Morgunblaðið - 07.12.2002, Síða 79
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 79
Jólamarkaður í Hæfingarstöðinni
Bjarkarási, Stjörnugróf 9 í Reykja-
vík, verður í dag, laugardaginn 7.
desember, kl. 13–16. Á boðstólum
verða leir- og trémunir, jólaskreyt-
ingar og fleira. Léttar veitingar á
vægu verði. Allir velkomnir. Hæf-
ingarstöðin Bjarkarás er rekin af
Styrktarfélagi vangefinna og hefur
það hlutverk að þjálfa fatlað fólk til
starfa á vernduðum vinnustöðum,
almennum vinnumarkaði eða öðrum
stöðum sem henta viðkomandi.
Jólaball fyrir fatlaða í Árseli
verður í kvöld, laugardaginn 7. des-
ember, kl. 19.30–22.30. Hljómsveitin
Í svörtum fötum leikur fyrir dansi.
Veitingasalan verður opin og er
boðið upp á piparkökur. Miðaverð
kr. 500 og er aldurstakmark 13 ára.
Jólaljósin tendruð í Hafnarfirði í
dag, laugardaginn 7. desember. Kl.
13 verður kveikt á jólatré við Flens-
borgarhöfn, sem er gjöf frá vina-
bænum Cuxhaven. Werner
Kretschmann frá Cuxhaven flytur
kveðju og tendrar ljósin, Hendrik
Dane sendiherra flytur kveðju,
Kvennakór Hafnarfjarðar syngur,
Eyjólfur Sæmundsson hafnarstjóri
flytur ávarp, leikskólabörn frá
Hjalla syngja, jólasveinar koma við
og kakó verður á Kænunni.
Kl. 14.30 verður kveikt á jólatrénu á
Thorsplani, tréð er gjöf frá vina-
bænum Frederiksberg. Menningar-
fulltrúi danska sendiráðsins, Mich-
ael Dal flytur kveðju og tendrar
ljósin, Lúðrasveit Hafnarfjarðar
leikur, Karlakórinn Þrestir syngja,
forseti bæjarstjórnar, Jóna Dóra
Karlsdóttir flytur ávarp, Einar Eyj-
ólfsson les hugvekju og síðan verður
jólaball á Thorsplani, jólasveinar
koma í heimsókn.
Í Vetrargarðinum í Smálalind í
dag, laugardaginn 7. desember, kl.
13 spilar Skólahljómsveit Kópavogs
jólatónlist. Jólaböll með Magga
Kjartans og Helgu Möller verða kl.
14 og 16 í Vetrargarðinum og jóla-
sveinarnir skemmta börnunum,
Grýla og Leppalúði kíkja í heim-
sókn á jólaballið og kl.15.40 kenna
þær Ásta og Lóa ókurteisa börnum
jólareglurnar. Á laugardg og sunnu-
dag verða flautuleikarar, Harm-
ónikkuleikarar, Mosfellskórinn og
jólasveinar að skemmta gestum og
gangandi. Sunnudaginn 8. desem-
ber kl. 14 og 16 verða jólaböll í
Vetrargarðinum með Magga Kjart-
ans og Helgu Möller.
Á laugardag og sunnudag kl. 14–16
verður boðið upp á myndatöku með
jólasveininum við Hans Petersen.
Upplýsingafundur um virkjana-
áformin á hálendi Íslands verður í
dag, laugardaginn 7. desember, kl.
15–17, á efri hæð Grand Rokks,
Smiðjustíg 6. Erindi halda: Þóra
Ellen Þórhallsdóttir prófessor og
Sveinn Aðalsteinsson viðskiptafræð-
ingur. Hljómsveitin Fluga spilar og
Örn Bárður Jónsson les úr bók
sinni Íslensk fjallasala og fleiri sög-
ur.
Í DAG
Aðventugleði og jólamarkaður
verður í miðborginni á morgun,
sunnudaginn 8. desember. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri opn-
ar jólamarkaðinn á Lækjartorgi og
litlu jólin á Hressó kl. 13. Valgeir
Guðjónsson leikur og syngur. Kl. 14
talar Frank Halldórsson, sókn-
arprestur í Neskirkju, um undirbún-
ing jólanna, aðventuna og jólaboð-
skapinn og kór Neskirkju flytur
nokkur lög. Andri Snær Magnason
rithöfundur les úr nýrri bók sinni,
Lovestar. Hressó verður opið dag-
lega til jóla kl. 14–18, rithöfundar,
tónlistarmenn o.fl. verða þar dag-
lega kl. 16–18. Á opnunardaginn sér
sveit Tómasar R. Einarssonar um
kúbanska sveiflu og Ömmukaffi sér
um veitingar. Reykjavíkurborg og
Þróunarfélag miðborgarinnar
standa að jólamarkaði á Lækj-
artorgi alla sunnudaga fram að jól-
um. Markaðurinn verður einnig op-
inn fram á kvöld á Þorláksmessu. Á
boðstólum verður varningur frá á
þriðja tug handverksfólks: Sól-
heimakerti, handunnið jólaskraut,
húfur og vettlingar, forngripir,
skart, slípaðir steinar o.fl.
Jólasýning Árbæjarsafn verður
opið á morgun, sunnudaginn 8. des-
ember næstkomandi, frá kl. 13–17.
Þá gefst gestum tækifæri til að
fylgjast með undirbúningi jólanna
eins og hann var í gamla daga, finna
ilminn af hangikjöti, tólgarkertum
og jólaeplum en flest hús safnsins
verða opin og mikið um að vera. Kl.
14 verður messa í safnkirkjunni og
kl. 15 hefst jólatrésskemmtun og
verður dansað í kringum jólatré.
Jólasveinar, þessir gömlu íslensku,
verða á vappi um safnsvæðið frá kl.
14–16 hrekkjóttir og stríðnir að
vanda og taka þeir þátt í dansinum
kringum jólatréð.
Aðventuhátíð Bergmáls, Líknar-
og vinafélagsins verður í Háteigs-
kirkju á morgun, sunnudaginn 8.
desember, kl. 16. Hópur barna frá
Hveragerði, Ekkókórinn syngur
undir stjórn Jóns Hj. Jónssonar.
Jólahugleiðing. Alda Ingibergsdóttir
og Jóhann Friðgeir Valdimarsson
syngja. Sungnir verða jólasálmar.
Að athöfn lokinni verða veitingar í
safnaðarheimili kirkjunnar.
Jólaball MS félagsins verður hald-
ið á morgun, sunnudaginn 8. desem-
ber kl. 15, í Sunnusal Hótels Sögu.
Gengið í kringum jólatré með jóla-
sveinum og ýmsum öðrum góðum
gestum. Veitingar verða á boð-
stólum og dregið verður í happ-
drættinu. Gott aðgengi er á staðnum
fyrir hjólastóla.
Perlujól jólahátíð Gleðigjafanna
verður í Súlnasal Hótel Sögu á
morgun, sunnudaginn 8. desember,
kl. 15.30–18. Hljómsveitin Gleðigjaf-
arnir leikur og söngvararnir Andé
Bachmann og Helga Möller syngja.
Leikhóurinn Perlan, Lúðrasveit
verkalýðsins. Skemmtikraftarnir:
Jóki trúður, jólasveinar, Rut Reg-
inalds, Magnús Sigurðsson, Bjarni
Arason, Pétur pókus og Bjarni
töframður, Móeiður Júníusdóttir,
strákarnir á Popp tíví og Barnakór
Kársnesskóla skemmta. Kynnir
verður Sigmundur Ernir Rún-
arsson, ritstjóri og skáld. Sælgæt-
ispokar frá Nóa-Síríusi verða fyrir
börnin. Miðaverð er 500 kr. og eru
þeir seldir á skrifstofu Styrkt-
arfélags vangefinna, Skipholti 50c,
og við innganginn í Súlnasal kl.
14.30.
Á MORGUN
BERGLIND Óskarsdóttir
sem lenti í 2. sæti í Fegurð-
arsamkeppni Íslands í vor,
tekur þátt í MISS EUROPE
keppninni í Beirút í Líbanon,
en keppnin er haldin laugar-
daginn 28. desember og verð-
ur henni sjónvarpað beint á
Skjá 1.
Berglind heldur utan nk.
þriðjudag 10. desember og
mun því verja jólunum ásamt
40 keppendum öðrum í Beirút,
en fram að keppni dvelja
stúlkurnar við undirbúning og
kynningar. Keppnin verður á
900 m² sviði í hinni glæsilegu
höll BIEL. 500 milljónir Evr-
ópubúa geta fylgst með
keppninni í sjónvarpi.
Keppir í
ungfrú
Evrópa
Fundur kjördæmisráðs Samfylk-
ingarinnar í suðurkjördæmi verður
haldinn í Festi í Grindavík í dag,
laugardaginn 7. desember, kl. 13.30.
Þar verður ákveðinn framboðslisti
flokksins í Suðurkjördæmi.
STJÓRNMÁL
SÍMINN og Umhyggja, félag til
stuðnings langveikum börnum,
hafa undirritað styrktarsamning
sem kveður á um að fyrirtækið
verði aðalstyrktaraðili félagsins
næstu tvö árin. Styrkurinn mun á
næsta ári renna til gerðar vefsíðu
sem innihalda mun fræðslu- og af-
þreyingarefni fyrir börn. Vefsíðan
hefur það að markmiði að auka
meðvitund og skilning vegna veik-
inda barna og leitast þannig við að
rjúfa einangrun þeirra og fjöl-
skyldna þeirra.
Umhyggja er félag sem vinnur að
bættum hag langveikra barna og
fjölskyldna þeirra. Að Umhyggju
standa 13 foreldrafélög barna með
margvíslega sjúkdóma ásamt
starfsfólki innan heilbrigðiskerf-
isins.
Síminn
aðalstyrkt-
araðili Um-
hyggju
Heiðrún Jónsdóttir, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá
Símanum, og Dögg Káradóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju.
JÓLAÚTHLUTUN Mæðrastyrks-
nefndar Reykjavíkur hefst mánu-
daginn 9. desember.
Jólaúthlutun verður alla mánu-
daga, þriðjudaga og miðvikudaga frá
kl. 14-17 og síðustu vikuna fyrir jól
verður einnig opið á fimmtudegi frá
14-17.
Tekið er á móti gjöfum til nefnd-
arinnar á sama tíma eða eftir sam-
komulagi, segir í frétt frá Mæðra-
styrksnefnd Reykjavíkur.
Jólaúthlutun
Mæðrastyrks-
nefndar
Rangur tónleikadagur
Gospelsystur halda ekki tónleika
á sunnudag, eins og fram kom í
blaðinu á miðvikudag. Rétt er að
þær halda tónleika í Lang-
holtskirkju hinn 15. desember kl.
20.30.
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
Rangt nafn
Í Lesbók sl. laugardag var birt
ljóðið Yggur eftir Bjarna Gunnars-
son á síðu 12. Vegna mistaka var
farið rangt með nafn hans og er
beðist velvirðingar á því.
LEIÐRÉTT
STÚDENTAR vilja hafa opið all-
an sólarhringinn í próftíð og
bjóðast nemendur til að vakta
byggingar sjálfir.
Tilraun Stúdentaráðs Háskóla
Íslands í síðustu vorprófum
leiddi í ljós að talsverð eftirspurn
er eftir því að byggingar Háskóla
Íslands séu opnar lengur.
Oddi, ein bygginga skólans,
var þá opinn allan sólarhringinn
og tóku stúdentar sjálfir að sér
gæslu. Yfir 500 stúdentar nýttu
sér rýmkun tímans.
Tvær bygginga skólans, Lög-
berg og Oddi verða opnar til 24 í
stað 22 eins og áður, sem er
mjög góð þróun. Stjórn Stúd-
entaráðs telur þó að gera þurfi
betur til að sinna eftirspurn og
hvetur stjórnendur Háskóla Ís-
lands til að hafa a.m.k. eina
byggingu opna lengur.
Einnig hvetur stjórn Stúdenta-
ráðs til að VRII, bygging verk-
fræði- og raunvísindadeildar,
verði opin til miðnættis, segir í
fréttatilkynningu.
Stúdentar vilja sólar-
hringsopnun í próftíð
EFTIRFARANDI athugasemd hef-
ur borist frá Skeljungi hf.:
„Í Morgunblaðinu og fleiri fjöl-
miðlum hefur í dag verið greint frá
því að hingað til lands hafi komið tvö
skip á þessu ári sem talin eru of
hættuleg til að sigla á evrópsku haf-
svæði og séu því á bannlista Evrópu-
sambandsins.
Samkvæmt sömu fréttum var ann-
að þessara skipa olíuflutninga- og
eiturefnaskip. Vegna þessa frétta-
flutnings vill Skeljungur hf. taka
fram að ekkert þeirra skipa sem eru
á bannlista Evrópusambandsins
hafa komið hingað til lands á vegum
félagsins. Öll eldsneytisflutninga-
skip sem koma hingað til lands á veg-
um Skeljungs hf. þurfa að uppfylla
strangar kröfur sem Shell-sam-
steypan setur, en þær ganga enn
lengra en kröfur Evrópusambands-
ins.“
Athugasemd frá Skeljungi hf.
DILBERT
mbl.is