Morgunblaðið - 07.12.2002, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 07.12.2002, Qupperneq 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 57 ✝ Lilja MatthildurFransdóttir fæddist á Stokkseyri 17. nóvember 1922. Hún lést 26. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Anna Jónas- dóttir og Frans Vill- iam Tuomikoski frá Finnlandi. Þegar Frans faðir hennar flutti með fjölskyldu sína til Álandseyja varð Lilja eftir á Ís- landi og ólst upp hjá hjónunum Hólmfríði Hjartardóttur og Guðbrandi Tómassyni í Skálmholti í Vill- ingaholtshreppi. Eftir barnaskóla stundaði hún nám í einn vetur við Héraðsskólann á Laugarvatni. Eftirlifandi eiginmaður Lilju er Ingólfur Guðmundsson, f. 26. maí 1927 í Króki í Ásahreppi. Dætur Lilju frá fyrra hjónabandi eru Hólmfríður Rannveig, f. 6. októ- ber 1941, gift Ólafi Sigfússyni frá Læk í Holtum, f. 20. maí 1938, bú- sett á Selfossi, og Sigríður Hrafn- hildur, f. 25. ágúst 1943, búsett á Spáni. Fóstursonur þeirra er Ingólfur Magnús- son, f. 1. apríl 1949, kvæntur Þorbjörgu Fjólu Sigurðardótt- ur, f. 3. nóvember 1949, búsett í Hafn- arfirði. Barnabörnin eru 11, barnabarna- börnin 23 og barna- barnabarnabörn tvö. Lilja og Ingólfur hófu búskap í Reykjavík árið 1948 en fluttu síðan að Skálmholti og bjuggu þar frá 1952–1953 er þau tóku við búi í Króki og bjuggu þar til ársins 1984. Þá keyptu þau sér hús við Nestún á Hellu og áttu þar heimili þar til þau fluttu til dvalar á Lundi á Hellu í febrúar á þessu ári. Útför Lilju fer fram frá Odda- kirkju á Rangárvöllum í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jarð- sett verður í Kálfholti í Ása- hreppi. Nú þegar Lilja er fallin frá er allur hinn stóri barnahópur Skálmholts- hjónanna, Hólmfríðar Hjartardóttur og Guðbrandar Tómassonar, horfinn af sjónarsviðinu. Lilja, fósturbarnið, var langyngsta barnið og var aðeins 11 ára gömul þegar foreldrar mínir tóku við búi í Skálmholti, en hún ólst þar upp áfram til fullorðinsára í skjóli afa og ömmu, fósturforeldra sinna. Eftir skilnað við fyrri mann sinn kom hún aftur heim að Skálmholti til foreldra minna og þá með dætur sín- ar og átti heima hjá okkur í nokkur ár með eldri dótturina Hólmfríði Rann- veigu, fallega ljóshærða hrokkin- kollu. Árið 1946 lést móðir mín og stóð þá faðir minn einsamall uppi með fimm ungar telpur. Þá kom það í hlut Lilju, þá 23 ára, að taka að sér þetta stóra heimili föður míns á þessum erfiða tíma og standa fyrir öllum húsmóð- urstörfum hjá honum þar til hún sett- ist að í Reykjavík með Ingólfi manni sínum. Það þarf mikinn kjark og góð- mennsku til að taka að sér svo barn- margt heimili og skilja eftir jafn góð- ar minningar í huga ungra barna og henni tókst að gera. Slík verk verða aldrei þökkuð eins og vert er. Lilja var snillingur í höndunum og var handavinna hennar þekkt langt út fyrir fjölskyldu og nánustu vini. Hún hafði fengið einhverja tilsögn í kjólasaumi og þótti mjög flink sauma- kona. Á árunum sem hún var samtíða móður minni í Skálmholti fékkst hún nokkuð við kjólasaum og ég get ennþá séð fyrir mér fína sparikjóla sem hún saumaði á móður mína og Heiðrúnu frænku. Annar þeirra var skreyttur með perlusaumi en hinn með pallíettum, en slík kjólaskraut voru á þessum tíma mjög í tísku. Hún nýtti líka vel þessa hæfileika sína á búskaparárunum hvort sem um fínni eða grófari saumaskap var að ræða. Með árunum þróaðist listhneigð hennar fremur til prjónaskapar og má finna fjölda fínna dúka, stórra og smárra, frá hennar hendi bæði í eigu fjölskyldu og vina og einnig annarra viðskiptavina. Auk dúkanna prjónaði hún brúður í ótrúlega fjölbreyttu úr- vali sem hún bæði gaf og seldi. Hina miklu fjölbreytni í hannyrðum henn- ar má rekja til þrautseigju hennar og góðrar greindar að ná þeim árangri að geta notað uppskriftir á mörgum erlendum tungumálum. Fátt eitt hefur verið sagt en margt er ósagt um lífshlaup þessarar mætu konu. Þótt líkaminn væri farinn að heilsu hvarf brosið aldrei, það hvíldi mikill friður yfir henni þar sem hún sat í hjólastólnum sínum í hópi fjölskyldu og vina í 80 ára afmæli hennar fyrir réttum tveimur vikum. Ingólfur minn, Lilla, Ingi og allar fjölskyldurnar ykkar. Við Jón og systur mínar sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hólmfríður Tómasdóttir. Það eru ekki mörg dæmi um það, að fólk taki að sér annarra manna börn til sumardvalar eða í langtíma- fóstur og ali þau upp sem sín eigin, án endurgjalds, börn óviðkomandi fólks. Það eru ekki heldur mörg dæmi þess, að fólk ali annarra manna börn upp í slíkri hjartahlýju, að minningarnar úr uppeldinu séu góðar og einungis góðar. Það gerðu hjónin Lilja og Ing- ólfur. Þau voru bara að ,,passa okk- ur“, fyrir mömmu, gerðu enga kröfu til þess að gera okkur að sínum. Þau ólu okkur upp í fölskvalausri ást til móður, sem neyðst hafði til að láta okkur þrjú frá sér, mig þó aðeins á sumrum, allt án skilyrða, án kröfu um sambandsslit. Fyrir þetta er ég þakk- lát, þakka fyrir hönd okkar systkin- anna og móður okkar. Þetta var dýr- mætt. Ingólfur og Lilja bjuggu fyrst í sama húsi og mamma í Reykjavík, en fluttu að Króki í Áshreppi. Þegar ég kom þangað fyrst 1956, var moldar- gólf í húsinu og lítil efni, en það kom ekki að sök. Þarna vorum við 15 börn og höfðum nóg að gera, nóg að borða af óbreyttum mat, sem mér finnst lostæti enn þann dag í dag og sunnu- dagslærið var kryddað manngæsku og vináttu, það var og er besti matur í heimi. Það fór vel um okkur. Ekki síst nutum við þolinmæði, væntumþykju og kærleiksríks aga Lilju og Ingólfs. Þau skiptu aldrei skapi, tóku á vanda- málum, þegar upp komu og leystu, stóðu saman eins og einn maður, ekki styggðaryrði um neinn eða við neinn. Þau höfðu einstakt lag á að veita okk- ur öryggi. Ég var tólf ára, þegar Kúbudeilan var og heimurinn ramb- aði á barmi heimsstyrjaldar. Ég hafði engar áhyggjur af því, ég myndi bjargast. Ég ætlaði bara að vera hjá Lilju og Ingólfi. Enginn gæti skert hár á höfði mínu þar, þeir þarna úti vissu örugglega ekkert um þeirra stað! Ég skrifa í minningu Lilju og til að votta þér okkar innilegustu samúð, kæri Ingólfur. Það er dýrmætt að hafa átt ykkur að. Guð laun fyrir það. Lára Magnúsdóttir. Góða vinkona. Þá ertu þú farin í þetta langa ferðalag sem bíður okkar allra. Vonandi er þér nú batnað eins og þú varst svo vongóð með allt til síð- ustu stundar. Við hjónin höfum verið vinir þeirra Lilju og Ingólfs frá því við bjuggum í sömu sveit. Við Lilja störfuðum þar saman í kvenfélaginu og kynntumst þá vel. Hún var einn af stofnendum félagsins. Gott var þau hjónin heim að sækja. Gestrisni og hlýja í þeirra fari laðaði fólk að, enda oft margt í kring- um þau. Lilja var myndarleg húsmóð- ir, hannyrðakona með afbrigðum, saumaði mikið og prjónaði. Á seinni árum prjónaði hún mikið af fallegum brúðum og dúkum sem prýða nú mörg heimili. Lilja naut þess að ferðast til fjalla með manni sínum og fara að vatninu þar sem þau ræktuðu silung. Margar fallegar myndir eru til frá þessum ferðum og er það gott, Ingólfur minn, að eiga þær góðu minningar. Við hjónin eigum margar góðar minning- ar um samverustundir okkar bæði í byggð og til fjalla og erum við þakklát fyrir þær. Lilja varð 80 ára nú í nóvember og hélt skyldfólkið henni þá veislu. Lilja var þá orðin mjög lasburða en var ótrúlega hress þennan dag. Hún sagði mér frá veislunni daginn eftir, sýndi mér gjafir og brosti sínu blíð- asta brosi eins og henni var svo tamt. Næsta dag komum við hjónin til hennar og var hún þá mikið lasin. Samt reyndi hún að brosa og tala um afmælið. Þau Ingólfur og Lilja studdu vel hvort annað í erfiðum veikindum. Er það styrkur fyrir Ing- ólf hversu vel hann studdi Lilju í loka- stríðinu. Elsku Ingólfur. Við hjónin sendum þér okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og biðjum guð að styrkja þig og þína í sárum harmi. Guð varðveiti Lilju og minningu hennar. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Steinunn G. Sveinsdóttir. Elsku Lilja mín. Ég kveð þig með söknuði og þakklæti. Ég var svo heppin að koma í sveit- ina til þín og Ingólfs á Krók þá aðeins 12 ára borgarbarn, sem ekkert kunni til verka, hvorki inni né úti. Meiri skaðvaldur á tækin og vélarnar var vandfundinn, en alltaf var sama yf- irvegunin hjá ykkur: „Þetta er bara hún Maja.“ Viðmót ykkar Ingólfs, hlýja og góðmennska umvöfðu mig og hef ég búið að því og ég veit það gerði mig að meiri og betri manneskju. Á Króki eignaðist ég annað heimili. Þar var lífið heilsteypt og gott. Lilja, ég þakka þér, Ingólfur, Emil og Jón Halldór, ég á svo margar frá- bærar minningar um gott fólk, sveita- lífið allt um kring og svo virðingu fyr- ir náttúrunni og sköpunarverkinu í allri sinni dýrð. Langar mig að minnast líka Emils vinar okkar sem kvaddi okkur alltof snemma. Í nýja fína húsinu á Króki sem þið byggðuð á mettíma átti ég meira að segja herbergi. Lilja, þú varst svo merkileg kona, þú varst svo góð eiginkona og vinur Ingólfs, góð mamma og amma og langamma, góður kokkur og bakari, þú lærðir erlend tungumál, varst listamaður í höndunum og prjóna- skapurinn þannig að var ævintýri lík- ast. Við Magda María eigum eina dúkku sem ég passa vel uppá. Líf þitt, Lilja, var ekki alltaf auð- velt, fjölskyldumálin svo flókin. Ég unglingurinn sat og hlustaði á þig segja frá gamla tímanum, reyndi að átta mig svo á hver var hvað í ætt- unum. Þetta var svo margt fólk. Margt af því sem þú sagðir mér hafði mikil áhrif á mig og ég þroskaðist og lærði að lífið væri ekki alveg sjálf- gefið. Elsku Ingólfur, ég samhryggist þér heitt og innilega, missir þinn er svo mikill. Ég votta öllum aðstandendum innilega samúð. Megi Guð styrkja ykkur. Þín María Jónsdóttir. LILJA MATTHILDUR FRANSDÓTTIR Jæja, amma, þá er komið að því að kveðja þig í hinsta sinn, við vitum að nú líður þér vel og að þú munt vaka yfir okkur. Við munum sakna þín mikið. Sjáumst síðar. Ásmundur, Guðlaugur og Elva Björg. Það er ekki hægt að segja að við þekktumst mikið við Kristrún. Við sáumst ekki mjög oft. Hún var amma Didda á Húsavík og ég var amma Bíbí í Reykjavík. Tvö indæl barnabörn eru fjölskyldutengsl okk- ar. Það gefur nánd – sem er notaleg og nógu sterk til að vera óstaðbund- in. Hún dugar yfir sjó og land, hún dugar til kynna. Hvor úr sinni átt- inni höfum við af umhyggju fylgst með barnabörnunum okkar frá fyrstu tíð, notið þess að sjá þau dafna vel og þroskast fallega. Ég heyrði mikið talað um ömmu Diddu og mér var hlýtt til hennar. Mér fannst mikið til hennar koma þegar við hittumst. Ég myndi ekki segja að af henni hafi staðið gustur geðs. Hún var hógvær á þann hátt sem þeir einir eru sem eru miklir af sjálf- um sér og þurfa ekki að státa af neinu, en gerðarþokkinn var vissu- lega til staðar. Hún var ábyrg og merk í starfi, hörku íslenskukennari sagði einn nemandi hennar við mig. Það er mikið hrós. Auðsýnt er hve mikill harmur er kveðinn að eiginmanni hennar og börnum þeirra sex, sem nú hafa misst slíka konu „úr sýn en ei úr hug“. Innilegar samúðarkveðjur. Anna Friðbjarnardóttir. Kveðja frá Framhaldsskólanum á Húsavík Með Kristrúnu Karlsdóttur er góður fulltrúi kennarastéttarinnar fallinn í valinn. Hún var glæsileg kona með tígulegan limaburð, lát- laus og smekkvís svo eftir var tekið. Í störfum sínum við Gagnfræða- skóla Húsavíkur og síðar við ung- lingadeildir Framhaldsskólans á Húsavík vann hún hylli nemenda sinna og samstarfsmanna. Hún var hlý og umhyggjusöm og um leið einörð og stefnuföst. Nem- endur hennar þurftu ekki að velkj- ast í vafa um hver verkefni þeirra og skyldur voru og henni tókst oftar en ekki að laða fram það besta í fari þeirra í glímunni við menntagyðj- una. Íslenska var kennslugrein Kristrúnar og metnaðarfull mark- mið hennar voru augljós. Samstarfsfólki var hún góð fyr- irmynd því hún sinnti starfinu af mikilli alúð og samviskusemi og reyndist auðvelt að leysa hvern þann vanda sem upp kom. Hún var létt í lund, jákvæð og hvetjandi og tók virkan þátt í samfélagsumræðu kennarastofunnar. Kristrún var afkastamikil hann- yrðakona og allt handbragð hennar ber vott um mikið listfengi. Það var gæfa Húsvíkinga að fá að njóta nær- veru og starfa Kristrúnar. Guð blessi minningu hennar. Eiginmanni og fjölskyldu eru færðar samúðar- kveðjur. Guðmundur Birkir Þorkelsson. Við andlát Kristrúnar Karlsdótt- ur er okkur hjónum efst í huga þakklæti fyrir góða viðkynningu en upphafið má rekja til þess er við tengdumst fjölskylduböndum fyrir nærfellt tveimur áratugum. Við höf- um fylgst með börnum og barna- börnum okkar í leik og starfi og tek- ið þátt í gleðistundum í lífi þeirra. Kristrún var afar listræn og bera hannyrðir hennar þess glöggt vitni. Listaverk hennar prýða heimili ætt- ingja hennar og vina og eru verð- ugur minnisvarði um listfengi henn- ar. Að leiðarlokum þökkum við Krist- rúnu samfylgdina og vottum Ás- mundi og afkomendum þeirra okkar dýpstu samúð. Veri hún að eilífu guði falin. Aðalsteinn Dalmann Októsson, Gyða Erlingsdóttir. ✝ Sigurjóna Gott-liebsdóttir fædd- ist í Ólafsfirði 1. maí 1918. Hún lést á Dval- arheimilinu Horn- brekku í Ólafsfirði hinn 1. desember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Gottlieb Halldórsson, bóndi í Burstabrekku í Ólafsfirði, f. 4. ágúst 1890, d. 21. maí 1980, og Guðrún Frímanns- dóttir húsmóðir, f. 6. maí 1894, d. 15. ágúst 1981. Sigurjóna var þriðja í röð tíu systkina. Systkini Sigurjónu eru Guðrún, f. 18. ágúst 1915, d. 25. september 1915, Hall- dóra, f. 30. ágúst 1916, d. 4. mars 2000, Kristrún, f. 22. nóvember 1919, Olgeir, f. 24. ágúst 1921, Laufey, f. 11. október 1922, Anna, f. 12. maí 1924, d. 31. júlí 2000, Dómhildur, f. 17. apríl 1927, Þór- unn, f. 3. janúar 1929, og Konráð, f. 30. apríl 1930. Sigurjóna giftist Sverri Sigfússyni vélstjóra frá Hólum í Hjaltadal, f. 1 maí 1918, d. 31. desem- ber 1994. Sonur þeirra er Sævar sölu- maður, f. 18. maí 1957, sambýliskona Berglind Jónsdóttir, f. 1. október 1972. Sonur þeirra er Sverrir, f. 16 júlí 1999. Fyrri kona Sævars er Bjarney Ólsen Richardsdóttir sjúkraliði, f. 22. októ- ber 1959. Börn þeirra eru Richard Haukur, f. 15. júlí 1976, og Thelma Sif, f. 22. september 1987. Sigurjóna ólst upp í Ólafsfirði, en fluttist til Reykjavíkur um 1938, síðustu árin dvaldist hún á Dvalarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði. Útför Sigurjónu verður gerð frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sigurjóna Gottliebsdóttir – Jóna frænka – dó á Hjúkrunarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði 1. desem- ber 2002. Hún hafði síðustu árum ævi sinnar eytt á mörkum þess veruleika sem við skiljum. Snöggt bros, blíðlegt augnatillit eða skyndi- leg reiði gaf til kynna að hún mundi og skildi. Þess á milli var hún í heimi sem er handan hins hvers- dagslega. Fyrir okkur átti Jóna frænka sér dularfulla hlið, sögubókarfortíð, sem spratt af því að hafa verið í Reykja- vík sem ung kona, í „vist“ hjá góðu fólki, á „skálanum“ í samfélagi við skáld og listamenn og í veruleika stríðsáranna. Hún átti sér listræna hlið, söngrödd sem var langt um- fram hið hversdagslega, handlagni og áhuga á því sem var fallegt og vel gert. Hún átti sér áhyggjulausa hlið og glaðlyndi en fyrst og fremst mannlega hlið, með þolinmæði og sköpunargleði sem við fengum að njóta. Jóna frænka gat spilað við okkur tímunum saman og lagt í það að kenna okkur spil eins og „Brús“ og Manna. Við eyddum löngum stundum hjá henni án þess að nokk- urn tíma kæmi til árekstra eða ósamlyndis. Hún sýndi börnum þá virðingu sem þau ein skilja og átti þess vegna virðingu þeirra óskerta. Fyrir þann ómælda tíma og þá ótöldu ánægju og gleði sem Jóna frænka gaf okkur verðum við alltaf þakklátar. Um leið og við vottum systkinum og nánustu aðstandend- um Jónu frænku samúð okkar, kveðjum við hana með þakklæti, með eftirfarandi orðum úr ljóðinu Eyjar eftir Snorra Hjartarson. Enn sit ég í fjörunni og horfi til eyjanna langt fyrir landi þar sem enginn hefur komið og alltaf er vor og allt er litir og ljós og hljómar. Ingibjörg, Hólmfríður og Dóra. SIGURJÓNA GOTTLIEBSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.