Morgunblaðið - 07.12.2002, Page 67
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 67
VETURINN 1950–51 var haldinn
fundur í Sovétvinafélaginu í MÍR-
salnum í Þingholtsstræti 27. Þangað
komu Sovétvinir og framfarasinnaðir
sósíalískir verkfræðingar. Einn
þeirra kynnti nýja sigra vísindalegs
sósíalisma í orkuframleiðslu í Sovét-
ríkjunum og hinar nýju frábæru
áætlanir Stalíns um stórkostlega
orkuöflun í Síberíu. En eins og Lenín
kenndi voru rafmagn og sósíalismi
samofin. Veita skyldi stórfljótum
Síberíu sem runnu norður í Dumbs-
haf í suður og með því að sameina
þennan kraft skyldi koma upp stór-
kostlegri orkuöflun með stærstu
virkjunum í heimi og jafnframt
frjóvga gresjur og eyðilendur suður-
hluta Ráðstjórnarríkjanna og hefja
stórkostlega baðmullarræktun á áð-
ur ófrjóum svæðum. Með því að ná
valdi á „tröllum öræfanna“ myndi
enn einn sigurkrans bætast í sögu
hins vísindalega sósíalisma og ríki
verkamanna og bænda eflast og
blómstra enn frekar.
Útlistunin á þessum stórkostlegu
áætlunum um sameiningu stórfljóta
og stjórn á rennsli þeirra eftir þörf-
um kveikti áhuga framfarasinnaðra
verkfræðinga um hliðstæðar fram-
kvæmdir hér á landi og hugmyndir
þeirra um Sovét-Ísland skerptust og
virðing þeirra fyrir hugsunum Stal-
íns sem ofurverkfræðings og stíflu-
gerðarhugsuðar steyptust í meðvit-
und þeirra.
Fundurinn þetta vetrarkvöld í
Þingholtsstræti 27 varð mörgum ís-
lenskum verkfræðingum opinberun.
Í grein í Morgunblaðinu 14. júlí
2002 er saga virkjanahugmynda rak-
in – „Langstærsti draumurinn“.
1952 skrifaði Sigurður Thorodd-
sen verkfræðingur grein um virkjan-
ir á Austurlandi með virkjun Jökuls-
ánna og Jökulsár í Fljótsdal. 1954
setur sami verkfræðingur saman
grein um stórlón við Eyjabakka. Jak-
ob Björnsson ritaði grein í „Orku-
mál“ í maí 1964 um virkjun Jöklulsár
á Dal og fjallar þar m.a. m jarðgöng
undir Fljótsheiði.
19. júní 1969 er grein í Morgun-
blaðinu: „Ein stærsta vatnsvirkjun í
heimi“. Þar er fjallað um stíflur og
sameiningu stórfljóta norðan Vatna-
jökuls – þar er allt á heimsmæli-
kvarða.
Síðan koma fram áætlanir um
flutning Jökulsár á Fjöllum til Aust-
urlands. Jakob Björnsson skrifar í
Orkumál í júní 1969 um að flytja Hér-
aðsvötn suður í Þjórsá. Einnig var
borin fram áætlun um að flytja
upptökukvíslar Skjálfandafljóts yfir í
Tungnaá.
Tillögur um allar þessar stórvirkj-
anir áttu kveikju sína í draumum of-
urverkfræðingsins og stórstífluhugs-
uðarins Stalíns, eins og þær voru
kynntar fyrir verkfræðingum á fund-
inum í Þingholtsstræti 27 forðum.
Svo var hafin stórvirkjun við Búr-
fell. Forsenda hennar var áhugi
Alusuisse á álveri hér á landi að því
tilskildu að ódýr orka fengist. Íslensk
stjórnvöld gripu þessa tillögu. Sú
virkjun skyldi greiðast á 60 árum og
eftir það átti arðurinn að verða sem
gullnáma – en því miður er líftími
virkjanaframkvæmda og vélakosts
40–60 ár, þá þarf að hefja endurgerð
með miklum tilkostnaði, svo að und-
irverð á raforku til selstöðufyrir-
tækja borgar aldrei tilkostnaðinn.
Arðurinn af virkjanaframkvæmd-
um rennur í vasa selstöðufyrirtækja
og þeirra starfsmanna sem starfa að
virkjanaframkvæmdum. Búrfells-
virkjun var sniðin að framkvæmdum
virkjanaframkvæmda í Sovétríkjun-
um, störf verkfræðinga ofurborguð
og aðrir starfskraftar launaðir eftir
því. Sposlur og aukagreiðslur í há-
marki svo kalla mátti, og má, bruðl.
Þegar framkvæmdum lauk við
Búrfell var Landsvirkjun í rauninni
óþörf stofnun. En til þess að halda
þessari stofnun lifandi var hafist
handa um Blönduvirkjun að því er
virðist aðeins til þess að skapa verk-
efni fyrir Landsvirkjun. „Stóriðju-
stefnan“ var fallítt – arðurinn mínus
fyrir þjóðina. Almenningur greiddi
niður orkuverð til selstöðuálversins í
Straumsvík og meginhluti rafmagns-
framleiðslunnar rann til selstöðufyr-
irtækisins.
Iðnvæðing í Sovétríkjunum var
forsenda virkjananna þar, þegar leið
á öldina var tekið að framleiða raf-
magn með kjarnorkuverum og lóna-
gerð aflögð og er nú aflögð víðast
hvar í Evrópu. En hér á landi stund-
ar Landsvirkjun þessa úreltu aðferð
til þess eins að verktakar, vinnuvéla-
eigendur og verkfræðingar og starfs-
kraftar Landsvirkjunar geti haft
tekjur af útsóðun hálendis og
byggða. Þess má geta að ferða-
mannaþjónusta gefur af sér 40 millj-
arða í þjóðarbúið, en sú atvinnugrein
er dauðadæmd með umhverfissóðun
virkjanamafíunnar.
Hugmyndafræðilegar forsendur
að atferli Landsvirkjunar
Eftir Siglaug
Brynleifsson
Höfundur er rithöfundur.
„Tillögur um
allar þessar
stórvirkjanir
áttu kveikju
sína í draum-
um ofurverkfræðingsins
og stórstífluhugsuðar-
ins Stalíns.“
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is Við erum hætt að nota rauða
vaxið utan um Brauðostinn.
Það var vissulega góð vörn á
sínum tíma en með fullkomnari
pökkunar- og geymslu-
aðferðum er það óþarfi.
Aukin hagkvæmni skilar sér
einnig í lækkuðu útsöluverði.
Brauðostur er hollur,
bragðgóður og ákaflega
notadrjúgur.
Við erum vaxin upp úr vaxinu!