Morgunblaðið - 07.12.2002, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 07.12.2002, Qupperneq 61
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 61 AÐ UNDANFÖRNU hafa tveir þingmenn vinstri grænna, Jón Bjarnason og Árni Steinar Jó- hannsson, farið fram á Alþingi og í fjölmiðlum með dylgjur og óhróður gegn Aalborg Portland sem nokkur undanfarin misseri hefur flutt sem- ent til landsins frá Danmörku. Í Morgunblaðinu 5. desember halda þeir áfram brigslyrðum í garð danska fyrirtækisins. Málflutning- ur þeirra ber keim forneskju hafta og forsjárhyggju – pólitísks rétt- trúnaðar og ríkisforsjár. Stað- reyndir eru á röngunni. Því er haldið fram að danska fyr- irtækið noti alþekktar aðferðir stórfyrirtækja til þess ýta hinum smáa af markaði enda hafi evrópsk risafyrirtæki skipt álfunni á milli sín þannig að hver fái sitt „heima- land“. Vondir menn úti í heimi bruggi launráð gegn Íslandi. Aal- borg Portland stundi undirboð á Ís- landi. Þarna eru á ferðinni grímu- lausir fordómar í garð útlendinga. Þingmennirnir hafa lagt fram til- lögu á Alþingi um rannsókn á hend- ur danska félaginu. Allt er þetta með ólíkindum. Undanfarinn ára- tug hefur markvisst verið dregið úr forsjá stjórnmálamanna á atvinnu- lífinu. Þeir félagar Jón og Árni Steinar freista þess að snúa klukk- unni til baka. Nú í byrjun 21. aldar er lögð fram á hinu háa Alþingi til- laga sem beint er gegn fyrirtæki úti í bæ. Þetta er – eins og sagt er – tóm steypa. Á sama tíma er málið til umfjöll- unar hjá samkeppnisyfirvöldum sem lögum samkvæmt ber að fjalla um samkeppnismál. Í umsögn til Alþingis hvetja Samtök atvinnulífs- ins og Samtök verslunar og þjón- ustu til þess að málið verið útkljáð af réttum yfirvöldum, samkeppnis- yfirvöldum. Undir það skal tekið. Þingmenn eiga ekki að freista þess að slá pólitískar keilur í aðdraganda kosninga. Hverjar eru staðreyndir málsins? Aalborg Portland A/S hóf að flytja sement til Íslands á haustdögum 2000, stofnaði dótturfélag Aalborg Portland Íslandi hf. – APÍ. Um svipað leyti lækkaði Sementsverk- smiðjan á Akranesi verð á sementi umtalsvert. Samkeppni hélt innreið sína eftir liðlega 40 ára ríkiseinok- un. Neytendur njóta góðs af og Aal- borg Portland Íslandi var vel tekið, enda reynsla Íslendinga af dönsku sementi góð. Margar glæsilegustu byggingar landsins voru reistar með Álaborgarsementi á fyrri hluta 20. aldar. Hótel Borg, Þjóðmenn- ingarhúsið, Landsspítalinn, Landa- kotsspítali, Landakotskirkja, Vífils- staðir, Landssímahúsið, hús Jóns Þorlákssonar við Austurstræti þar sem nú er Kaffi París, verka- mannabústaðirnir við Hringbraut, svo fáeinar séu nefndar. APÍ hefur boðið Íslendingum sement sem þolir verðsamanburð við önnur ríki Evrópu. Aalborg Portland A/S flytur út sement til 70 landa. Félagið hefur ekki ástundað undirboð, heldur hefur Íslending- um boðist sement á svipuðu verði og til dæmis Englendingum, Írum og Skotum. Á Bretlandseyjum hvarflar ekki að mönnum að rægja hið danska fyrirtæki eða agnúast út í gott verð á sementi, enda engar ríkissementsverksmiðjur hjá Eng- ilsöxum. Fremur en að gagnrýna Aalborg Portland ber að fagna sam- keppni á íslenskum sementsmark- aði eftir 40 ára ríkiseinokun. APÍ bendir á að Sementsverk- miðjan á Akranesi hafi kært félagið til Samkeppnisstofnunar vegna meintra undirboða á innfluttu sem- enti. Samkeppnisyfirvöld sáu ekki ástæðu til þess að grípa til aðgerða í úrskurði í maí 2002. Í úrskurð- inum felst, að Samkeppnisráð taldi að verðlagning APÍ á sementi hafi ekki verið í andstöðu við ákvæði og tilgang samkeppnislaga. Úrskurð- urinn var staðfestur af áfrýjunar- nefnd samkeppnismála. Sementsverksmiðjan kærði í árs- lok 2001 Aalborg Portland A/S í Danmörku til Eftirlitsstofnunar EFTA – ESA vegna meintra und- irboða. Aalborg Portland A/S skil- aði greinargerð til ESA í janúar 2002. Þar er málið enn til umfjöll- unar. APÍ hvetur íslensk stjórnvöld til þess að óska flýtimeðferðar stofnunarinnar, því það er ólíðandi að sitja stöðugt undir ásökunum og dylgjum alþingismanna og fyrir- tækis í eigu íslenska ríkisins. Það er dapurlegur vitnisburður og lýsir málefnafátækt. Afleiðingar verð- lækkunar Sementsverksmiðjunnar má sjá í ársreikningi árið 2001. Þá var um 230 milljóna króna halli og forsvarsmenn hafa boðað mikinn hallarekstur 2002. Getur verið að Sementsverksmiðjan standist ekki heilbrigða samkeppni? Það vekur athygli að Sements- verksmiðjan (SV) keypti á dögun- um stóran hlut í Einingaverksmiðj- unni hf. sem fram til þess tíma var í viðskiptum við Aalborg Portland Íslandi. Það þarf ekki að taka fram að sementsviðskipti Einingaverk- smiðjunnar hafa verið færð yfir til SV á Akranesi. APÍ telur að kaup- verð sé um 200 milljónir króna og að gjaldmiðillinn til seljanda sé að mestu leyti sement. Samanlögð velta SV og Einingaverksmiðjunn- ar fer langt yfir 1 milljarð króna sem er viðmiðunarmark samkeppn- islaga um tilkynningarskyld við- skipti með hlutabréf félaga í öðrum félögum í sömu atvinnugrein og samruna félaga. Þessi gjörningur orkar tvímælis með tilliti til við- skiptasiðferðis og ákvæða sam- keppnislaga. Veit ríkisstjórn Ís- lands að verið er að fjárfesta í fyrirtækjum sem framleiða steypu- vörur úti í bæ fyrir almannafé? Tóm steypa á Alþingi Eftir Bjarna Óskar Halldórsson „Veit ríkis- stjórn Ís- lands að ver- ið er að fjárfesta í fyrirtækjum sem fram- leiða steypuvörur úti í bæ fyrir almannafé?“ Höfundur er framkvæmdastjóri Aalborg Portland Íslandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.