Morgunblaðið - 10.12.2002, Page 11

Morgunblaðið - 10.12.2002, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 11 Dragtir Ný sending Matseðill www.graennkostur.is 10/12-16/12 frá GRÆNUM KOSTI, Skólavörðustíg 8. Opið mánudaga-laugardaga kl. 11.30-21.00, sunnudaga kl. 13.00-21.00. Pantanir í síma 552 2028, skrifstofa 552 2607, fax 552 2607. Þri. 10/12: Pönnukökukaka sívinsæl og girnileg, ferskt salat, hrísgrjón og meðlæti. Mið. 11/12: Marokkóskar kræsingar m. kúskússalati, fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Fim. 12/12: Grænmetiskarrý og fylltar samósur, ferskt salat, hrísgrjón og meðlæti. Fös. 13/12: Kartöfluboltar í góðum félagsskap, ferskt salat, hrísgrjón og meðlæti. Helgin 14/12 og 15/12: Austurlenskur spínatréttur. Mán. 16/12: Grænmetisla la la lasagna og fleira gott. Kringlunni, sími 588 1680, v. Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun Gallabuxur Flauelsbuxur Ullarbuxur Peysur Vesti Laugavegi 84, sími 551 0756 Stuttir og síðir kjólar Dragtir og hvítar pífublússur Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222 Nýjar vörur daglega! Burt með vsk af völdum vörum og að auki 10% afsláttur Snorrabraut 38, sími 562 4362 Kápur stuttar og síðar Fullt af tilboðum Ullarjakkar frá kr. 7.900 Mokkakápur frá kr. 9.990 Komið og skoðið úrvalið Sloppar frá kr. 4.900 Náttföt frá kr. 2.400 Laugavegi 34, sími 551 4301 Opnum kl. 9 virka daga Nú er síðasti möguleiki að fá myndatöku og stækkanir fyrir jól. Ef þú ætlar að komast að dugir ekki að panta núna, heldur STRAX Í öllum okkar myndatökum eru innifaldar fullunnar stækkanir. Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. www.ljosmynd.is Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. Passamyndatökur alla virka daga. FORELDRAR þurfa meiri stuðning í uppeldishlutverkinu og efla þarf fræðslu- og forvarnarstarf, m.a. með því að bjóða upp á ráðgjöf varðandi uppeldi strax við ungbarnavernd á heilsugæslustöðvunum. Þetta voru á meðal hugmynda sem fram komu í erindi dr. Sigrúnar Að- albjarnardóttur, prófessors í uppeld- is- og menntunarfræðum við fé- lagsvísindadeild Háskóla Íslands, á ráðstefnu sem Landssamband fram- sóknarkvenna stóð fyrir um tengsl uppeldisaðferða og og áfengis- og vímuefnaneyslu barna og unglinga, í Norræna húsinu í gær. Sigrún fjallaði í erindi sínu um svokallaðar leiðandi uppeldisaðferð- ir og bar saman við aðferðir foreldra sem eru afskiptalausir gagnvart uppeldi barna sinna, eftirlátir eða skipandi. Leiðandi foreldrar eru skilgreind- ir sem foreldrar sem krefjast þrosk- aðrar hegðunar af börnum sínum, eru hlýir og uppörvandi og leggja áherslu á að ræða ýmis mál við börn- in þar sem bæði sjónarhorn barna og foreldra fá notið sín. Sigrún hefur lagt spurningalista fyrir 1.100 unglinga í níunda bekk í Reykjavík og hefur m.a. kannað tengsl milli uppeldisaðferða foreldra og vímuefnaneyslu unglinga frá 14 til 17 ára aldurs. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknar hennar eru unglingar leið- andi foreldra ólíklegri til að reykja daglega, drekka illa, og neyta ólög- legra efna en aðrir unglingar. Í erindi sínu vísaði Sigrún einnig í alþjóðlegar rannsóknir sem sýna að unglingar foreldra sem eru leiðandi í uppeldi barna sinna sýna betri námsárangur í skóla, þau sýna minni depurð og kvíða, hafa jákvæðara sjálfsmat og trúa frekar á eigin getu en unglingar sem fá annars konar uppeldi. Unglingar sem fá leiðandi uppeldi eru einnig ólíklegri til að sýna andfélagslega hegðun. Sigrún bendir á að foreldrar þurfi meiri stuðning í uppeldishlutverkinu og að m.a. yrði hægt að bjóða upp á fræðslu þar að lútandi í tengslum við ungbarnavernd en einnig megi ná til foreldra í gegnum starf leikskólanna og við upphaf grunnskólagöngu með samstarfi heimila og skóla og síðar í gegnum fermingarundirbúninginn. Aðrir fyrirlesarar á ráðstefnunni í voru Hulda Guðmundsdóttir, hóp- meðferðarstjóri á göngudeild LSH, sem fjallaði um forvarnir á með- göngu og fyrstu ár nýja barnsins, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, verk- efnisstjóri Geðræktar, og Marsibil Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Götusmiðjunnar. Tengsl uppeldisaðferða og vímuefnaneyslu unglinga Börn leiðandi uppalenda neyta sjaldnar vímuefna GSM-kerfið hefur aldrei verið skil- greint sem öryggiskerfi, enda víða gloppur í því, og auk þess ber Lands- símanum engin skylda umfram önn- ur fjarskiptafyrirtæki að tryggja GSM-samband, hvort heldur í Reyk- hólahreppi eða annars staðar. Þetta segir Heiðrún Jónsdóttir hjá Landssímanum vegna frétta af slæmu fjarskiptasambandi í Króks- fjarðarnesi í Reykhólahreppi. „Við erum með alþjónustukvöð að því er snertir fastlínusíma, þ.e. tal- símasambandið, en það eru engar slíkar kvaðir vegna GSM-kerfisins. Það hefur aldrei verið skilgreint sem öryggiskerfi og það vekur að mínu viti einfaldlega upp falska öryggis- kennd hjá fólki að ætla að gera því skóna. NMT-kerfið er þarna á stóru svæði en misgott að sögn en ef menn eru með þokkalegt loftnet á síman- um eiga menn að vera inni. En það er heldur engin kvöð á okkur vegna þess frekar en vegna GSM-kerfis- ins.“ Heiðrún segir að Síminn hafi feng- ið bréf frá hreppnum í vor og því hafi verið svarað. „Við áréttuðum að við höfum engar skyldur að þessu leyti. Við erum að byggja upp GSM-kerfið. Það er tímafrekt og kostnaðarsamt og við höfum fyrst og fremst verið að byggja það upp á þéttbýliskjörnum. Við erum að gera áætlanir núna hvar við ætlum að byggja upp GSM-kerfið á næsta ári og þá verður þetta erindi tekið til skoðunar rétt eins og önnur erindi af svipuðum toga sem okkur hafa borist.“ Engin kvöð á Símanum að tryggja GSM-samband TRÉ ársins 2002 voru útnefnd við athöfn við bæinn Stóru-Giljá í Aust- ur-Húnavatnssýslu um helgina. Tré ársins eru tvö samstæð grenitré sem standa á hörðum bala í garð- inum sunnan við íbúðarhúsið á Stóru-Giljá. Magnús Jóhannesson, formaður Skógræktarfélags Ís- lands, útnefndi tré ársins við at- höfnina og afhenti sérstakar við- urkenningar við það tækifæri. Í grein sem Páll I. Kristinsson á Blönduósi ritar í nýútkomnu Skóg- ræktarriti fjallar hann um tré árs- ins 2002 og segir annað tréð hafa mælst 9,7 metra haustið 2001 og hitt tréð 9,1 metra. Trén standa um þrjá metra frá íbúðarhúsinu. „Erf- itt er fyrir þau að braggast við þak- brúnir húsins og glíma þar við norðanáttina, sem er oft þurr og köld,“ segir í grein Páls. Í dag búa tvær fjölskyldur á Stóru-Giljá, hjónin Sigurður Erlendsson og Þóra Sverrisdóttir með þrjú börn sín, ásamt Erlendi Eysteinssyni og Helgu Búadóttur, sem eru for- eldrar Sigurðar. Tré ársins 2002 eru tvö samstæð tré við Stóru-Giljá í Víðidal. Tré ársins á Stóru-Giljá MEIRIHLUTI efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis mælir með samþykkt frumvarps fjármálaráð- herra, Geirs H. Haarde, sem leggur það m.a. til að heimilt verði að draga frá tekjum af atvinnurekstri eftir- stöðvar rekstrartapa frá síðustu tíu árum í stað átta ára eins og verið hef- ur. Meirihluti nefndarinnar leggur þó til nokkrar breytingar á fyrir- liggjandi frumvarpi. Til dæmis legg- ur hann til að í ákvæði til bráða- birgða verði rekstraraðilum einvörð- ungu heimilt á rekstrarári 2003 að nýta rekstrartöp aftur til rekstrar- ársins 1994 eða í níu ár, „þannig að tap verði ekki endurvakið með aft- urvirkum hætti,“ eins og segir í nefndaráliti meirihlutans. Mælir með sam- þykkt skatta- frumvarps ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.