Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 289. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 mbl.is Fékk nóg af Ameríku Marín Rós Karlsdóttir komin aftur til Keflvíkinga Íþróttir 9 Nína Arnarsdóttir gaf vinningsfé úr Barnamessu Akureyri 24 Bjartsýnn rithöfundur Andri Snær Magnason fékk bjart´sýnisverðlaunin Listir 28 KÆMI til sameiningar Granda og Þorbjarnar- Fiskaness, í kjölfar kaupa Granda á 24% hlut í ÞF, yrði það annað stærsta sjávarútvegsfyr- irtæki landsins með veiðiheimildir sem svarar til ígilda um 42.000 tonna af þorski eða um 9,5% heildarinnar. Aðeins Brimir, sjávarútvegssvið Eimskipafélagsins, yrði stærra. Aflaheimildir þess eru um 51.000 þorskígildistonn, eða 11,4% heildarinnar. Samherji yrði þá í þriðja sæti með um 35.400 þorskígildistonn eða 8% heildarinn- ar. ?Því er ekkert að leyna að einhvern tíma get- ur komið til þess að menn leggi mat á kosti mjög náins samstarfs milli Granda og Þorbjarn- ar-Fiskaness. Það hlýtur að fylgja í kjölfarið. Það er þó ekkert ákveðið í gangi enn, ekkert hefur formlega verið samþykkt, en áhuginn er fyrir hendi,? segir Árni Vilhjálmsson, formaður stjórnar Granda hf., í samtali við Morgunblaðið. Grandi hefur gengið frá kaupum á tæplega fjórðungshlut í Þorbirni-Fiskanesi í Grindavík. Áætlað verð þess hlutar er um 1,4 milljarðar króna. Verði um nána samvinnu félaganna að ræða er ljóst að hún getur skilað þeim báðum miklu. Grandi gerir út 5 togara, þar af þrjá frystitog- ara og dótturfyrirtæki Granda gerir út loðnu- skipið Faxa RE og rekur tvær fiskimjölsverk- smiðjur, aðra í Reykjavík en hina í Þorlákshöfn. Þorbjörn-Fiskanes gerir út 10 skip og báta. Bæði fyrirtækin eru svo með öfluga fiskvinnslu. Hagnaður Granda fyrstu 9 mánuði ársins var um 1,4 milljarðar króna. Þorbjörn-Fiskanes hagnaðist um tæpar 800 milljónir króna á sama tímabili, samtals eru þetta 2,2 milljarðar. Velta þessara tveggja fyrirtækja þetta tímabil var 7,9 milljarðar króna. Þar af var velta Granda 4,5 milljarðar. Velta Brimis var á sama tímabili um 11,3 milljarðar og hagnaður ríflega 2 milljarðar. Velta Samherja fyrstu 9 mánuði árins var 9,7 milljarðar króna og hagnaður um 2 milljarðar króna. Samanlagður kvóti um 42.000 þorskígildistonn L52159 Grandi kaupir/18 Áhugi fyrir mjög ?nánu samstarfi? Þorbjarnar-Fiskaness og Granda KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari, bræður hans, Jóhann Már og Svavar Hákon, skemmtu vistmönnum á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri í gærkvöldi með söng ásamt systursyni sínum, Erni Viðari Birgissyni. Tilefnið var að í gær kom út geisladiskur með söng föður þeirra, Jóhanns Konráðssonar ? Jóa Konn, eins og hann var jafnan kallaður ? og bæklingur þar sem lífshlaup hans er rakið. Ágóði af sölu disksins og bæklingsins rennur til styrktar hjartalækningum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Jóhann hefði orðið 85 ára í nóvember síðastliðnum, en tuttugu ár eru lið- in 27. desember nk. frá því hann lést. Ekkja Jóhanns og móðir bræðranna, Fanney Oddgeirsdóttir, býr nú á Hlíð og hlýddi á sönginn ásamt fjölda annarra vist- manna sem kunnu vel að meta heimsókn Konn- aranna, eins og þeir eru kallaðir nyrðra. Þeim var vel fagnað, en þess má geta að áður en þeir hófu upp raust sína voru sýndar gamlar sjónvarpsmyndir með söng Jóa Konn ásamt viðtölum við nokkra vini hans. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Með stórsöngvarann í broddi fylkingar: Bræðurnir Svavar Hákon og Jóhann Már Jóhannssynir, Örn Viðar Birgisson, systursonur þeirra bræðra, og Kristján Jóhannsson syngja fyrir vistmenn á Hlíð. Konnara- kvartett tekur lagið Fanney Oddgeirsdóttir og Haukur Heiðar Hauks- son, sonarsonur hennar. Aftar situr Gunnar ? betur þekktur sem Nunni Konn ? bróðir Jóhanns heitins. FORSTJÓRAR nokkurra stærstu safna heims hafa sameinast um að lýsa því yfir að þeir muni ekki senda um- deilda fornmuni aftur til upp- runalandanna, að sögn BBC. Segir í yfirlýsingunni að dýr- gripirnir séu sameiginleg eign mannkyns og safnastarfið komi öllum til góða. Ekki sé hægt að bera aðferðir við að- drætti safnanna á sinni tíð saman við framferði lista- verkaþjófa nútímans. Fullyrt er í skjalinu að al- menningur hafi aðeins getað lært að meta forna menning- arheima að verðleikum fyrir tilstuðlan safnanna. Umrædd söfn eru 18, m.a. í Sankti Pét- ursborg og New York. Margar kröfur um skil Ýmsar þjóðir hafa á und- anförnum áratugum gert kröfur um að skilað verði frægum munum. Danir skil- uðu sem kunnugt er Íslend- ingum handritunum og nýlega hefur Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra sett fram hugmyndir um að ís- lenskum forngripum í dönsk- um söfnum verði skilað hing- að til lands. Grikkir vilja fá svonefndar Elgin-lágmyndir frá British Museum, sem fluttar voru þangað á 19. öld. Egyptar fagna nú 100 ára af- mæli þjóðminjasafns síns og að sögn AFP-fréttastofunnar notaði talsmaður safnsins tækifærið í gær og hvatti til þess að stolnum fornmunum yrði skilað. Neita að skila dýr- gripum GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti skip- aði í gær John Snow, forstjóra bandaríska járnbrauta- og flutningafyrirtækisins CSX, í embætti fjármálaráðherra Bandaríkjanna í stað Paul O?Neill sem sagði af sér að beiðni forsetans fyrir helgi. Markmið Bush með mannabreytingum í ríkisstjórnarliðinu er að freista þess að snúa vörn í sókn í efna- hagsþróuninni í landinu. ?John Snow verður lykilmaður sem ráð- gjafi í efnahagsmálum og mikilvægur tals- maður stefnu ríkisstjórnar minnar um hag- vöxt, sköpun nýrra starfa og opnari og alþjóðlegri viðskipti,? sagði Bush. ?Hann verður frábær liðsmaður í ríkisstjórninni.? Bush, sem í síðustu viku hóf uppstokkun á ráðgjafaliði sínu í efnahagsmálum, boðaði ennfremur í gær sérstakar aðgerðir til að búa betur að atvinnulífinu. Stjórnmálaskýr- endur telja að dragist samdráttarskeiðið í bandarísku efnahagslífi á langinn kunni það að ógna endurkjörsmöguleikum Bush í for- setakosningunum 2004. Lítil viðbrögð markaða Lítil viðbrögð var þó að merkja á Wall Street og öðrum verðbréfamörkuðum Bandaríkjanna í gær eftir að fréttirnar bár- ust af skipun Snows. Gengi hlutabréfa á Wall Street var lítið eitt lægra í viðskiptum gærdagsins en það varð strax eftir afsögn O?Neills. Manna- skipti skýrast Reuters Snow og Bush í Washington í gær. Bush gerir Snow að fjármálaráðherra Washington. AP, AFP. L52159 Langur ferill/20 ??? STJÓRNVÖLD í Indónesíu og fulltrúar að- skilnaðarsinnaðra uppreisnarmanna frá Aceh-héraði náðu í gær miklum áfanga að því að binda enda á vopnuð átök sem staðið hafa svo til óslitið í 26 ár, með því að und- irrita friðarsamning sem felur í sér að hér- aðið hljóti víðtæk sjálfstjórnarréttindi en ekki fullt sjálfstæði. Samkomulagið er mikill áfangasigur fyrir ríkisstjórn Megawati Sukarnoputri, forseta Indónesíu, þar sem stríðið í Aceh var al- mennt álitið mesta ógnin við ríkisheild þessa fjölmennasta múslimaríkis heims. Aceh-átökin eiga sér rætur aftur á nítjándu öld. Uppreisnin, sem enn stendur yfir, hófst árið 1976. Á síðustu tíu árum hafa um 12.000 manns látið lífið í átökunum, sem stundum hafa verið kölluð ?stríðið gleymda?. ?Gleymdu stríði? lýkur Genf. AP. Hálf milljón fyrir börnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.