega velkomnir. Umhyggja styrkt á aðventukvöldi í Digraneskirkju ANNAN sunnudag í aðventu 8. des n.k. verður aðventuhátíð í Digra- neskirkju kl. 20.30. Málefni kvölds- ins verður Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum. Þar mun Ragna Marinósdóttir, formað- ur Umhyggju kynna félagið. Kammerhljómsveitin Kamm- erartica sér um tónlistarflutning kvöldsins. Dróttskátar munu færa kirkjunni friðarljós frá Betlehem. Kaffiveit- ingar verða í safnaðarsal eftir að- ventustundina og rennur allur ágóði til Umhyggju. Þau sem vilja leggja góðu málefni lið geta gefið kökur og meðlæti eða keypt frið- arkerti Hjálparstarfs kirkjunnar, jólakort og fleira. Tekið er á móti söfnunarbaukunum „brauð handa hungruðum heimi“. Undirbúningur þessa aðventu- kvölds er í höndum sóknarnefndar Digraneskirkju. Aðventutónleikar í Garði og Sandgerði AÐVENTUTÓNLEIKAR verða annan sunnudag í aðventu 8. des- ember í safnaðarheimilinu í Sand- gerði kl. 17 og Útskálakirkju í Garði kl. 20:30. Fram koma kirkjukórar Hvals- ness- og Útskálakirkju, barnakór Hvalsneskirkju og nemendur úr tónlistarskólunum í Sandgerði og Garði. Ína Dóra Hjálmarsdóttir og Vilborg Eckhard syngja tvísöng, Eyþór Kolbeins leikur á bassa og Þorvaldur Halldórsson á trommur. Einnig munu karlaraddir úr kirkju- kórnum syngja nokkur lög. Sungn- ir verða jóla- og aðventusálmar, les- ið úr ritningunni og fermingarbörn lesa guðspjall. Í almennum söng verða sungnir sálmarnir „Við kveikjum einu kerti á“ og „Guðs kristni í heimi“. Stjórnandi og undirleikari er Steinar Guðmundsson organisti. Aðventuhátíð í Grindavíkurkirkju ANNAN sunnudag í aðventu 8. des- ember verður jólastund barnanna kl. 11. Aðventuhátíð kirkjunnar verður með fjölbreyttu sniði og þátttöku margra og hefst kl. 20. Kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn organist- ans. Barnakór Tónlistarskóla Grindavíkur syngur jólalög og flyt- ur söngleik um fæðingu frelsarans. Stjórnandi Rósalind Gísladóttir. Fermingarbörnin flytja helgileik um jólin fyrr og nú. Við hvetjum alla til að fjölmenna í kirkjuna og taka þátt í skemmti- legri kvöldstund á aðventu. Prestur: sr. Jóna Kristín Þor- valdsdóttir. Organisti: Örn Falkner. Þann 10. desember verður haldið jólaball foreldramorgna og þann 12. desember verður jólastund eldri borgara. Sóknarnefndin. Tónleikar á vígsluaf- mæli Grensáskirkju Á MORGUN, 8. des. heldur Kirkju- kór Grensáskirkju aðventutónleika í kirkjunni og hefjast þeir kl. 20:00. Sungin verða ýmis aðventu- og jóla- lög og sálmar enda við hæfi að búa hugi og hjörtu undir fæðingarhátíð frelsarans. Jafnframt er þess minnst þennan dag að sex ár eru liðin frá því Ólaf- ur Skúlason biskup vígði Grens- áskirkju því vígsludagurinn var einmitt 8. des. 1996. Um morguninn verður að sjálf- sögðu hefðbundin guðsþjónusta og barnastarf kirkjunnar. Aðventukvöld Fríkirkjunnar í Reykjavík ÁRLEGT aðventukvöld Fríkirkj- unnar verður haldið næstkomandi sunnudagskvöld, þann 08. desem- ber, klukkan 20.30. Aðventukvöld síðustu aðventu var einstök upplifun og eftiminni- legt og víst er að miklar vonir eru bundnar við fyrirhugaða aðventu- samveru í kirkjunni. Sunnudagurinn 8. desember er annar sunnudagur í aðventu en að- ventan er helgur undurbúningstími jólanna. Á aðventu reyna fjöl- skyldur að eiga sem flestar sam- verustundir og undirbúa komu há- tíðarinnar í anda og verki og því er það góður siður að fjölskyldan öll, yngri sem eldri komi saman í Frí- kirkjunni við tjörnina og er jafnan þétt setinn bekkurinn. Kór Fríkirkjunnar mun verða með fjölbreytta tónlistardagskrá, jafnt hefðbundna sem óhefðbundna tónlist og verður það allt undir stjórn Carls Möller og Önnu Sigríð- ar Helgadóttur. Undirleik annast kvartett Carls Möller. Hátíðardagur í Laugarneskirkju Morgunblaðið/Kristinn KIRKJUSTARF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.