Morgunblaðið - 07.12.2002, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 07.12.2002, Qupperneq 69
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 69 -það er kaffið! Eva Margrét er 8 ára. Hún hefur náð sér að fullu eftir baráttu við alvarlegan sjúkdóm sem hún greindist með við 3ja ára aldur. Undanfarin ár hefur Gevalia kaffi lagt milljónir króna til félags- og góð gerðar mála. Í ár leggjum við okkar af mörkum til að styrkja Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum, til að opna þjónustumiðstöð fyrir foreldra og systkini. Þegar þú kaupir pakka af Gevalia kaffi renna 15 krónur til þessa verkefnis. Sýnum umhyggju í verki um jólin. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S RY D 1 91 94 11 /2 00 2 „Þegar ég verð stór ætla ég að verða bakari.“ VANDI Veðurstofu Íslands hrann- ast upp. Fyrir par misserum var að sögn forstöðumanns stofnunarinnar undirstaðan undir ábyrgum rekstri stofnunarinnar hrunin. Svokölluð frum-veðurgögn af þeim gæðum sem þjóð á hjara veraldar þurfti til marktækrar spágerðar væru ekki lengur fáanleg. Þessi vandi ligg- ur hjá dótturstofnun í eigu ríkisveð- urstofa stærstu landa Evrópusam- bandsins og hef ég fjallað um það áður á þessum vettvangi. Það má með sanni segja að stjórn- endur Veðurstofu skræktu þá eins og stungnir grísir, upphófu mikið írafár og fjölyrtu um hættuna sem stafaði af því að þurfa að sætta sig við allt að 48 stunda spágögn fyrir spágerðina sem er að mestu leyti handavinna. Lögð var þung áhersla á mikilvægi þess að hér yrði að koma til forgangs- afgreiðsla stjórnvalda og tiltóku menn í barnaskap sínum að Davíð for- sætisráðherra yrði að taka á þessum vanda. Rétt er að minna á að um- hverfisráðherra er sitjandi í „stjórn“ Veðurstofunnar. Ekkert heyrðist í stjórninni af þessu tilefni. Undirritaður brást þá við, í ein- feldni sinni, og bauð fram aðstoð sína við háttvirtan stofnunarforstjórann og tjáði honum, með sem bestu orða- vali, að fyrirtækið Halo hefði nýjustu frum-veðurgögn og lifandi tölvuveð- urspár fyrir Vefinn og sjónvarp. Það var nú reyndar vitað og á vitorði allra í þessari atvinnugrein. Því bera líka vitni ummæli og notkun trillukallanna í kringum landið. Ég fór að sjálfsögðu bónleiður til búðar, enda eiga menn alls ekki að haga sér á þennan hátt í návist stofn- ana „elítunnar“. Það urðu í sem skemmstu máli endalokin að ekkert kom út úr þessari tilraun annað en út- úrsnúningar, hártoganir um gildi þess sem verið væri að bera á borð og háðsglósur um smæð Halo og okkar. Síðan var klykkt út með að starfs- menn stofnunarinnar væru alls ekki sannfærðir um nema verið væri að blekkja þá. Þetta var í mörgu rétt ályktað, það hefur verið augljóst að innan Veður- stofu Íslands er afar rýr þekking á þeirri tækni sem snýr að vefmiðlun og hreyfimiðlun upplýsinga, að ekki sé talað um notagildi reiknilíkana og beint aðgengi að upplýsingalindum hjá stærstu söfnunaraðilum veður- gagna vestan Atlantshafsins. Á þessum tíma var Halo búin að standa fyrir þróun sem sprotafyrir- tæki í fimm ár og hafði lokið stórum áfanga í smíði hugbúnaðar sem sækir gögn, greinir þau og flytur inn í reiknilíkön sem hafa þróast í fimmtíu ár á vettvangi vísindanna, víða í heim- inum. Framsetning og túlkun er síðan með nýjustu þekktri tölvutækni. Í svona vinnsluumhverfi kemur manns- höndin hvergi nærri, ef frá eru taldar tækniuppákomur. Núna vantar Veðurstofu stærri skammt af skattpeningum okkar til þess að viðhalda staðnaðri stofnun og stöðnuðum vinnubrögðum sínum, ef marka má umkvörtunartal forstöðu- mannsins nú nýlega. Af hverju skyldi mér renna blóðið til skyldunnar og vera yfirleitt að skipta mér af þessum annars vand- ræðagangi. Ég skal fúslega skýra það og kemur hér tvennt til. Í fyrsta lagi á ég ítök í fyrirtæki sem á tæknilausn sem gæti leyst stærsta vanda Veðurstofu án aukinna útgjalda, en ekki síður hitt að það er alls ekki hægt að sitja undir svona einhliða málflutningi, sem er eins og blaut tuska í andlit skattgreiðenda og það svona í aðdraganda kosninga, þegar allur fjöldi alþingismanna á Al- þingi keppist við að hlúa sem best að sínum umbjóðendum, til þess að minna á tilvist sína. Síðan þetta átti sér stað er liðið eitt og hálft ár og væntanlega greiða þessir þingmenn sem og aðrir fyrir því að Veðurstofa fái meiri eyðslupen- inga til þess að viðhalda stöðu sinni og stöðnuðu umhverfi. Það er afar brýnt fyrir þingheim að skilja að það verður alls ekkert nema staðnað sem Veðurstofa aðhefst þangað til nútímatækni verður beitt og ef Veðurstofan á að stýra því ferli þarf ógrynni fjár. Þar á bæ er lenska að veðurfræði sé eitthvað sem ein- göngu veðurfræðingar geti skilið og þess vegna sé ekki ástæða til að þeir leiti ásjár utan stofnunarinnar og hjá þeim sem ógnar með þekkingu sinni. Þeim finnst við hjá Halo eflaust ókurteisir og að við sýnum þeim litla sem enga lotningu, minnugir þess að við kærðum þá fyrir Samkeppnis- stofnun fyrir skömmu þar sem þeim var sett það fyrir að skilja að siðlausa samkeppni og það sem átti ekki í beinni samkeppni. Ekki berast neinar fréttir af til- burðum til bóta á því sviði, – hafa væntanlega ekki peninga. Ég spyr þingmenn, hafið þið leyfi kjósenda til þess að viðhalda gamla tímanum þegar annað er á boðstól- um? Þarf stofnunin endilega að finna sjálf upp það sem hún moðar úr og að endingu, er það skilyrði að hún kaupi frekar vörur sínar hjá þeim sem svelta hana en okkur sem gætum greitt götu hennar? Svari nú hver fyrir sig, en ég segi nei. Veðurstofan í vanda Eftir Þorstein Sigurð Þorsteinsson „Núna vantar Veðurstofu stærri skammt af skattpening- um okkar til þess að við- halda staðnaðri stofnun og stöðnuðum vinnu- brögðum sínum …“ Höfundur er vél- og tölvunar- fræðingur. Mörkinni 3, sími 588 0640 Glæsilegar jólagjafir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.