Morgunblaðið - 07.12.2002, Page 75

Morgunblaðið - 07.12.2002, Page 75
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 75 BREIÐBANDSÞJÓNUSTA um land allt er stefnumörkun sem mun verða einhver sú mikilvægasta byggðaaðgerð sem við getum ráðist í. Á vegum samgönguráðuneytisins er unnið að samkomulagi um upp- byggingu á einu dreifikerfi fyrir stafræna útsendingu allra sjón- varpsstöðva landsins. Myndaður hefur verið vinnuhópur undir for- ystu ráðuneytisins til að leiða saman hagsmunaaðila. Stefnt er að útboði kerfisins strax á næsta ári. Með því yrði stigið mikilvægt skref á sviði upplýsingasamfélagsins, með t.d. gagnvirku sjónvarpi og ýmsum möguleikum fyrir notendur. Þessar hugmyndir mínar byggjast á því að tryggja hverjum notanda sem ein- faldastan aðgang að dreifikerfi sem getur flutt honum allar þær sjón- varpsstöðvar sem hann kýs að vera áskrifandi að. Með breiðbandi til allra og stafrænu sjónvarpi er stefna mín sú að við verðum í fremstu röð á sviði upplýsingatækni og þar með hvað varðar möguleika til fjarnáms og gagnaflutninga í þágu aukinnar velmegunar og framþróunar. Ofangreindan texta er að finna á heimasíðu samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssonar. Þar tel ég vera að finna forsendur fyrir því að einka- framtak í sjónvarpsdreifingu lands- manna sé á góðri leið með að líða hreinlega undir lok. Framundan eru einhliða samningar við Ríkisfyrir- tækið Símann um dreifingu sjón- varpsmerkja til landsmanna. Þetta hefur í för með sér einokun sem í nútímasamfélagi á ekki að eiga sér stað. Samkeppnissjónarmið eru látin róa fyrir hagsmuni ríkisfyrir- tækis sem á að einoka alla sjón- varpsdreifingu. Á tímum stafrænnar tækni og lækkunar kostnaðar í dreifingu sjónvarpsmerkja á að leggja breiðband á kostnað almenn- ings hringinn í kringum landið fyrir fleiri milljarða króna. Það fyrirtæki sem ég starfa hjá, Stöð 1, rekur eigið dreifikerfi á sjónvarpsmerki á Faxa- flóasvæðinu og á Akureyri. Það hef- ur beðið um ríkisábyrgð upp á 50 milljónir króna til að byggja upp stafræna sjónvarpsdreifingu á landsvísu, en verið synjað. Á sama tíma er ætlunin að láta almenna skattgreiðendur henda fleiri millj- örðum króna í enn eitt ríkiseinokun- arfyrirtækið. Og þó einkageirinn geti rekið þetta fyrir einungis brot af væntanlegum kostnaði, er það hundsað. Stöð 1 hefur undanfarna 8 mánuði unnið nær látlaust að uppbyggingu stafrænnar þjónustu undir heitinu tv1 digital. Nýverið fékkst leyfi til útsendinga á stafrænum staðli, en það er tímabundið til næsta hausts. Von okkar hefur verið sú að ráða- menn þjóðarinnar sjái sér hag í upp- byggingu einkaframtaksins, en því miður virðist sú skoðun vera hér of- an á að ríkinu beri að sinna þessum framkvæmdum. Sem svarinn and- stæðingur ríkisafskipta í fjölmiðla- rekstri skora ég á ráðamenn þjóð- arinnar að líta frekar í áttina að samstarfi við hagsmunaaðila sem með elju og atorkusemi hafa byggt upp eigið dreifikerfi, án aðstoðar ríkisfyrirtækisins Símans. Þetta er nefnilega hægt, og það höfum við sýnt og sannað. Þetta kallar einung- is á einokun og í nútíma viðskipta- þjóðfélagi eru þetta stór skref aftur- ábak, og ég trúi því ekki fyrr en í fulla hnefana að fyrirætlanir þessar verði að veruleika. Þetta er eins og að veita símafyrirtækjunum rekstr- arleyfi, en allir verði að kaupa sím- tæki og þjónustu af ríkinu. Fyrir hvað er þá eiginlega verið að veita rekstrarleyfi? Einhver skaut því að manni að hugsanlega væri verið að reyna að hækka verðmæti Símans með því að veita þeim sérleyfi á landsvísu fyrir dreifingu á stafrænu sjónvarpi. Það hefur nú ekki gengið að selja félagið fram að þessu, og að auka kostnað þess um væntanlega 4–5 milljarða í viðbót, sem er líkleg- ur kostnaður miðað við ríkisfram- kvæmdir sem þessar, er með öllu óverjandi. Einhverjir vilja eflaust fá þessa peninga til baka, og þá greiða sjónvarpsfyrirtækin og áhorfendur væntanlega brúsann. Því þó þetta sé sett þannig fram að útboð sé fyr- irhugað, þá mun enginn heilvita for- svarsmaður einkafyrirtækis greiða einhverja milljarða fyrir sérleyfið, kosta síðan öðru eins til í sendibúnað og ætla sér að fá þetta til baka með áskriftargjöldum, sem allir vita að eru á undanhaldi hér sem annars staðar. Þetta endar því hjá ríkisfyr- irtækinu Símanum, svo einfalt er það nú. Að réttlæta frekari kostnað í þró- unarvinnu TV1 Digital, stafrænnar sjónvarpsþjónustu Stöðvar 1 undir slíkum formerkjum, er óðs manns æði, og ekki réttlætanlegt gagnvart hluthöfum félagsins. Ég verð því að biðja áhorfendur okkar að bíða enn um sinn eftir stafrænni sjónvarps- dreifingu á okkar vegum, eða þar til það mun klárlega liggja fyrir hvað ráðherra ætlar sér. Niðurstöðu er varla að vænta fyrr en að loknum kosningum á næsta ári. Við munum því vinda okkur í hefðbundnar hlið- stæðar sjónvarpsútsendingar á komandi vikum, en til samninga við ríkisfyrirtækið Símann verður að draga mig bundinn og keflaðan, og þessi s.k. starfshópur, hverjum sem hann er svo skipaður, hefur mér vit- anlega ekki haft samband við for- svarsmenn sjónvarpsstöðvanna, og tilgangur og markmið þessa s.k. vinnuhóps mér því hulin ráðgáta, nema þar séu menn að semja við sjálfa sig. Aftur til fortíðar – því miður Eftir Hólmgeir Baldursson „Von okkar hefur verið sú að ráða- menn þjóð- arinnar sjái sér hag í uppbyggingu einkaframtaksins…“ Höfundur er stjórnarformaður Stöðvar 1. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.