Morgunblaðið - 07.12.2002, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 07.12.2002, Qupperneq 67
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 67 VETURINN 1950–51 var haldinn fundur í Sovétvinafélaginu í MÍR- salnum í Þingholtsstræti 27. Þangað komu Sovétvinir og framfarasinnaðir sósíalískir verkfræðingar. Einn þeirra kynnti nýja sigra vísindalegs sósíalisma í orkuframleiðslu í Sovét- ríkjunum og hinar nýju frábæru áætlanir Stalíns um stórkostlega orkuöflun í Síberíu. En eins og Lenín kenndi voru rafmagn og sósíalismi samofin. Veita skyldi stórfljótum Síberíu sem runnu norður í Dumbs- haf í suður og með því að sameina þennan kraft skyldi koma upp stór- kostlegri orkuöflun með stærstu virkjunum í heimi og jafnframt frjóvga gresjur og eyðilendur suður- hluta Ráðstjórnarríkjanna og hefja stórkostlega baðmullarræktun á áð- ur ófrjóum svæðum. Með því að ná valdi á „tröllum öræfanna“ myndi enn einn sigurkrans bætast í sögu hins vísindalega sósíalisma og ríki verkamanna og bænda eflast og blómstra enn frekar. Útlistunin á þessum stórkostlegu áætlunum um sameiningu stórfljóta og stjórn á rennsli þeirra eftir þörf- um kveikti áhuga framfarasinnaðra verkfræðinga um hliðstæðar fram- kvæmdir hér á landi og hugmyndir þeirra um Sovét-Ísland skerptust og virðing þeirra fyrir hugsunum Stal- íns sem ofurverkfræðings og stíflu- gerðarhugsuðar steyptust í meðvit- und þeirra. Fundurinn þetta vetrarkvöld í Þingholtsstræti 27 varð mörgum ís- lenskum verkfræðingum opinberun. Í grein í Morgunblaðinu 14. júlí 2002 er saga virkjanahugmynda rak- in – „Langstærsti draumurinn“. 1952 skrifaði Sigurður Thorodd- sen verkfræðingur grein um virkjan- ir á Austurlandi með virkjun Jökuls- ánna og Jökulsár í Fljótsdal. 1954 setur sami verkfræðingur saman grein um stórlón við Eyjabakka. Jak- ob Björnsson ritaði grein í „Orku- mál“ í maí 1964 um virkjun Jöklulsár á Dal og fjallar þar m.a. m jarðgöng undir Fljótsheiði. 19. júní 1969 er grein í Morgun- blaðinu: „Ein stærsta vatnsvirkjun í heimi“. Þar er fjallað um stíflur og sameiningu stórfljóta norðan Vatna- jökuls – þar er allt á heimsmæli- kvarða. Síðan koma fram áætlanir um flutning Jökulsár á Fjöllum til Aust- urlands. Jakob Björnsson skrifar í Orkumál í júní 1969 um að flytja Hér- aðsvötn suður í Þjórsá. Einnig var borin fram áætlun um að flytja upptökukvíslar Skjálfandafljóts yfir í Tungnaá. Tillögur um allar þessar stórvirkj- anir áttu kveikju sína í draumum of- urverkfræðingsins og stórstífluhugs- uðarins Stalíns, eins og þær voru kynntar fyrir verkfræðingum á fund- inum í Þingholtsstræti 27 forðum. Svo var hafin stórvirkjun við Búr- fell. Forsenda hennar var áhugi Alusuisse á álveri hér á landi að því tilskildu að ódýr orka fengist. Íslensk stjórnvöld gripu þessa tillögu. Sú virkjun skyldi greiðast á 60 árum og eftir það átti arðurinn að verða sem gullnáma – en því miður er líftími virkjanaframkvæmda og vélakosts 40–60 ár, þá þarf að hefja endurgerð með miklum tilkostnaði, svo að und- irverð á raforku til selstöðufyrir- tækja borgar aldrei tilkostnaðinn. Arðurinn af virkjanaframkvæmd- um rennur í vasa selstöðufyrirtækja og þeirra starfsmanna sem starfa að virkjanaframkvæmdum. Búrfells- virkjun var sniðin að framkvæmdum virkjanaframkvæmda í Sovétríkjun- um, störf verkfræðinga ofurborguð og aðrir starfskraftar launaðir eftir því. Sposlur og aukagreiðslur í há- marki svo kalla mátti, og má, bruðl. Þegar framkvæmdum lauk við Búrfell var Landsvirkjun í rauninni óþörf stofnun. En til þess að halda þessari stofnun lifandi var hafist handa um Blönduvirkjun að því er virðist aðeins til þess að skapa verk- efni fyrir Landsvirkjun. „Stóriðju- stefnan“ var fallítt – arðurinn mínus fyrir þjóðina. Almenningur greiddi niður orkuverð til selstöðuálversins í Straumsvík og meginhluti rafmagns- framleiðslunnar rann til selstöðufyr- irtækisins. Iðnvæðing í Sovétríkjunum var forsenda virkjananna þar, þegar leið á öldina var tekið að framleiða raf- magn með kjarnorkuverum og lóna- gerð aflögð og er nú aflögð víðast hvar í Evrópu. En hér á landi stund- ar Landsvirkjun þessa úreltu aðferð til þess eins að verktakar, vinnuvéla- eigendur og verkfræðingar og starfs- kraftar Landsvirkjunar geti haft tekjur af útsóðun hálendis og byggða. Þess má geta að ferða- mannaþjónusta gefur af sér 40 millj- arða í þjóðarbúið, en sú atvinnugrein er dauðadæmd með umhverfissóðun virkjanamafíunnar. Hugmyndafræðilegar forsendur að atferli Landsvirkjunar Eftir Siglaug Brynleifsson Höfundur er rithöfundur. „Tillögur um allar þessar stórvirkjanir áttu kveikju sína í draum- um ofurverkfræðingsins og stórstífluhugsuðar- ins Stalíns.“ flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Við erum hætt að nota rauða vaxið utan um Brauðostinn. Það var vissulega góð vörn á sínum tíma en með fullkomnari pökkunar- og geymslu- aðferðum er það óþarfi. Aukin hagkvæmni skilar sér einnig í lækkuðu útsöluverði. Brauðostur er hollur, bragðgóður og ákaflega notadrjúgur. Við erum vaxin upp úr vaxinu!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.