Morgunblaðið - 07.12.2002, Page 61

Morgunblaðið - 07.12.2002, Page 61
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 61 AÐ UNDANFÖRNU hafa tveir þingmenn vinstri grænna, Jón Bjarnason og Árni Steinar Jó- hannsson, farið fram á Alþingi og í fjölmiðlum með dylgjur og óhróður gegn Aalborg Portland sem nokkur undanfarin misseri hefur flutt sem- ent til landsins frá Danmörku. Í Morgunblaðinu 5. desember halda þeir áfram brigslyrðum í garð danska fyrirtækisins. Málflutning- ur þeirra ber keim forneskju hafta og forsjárhyggju – pólitísks rétt- trúnaðar og ríkisforsjár. Stað- reyndir eru á röngunni. Því er haldið fram að danska fyr- irtækið noti alþekktar aðferðir stórfyrirtækja til þess ýta hinum smáa af markaði enda hafi evrópsk risafyrirtæki skipt álfunni á milli sín þannig að hver fái sitt „heima- land“. Vondir menn úti í heimi bruggi launráð gegn Íslandi. Aal- borg Portland stundi undirboð á Ís- landi. Þarna eru á ferðinni grímu- lausir fordómar í garð útlendinga. Þingmennirnir hafa lagt fram til- lögu á Alþingi um rannsókn á hend- ur danska félaginu. Allt er þetta með ólíkindum. Undanfarinn ára- tug hefur markvisst verið dregið úr forsjá stjórnmálamanna á atvinnu- lífinu. Þeir félagar Jón og Árni Steinar freista þess að snúa klukk- unni til baka. Nú í byrjun 21. aldar er lögð fram á hinu háa Alþingi til- laga sem beint er gegn fyrirtæki úti í bæ. Þetta er – eins og sagt er – tóm steypa. Á sama tíma er málið til umfjöll- unar hjá samkeppnisyfirvöldum sem lögum samkvæmt ber að fjalla um samkeppnismál. Í umsögn til Alþingis hvetja Samtök atvinnulífs- ins og Samtök verslunar og þjón- ustu til þess að málið verið útkljáð af réttum yfirvöldum, samkeppnis- yfirvöldum. Undir það skal tekið. Þingmenn eiga ekki að freista þess að slá pólitískar keilur í aðdraganda kosninga. Hverjar eru staðreyndir málsins? Aalborg Portland A/S hóf að flytja sement til Íslands á haustdögum 2000, stofnaði dótturfélag Aalborg Portland Íslandi hf. – APÍ. Um svipað leyti lækkaði Sementsverk- smiðjan á Akranesi verð á sementi umtalsvert. Samkeppni hélt innreið sína eftir liðlega 40 ára ríkiseinok- un. Neytendur njóta góðs af og Aal- borg Portland Íslandi var vel tekið, enda reynsla Íslendinga af dönsku sementi góð. Margar glæsilegustu byggingar landsins voru reistar með Álaborgarsementi á fyrri hluta 20. aldar. Hótel Borg, Þjóðmenn- ingarhúsið, Landsspítalinn, Landa- kotsspítali, Landakotskirkja, Vífils- staðir, Landssímahúsið, hús Jóns Þorlákssonar við Austurstræti þar sem nú er Kaffi París, verka- mannabústaðirnir við Hringbraut, svo fáeinar séu nefndar. APÍ hefur boðið Íslendingum sement sem þolir verðsamanburð við önnur ríki Evrópu. Aalborg Portland A/S flytur út sement til 70 landa. Félagið hefur ekki ástundað undirboð, heldur hefur Íslending- um boðist sement á svipuðu verði og til dæmis Englendingum, Írum og Skotum. Á Bretlandseyjum hvarflar ekki að mönnum að rægja hið danska fyrirtæki eða agnúast út í gott verð á sementi, enda engar ríkissementsverksmiðjur hjá Eng- ilsöxum. Fremur en að gagnrýna Aalborg Portland ber að fagna sam- keppni á íslenskum sementsmark- aði eftir 40 ára ríkiseinokun. APÍ bendir á að Sementsverk- miðjan á Akranesi hafi kært félagið til Samkeppnisstofnunar vegna meintra undirboða á innfluttu sem- enti. Samkeppnisyfirvöld sáu ekki ástæðu til þess að grípa til aðgerða í úrskurði í maí 2002. Í úrskurð- inum felst, að Samkeppnisráð taldi að verðlagning APÍ á sementi hafi ekki verið í andstöðu við ákvæði og tilgang samkeppnislaga. Úrskurð- urinn var staðfestur af áfrýjunar- nefnd samkeppnismála. Sementsverksmiðjan kærði í árs- lok 2001 Aalborg Portland A/S í Danmörku til Eftirlitsstofnunar EFTA – ESA vegna meintra und- irboða. Aalborg Portland A/S skil- aði greinargerð til ESA í janúar 2002. Þar er málið enn til umfjöll- unar. APÍ hvetur íslensk stjórnvöld til þess að óska flýtimeðferðar stofnunarinnar, því það er ólíðandi að sitja stöðugt undir ásökunum og dylgjum alþingismanna og fyrir- tækis í eigu íslenska ríkisins. Það er dapurlegur vitnisburður og lýsir málefnafátækt. Afleiðingar verð- lækkunar Sementsverksmiðjunnar má sjá í ársreikningi árið 2001. Þá var um 230 milljóna króna halli og forsvarsmenn hafa boðað mikinn hallarekstur 2002. Getur verið að Sementsverksmiðjan standist ekki heilbrigða samkeppni? Það vekur athygli að Sements- verksmiðjan (SV) keypti á dögun- um stóran hlut í Einingaverksmiðj- unni hf. sem fram til þess tíma var í viðskiptum við Aalborg Portland Íslandi. Það þarf ekki að taka fram að sementsviðskipti Einingaverk- smiðjunnar hafa verið færð yfir til SV á Akranesi. APÍ telur að kaup- verð sé um 200 milljónir króna og að gjaldmiðillinn til seljanda sé að mestu leyti sement. Samanlögð velta SV og Einingaverksmiðjunn- ar fer langt yfir 1 milljarð króna sem er viðmiðunarmark samkeppn- islaga um tilkynningarskyld við- skipti með hlutabréf félaga í öðrum félögum í sömu atvinnugrein og samruna félaga. Þessi gjörningur orkar tvímælis með tilliti til við- skiptasiðferðis og ákvæða sam- keppnislaga. Veit ríkisstjórn Ís- lands að verið er að fjárfesta í fyrirtækjum sem framleiða steypu- vörur úti í bæ fyrir almannafé? Tóm steypa á Alþingi Eftir Bjarna Óskar Halldórsson „Veit ríkis- stjórn Ís- lands að ver- ið er að fjárfesta í fyrirtækjum sem fram- leiða steypuvörur úti í bæ fyrir almannafé?“ Höfundur er framkvæmdastjóri Aalborg Portland Íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.