Morgunblaðið - 07.12.2002, Side 83

Morgunblaðið - 07.12.2002, Side 83
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 83 DAGBÓK Samkvæmiskjólar Bankastræti 11 • sími 551 3930 STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert viðkvæmur og hug- myndaríkur en átt það til að vera misskilinn. Á komandi ári er líklegt að þú gangir í hjónaband eða finnir þér lífsförunaut. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ættir að skoða nánustu sambönd þín. Ef þú vilt eignast fleiri vini verðurðu að leggja þig fram um að vera vingjarnlegri. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hikaðu ekki við að koma óskum þínum á framfæri við áhrifamikið fólk. Taktu þann sess sem þér ber. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ættir að bregða út af vananum og gera eitthvað óvenjulegt í dag. Það þarf oft ekki mikið til að lífga upp á tilveruna. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft að huga að vænt- ingum annarra í dag. Reyndu að gera þér grein fyrir því til hvers er ætlast af þér í stað þess að láta þínar eigin væntingar ráða ferðinni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Fjölskyldan og heimilið eru í brennidepli hjá þér eins og stendur. Þú ættir að nota daginn til að ræða þau mál við maka þinn og nána vini. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur óvenjumikla þörf fyrir að skipuleggja þig. Taktu þér fimmtán mínútur til að reyna að fá yfirsýn yf- ir líf þitt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur þörf fyrir aðdáun og rómantík, vilt láta ganga á eftir þér og hvísla ást- arorðum í eyra þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gefðu þér tíma til að sinna fjölskyldunni í dag. Fólk tal- ar sjaldan um það í ellinni að það hafi ekki eytt nógu miklum tíma í vinnunni. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Gefðu þér tíma til að tala við systkini þín, ættingja eða nágranna í dag. Hættu að bíða eftir því að aðrir taki fyrsta skrefið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fjörugt félagslíf gæti leitt til óvarkárni í fjármálum. Gættu að fjárhagsstöðu þinni og reyndu að hafa hana í lagi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Tunglið er í merkinu þínu og því hefurðu svolítið for- skot á hin merkin. Reyndu að nota tækifærið og snúa hlutunum þér í hag. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert draumlyndur hug- sjónamaður og þarft því stundum á einveru að halda. Reyndu að vera einn með sjálfum þér í a.m.k. hálftíma á dag. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 7. desember, er sextug Elísa- bet Guðmundsdóttir, leið- beinandi, Skúlagötu 40a, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Sveinn Jónsson, löggiltur endurskoðandi. Elísabet tekur á móti ætt- ingjum og vinum í dag kl. 17–20 í Versölum, Hall- veigarstíg. 90 ÁRA afmæli. Í gær,föstudaginn 6. des- ember, varð níræð María Þorsteinsdóttir frá Eyri, Jófríðarstaðavegi 10, Hafn- arfirði. María dvelur nú á Sólvangi í Hafnarfirði og þar tekur hún á móti gestum kl. 15-18 í dag, laugardaginn 7. desember. LJÓÐABROT JÓLIN 1891 Fullvel man ég fimmtíu’ ára sól, fullvel meir en hálfrar aldar jól, man það fyrst, er sviptur allri sút sat ég barn með rauðan vasaklút. Kertin brunnu bjart í lágum snúð, bræður fjórir áttu ljósin prúð, mamma settist sjálf við okkar borð; sjáið, enn þá man ég hennar orð: „Þessa hátíð gefur okkur Guð, Guð, hann skapar allan lífsfögnuð, án hans gæzku aldrei sprytti rós, án hans náðar dæi sérhvert ljós. - - - Matthías Jochumsson 1. e4 d5 2. exd5 Rf6 3. d4 Bg4 4. Rf3 Dxd5 5. Rc3 Df5 6. Bd3 Dh5 7. Bf4 Rc6 8. Bb5 Bxf3 9. gxf3 O-O-O 10. Bxc6 bxc6 11. Dd3 Kb7 12. O- O-O Da5 13. Hhg1 e6 14. Be5 Re8 15. Dc4 Hg8 16. Re4 Db5 17. Dc3 Be7 18. Hd3 Rf6 19. Dd2 Kc8 20. Kb1 Rd7 21. Hb3 Da6 22. Bg3 e5 23. dxe5 Rxe5 24. Df4 f6 25. Df5+ Rd7 26. Hd1 g6 27. De6 Hge8 28. Hbd3 Bd6 Staðan kom upp í þýska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu. Karsten Mueller (2518) hafði hvítt gegn Mathias Holzhaeuer (2407). 29. Dxd6! cxd6 30. Rxd6+ Kc7 31. Rxe8+ Kb6 32. Hb3+ Kc5 33. Bd6+ og svartur gafst upp enda verður hann mát í næsta leik. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 60 ÁRA afmæli. Í tilefniaf 60 ára afmæli sínu tekur Sjöfn Jónasdóttir, Krókahrauni 4, Hafnar- firði, á móti gestum í veislu- sal við Íþróttahúsið að Ás- völlum, Hafnarfirði. Veislan hefst kl. 19 í dag, laugardag- inn 7. desember. Ættingjar, vinir og kunningjar eru hjartanlega velkomnir. Morgunblaðið/Golli Þessar duglegu stúlkur söfnuðu kr. 10.034 til styrktar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Þær heita Silja Ingólfs- dóttir, Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir, Bramislava Ristic, Elín Broddadóttir og Embla Sól Þórólfsdóttir. ENGIN töfralausn er til á vanda sagnhafa í sex hjört- um og á endanum verður hann sennilega að treysta á getspeki sína. En kúnstin í brids er oft sú að breyta hreinni ágiskun í „útreikn- aða“ ágiskun. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁK ♥ G1085 ♦ Á63 ♣ÁG108 Suður ♠ D8 ♥ ÁKD7 ♦ K72 ♣K952 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Vestur spilar út spaðatíu og blindur fær slaginn. Sagnhafi tekur þrisvar tromp og þau liggja 3-2, en vestur á tvílit og hendir spaða í þriðja hjartað. Hver er nú áætlunin? Það verður greinilega erf- itt að svæla út laufdrottn- inguna. Sú „tæknilega“ leið að taka síðari spaðaslaginn, ÁK í tígli og senda vörnina inn á þriðja tíglinn, er ekki líkleg til árangurs gegn góð- um varnarspilurum. Þeim reynist auðvelt að reikna út skiptingu suðurs og munu spila spaða eða tígli í tvö- falda eyðu, en engan vanda leysir. Tæknilega betri leið er að hreinsa spaðann, taka tvo efstu í tígli, síðan annan laufhámanninn og svína í laufi. Spilið vinnst þá ef bak- hönd á tvíspil í tígli og Dx í laufi. En það er reyndar mjög ólíklegt. Norður ♠ ÁK ♥ G1085 ♦ Á63 ♣ÁG108 Vestur Austur ♠ 109765 ♠ G432 ♥ 43 ♥ 962 ♦ G9 ♦ D10854 ♣D764 ♣3 Suður ♠ D8 ♥ ÁKD7 ♦ K72 ♣K952 Sennilega er betra að senda vörnina inn á þriðja tígulinn. Varnarmistök eru ekki óþekkt og svo gætu fengist mikilvægar upplýs- ingar um skiptinguna. Í þessu tilfelli kemur í ljós að vestur á aðeins tvíspil í tígli og þá blasir við að spila hann upp á lauflengdina. Ef báðir fylgja í þriðja tíg- ulinn er samt sem áður betra að svína fyrir drottninguna í vestur. Ástæðan liggur fyrst og fremst í útspilinu – með einspil í laufi hefði vestur líklega komið þar út. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Hlutavelta FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá lyfjafyr- irtækinu Lilly, sem undirrituð er af Solveigu H. Sigurðardóttur rann- sóknarfulltrúa: „Þann 3. desember sl. birti Morg- unblaðið, undir fyrirsögninni „At- hugasemd vegna fréttatilkynning- ar“, athugasemd frá Aventis á Íslandi og Farmasíu ehf. Athuga- semdin er vegna fréttar blaðsins um rannsókn á beinþynningarlyfinu teriparatíd sem birtist sunnudaginn 1. desember sl. undir fyrirsögninni „Fyrsta lyfið sem eykur beinþéttni kannað hér“. Í athugasemdinni segir að í frétt- inni sé rangt farið með staðreyndir bæði í fyrirsögn og meginmáli, ann- ars vegar þar sem segir að lyfið sé „[f]yrsta lyfið sem eykur beinþéttni“, hins vegar þar sem segir að „…þau beinþynningarlyf sem nú séu á markaðnum miði einungis að því að hægja á eða stöðva beinþynningu“. Í athugasemdinni gagnrýna lyfja- fyrirtækin fullyrðingar í fréttinni um að teriparatíd sé eina lyfið sem auki beinþéttni og segir að þær geti valdið því að sjúklingar sem taka önnur beinþynningarlyf telji þau gagns- laus. Loks er í athugasemdinni farið fram á að fullyrðingarnar í fréttinni verði dregnar til baka. Í athugasemd ritstjóra sem birt er undir ofangreindri athugasemd segir að „[u]mrædd frétt [hafi verið] byggð á fréttatilkynningu frá lyfjafyrirtæk- inu Lilly“. Lilly á Íslandi leggur áherslu á að veita læknum, sjúklingum og fjöl- miðlum réttar og gagnlegar upplýs- ingar um lyfjameðferðir og sjúk- dóma. Fyrirtækið tekur því mjög alvarlega ásakanir þess efnis að það sendi frá sér gögn sem á einhvern hátt gætu talist villandi. Í fréttatilkynningunni sem Lilly sendi blaðinu 28. nóvember sl. komu hvergi fram fullyrðingar þess efnis að lyfið sé fyrsta lyfið sem auki bein- þéttni. Í fréttatilkynningunni segir aðeins að teriparatíd sé „fyrsta með- ferð sinnar tegundar í heiminum“. Hvergi í fréttatilkynningunni er gefið í skyn að lyf í flokki bífosfónata eða önnur lyf sem ekki vinna á sama hátt og teriparatíd séu „gagnslaus“. Slíkt væri fráleitt enda framleiðir Lilly beinþynningarlyf af flokki SERM-lyfja sem vinna með góðum árangri gegn sjúkdómnum á svipað- an hátt og bífosfónöt, með því að hægja á eða stöðva beinþynningu. Í fréttatilkynningunni kemur hvergi fram að teriparatíd komi í stað þeirra lyfja sem fyrir eru á markaðnum. Tekið er fram að lyfið sé ætlað fólki „sem þjáist af alvar- legri beinþynningu“. Virkni lyfsins er í fréttatilkynning- unni orðrétt lýst með þessum hætti: Teriparatíd stuðlar að framleiðslu nýrra beinvefja með því að auka fjölda og virkni beinmyndandi frumna (e. osteoblasts) í líkamanum. Þau beinþynningarlyf sem nú eru á markaðnum miða hins vegar að því að hægja á eða stöðva beinþynningu með því að fækka fjölda og minnka virkni svokallaðra beinátfrumna (e. osteoclasts), frumna sem fjarlægja gamlan beinvef. Lilly telur sýnt að athugun Lyfja- stofnunar vegna fréttar Morgun- blaðsins muni leiða í ljós að í frétta- tilkynningu fyrirtækisins sé á engan hátt farið rangt með staðreyndir og að í tilkynningunni sé ekkert sem því beri að draga til baka.“ Athugasemd frá Lilly KRISTNIBOÐSSAMBANDIÐ gef- ur út og selur jólakort, eins og undanfarin ár, til styrktar kristniboðsstarfinu í Eþíópíu og Kenýu. Jólakortin eru til sölu á skrifstofu KFUM og KFUK og Kristniboðssambandsins, í Kirkju- húsinu við Laugaveg og í sölubás samtakanna í Kringlunni nú fyrir jólin, en þar má einnig fá keypt friðarkerti Hjálparstarfs kirkj- unnar. Jólakort kristni- boðsins Aths. ritstj. Vegna ofangreindrar athuga- semdar og athugasemdar frá Aventis á Íslandi og Farmasíu ehf. sem birtist hér í blaðinu sl. þriðju- dag skal tekið fram: Fréttin í Morgunblaðinu á sunnu- daginn var rétt endursögn á frétta- tilkynningunni frá Lilly. Hins vegar var fyrirsögnin ónákvæm. Morgun- blaðið leitaði til Magnúsar Jóhanns- sonar læknis og bað hann að skil- greina orðið beinþéttni. Skilgrein- ing hans er þessi: „Beinin eru í stöðugri ummyndun og endurnýja sig jafnt og þétt. Í beinunum eru annars vegar frumur sem éta gamlan beinvef og hins vegar frumur sem mynda nýjan beinvef. Jafnvægið þarna á milli ákvarðar þéttni beinanna. Síðasta áratug hafa nokkur lyf verið fáan- leg sem draga úr virkni eða fækka beinétandi frumum. Með þeim er beinþéttnin aukin. Nýja lyfið sem Morgunblaðið sagði frá er það fyrsta sem fjölgar frumum sem mynda nýjan beinvef eða örvar starfsemi þeirra. Eykur það einnig beinþéttnina en er ekki það fyrsta sem gerir það.“ Réttara hefði því verið að hafa fyrirsögnina á fréttinni svona: Fyrsta lyfið sem fjölgar beinmynd- andi frumum kannað hér. SKÓGRÆKTARFÉLAG Hafnar- fjarðar verður með jólatréssölu næstu tvær helgar eins og verið hef- ur hin síðari ár við vaxandi vinsældir. Salan fer fram við Höfða, aðal- stöðvar félagsins í Höfðaskógi við Hvaleyrarvatn, og stendur frá klukkan 10 til 16 laugardag og sunnudag og einnig um helgina 14. og 15. desember. „Jólatrén, sem í boði verða eru fura en vinsældir hennar aukast ár frá ári. Hún er enda einstaklega fal- leg og með mikla greinafyllingu. Að auki verður boðið upp á greinabúnt. Hafnfirðingar og nærsveitamenn eru hvattir til að koma sér í jólaskap- ið með heimsókn í Höfða og þiggja um leið veitingar, súkkulaði og smá- kökur,“ segir í fréttatilkynningu. Hafnfirsku jólatrén

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.