Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 82
DAGBÓK 82 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Petrogradskiy kemur í dag, Ásbjörn fer í dag. Fréttir Bókatíðindi 2002. Núm- er laugardagsins 7. des- ember er 90096. Mannamót Bólstaðarhlíð 43 . Dans- að í kringum jólatréð föstudaginn 13. desem- ber kl. 14. Jólasveinninn kemur í heimsókn. Ragnar Leví leikur fyrir dansi, mætið með afa- og ömmubörnin. Skráning í síma 568 5052 fyrir föstudaginn 13.des Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. „Opið hús“, jólafagnaður Fé- lags eldri borgara í Hafnarfirði verður fimmtudaginn 12. des. kl 14. Ýmis skemmtiatriði og tónlist, kaffi. Púttað er í Hraunseli mánudaga kl. 10, þriðjudaga kl. 13 fimmtudaga kl. 10 og föstudaga kl. 13, .Nám- skeið í mótun á leir verð- ur föstudaga kl. 13–16, vantar fleiri þáttak- hendur. Billjardstofan er opin virka daga frá kl. 13–16. Skráning og upp- lýsingar í Hraunseli, sími 555 0142. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud.: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud.: Kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kórs eldri borgara í Damos. Laug- ard.: Kl. 10–12 bókband. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmtud.: Kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan op- in kl. 10–13. Morg- unkaffi, blöðin og matur í hádegi. Ljósaskreyt- ingar á Akranesi, stutt dagsferð 15. desember, brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 14. Byggða- safnið í Görðum o.fl. Kaffihlaðborð. Upplýs- ingar á skrifstofu FEB. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12, sími. 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Myndlistarsýning Árna Stefánssonar stendur yf- ir. Miðvikudaginn 18. desember jólahlaðborð í hádeginu í Kaffi Bergi, skráning hafin. Föstu- daginn 20. desember skötuhlaðborð í hádeg- inu, allir velkomnir. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575 7720. Digraneskirkja, kirkju- starf aldraðra. Opið hús á þriðjudag frá kl. 11, leikfimi, léttur máls- verður, helgistund, fræðsluþáttur, kaffi. All- ir velkomnir. Gönguklúbbur Hana-nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁA, Síðumúla 3–5, og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigs- veg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Kvenfélag Grens- ássóknar, jólafundurinn verður mánudaginn 9. desember og hefst kl. 20 í Grensáskirkju. Í safn- aðarheimilinu verða síð- an skemmtiatriði, happ- drætti og veitingar. Allar konur velkomnar. Minningarkort Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Laugavegi 7 eða í síma 561 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hringsins. Upplýsingar um minn- ingarkort Barna- spítalasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551 4080. Kortin fást í flestum apótekum á höf- uðborgarsvæðinu. Bergmál, líknar- og vinafélag. Minning- arkort til stuðnings or- lofsvikna fyrir krabba- meinssjúka og langveika fást í síma 587 5566, alla daga fyrir hádegi. Samúðar- og heilla- óskakort Gídeonfé- lagsins er að finna í anddyrum eða safn- aðarheimilum flestra kirkna á landinu, í Kirkjuhúsinu, á skrif- stofu KFUM&K og víð- ar. Þau eru einnig af- greidd á skrifstofu Gídeonfélagsins, Vest- urgötu 40, alla virka daga frá kl. 14–16 eða í síma 562 1870. Allur ágóði fer til kaupa á Nýjatestamentum sem gefin verða 10 ára skóla- börnum eða komið fyrir á sjúkrahúsum, hjúkr- unarheimilum, hótelum, fangelsum og víðar. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525 1000 gegn heimsendingu gíró- seðils. Minningarkort Thor- valdsensfélagsins eru til sölu á Thorvaldsens- bazar, Austurstræti 4, s. 551 3509. Minningarspjöld Kristniboðssambandsins fást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gengt Langholtsskóla), sími 588 8899. Minningarkort Graf- arvogskirkju. Minningarkort Graf- arvogskirkju eru til sölu í kirkjunni í síma 587 9070 eða 587 9080. Einnig er hægt að nálgast kortin í Kirkjuhúsinu, Lauga- vegi 31, Reykjavík. Líknarsjóður Dómkirkj- unnar, minningarspjöld seld hjá kirkjuverði. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði, til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði eru afgreidd í síma 456 2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafnarfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blómabúðinni Burkna. Minningakort Áskirkju eru seld á eftirtöldum stöðum: Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, þjón- ustuíbúðum aldraðra við Dalbraut, Norðurbrún 1, Apótekinu Glæsibæ og Áskirkju, Vesturbrún 30, sími 588 8870. KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboða. Minning- arkort félaganna eru af- greidd á skrifstofunni, Holtavegi 28, í s. 588 8899 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Söngfélag Skaftfellinga. Aðventustund verður haldin sunnudaginn 8. desember kl. 16 í Skaft- fellingabúð, Laugavegi 178. Þar mun kórinn flytja nokkur jólalög undir stjórn Violetu Smid. Kaffi og meðlæti. Allir velkomnir. Félag kennara á eft- irlaunum, jólafundurinn verður laugardaginn 7. desember klukkan 13.30 í Húnabúð, Skeifunni 11. Á dagskrá verður: Fé- lagsvist, veislukaffi, skemmti- og fræðsluefni sem Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður annast og söngur Ekkókórsins sem Jón Hjörleifur Jóns- son stjórnar. Undirleik- ari kórsins er Sólveig Jónsson. Í dag er laugardagur 7. desember, 341. dagur ársins 2002, Ambrósíu- messa. Orð dagsins: Hinir óguð- legu flýja, þótt enginn elti þá, en hinir réttlátu eru öruggir eins og ungt ljón. (Orðskv. 28, 1.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 loftkastalar, 8 afkom- andi, 9 gervallur, 10 skip, 11 japla, 13 æða yfir, 15 vinna, 18 heimshlutinn, 21 hrós, 22 kyrrsævi, 23 ránfugls, 24 viðskotaill- ur. LÓÐRÉTT: 2 lítils björns, 3 maðkur, 4 stór steinn, 5 geng, 6 hæðum, 7 þrjóska, 12 meis, 14 bókstafur, 15 vers, 16 ilmur, 17 ferða- lög án markmiðs, 18 skellur, 19 hittu, 20 líf- færi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 gegnt, 4 gegna, 7 ilmur, 8 leifa, 9 fet, 11 apar, 13 vill, 14 eyðni, 15 gróf, 17 tómt, 20 hrá, 22 eimur, 23 kuggs, 24 parts, 25 finna. Lóðrétt: 1 geiga, 2 gemla, 3 torf, 4 gölt, 5 geiri, 6 aðall, 10 eiður, 12 ref, 13 vit, 15 greip, 16 ólmar, 18 ólgan, 19 tuska, 20 hrós, 21 áköf. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI komst að þeim ósköp-um í gær að hann væri plebbi. Það var ákveðið áfall fyrir Víkverja að komast að þessum sannleika um sjálfan sig og enn verra að ábend- ingin kom þaðan sem síst skyldi, nefnilega úr blaði allra landsmanna. Og Mogginn lýgur aldrei … eða hvað? Í gær birti Morgunblaðið sumsé viðtal við Jón nokkurn Gnarr sem staðhæfði að Víkverji væri hvorki meira né minna en persónugervingur plebbans og rökstuddi það á eftirfar- andi hátt: „Hann er alltaf að lenda í einhverjum fáránlegum aðstæðum, er oftast nöldrandi og svekktur. Það er alltaf verið að handtaka hann fyrir umferðarlagabrot. Milli þess sem hann er að leggja fólki lífsreglurnar eða skammast yfir einhverju þá lend- ir hann sjálfur í einhverju klandri, sem hann þarf að atyrðast út í …“ og svo mætti lengi telja. x x x VÍKVERJI verður eiginlega aðsegja að hann botnar ekkert í vinnuveitanda sínum að birta slíkar fullyrðingar bara sisona! Það er greinilegt að blaðamaður hefur ekki ómakað sig við að fletta upp í nýút- kominni orðabók til að glöggva sig á málinu, því það er ljóst að hefði hann gert það, hefðu hinar gnarrísku full- yrðingar aldrei komist á prent. Þar er plebbi hreinlega skilgreind- ur sem „ómenningarlegur eða lág- kúrulegur maður“. Að vera plebba- legur er í bókinni útskýrt sem að vera „lágkúrulegur, flatneskjulegur, ódrengilegur“. (Skáletrun Víkverja.) Þarna skýtur Gnarr sig heldur betur í fótinn og kemur upp um stað- reynd málsins sem er sú að ef ein- hver er plebbi þá er það Gnarr sjálf- ur. Annan eins ódrengskap og rakalausar fullyrðingar Gnarrsins eru hefur Víkverji aldrei upplifað fyrr. Gnarr er greinilega maður sem kastar steinum úr glerhúsi. x x x VISSULEGA kemur það fyrir aðVíkverji bendir á það sem betur mætti fara í þjófélaginu. En að kalla það nöldur er hrein og klár svívirða. Í raun er mikill akkur í ábendingum Víkverja og hann er sannfærður um að fjöldi þeirra hefur orðið til þess að umbætur hafa komist á í þjóðfélaginu. Vissulega kemur það fyrir að Vík- verji er af einhverjum óskiljanlegum ástæðum stöðvaður fyrir umferðar- lagabrot. En eins og Víkverji hefur verið iðinn við að benda á eru þau sjaldnast honum sjálfum að kenna. Víkverji kannast hins vegar ekkert við það að hafa lent í klandri. Hann hefur kannski þurft að takast á við áskoranir í lífinu sem hafa falið í sér mannlega árekstra en Víkverji hefur aldrei skorast undan slíkri ábyrgð. x x x AF ofantöldu má ljóst vera að Vík-verji er síður en svo plebbi og vísar hann, sem fyrr segir, þeim ásökunum til föðurhúsanna. Ekki nema litið sé til upprunalegrar skýr- ingar orðsins sem er sú að plebbi (e. plebeian) var sá kallaður á tímum Rómaveldis sem ekki var aðalborinn. Plebbi var sumsé skilgreindur sem almúgamaður. Í því ljósi getur Vík- verji bara verið nokkuð sáttur við að vera kallaður plebbi enda vandfund- inn sá maður (eða dálkur) sem endur- ómar rödd almúgans jafnvel og Vík- verji gerir. Kaffisetrið ÉG fékk mér að borða í Kaffisetrinu á Laugavegi 103 nýlega. Vil ég þakka fyrir góðan mat og frá- bæra þjónustu. Takk fyrir mig. Jóhann Guðmundsson. Dýrahald Hvít kisa í óskilum HVÍT, ómerkt kisulóra hefur verið á sveimi í Bú- staðahverfinu seinastliðna viku. Nánar tiltekið í Logalandi. Höldum henni gangandi með mjólk en er- um að verða uppiskroppa. Hringjum bráðum í Katt- holt. Eigandi vinsamlegast hringi í síma 568 5169. Kanínur fást gefins TVÆR kanínur (karlkyns) fást gefins. Upplýsingar í síma 554 2602. Tapað/fundið Gleraugu týndust GLERAUGU í ljósbrúnu leðurhulstri týndust á́ leið frá Hæstarétti niður á Hverfisgötu sl. miðviku- dag. Skilvís finnandi hafi samband í síma 554 5960. Diesel-gallabuxur týndust DIESEL-gallabuxur týnd- ust hjá JSB Lágmúla sl. laugardag. Þeir sem vita um afdrif buxnanna hafi samband í síma 848 9493. Verkfærataska og geisladiskar týndust SVÖRT Fagor-verkfæra- taska með verkfærum og 11 geisladiskar týndust í Salahverfi 5. desember sl. Töskunnar og verkfær- anna er sárt saknað því eigandi notar þau við vinnu sína. Þeir sem vita um þessa muni eru vin- samlega beðnir að hringja í síma 893 5852. Fundar- laun. Gyllt gleraugu týndust GYLLT gleraugu, gætu verið í svörtu hulstri, týndust fyrir mánuði. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 561 5682. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÞESSARAR spurningar hafa ýmsir spurt mig, frá því að bók mín Ísland í hers höndum kom út fyrir skömmu. Svar mitt er: „Ég veit það því miður ekki.“ En vissulega væri gaman að fá það upplýst, hvaða drengur það er, sem þarna hvílir í hönd- um bandaríska her- mannsins klæddur í svarta gúmmíregnkápu heldur stúrinn á svip. Ég tel líklegast að myndin sé tekin við Reykjavík- urhöfn haustið 1941, þeg- ar Bandaríkjaher var að koma sér fyrir í landinu. Ég heiti þeim, sem tekst að nafngreina snáðann rétt, ókeypis eintaki af bók minni. Þar sem ég starfa erlendis á þessu háskólamisseri, verð ég að biðja hlutaðeigendur að senda mér upplýsingar um nafn drengsins í bréfi (póstfang er: Háskóli Ís- lands, Nýja garði, 101 Reykjavík) eða tölvupósti (thorw@hi.is). Ég vil líka nota þetta tækifæri til að biðja les- endur bókarinnar að hyggja að því, hvort þeir geti nafngreint fleira fólk á myndum bókarinnar eða leiðrétt þau nöfn, sem þar er að finna. En at- huga þarf að nöfn koma ekki aðeins fram í myndatextum heldur einnig í ítarefni á bls. 258–265. Öll nöfn, sem nefnd eru í bókinni, á líka að vera hægt að finna í nafnaskrá aftast í verk- inu. Ég hef reynt að afla upplýsinga um nöfn sem flestra, er birtast á mynd- unum, en margir eru enn ónafngreindir. Ef til þess kæmi, að bókin yrði síðar gefin út endurskoðuð, mætti bæta þessum nöfn- um við í textum og ít- arefni. Það mundi auka á heimildagildi verksins, og ég væri lesendum mjög þakklátur fyrir hjálpina. Að lokum vil ég nefna að ég hef reynt eftir ýms- um leiðum að afla upplýs- inga um bandaríska her- manninn, Otto Strait, sem heldur á drengnum á kápumyndinni. Ég hef m.a. spurst fyrir um það, hvort hann hafi lifað af stríðið og hvort hann kunni að vera enn á lífi. En því miður hefur eng- inn getað sagt mér neitt um manninn, hvað svo sem síðar verður. Þór Whitehead. Hver er drengurinn á kápumyndinni?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.